Morgunblaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 42
42 C MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er margt sem þarf að at- huga þegar fólk stendur frammi fyrir því verki að mála húsið sitt. Miklu máli skiptir að allt ferlið sé vel ígrundað, rétta málningin valin, réttu litirnir og rétta efnismeðhöndlunin. Hús eru máluð annars vegar til að auka end- ingu þeirra og hins vegar til að fegra þau. Málning er misdýr og þá að sama skapi misjöfn að gæðum. Sumir fram- leiðendur segja að „málningin hafi verið reynd við íslenskar aðstæður“ og hafi farið í gegnum ýmsar rann- sóknir sem eiga að auka veðrunarþol og fleiri álagsþætti. En í hverju eru þessar rannsóknir fólgnar? Valdimar G. Sigurðsson málara- meistari hefur kynnt sér vel kosti málningarkerfa og val lita á húsnæði. Hann segir að flestar íslenskar máln- ingarverksmiðjur séu reyndar í fag- inu og í samstarfi við rannsóknaraðila á borð við Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins og erlendra rann- sóknaraðila. Atriði líkt og vatnsþol, veðrunarþol, öndun og viðloðun eru þættir sem þurfa að vera í lagi miðað við íslenskar aðstæður. Niðurstöður rannsókna eru síðan skoðaðar og í kjölfarið er reynt að finna út hvað hef- ur mest áhrif á endinguna. Varan er síðan þróuð í samræmi við það og fundið er út hvaða málning hentar best við mismunandi aðstæður. Til dæmis má sjá veðrunarspjöld við Veðurstofuna í Öskjuhlíð og á þökum málningarframleiðenda. Nauðsynlegt að kunna réttu handtökin Málarar vinna eftir ákveðnum kerfum. Mælt er með því að sílanbaða ný hús, síðan eru þau grunnuð, oftast með þynntri olíumálningu, og að lok- um eru þau máluð með tveimur um- ferðum af olíu- eða akrýlmálningu. Valdimar segir það afar brýnt að málningin fái að þorna vel á milli um- ferða. „Það er mjög mikilvægt að fólk verji húsin sín sem best. Ef um nýtt hús er að ræða þarf að sílanbaða hús- ið. Sílanið virkar þannig að það smýg- ur inn í fínar sprungur í steypunni og myndar vatnsfælandi yfirborð. Sé húsið ekki sílanbaðað má búast við að vatn eigi greiðari aðgang inn í steyp- una og hætta á t.d. frostskemmdum aukist. Eftir að húsið hefur verið sílanbað- að þarf sílanið að þorna í einn sólar- hring áður en húsið er grunnað. Oft- ast er olíumálning notuð sem grunnur, en hún smýgur vel inn í ber- an steininn. Þessi grunnmálning er yfirleitt þynnt um 10–20% svo hún smjúgi enn betur inn. Þegar farið er að kólna á haustin, eða ef hitinn er undir fimm gráðum, er frekar mælt með að notuð sé olíumálning en akrýl- málning, vegna þess að arkýlmálning- in þornar verr í kulda. Ókosturinn við olíumálninguna er hins vegar sá að hún er skítsælli en akrýlmálningin, sem hrindir óhreinindum betur frá sér. Ég vel því fremur akrýlmálningu yfir olíugrunninn verði því komið við,“ segir Valdimar. Þegar mála á gamalt hús eru fleiri þættir sem huga þarf að. „Ef við erum að ræða um hús sem er orðið dálítið illa farið, t.d. byrjað að flagna, er nauðsynlegt að byrja á því að Vel málað hús er bæjarprýði Það getur verið vandaverk að mála hús að utan og miklu skiptir að rétt sé að málum staðið. Guðlaug Sigurðardóttir ræddi við Valdimar G. Sigurðsson sem sagði henni að málningartegund, litur og efnismeðferð geti ráðið úrslitum um endingartíma málningarinnar. Morgunblaðið/Árni Torfason Einbýlishús sem var málað sumarið 1997 og hefur staðið sig með prýði. Húsið er staðsett úti á Seltjarnarnesi þar sem seltan og veðrunin er mikil. Fjölbýlishús þar sem málað hefur verið með mjög dökkum lit og má glögglega sjá hvar gert hefur verið við múrskemmdir. Fjöldi kaupenda á skrá - Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna Verðmetum samdægurs Rauðarárstígur Glæsileg 105 fm íbúð á tveimur hæðum í nýlegu húsi ásamt stæði í bílageymslu. Stofa, borðstofa og eldhús í einu rými, eld- hús með birkirótarinnréttingum. Baðher- bergi með nýlegum og góðum tækjum. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi og þvotta- herbergi. Gólf flotuð með granítflísum. Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar. Laus strax. Lyklar á skrifstofu. Verð 17,6 millj. Klapparstígur Glæsileg 190 fm íbúðarhæð í fallegu og virðulegu steinhúsi sem í dag er nýtt sem skrifstofuhúsnæði og auðvelt að breyta aft- ur íbúð. Eignin skiptist í þrjár stórar og glæsilegar samliggjandi stofur, miðstofan með bogaglugga. 