Morgunblaðið - 30.08.2004, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2004 C 9
NÚ Á TÍMUM ofurhreinlætis er
ekki úr vegi að minna á þrjá hluti á
heimilinu sem sjaldan eru þrifnir.
Það eru uppvottaburstinn, tapp-
inn í baðinu eða vaskinum og dósa-
opnarinn.
Nú kynnu margir að halda að
það þyrfti ekki að þrífa upp-
þvottabursta og tappa í
vöskum þar sem vatn
og sápa er þeirra nán-
asti vinur.
En það er öðru nær.
Flestir kannast við að
baðkarið stíflist vegna
þess að í tappanum er
slímugur hárvöndull
sem hefur snúið sig
fastan á tappann. Það
sama á við um tapp-
ann í handlauginni og eld-
húsvaskinum, þótt það sem situr
fast í þeim sé oftast annars konar
lífrænn massi.
Þótt uppþvottavél sé á heimilinu
þurfa allir að eiga uppþvotta-
bursta. En það kemur fyrir – jafn-
vel á mestu þrifnaðarheimilum –
að uppþvottaburstinn hafi verið
notaður í eitthvert subbulegt verk,
en síðan hafi gleymst
að skola úr honum
og næst þegar
gripið er til hans
eru hárin grjót-
hörð og vinna
alls ekki sitt
verk.
Dósaopn-
arinn þarf ekki síð-
ur sína hreinsun. Ef grannt er
skoðað getur innihald úr dósum
sest í skrúfganginn og með tím-
anum myndast svört skán.
Alla þessa hluti er auðvelt að
þrífa. Eftir einn umgang í upp-
þvottavélinni eru þeir skínandi fín-
ir.
Dósaopnarinn og tapparnir geta
farið í hnífaparagrindina – það á
ekki síst við um þá tappa sem eru
með keðju – og burstinn leggst á
einhvern góðan stað innan um leir-
tauið. Það er þó skynsamlegt að
þrífa mesta subbið af töppunum
áður en þeir fara í uppþvottavélina
því það er ekki kræsileg tilhugsun
að vita af hárvöndlunum snúast
marga umganga í vélinni.
Það er einnig góður siður að
eiga tvo uppþvottabursta og venja
sig á að setja alltaf þann bursta
sem síðast var notaður í vélina með
leirtauinu. Þá getur maður verið
viss um að vera alltaf með tand-
urhreinan bursta.
G.Sig.
Það þarf að þrífa tappana í
vöskunum líka.
Uppþvottaburstinn má gjarna fara
með í uppþvottavélina.
Það sem
aldrei er þrifið
Skyldi þessi uppþvottabursti hafa
verið „þveginn“ nýlega?FA
S
T
E
IG
N
A
M
A
R
K
A
Ð
U
R
IN
N
SUMARBÚSTAÐIR
SÉRBÝLI
ATVINNUHÚSNÆÐI
HÆÐIR
4RA-6 HERB.
3JA HERB.
Furugrund - Kóp. Góð 76 fm íbúð á
efri hæð í tveggja hæða húsi ásamt 9,3 fm
herb. í kj. með aðgangi að w.c. Á hæðinni er
forstofa, eldhús m. nýlegri innrétt. og borð-
aðst., rúmgóð stofa m. útg. á svalir, 2 herb.,
og flísal. baðherb. Útsýni yfir Fossvogsda-
linn. Hús nýmálað að utan. Verð 13,5 millj.
Laugavegur. Mjög glæsileg og nánast
algjörlega endurn. 91 fm 3ja herb. íbúð á
efstu hæð í góðu steinhúsi. Íbúðin skiptist í
rúmgott hol, 2 herb., eldhús m. vand. innrétt.
og nýl. tækjum, björt stofa og baðherb.
Parket á gólfum. Tvennar flísalagðar svalir,
frábært útsýni. Sér bílastæði. Verð 18,5 millj.
