Morgunblaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 2
2 C MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
410 4000 | landsbanki.is
Banki allra landsmanna
Í Landsbankanum getur þú valið hvort þú tekur íbúðalán
á 1. veðrétti til 25 eða 40 ára:
1. Með föstum 4,4% verðtryggðum vöxtum út lánstímann.
2. Með endurskoðun vaxta á 5 ára fresti.
Skilyrði fyrir þessum kjörum er að lántaki sé með launareikning í Landsbankanum
og þrjá af eftirfarandi þjónustuþáttum í Landsbankanum:
• Greiðsludreifing • Kreditkort • Lífeyrissparnaður • Líftrygging eða sjúkdómatrygging.
Veldu
þitt lán
4,4% 80% 100%
vextir lánshlutfall þjónusta
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
56
81
08
/2
00
4
PÉTUR H. Ármannsson arkitekt þekkir vel
til verka Manfreðs Vilhjálmssonar. „Arkitekt-
inn Manfreð Vilhjálmsson þarf vart að kynna,
hann er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur fyrir
verk sín,“ segir Pétur. „Á 7. áratugnum
teiknaði hann nokkur íbúðarhús sem þóttu
tíðindum sæta í íslenskum arkitektúr. Í þeim
fléttast saman módernískar hugmyndir þess
tíma um opna, flæðandi rýmisskipan að jap-
anskri fyrirmynd, og svo norrænar áherslur í
efnisvali, þar sem hinn náttúrulegi efniviður
fær að njóta sín. Með notkun jarðlita og rák-
aðs yfirborð á steyptum útveggjum sem
teygja sig út í garðinn verður húsið sem hluti
af landinu í anda hugmynda bandaríska arki-
tektsins Frank Lloyd Wright. Kunnast íbúðar-
húsa Manfreðs er Mávanes 4 í Garðabæ sem
fjallað hefur verið um í innlendum og erlend-
um ritum um arkitektúr. Húsið við Geita-
stekk 4 í Neðra-Breiðholti teiknaði Manfreð árið 1967. Efnisáferð og
uppbygging þessara tveggja húsa er mjög áþekk, þó að húsið við Geita-
stekk sé nokkru minna og samþjappaðra, enda mótað af ólíkum að-
stæðum á lóð, svo sem afstöðu til útsýnis og sólarátta. Helsta einkenni
beggja húsanna er léttleiki. Þakið hvílir á sjálfstæðri, svartmálaðri burð-
argrind úr timbri sem byggð er upp innan við steypta útveggina. Það
snertir því hvergi steypuna og dagsbirtan á greiða leið inn um rifuna
milli þaks og veggja. Efnisnotkun og útfærsluatriði í húsinu bera vott
um þá sérstöku fágun sem er aðalsmerki höfundarins. Þar fer saman
glæsilegur arkitektúr og einkar hentugt og þægilegt innra skipulag.
Íbúðin er af hóflegri stærð, notalegt heimili þar sem öllu er haganlega
fyrir komið. Árið 1979 var byggður laufskáli með bogadregnu þaki við
aðkomuhlið hússins eftir teikningum Manfreðs, frumleg lausn sem kann
að virðast framandi við fyrstu sýn. Hún vinnur mjög á við nánari skoð-
un, enda rökrétt miðað við afstöðu húss og lóðar. Eigninni hefur verið
mjög vel við haldið og nýlegar endurbætur gerðar með virðingu fyrir
upphaflegum einkennum. Hér gefst því fágætt tækifæri fyrir áhugafólk
um arkitektúr og hönnun sem vill njóta þess besta sem í boði er hér á
landi.“
Fágun er aðalsmerki
Manfreðs Vilhjálmssonar
Reykjavík - Eignamiðlunin hefur
fengið í sölu glæsilegt hús á góðum
stað í Reykjavík.