2-3 svefnherbergi, aust- ursvalir. Eikarparket og flísar á gólfum. Mikil lofthæð, gipslistar og rósettur í loftum. Eign í sérflokki. Nánari upplýsingar á skrif- stofu. Funafold Mjög falleg og vönduð 120 fm neðri sérhæð í tvíbýlishúsi. Rúmgóð stofa með afgirtri suðurverönd. Vandað eldhús, 3 svefnherbergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. þvottahús í íbúð. 26,5 fm bílskúr. Gott aðgengi. Skipti möguleg á litlu einbýl- ishúsi í hverfinu. Kaplaskjólsvegur Mjög góð 113,3 fm íbúð á 3. hæð í fallegu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í saml. stofur, 2 rúmgóð svefnherb. eldhús og baðherb. ásamt stóru íbúðarherb. í kjallara með að- gang að snyrtingu. Íbúðin getur losnað fljót- lega. Nánari uppl. á skrifstofu. Hamraborg Vorum að fá í sölu 115 fm 5 herb. íbúð á 4. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Fjögur góð svefnherbergi, rúmgóð stofa, gengið út á stórar suðursvalir með miklu útsýni. Bað- herb. flísar á gólfi, tengi f. þvottavél, gluggi. Eldhús, góð innrétting, borðkrókur. Sam- eign mjög snyrtileg. Verð 17, 6 millj. Framnesvegur Falleg 113 fm íbúð á tveimur hæðum í nýlegu húsi. Á neðri hæðinni er rúmgóð stofa með vestursvölum, stórt eldhús, og þvottahús. Á efri hæð eru 3 stór svefnherb., alrými og flísa- lagt baðherbergi. Parket á gólfum. Mikið út- sýni. Stæði í bílskýli fylgir. Stutt í grunnskóla, verslun og alla þjónustu. Verð 18,5 millj. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Réttarheiði - Hveragerði 4ra herb. 128 fm raðhús ásamt 33 fm garðstofu og 26 fm bílskúr. Eignin er í smíðum en verður afhent tilbúin að utan sem innan. Eldhús með ljósri eikarinnréttingu og gas- eldavél. Tvö svefnherb. Gott baðh. með sturtuklefa og góðri innréttingu. Opið úr eld- húsi í stofu, borðstofu og garðskála. Parket á öllum gólfum. Verð 16,9 millj. fullbúin Giljaland Sérstaklega vandað og vel byggt 188 fm raðhús á pöllum. Stórar stofur með frábæru útsýni, flísalagðar suðursvalir þar útaf. Rúmgott eldhús, sjónvarpsherb. þar innaf. 3 svefnherb. gestasnyrting. Óvenju góðar geymslur. 23 fm bílskúr. Frábært staðsetn- ing, skjólsælt og gróið umhverfi. Gvendargeisli Afar glæsileg 127 fm 5 herb. íbúð á 3. hæð (efstu) með sérinn- gangi í nýju fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í stórar stofur, vandað eldhús með innrétt- ingu úr kirsuberjaviði. 3 góð svefnherbergi. Fataherb. innaf hjónaherb. Vandað bað- herb. flísalagt í hólf og gólf. Þvottahús og geymsla í íbúð. Sórar suðursvalir. Stæði í bílskýli. Eignin getur losnað fljótlega. Hagstæð langtímalán. Blikaás Hafnarfj. Afar glæsileg og vönduð 120,4 fm neðri sérhæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í stóra stofu með verönd útaf, 3 góð svefn- herbergi, eldhús með harðviðarinnr. Bað- herbergi flísalagt í hólf og gólf. Þvottahús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Áhv. 8,8 millj. húsbr. Verð 18,5 millj. Gullteigur Falleg og nýlega innréttuð 85 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Stór stofa, tvö svefnherbergi. Flísalagt baðherb. Þvottahús í íbúð. Merbau-parket. Mahóní-innréttingar. Timburverönd fyrir framan. Gott aðgengi fyrir fatlaða. Áhv. 7,5 millj. Húsbréf. Verð 14,5 millj. Hringbraut Sérlega falleg 3ja herb. íbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í bíla- geymslu í mjög góðu fjölbýli. Stór stofa, tvö svefnherbergi, nýtt parket á gólfum. Bað- herbergi nýlega endurnýjað. Sameign mjög snyrtileg. Áhv. 7,2 millj. Byggsj. og lífe.sj. Verð 13,5 millj. Kleppsvegur Góð 85 fm íb. á 5. hæð í lyftuhúsi. Stór stofa, 2 rúmgóð svefnherb. Rúmgott eld- hús. góðar svalir í suðvestur. Laus strax. Áhv. 6 millj. Húsbréf o.fl. Verð 11,9 millj. Vesturgata við sjóinn Mjög góð 75 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu stein- húsi. Stór stofa með suðvestursvölum. 2 svefnherbergi. Góður garður. Glæsilegt sjávarútsýni. Verð 13,5 millj. Safamýri Glæsileg 82 fm 3ja herb. íbúð í kjallara/jarð- hæð með sérinngangi. Verið er að endurnýja og endurhanna íbúðina eftir teikningum arki- tekts og verður henni skilað fullbúinni með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Nán- ari upplýsingar á skrifstofu. Nýlendugata Vorum að fá í sölu mjög skemmtilega og mikuð endurnýjaða 2-3ja herb. íbúð á jarð- hæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi. Björt og rúmgóð stofa, 2 svefnherb. Ný eldhúsinn- rétting. Baðherb. endurbætt. Íbúðin er ný- máluð. Raflagnir endurbættar. Laus strax. Verð 9,8 millj. Asparfell Mjög falleg og mikið endurnýj- uð 57 fm íbúð á 2. hæð i lyftuhúsi. Baðher- bergi flísalagt, nýleg vönduð eldhúsinnétt- ing. Góðar suðvestursvalir. Ný lyfta, hús- vörður og þrif. Gevihnattarsjónvarp. Brunab.mat. 6,7 millj. Áhv. 3,5 millj. Bygg.sj. Verð 8,4 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.