Leifsgata Mjög falleg og mikið endurn.
91 fm. íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi ásamt
31 fm. bílskúr. Björt stofa, 2 rúmgóð herb.,
endurn. flísal. baðherb. og rúmgott eldhús
m. borðstofu innaf. Nýtt gler í gluggum. Sér-
bílastæði á lóð. Áhv. 8,3 millj. Verð 17,5 millj.
Njálsgata Góð 52 fm íbúð á 1. hæð
í góðu steinhúsi ásamt sér geymslu í
risi. Björt stofa, 2 herb., bæði með
skápum, baðherbergi með sturtu og
eldhús. Sameiginlegt þvottahús í risi.
Verð 8,9 millj.
Vesturvör - Kóp. 420 fm atvinnu-
húsnæði ásamt 30 fm millilofti við Vestur-
vör í Kópavogi. Möguleiki á að breyta hús-
næðinu í íbúðir. Teikningar og allar nánari
uppl. veittar á skrifstofu. VERÐTILBOÐ.
Smiðjuvegur-Kóp. 541 fm iðn-
aðarhúsnæði með innkeyrsludyrum.
Húsnæðið er sérhæft sem kjötvinnslu-
hús og skiptist í m.a. í pökkunarsal,
vinnslusal, skrifstofur og búningsað-
stöðu. Góðir gluggar á öllu húsinu og
hús að utan í góðu ásigkomulagi. Góð
aðkoma, næg bílastæði. Laus til afh.
strax. Verð 42,5 millj.
Lyngás- Gbæ. Til sölu 918 fm
iðnaðarhúsnæði við Lyngás með mal-
bikuðu aflokuðu porti. Hagstætt verð-
góð greiðslukjör. Allar nánari upplýsing-
ar veittar á skrifstofu.
NÝBYGGINGAR
Naustabryggja - Bryggjuhverfi
Stórglæsil. 3ja, 4ra, 5 og 6 herb.
íbúðir í þessum glæsilegu húsum í
Bryggjuhverfinu. Íbúðirnar eru frá 95
fm og upp í 218 fm og verða afhend-
ar fullbúnar með vönduðum innrétt.
en án gólfefna, en „penthouseíb.“
verða afhendar tilb. til innr. Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Húsin
verða með vandaðri utanhússklæðningu og því viðhaldslítil. Afar skemmtileg
staðsetn. við smábátahöfnina. Byggingaraðili: BYGG ehf. Sölubæklingur og
allar nánari uppl. veittar á skrifstofu.
Strandhverfið í Garðabæ
við Arnarnesvog
Glæsilegar íbúðir í nýja Strandhverf-
inu sem er að rísa við Arnarnesvog í
Garðabæ. Um er að ræða 2ja - 5
herb. íbúðir í fjögurra hæða lyftu-
húsum við Strandveg og Norðurbrú.
Íbúðirnar eru frá 64 fm upp í 140 fm
og afh. fullbúnar án gólfefna, en veggir og gólf á baðherb. verða flísalögð og
gólf í þvottaherb. flísalögð. Afh. er í nóv. 2004. Hús að utan og lóð verða full-
frágengin. Stæði í bílageymslu fylgir og sér geymsla. Teikn. og allar nánari
uppl. veittar á skrifstofu.
Þorláksgeisli - Grafarholti
2ja - 5 herb. íbúðir í nýju og glæsi-
legu fjögurra hæða lyftuhúsi. Íbúð-
irnar eru frá 78 fm upp í 132 fm og
verða afh. í júlí 2004 fullbúnar með
vönd. innrétt., en án gólfefna, utan
gólf á baðherb. sem verða flísalögð. Sérinng. er í allar íbúðir frá svalagangi.