Kjartan Hallgeirsson hjá Eigna-
miðluninni segir að um sé að ræða
eitt af fallegri húsum sem íslenskur
arkitektúr stríðsáranna hafi fært
okkur. „Húsið er teiknað af Man-
freð Vilhjálmssyni og byggt árið
1970. Það er einkar stílhreint og
vel staðsett með góðri tengingu við
garð og nánasta umhverfi.“
Húsið, sem er á einni og hálfri
hæð, alls 204,8 fm, stendur í aflíð-
andi halla og keyrt er niður fyrir
það að bílskúr. Það skiptist í and-
dyri, gang, stofu, þrjú svefn-
herbergi, baðherbergi, eldhús,
borðstofu, sólskála, þvottahús og
búr og á neðri hæð er sjónvarps-
herbergi/svefnherbergi, snyrting,
geymsla og bílskúr.
Komið er inn í rúmgott anddyri
með fatahengi og steinflísum á gólfi
og síðan inní gang. Til vinstri er
rúmgóð og björt stofa með fallegu
útsýni. Þar er gert ráð fyrir arni. Á
gangi er hjónaherbergi með skáp-
um. Eldhúsið er með upprunalegri
innréttingu sem gerð hefur verið
upp og endursmíðuð að hluta. Eld-
húsið er opið inn í borðstofu sem
síðan er opin inn í sólskálann. Þessi
rými ná í gegnum húsið og mynda
mjög skemmtilega heild. Úr sól-
skálanum er síðan gengið út í garð-
inn. Inn af borðstofu eru tvö rúm-
góð herbergi. Baðherbergið er
flísalagt með baðkari, sturtuklefa
og snyrtingu. Innaf eldhúsi er
gengið niður á neðri hæðina. Þar er
rúmgott sjónvarpsherbergi eða
svefnherbergi og innaf því geymsla
og flísalögð snyrting. Af neðri hæð-
inni er hægt að ganga út á bíla-
planið við hlið bílskúrsins.
Garðurinn er mjög gróinn og
skjólgóður og húsið vel staðsett í
botnlangagötu í fallegu einbýlis-
húsahverfi, þaðan sem stutt er í
náttúruparadís, s.s. Elliðaárdalinn
og göngustíga í Fossvogi. Hiti er í
stéttum, breiðband og öryggiskerfi.
Kjartan hjá Eignamiðluninni
segir að húsinu hafi verið mjög vel
við haldið og tekist hafi að varð-
veita stíl og handbragð höfundar
þess, jafnt í útliti sem innrétt-
ingum.
Ásett verð er 39 milljónir.
Geitastekkur 4
Húsið við Geitastekk 4 er vel staðsett í botnlagnagötu, þaðan sem stutt er í Elliðaárdalinn og göngustíga í Fossvogi.
Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is, sími 5691323 og Magnús Sigurðsson, magn-
uss@mbl.is, sími 5691223, Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prent-
un Prentsmiðja Árvakurs.
Efnisyfirlit
Akkurat .......................................... 5
Ás .................................................. 25
Ásbyrgi ........................................... 6
Berg .............................................. 54
Bifröst ............................................. 7
Borgir ........................ 50–51 og 56
Brynjólfur Jónsson ..................... 4
Búmenn ....................................... 26
DP fasteignir .............................. 34
Eignaborg .................................... 48
Eignamiðlun .... 24, 28–29 og 56
Eignaumboðið ............................ 43
Eignaval ........................................ 14
Fasteign.is .................................. 35
Fasteignakaup ........................... 40
Fasteignamarkaðurinn .......... 8–9
Fasteignamiðlun Hafnafjarðar 19
Fasteignamiðstöðin ................... 18
Fasteignasala Íslands ................ 31
Fasteignasala Mosfellsbæjar . 22
Fasteignastofan .......................... 15
Fjárfesting ................................... 16
Fold ............................................... 39
Foss ................................................ 13
Garður .......................................... 48
Garðatorg .................................... 42
Gimli ..................................... 24–25
Híbýli ............................................. 41
Heimili .......................................... 27
Hof ................................................ 26
Hóll ................................................. 17
Hraunhamar ........................ 36–37
Húsakaup ............................. 32–33
Húsavík ........................................ 23
Húsið ............................................ 49
Húsin í bænum ............................ 12
Höfði ..................................... 52–53
Kjöreign ....................................... 55
Klettur ..................................... 10–11
Lundur ................................. 44–45
Miðborg ................................. 20–21
Skeifan ......................................... 38
Smárinn ....................................... 49
Stakfell ........................................ 33
Valhöll .................................. 46–47
Manfreð Vilhjálmsson
arkitekt.