Morgunblaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 30
30 C MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Margrét Sigfúsdóttir naminnanhússarkitektúr íDanmarks Designskoleog útskrifaðist þaðan
árið 1991. Þegar hún hóf nám var
innanhússarkitektúr deild í Fred-
riksberg Tekniske Skole, þurftu
námsmenn að þreyta inntökupróf til
að komast inn í skólann. Af um 350
umsækjendum komust aðeins 30
inn. Á meðan á námi stóð var innan-
hússarkitektanámið fært inn í náms-
skrá Danmarks Designskole. Í dag
býður skólinn upp á fjölbreytt hönn-
unarnám, s.s textil-deild, húsgagna-
hönnun, innanhússarkitektúr,
myndlist, fatahönnun og fleira. Í dag
er um að ræða 4–5 ára nám, tveggja
ára grunnnám á þriðja ári er sér-
grein valin eftir áhugasviði. Næstu
tvö árin er svo unnið með sjálfstæð
verkefni innan fagsins.
Þegar heim var komið hóf hún
störf á öðrum vettvangi þar sem lítið
var um ráðningar nýútskrifaðra
hönnuða með litla reynslu. Margrét
ílengdist því sem fjármálastjóri
Sölufélags garðyrkjumanna um
margra ára skeið. Hún sneri þó ekki
alveg baki við innanhússhönnuninni
á þessum tíma, því hún tók að sér
ýmis hönnunarverkefni samhliða
vinnunni, en eftirspurn eftir ráðgjöf
hennar var þó svo mikil að iðulega
þurfti hún að gefa verk frá sér sem
henni buðust.
Árið 2000 ákvað hún hins vegar að
snúa sér alfarið að innanhússhönn-
uninni og stofnaði þá sitt eigið fyr-
irtæki sem hún hefur rekið síðan.
Að samræma þarfirnar
Margrét segir að aldrei hafi verið
jafnmikil gróska og eftirspurn eftir
innanhússráðgjöf og nú. Þar helst í
hendur að áhugi fólks á innanhúss-
hönnun og almennri hönnun hefur
aukist mikið, en einnig hefur batn-
andi efnahagur sitt að segja.
„Ég hef mjög gaman af allri hönn-
un, enda er vinnan aðaláhugamálið
um þessar stundir,“ segir Margrét.
Innanhússarkitekt þarf að vera lipur
í mannlegum samskiptum og næmur
á persónuleika fólks. Margrét segir
að mikilvægt sé að reyna að lesa í
karakter viðskiptavinarins og þrýsta
á hann um að gera kröfur útfrá sín-
um eigin þörfum og smekk.
„Þarfagreiningin er mjög mik-
ilvæg í þessu starfi. Þegar ég tel mig
hafa fundið út hvað það er sem við-
skiptavinurinn vill í raun og veru
reyni ég að vinna út frá því. Ég held
að það sé varhugavert að ryðja öll-
um eigum fólks í burtu í þeim einum
tilgangi að endurhanna heimilið
samkvæmt nýjustu tísku.
Persónuleiki fólksins lifir í eigum
þess og ef allt er tekið í burtu er
hætta á að persónulegt yfirbragð
heimilisins glatist. En það hefur þó
vissulega komið fyrir að ég hef verið
beðin um skipta öllu út og koma með
nýja stefnu . En oft er aðalmálið að
samræma þarfir fólks. Hjón hafa
iðulega mismunandi þarfir og smekk
og þá kemur til kasta innanhúss-
arkitektsins að sameina þessar þarf-
ir. Það hefur leitað til mín fólk sem
gat ekki komið sér saman um hve-
nær og hvernig ætti að ljúka bygg-
ingarferlinu. Allt í uppnámi. Þau
höfðu leitað til ráðgjafa varðandi
sambandið og óttuðust að alvarlegir
brestir væru komnir í hjónabandið.
Ráðgjafinn komst að þeirri nið-
urstöðu að grunnur hjónabandsins
væri góður, en ágreiningurinn væri
hins vegar svo veigalítill að það
dygði að fá innanhússhönnuð til að
leysa vandann!“
Bendir á hagkvæmar lausnir
Þegar fólk leitar eftir innanhúss-
ráðgjöf gerir það sér ekki alltaf
grein fyrir því hvaða möguleika
rýmið, sem á að hanna, hefur upp á
að bjóða og gerir sér jafnvel óraun-
hæfar kröfur þar að lútandi. Mar-
gréti finnst skemmtilegt að takast á
við krefjandi verkefni og leysa úr
ágreiningi og álitamálum. „Oft þarf
ég að byrja á því að tala um fyrir
fólki sem gerir óraunhæfar köfur og
útskýra hvernig er best að standa að
málum. Þá er einnig nokkuð um að
fólki metur kostnað ekki rétt, sumt
er ónýtt en annað má laga með
minni tilkostnaði, t.d. í gömlum hús-
um. Ég hef fengið ótal símtöl frá
þakklátum viðskiptavinum sem hafa
sparað sér umtalsverðar fjárhæðir í
þessu sambandi.“
Það skiptir miklu máli að karakter
hvers húss fái að njóta sín. Efn-
istökin eru mismunandi eftir því
hvort verið er að vinna við end-
urgerð gamals húsnæðis, eða hvort
verið er að skipuleggja t.d. nýbygg-
ingu. „Ég reyni að draga fram kar-
akter hússins í hvert skipti,“ segir
Margrét. „Í gömlu húsunum er
spennandi að færa húsið í upp-
runalegt horf þ.e. með rósettum,
hurðagerettum, gluggarömmum,
stigahandriðum o.þ.h. en nýta
tæknina og efnisnotkun til að færa
okkur nær nútímanum. En í nýju
húsin velur maður frekar látlausari
fleti, jafnvel höldulausar skúffur og
skápa, allt er stílhreinna og naum-
hyggjan svífur yfir vötnunum.“
Margrét segir að naumhyggjustíll
sé dálítið inni í dag, en varast beri að
stíllinn sé á kostnað notagildisins.