Baðherb. verða vel útbúin með hreinlætistækjum af vandaðri gerð og bæði
með baðkari og sturtuklefa. Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Húsið
verður fullfrágengið að utan á smekklegan hátt með vandaðri utanhúss-
klæðningu Áltimburgluggar í gluggum. Lóð verður tyrfð og frágengin með
malbikuðum bílastæðum og hellulögn. Teikn. og nánari uppl. veittar á skrif-
stofu.
Katrínarlind - Grafarholti
Glæsilegar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúð-
ir með sérinngangi af svölum í nýju
4ra hæða álklæddu fjölbýlishúsi með
lyftu. Íbúðirnar verða afhentar full-
búnar með vönd. sérsmíð. innrétt., en
án gólfefna, þó verða gólf á baðherb.
og í þvottahúsi flísalögð. Hús skilast
fullfrágengið að utan og sameign og
lóð fullfrágengin, hönnuð af lands-
lagsarkitekt. Möguleiki að kaupa
stæði í bílageymslu. Teikn. og nánari
uppl. á skrifstofu.
Sóltún Mjög glæsileg og björt 82 fm íbúð
á 2. hæð í einu af þessum nýlegu álklæddu
lyftuhúsum auk sér geymslu í kj. og sér
stæðis í bílageymslu. Vandaðar innréttingar,
parket og flísar á gólfum. Suðursvalir.
Þvottaaðstaða í íbúð. Lóð og sameign til fyr-
irmyndar. Verð 18,9 millj.
Háteigsvegur Falleg 87 fm íbúð í kjall-
ara með sérinng. í fjórbýli. Eldhús m. upp-
gerðum innrétt. og borðaðst., rúmgóð park-
etl. stofa m. síðum fallegum gluggum, 2
herb. og flísal. baðherbergi. Sér bílastæði á
lóð. Verð 14,5 millj.
Hringbraut Falleg 71 fm íbúð á 2.
hæð auk 10,6 fm sér geymslu. Tvær
rúmgóðar og bjartar stofur m. útg. á
svalir, rúmgott herb. m. skápum, eldhús
m. eldri uppgerðri innrétt. og baðherb.
Áhv. húsbr. 5,1 millj. Verð 11,3 millj.
Suðurhlíð
Frábær staðsetning neðst í Fossvogi
við sjóinn. Íbúðirnar verða afhentar
fullbúnar með vönduðum innrétting-
um og tækjum, en án gólfefna.
Glæsileg og fullbúin sameign með
lyftum. Sérinng. í allar íbúðir af svöl-
um. Lagt fyrir arni í mörgum íbúðum og lögn fyrir heitan pott á svölum. Hús-
ið er steinsallað að utan og klætt með áli. 1-2 stæði í upphitaðri bílageymslu
fylgja hverri íbúð. Einungis 3ja herb. íbúðir eftir, stærð íbúða frá 88-103 fm.
Teikn. og nánari uppl. á skrifst.
Hlíðasmári -Kóp. Skrifstofu-
húsnæði Vel innréttað 369 fm skrif-
stofuhúsnæði á 3. hæð í nýlegu húsi við
Hlíðasmára. Frábært útsýni. Vel staðsett
við fjölfarna umferðaræð. Laust nú þegar.
Nánari uppl. á skrifstofu.
Dalvegur -Kóp. Mjög vel skipu-
lagt, fallegt og bjart iðnaðar-og skrif-
stofuhúsnæði á tveimur hæðum með
sérinngangi, góðri aðkomu og miklum
bílastæðum. Neðri hæð hússins sem er
með góðum innkeyrsludyrum og mikilli
lofthæð er 147 fm. auk ca. 50 fm. milli-
lofts. Efri hæð hússins er 85 fm. og er
fallega innréttuð sem skrifstofur. Verð
25,5 millj.
2JA - 3JA HERB. ÍBÚÐ
ÓSKAST Í GARÐABÆ
Óskum eftir 2ja - 3ja herb. íbúð í Lyngmóum,
Hrísmóum eða í Ásahverfi í Garðabæ
SÉRHÆÐ ÓSKAST Í HLÍÐUM
Óskum eftir um 160-200 fm sérhæð í Hlíðahverfi
fyrir traustan kaupanda.
