Morgunblaðið - 30.08.2004, Side 54
54 C MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MOSFELLSBÆRRaðhús
Dalsel - Seljahverfið Vorum að fá í sölu
skemmtilegt 2ja hæða 175 fm endaraðhús
með góðum garði og sólpalli. 26 fm bílskýli
með góðri geymslu þar inn af. Fjögur
svefnherbergi. Rúmgóð stofa. Tvennar
svalir í vestur. Tvær snyrtingar. Húsið er
steniklætt að utan. Þetta er afar fjölskyldu-
væn eign í afar grónu hverfi. V. 22,8 m.
5464
Sérhæðir
Hjallavegur - Sérhæð Nýkomin í sölu
mjög falleg neðri sérhæð í þessu vinsæla
hverfi. 2 svefnherb. Björt stofa. Stór og fal-
legur garður í góðri rækt. Nýtt grindverk.
Nýl. gluggar og rafmagn. Einstök eign. Áhv.
Byggingasj. kr. 4,2 m. V. 11,9 m. 5470
Brekkulækur - 105 Rvk Ný á skrá.
Afar vel skipulögð 5 herb. íbúð á 2. hæð í
fjölbýlishúsi með bílskúr. Íbúð skiptist í:
Flísalagða forstofu, bjarta stofu og borð-
stofu. Parket á gólfi. Svalir útfrá stofu. Gott
eldhús. Þottahús inn af eldhúsi. Baðher-
bergi flísalagt með baðkari og sturtuað-
stöðu. Þrjú góð svefnherbergi með parketi
á gólfum. Mikið endurnýjuð íbúð m.a. ofnar,
þak, gler að hluta. ATH. Íbúð laus við
kaupsamning V. 16,9 m. 5444
Sími 588 55 30 Grétar J. Stephensen
sölufulltrúi
Pétur Pétursson
lögg. fasteignasali
Sigrún Stella Einarsdóttir
lögg. fasteignasali
Netfang: berg@berg.is •Heimasíða: berg.is
Opið virka daga
frá kl. 9-18
3ja herbergja
Berjarimi - Glæsileg Ný á skrá.
Afar glæsileg 85 fm íbúð á 2. hæð auk 28
fm stæðis í bílageymsluhúsi. Vandaðar inn-
réttingar. Skálagt Merbau parket á stofu.
Skápar og eldhúsinnrétting úr kirsuberja-
viði. 2 góð svefnherbergi. Svalir í suður.
Eignin er í toppstandi innan sem utan.
Sjón er sögu ríkari. V. 14,2 m. 5450
Laugateigur Ný á skrá. Mjög snyrtileg
76,6 fm íbúð á jarðhæð í Laugalæk. Björt
stofa með parketi á gólfi. Flísalagt bað-
herbergi. Sameiginlegt þvottahús á hæð.
Húsið stendur í enda lokaðrar götu. Íbúð
er laus. V. 10,9 m. 5406
Laufásvegur - Lúxusíbúð Einstök
glæsieign. 101 fm í einu vinsælasta hverfi
í 101 Reykjavík. Íburður í innréttingum.
Endaparket og granítflísar á gólfum.
Glæsilegur arin. Vönduð eldhústæki. Háf-
ur, tvíbreiður ísskápur og uppþvottavél
fylgja. Marmari og granítflísar á baðher-
bergi. Hornbaðkar. Sólskáli. Stór setlaug í
baðhúsi í garði. Eign í algjörum sérflokki.
V. 15,2 m. 5353
2ja herbergja
Gaukshólar Ný á sölu. Afar falleg og vel
skipulögð 2ja herb. íbúð á 1. hæð í nýupp-
gerðu lyftuhúsi. Fallegt parket er í anddyri,
holi, stofu og eldhúsi. Flísar í baðherbergi.
Baðkar. Rúmgott hjónaherbergi með góð-
um skápum. Snyrtilegt eldhús með góð-
um borðkróki. Rúmgóð og björt stofa
með útgengi út á svalir. Falleg íbúð í alla
staði. Hagstæð áhv. lán Verð 9,9 m 5430
Atvinnuhús-
Atvinnuhúsnæði
Trönuhraun Iðnaðarhúsnæði á einni
hæð ásamt góðri innkeyrsluhurð sem er
3x3, sér gönguhurð. Góð lofthæð er í hús-
inu eða frá 3 metrum og uppí 6 metra.
Milliloft er að hluta þar er kaffistofa og lag-
er. Þessi eign hentar vel undir ýmsan
iðnað. V. 15,8 m. 5172
Vatnagarðar Erum með í sölu 945 fm
atvinnuhúsnæði með góða staðsetningu.
Eignin er á tveimur hæðum. Í húsinu eru
fjölmargar skrifstofur. Á neðri hæð er stór
salur með góðri lofthæð. Mjög auðvelt að
breyta innréttingum eftir þörfum. Aðkoma
er góð og fjöldi bílastæða. Fallegt útsýni.
V. 80 m. 2013
Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58, www.berg.is
Tröllateigur - Mosfellsbær Vorum
að fá í sölu afar fallegt og vel skipulagt
raðhús á tveimur hæðum með innb. bíl-
skúr. Húsið er ca 160 fm og skilast full-
búið að utan sem innan í lok árs 2004.
Upplýsingar á skrifstofu Berg
Verð frá 24,8 5420
Viðarás - Kjalarnesi Til sölu nýlegt
200 fm einbýlishús með stórum bílskúr.
Húsið stendur á 1,3 hektara eignarlóð.
Mjög rúmgóðar stofur og sjónvarpshol.
