Morgunblaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 22
22 C MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Barrholt - 200 m2 einbýli *NÝTT
Á SKRÁ* Vorum að fá 166 m2 einbýlishús á einni
hæð m. sólskála, heitum potti og 35 m2 bílskúr í
grónu hverfi. 4 svefnherbergi, baðherbergi m. kari
og sturtu, gestasalerni, sérþvottahús og stór
stofa og borðstofa. Skjólsæll og gróinn garður,
stutt í alla þjónustu. Verð kr. 24,9 m.
Skeljatangi - 4ra herb.
*NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 94 m2, 4ra her-
bergja íbúð a 2. hæð í litlu fjórbýlishúsi, með
sérinngangi og svölum. 3 góð svefnherbergi,
baðherbergi með kari, sér þvottahús, geymsla
stór stofa og eldhús.
Verð kr. 15,0 m.
Klapparhlíð - 3ja herb. + bíl-
skúr Mjög falleg, 3ja herbergja íbúð á efstu
hæð í nýlegu, 3ja hæða fjölbýli með mjög miklu
útsýni til Reykjavíkur og út á sundin. Flísar á eld-
húsi, forstofu og baðherbergi en beykiparket á
svefnherbergjum, stofu og gangi. Íbúðinni fylgir
26 m2 bílskúr við húsið. Þetta er falleg íbúð á
mjög góðum stað. Verð kr. 15,9 m. - áhv. 8,9 m.
Hlaðhamrar - 135 m2 raðhús
+ bílsk. Mjög fallegt, 135,5 m2 raðhús m. risi
ásamt 25,9 m2 bílskúr á mjög skemmtilegum
stað í Grafarvogi. Á aðalhæð eru 2 stór svefnher-
bergi, baðherbergi m. sturtu og kari, þvottahús,
eldhús m. borðkrók, stór stofa og sólstofa, en í
risi er sjónvarpsstofa, svefn-/vinnuherbergi og lít-
ið salerni. Lítill suðurgarður og aðkoma að húsi
eru til fyrirmyndar. Til afhendingar strax. Verð kr.
23,9 m.
Einiberg - einbýli Erum með mjög fal-
legt, 217,3 m2 einbýlishús með garðskála og tvö-
földum bílskúr við Einiberg í Hafnarfirði. Húsið
skiptist í þrjú, mjög stór svefnherbergi, mjög stóra
stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, baðherbergi,
gestasalerni og sólskála. Stór og falleg, gróin lóð
og hellulagt bílaplan. Verð kr. 26,4 m.
Helgugrund - 170 m2 einbýli -
Kjalarnesi Erum með nýlegt, 122,9 m2
einbýlishús á einni hæð ásamt 47,4 m2 bílskúr.
Þetta er kanadískt timburhús og skiptist í 3 góð
svefnherbergi, baðherbergi m. kari, stofu og eld-
hús með fallegri innrétting. Húsið er byggt 2001
og er ýmis lokafrágangur eftir. Verð kr. 18,9 m.
Klapparhlíð - raðhús Erum með
þrjú, 140 m2 raðhús á einni hæð með innbyggð-
um bílskúr við Klapparhlíð. Íbúðirnar verða af-
hentar fullbúnar án gólfefna og þökulögðum
garði. Val er um viðartegundir í innréttingum. 2
góð svefnherbergi, stór stofa, eldhús, sjónvarps-
hol, gott baðherbergi og sérþvottahús. Húsin
verða til afhendingar 15. desemer 2004. Verð frá
22,3 m.
Tröllateigur 49-51 - Nýjar 4ra
herb. íbúðir Vorum að fá í sölu 10 íbúðir í
3ja hæða fjölbýli við Tröllateig í Mosfellsbæ. Á
jarðhæð eru tvær, 3ja herb., 101 m2 íbúðir, á 2.
hæð eru tvær, 111 m2, 4ra herbergja íbúðir og
tvær, 7 herbergja, 164 m2 íbúðir á 2 hæðum og á
3. hæð eru fjórar, 100-110 m2, 4ra herbergja
íbúðir. Allar íbúðir eru með sérinngangi og garði
eða svölum. Íbúðunum verður skilað fullbúnum
án gólfefna, en baðherbergi og þvottahús verða
flísalagt. Afhending í apríl og maí 2005.
Hulduhlíð - 3-4ra herb. + bílsk.
*NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 94 m2,
3-4ra herbergja íbúð á 2. hæð í litlu
fjórbýlishúsi, með sérinngangi ásamt
27 m2 bílskúr. 2 góð svefnherbergi,
baðherbergi með kari, sérþvottahús,
geymsla, stór stofa og eldhús. Eikar-
parket á gólfum og kirsuberja-innrétt-
ingar. Verð kr. 16,2 m.
Klapparhlíð 5 - 50 ára og eldri
Erum með í sölu glæsilegt, 4 hæða
lyftuhús með 20 íbúðum fyrir 50 ára og
eldri í Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Sér-
inngangur er í hverja íbúð af svalgangi
með glerskermun. Innangengt er í bíla-
geymslu með 16 bílastæðum. Húsið er
einangrað að utan og klætt með báru-
málmklæðningu og harðvið. 2ja her-
bergja íbúðir eru 90 m2 og 3ja her-
bergja íbúðirnar eru 107-120 m2. Íbúð-
irnar verða afhentar í október nk. Nán-
ari upplýsingar hjá Fasteignasölu Mos-
fellsbæjar.
Miðholt - 3ja herb.