Mætti vera efri hæð og ris eða neðri hæð og kjallari.
SUMABÚSTAÐUR ÓSKAST
Óskum eftir vönduðum sumarbústaði við Þingvallavatn
eða nýlegum bústaði við Skorradalsvatn.
2JA - 3JA HERB. ÍBÚÐIR
ÓSKAST Í MIÐBORGINNI
Síðumúli
400 fm atvinnuhúsnæði vel staðsett í Síðumúla. Um er að ræða 207 fm skrif-
stofu-/verslunarhæð sem er öll endurnýjuð og 193 fm lagerhúsnæði í kj. með
innkeyrsludyrum og góðri aðkomu. Góð bílastæði. Nánari uppl. á skrifstofu
2JA HERB.
Miklabraut Mjög falleg 61 fm íbúð á 1.
hæð ásamt herb. í risi með aðgangi að w.c.
Björt stofa og rúmgott herb. Gler nýtt að
mestu og rafmagnsl. nýjar. Sér geymsla í kj.
Verð 11,5 millj.
Nökkvavogur 58 fm íbúð á 1. hæð
auk 12 fm sér íbúðarherb. í kj. Íb. skiptist í
forst., stórt herb. m. góðum skápum, bað-
herb., stofu og eldhús m. borðaðst. auk
geymslu. Flísar á gólfum. Laus strax. Áhv.
húsbr. Verð 11,3 millj.
Kelduland 48 fm íbúð á 1. hæð
ásamt 4,4 fm geymslu í fjölbýli í Foss-
vogi. Sér lóð fyrir framan íbúð. Laus
strax. Verð 9,8 millj.
Laugavegur Falleg 40 fm íbúð á 2.
hæð í ágætu steinhúsi í hjarta miðborgar-
innar. Eignin skiptist m.a. í forstofu, bað-
herb., eldhús m. borðaðstöðu, bjarta stofu
og rúmgott herbergi. 6,8 fm sér geymsla í
kjallara. Verð 7,7 millj.
Ármúli - heil húseign
Heil húseign við Ármúla. Um er að ræða
3.046 fm alls sem skiptast í verslunar-
húsnæði á götuhæð, skrifstofuhúsnæði á
2. hæð auk geymslukjallara og iðnaðar-
húsnæði á tveimur hæðum með inn-
keyrslu á báðar hæðir. Lóð frágengin
með malbikuðu plani og góðu athafna-
rými. Húseignin er nánast öll í útleigu í dag. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu.
Kringlan-skrifst./þjónustuhúsnæði
TIL SÖLU EÐA LEIGU.
797 fm skrifstofu-, þjónustuhúsnæði á
tveimur hæðum auk 347 fm kjallara í
nýlegu og vönduðu 16 hæða verslunar-
og skrifstofuhúsi. Húsnæðið er innrétt-
að á afar vandaðan og smekklegan
hátt. Lyftur eru í húsinu. Bílageymsla
undir húsinu og fjöldi malbikaðra bíla-
stæða við húsið. Nánari uppl. veittar á
skrifstofu.
Laugavegur -verslunarhúsnæði
Afar glæsilegt og mjög vel staðsett 720
fm verslunarhúsnæði á horni Laugaveg-
ar og Smiðjustíg með mikilli lofthæð og
góðum gluggum ásamt lagerrými í kjall-
ara. Húsnæðið er í dag nýtt í tvennu lagi
en auðvelt að sameina í einn eignar-
hluta. Laust til afhendingar mjög fljót-
lega.
ER UPPSELT?
Reyndar ekki, en vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur
tilfinnanlega 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir víðsvegar á höfuð-
borgarsvæðinu sem og annarra gerða og stærða eigna.