Bæði umhverfi og litir hafa áhrif á
líðan fólks, og hún bendir t.d. á Feng
shui-fræðin máli sínu til stuðnings,
en þau ganga út frá því að nánasta
umhverfi og heimilið sé þannig úr
garði gert að það laði fram andlegt
jafnvægi og hugarró. „Ég set nota-
gildið í öndvegi því óreiða hefur
slæm áhrif. Flestir vilja líka minnka
óreiðuna í kringum sig og hafa
hirslur fyrir dótið sitt. Þegar ég get
sameinað þetta tvennt, þ.e. að hanna
stílhreint húsnæði en jafnframt búa
hverjum hlut sinn stað og formin
standi af sér tísku og strauma, þá er
markmiðinu náð og segja má að
hönnunin eldist vel.“
Fjölbreyttur hópur
með ólíkar þarfir
Viðskiptavinahópur Margrétar er
orðinn stór. Hún segir að hann
spanni fólk á öllum aldri og þarfir
þeirra séu afar misjafnar, en stærsti
hópurinn sé á milli þrítugs og fer-
tugs. Gróflega megi þó skipta fólki í
tvo hópa, annars vegar þá sem vilja
tvinna persónulega muni saman við
nýrri muni og stíl, eða bara að fá
heildarsvip á heimilið, og svo hina
sem vilja fá alveg nýtt útlit.
„Þarfir þessara hópa eru talsvert
ólíkar. Eldra fólkið hefur oft meira á
milli handanna og hefur einnig mun
sjálfstæðari smekk. Það er búið að
fara í gegnum fjölskylduferlið með
opnu rýmunum og er aftur farið að
huga að því að loka að sér. Yngra
fólkið leitar oftar eftir fjölskyldu-
vænu umhverfi, stórum eldhúsum og
samveruherbergjum og vill hafa allt
opnara. Það hefur hins vegar meiri
tilhneigingu til að elta tískustraum-
ana og kannski minni tilfinningu fyr-
ir raunverulegum þörfum. Það er
heldur ekki mikið fyrir það að end-
urnýta hluti heldur vill fá meira nýtt
inn til sín. Ég reyni að slá aðeins á
slíka tilhneigingu. Ég hef einnig
unnið nokkuð mikið með eldra fólki
sem er að minnka við sig húsnæði.
Það er afar krefjandi því þá þarf iðu-
lega að skera margt niður í búslóð-
inni og valið verður stundum erfitt.“
Margrét segir að verk hennar
spyrjist út á milli vina og kunningja
og smám saman hefur viðskiptavina-
hópurinn stækkað. „Þetta hefur
undið upp á sig með tímanum,“ segir
hún.
Mikil þróun og gróska
Tækniþróun í hönnun, bæði innan
húss og utan, er mjög ör um þessar
mundir og því verður vægi símennt-
unar sífellt meira. Því er afar mik-
ilvægt að fylgjast vel með því helsta
sem er að gerast, viðhalda þekkingu
sinni og bæta við hana. Margrét seg-
ir að hún hafi það alltaf bakvið eyrað
að fara í framhaldsnám og bæta við
sig þekkingu á t.d. lýsingu eða öðr-
um sérgreinum í sama skóla og hún
útskrifaðist frá. Um þessar mundir
sé hins vegar svo mikill kraftur og
gróska í starfinu sjálfu að frekari
sérmenntun muni sitja á hakanum
um sinn.
„Þarfagreiningin
mikilvægust“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Uppgert eldhús í gömlu húsi í Vesturbænum.
Nýtt, en með áherslu á gamla tímann.
Margrét Sigfúsdóttir nam innan-
hússarkitektúr í Danmarks Design-
skole og útskrifaðist þaðan árið
1991. Árið 2000 stofnaði hún sitt
eigið fyrirtæki, MBS hönnun og
ráðgjöf ehf.
Tæknivætt eldhús í sama naum-
hyggjustílnum.
Lítil snyrting inn af hjónaherbergi.Margrét Sigfúsdóttir
Fyrir og eftir
breytingar í húsi
í Mosfellsbæ.
Í nýju húsi í Reykjavík. Rafdrifin gluggatjöld, innfellt sjónvarp, gasarinn.
Naumhyggjan og tæknin í hnotskurn.
gudlaug@mbl.is