Erum með fína 3ja herbergja, 82,4 m2
íbúð á 2. hæð í snyrtilegu 3ja hæða fjöl-
býli í miðbæ Mosfellsbæjar. Tvö rúm-
góð svefnherbergi, baðherbergi flísa-
lagt í hólf og gólf, m. sturtu, góð stofa
og eldhús með borðkrók. Mjög stutt í
alla þjónustu og skóla. Verð kr. 12,3
m. - til afhendingar strax.
ÁGÆTU MOSFELLINGAR!
Vegna ágætrar sölu undanfarið þá vantar
okkur hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar
allar gerðir eigna á söluskrá okkar.
Við erum með fjölda áhugasamra kaupenda
sem bíða eftir draumaeigninni sinni.
„ÞAÐ ER fyrst og fremst stefna
hjá okkur að vera eins skýrir í aug-
lýsingum og upplýsingum til fólks
og við getum í því litla plássi sem
hver auglýsing tekur,“ segir Sig-
urður Hjaltested eigandi Fast-
eignasölunnar Kletts, en auglýsing-
ar þeirra á fasteignum hafa vakið
athygli fyrir það að þar koma fram
meiri upplýsingar en gengur og
gerist í fasteignaauglýsingum.
„Með þessari aðferð er auðveld-
ara fyrir fólk að átta sig á greiðslu-
byrði, ásamt verði,“ segir Sigurður,
„en það er þetta tvennt sem fólk
vill vita þegar það fer út í fast-
eignakaup, ásamt því hversu mikl-
um lánum það kemur á eignina.“
Voruð þið með einhverja fyrir-
mynd að þessari stefnu?
„Í rauninni ekki, þótt við vitum
að menn eru að veita betri upplýs-
ingar víða erlendis en hér er gert.
Við hér á Kletti álitum einfaldlega
að þetta væri góður punktur til að
upplýsa fólk, sem er í fasteigna-
kaupahugleiðingum, um. Bygginga-
fyrirtæki hafa oft komið með sér-
stök kaupendadæmi um hversu
mikið er greitt út og hvernig
greiðslubyrði er af nýjum eignum.
Við vildum færa þessa aðferð yfir á
notaðar eignir líka.“
Hefur vakið athygli
Hvernig hefur þetta virkað?
„Fyrst til að byrja með hringdi
fólk til okkar og spurði hvað við
værum að meina með þessu. Það
vildi fá skýringu. Síðan hefur þetta
vakið mikla athygli.“
Er greiðslubyrði alltaf fyrirsjáan-
leg?
„Já, það er alltaf ljóst hversu
mikið af lánum kemst á hverja eign
og hver greiðslubyrðin verður, að
minnsta kosti af íbúðasjóðslánum.
Við getum hins vegar ekki tekið
með í reikninginn önnur lán, til
dæmis bankalán og lífeyrissjóðslán,
þótt við reynum að sjálfsögðu að
aðstoða fólk við að reikna slíkt út
þegar þau bætast á eignir sem ver-
ið er að kaupa.“
Hvernig getið þið reiknað íbúða-
sjóðslánin svona nákvæmlega?
„Það er einfalt. Segjum að þú
kaupir íbúð á 18 milljónir. Íbúða-
sjóðslánið er þá 9,2 milljónir en þú
átt veðrétt á eigninni fyrir öðrum
lánum upp að 70% áf kaupverði
eignarinnar, eða 85% af brunabóta-
mati.
Ef þú tekur lánið til 20 ára hjá
Íbúðalánasjóði, þá er greiðslubyrðin
kr.6.326 á hverja milljón. Ef þú tek-
ur lánið til 30 ára, er greiðslubyrðin
kr.5.066 á hverja milljón. Á 40 ára
láni er greiðslubyrðin 4.495 kr. á
hverja milljón. Þessar tölur eru síð-
an margfaldaðar með 9,2, eða þeirri
upphæð sem þú færð að láni hjá
Íbúðalánasjóði.“
Hvaða fleiri nýjungar bjóðið þið
upp á í þjónustu?
„Við höfum opnað sýningarsal á
nýbyggingum sem við erum að selja
og erum að ljúka við að gera eigna-
möppur sem við afhendum við-
skiptavinum okkar. Í stað þess að
afhenda þeim bara kaupsamning í
umslagi, látum við þá fá möppur
með öllum upplýsingum um eign-
ina; eignaskiptasamning, teikningar
af húsnæðinu og allt slíkt og síðan
hafa þeir þessa möppu fyrir alla
pappíra sem viðkoma fasteigninni,
allar kvittanir og slíkt. Þá er allt á
einum stað.“
Hvers vegna farið þið þessar leið-
ir?
„Þetta er harður markaður og
það er ekki um annað að ræða en
að veita góða þjónustu. Við erum
nýir á þessum markaði, opnuðum í
mars síðastliðnum og erum með
ýmsar nýjar hugmyndir.
Fasteignamarkaðurinn hefur ver-
ið of staðnaður um langan tíma og
við munum halda áfram að fara aðr-
ar leiðir en tíðkast hefur til þess að
bæta þjónustuna við kúnnann.“
Morgunblaðið/Eggert
Starfsfólk Kletts: Sigurður Hjaltested, Þorbjörg Árnadóttir, Valþór Ólason, Svavar Svavarsson og Ragnar Þórðarson.
Viljum veita
betri þjónustu
Í auglýsingum Fasteignasölunnar Kletts má finna upp-
lýsingar um verð og greiðslubyrði. Súsanna Svav-
arsdóttir ræddi við Sigurð Hjaltested sem segir Klett
bjóða upp á ýmsar nýjungar sem eiga að vera til þess
fallnar að veita betri þjónustu.