Afar stórt og fallegt eldhús með eikar-
innréttingu. Stórt baðherbergi með inn-
réttingu úr kirsuberjavið. 4 góð svefn-
herbergi. Lóðin er vel gróin og liggur að
sjó, með stórkostlegu útsýni. Frábært
tækifæri fyrir náttúruunnendur. Óskað er
eftir tilboði í eignina. 5286
Helgugrund - Kjalarnesi Nýkomið í sölu
mjög skemmtilegt 123 fm einbýli auk 47 fm bíl-
skúrs á Kjalarnesi. Upptekin loft í stofu, eldhúsi
og svefnherbergjum með halogenlýsingu. Björt
stofa. Falleg eldhúsinnrétting. Barnvænt hverfi
utan við mesta skarkalann. Hagstætt verð.
18,9 m. 5452
Brekkuland Mosfellsbæ Sjarmer
andi 123 fm efri-sérhæð við Álafosskvos
í Mosó. Sérinngangur. Fjögur svefnh.
Stór stofa og sjónvarpshol. Eldhús er
stórt og bjart með góðri innréttingu,
góðum tækjum og fallegum flísum. Gott
pláss fyrir stóra fjölskyldu. Hagstætt
verð. V. 16,4 m. 5448
Sumarhús.
Sumarhús - Laugavatni Nýkomin í
sölu mjög fallegur glænýr 45 fm sumarbú-
staður í Giljareitunum á Laugarvatni.
Bústaðurinn er fullfrágenginn. Rafmagn og
heitt og kalt vatn. Sólpallur. 0,6 hektara
eignarland. Búið að teikna lóð og skipu-
leggja. Laus Strax. V. 7,9 m. 5310
Örnólfsdalur - Þverárhlíð Nýtt á skrá.
Glæsilegt 61 fm sumarhús með auka 30
fm svefnlofti auk 12 fm geymsluhúss á
lóð. 100 fm sólpallur með heitum potti.
Þak með stallastáli. Húsið stendur á
steyptum undirstöðum. Rafmagn og hita-
veitukynding. Skógivaxið land. Glæsilegt
umhverfi. V. 11 m. 5449
Seljendur athugið
Leitum eftir góðu einbýli helst með möguleika á tveimur
íbúðum í Fossvogi eða Garðabæ, fyrir fjársterkan aðila.
Reykjavík - Eignaumboðið fasteignasala hefur
fengið til sölumeðferðar eitt af sérstæðustu og
tignarlegustu húsunum í Þingholtunum. Húsið
stendur við Laufásveg 46 og flestir kannast við
það undir nafninu Galtafell.
Kristinn B. Ragnarsson viðskiptafræðingur
hjá Eignaumboðinu fasteignasölu þekkir sögu
hússins. „Galtafell var byggt árið 1916 af Pétri
J. Thorsteinsson sem fékk Einar Erlendsson
húsameistara til þess að teikna það og talið er
að hönnun þess hafi miðast við að skapa syni
hans sem besta vinnuaðstöðu. Því er óvenju
hátt til lofts og mikil birta leikur um stofurnar
á aðalhæð hússins. Sonur hans var Guðmundur
Thorsteinsson listmálari, betur kunnur sem
Muggur og bjó hann í húsinu um skeið.
Árið 1923 keypti Bjarni Jónsson frá Galta-
felli í Hrunamannahreppi húsið og nefndi það
Galtafell eftir æskuheimili sínu. Bjarni var
bróðir Einars Jónssonar hins þjóðkunna
myndhöggvara. Bjarni var oft kenndur við
Nýja Bíó vegna þess að hann var meðeigandi
og framkvæmdastjóri bíósins. Bjarni og kona
hans, Sesselja, bjuggu í húsinu allt til ársins
1966, en þá lést Bjarni, og hýsti þá Galtafell um
árabil skrifstofur Sjálfstæðisflokksins.
Síðan í júní 1975 hafa þau Bjarni Stefánsson,
barnabarn Bjarna Jónssonar, og eiginkona
hans Birna Björgvinsdóttir búið í húsinu. Þau
hafa haldið húsinu í upprunalega ástandi sínu
þó að þau hafi látið endurnýja það mikið bæði
að utan og innan og er húsið því í góðu ástandi.
Galtafell er einstaklega glæsilegt hús í
hjarta borgarinnar, sem í senn er nútímalegt
og varðveitir hina gömlu góða tíma. Upphaf-
legar rósettur og skrautlistar eru í loftum, fal-
legur garður sem og stór verönd með skjóli
fyrir norðanáttinni. Einstakt útsýni er úr turn-
herbergi þar sem vel sést til allra átta og þaðan
blasir við Reykjanes- fjallgarðurinn og Bessa-
staðir auk Hljómskálagarðsins og háskóla-
svæðisins. Af þaki turnsins sést yfir Mið- og
Vesturbæ og Reykjavíkurtjörn og í norðri
sjást Akrafjall og Skarðsheiðin.“
Húsið er um 500 fermetrar að stærð og
skiptist í tvær hæðir og turnherbergi. Sam-
hangandi húsinu eru einnig bílskúr og garð-
skáli sem nýlega er búið að gera að íbúðum
með sérinngangi. Auk þess er rúmgott
geymslurými í kjallara.
„Þetta er vafalaust ein glæsilegasta eignin á
markaðinum í dag og staðsetningin er ein-
stök,“ segir Kristinn B. Ragnarsson hjá Eigna-
umboðinu, sem veitir allar nánari upplýsingar
um eignina og sýnir hana í samráði við eig-
endur hússins.
Laufásvegur 46 – Galtafell
Morgunblaðið/Jim Smart
Galtafell er eitt af sérstæðustu og tignarlegustu húsunum í Þingholtunum.