Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að heimilt verði að hækka hlutfall al- mennra lána Íbúðalánasjóðs í 90% af matsverði íbúðar. Núna er hlutfallið 70% þegar um fyrstu íbúðarkaup er að ræða en annars 65%. Lagt er til að frumvarpið, verði það að lög- um, taki gildi 1. janúar 2005. Í athugasemdum frumvarpsins eru kynnt áform um hækkun há- markslána í áföngum á næstu miss- erum og hækkun brunabótaviðmiðs í 100% áður en frumvarpið verður að lögum. „Gert er ráð fyrir því að þeg- ar breytingin verður að fullu komin til framkvæmda nemi hámarksláns- fjárhæð Íbúðalánasjóðs 90% af verði hóflegs íbúðarhúsnæðis,“ segir í at- hugasemdum. Jákvæð áhrif á sveitarfélög Með frumvarpinu er einnig lagt til að sérstök viðbótarlán sem veitt eru að beiðni húsnæðisnefnda sveitarfé- laga verði lögð niður. Í fylgiskjali frá félagsmálaráðuneytinu kemur fram að í heild séu „fjárhagsleg áhrif frumvarpsins jákvæð fyrir sveitar- félögin.“ Í fylgiskjali frá fjármálaráðuneyt- inu kemur fram að ekki sé ástæða til að ætla að frumvarpið, verði það að lögum, hafi bein áhrif á útgjöld rík- issjóðs. „Aftur á móti mun frumvarp- ið leiða til aukins lánsfjárframboðs til íbúðakaupenda og getur þannig haft efnahagsleg áhrif með því að auka innlenda eftirspurn og leiða til hækkunar fasteignaverðs. Komi til þess getur það aftur leitt til hækk- unar vaxta Seðlabanka og vaxta al- mennt.“ Hámarkslán 90% af verði hóflegs íbúð- arhúsnæðis Árni Magnússon  90% íbúðalán/miðopna GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði í umræðu utan dag- skrár á Alþingi í gær, um uppkaup á bújörðum, að hinn hefðbundni landbúnaður væri í mikilli þróun og að mörg ný tækifæri blöstu við í ís- lenskum sveitum. Breytingar væru þó sársaukafullar. „Við finnum til í stormum samtíðarinnar og það er sárt að sjá góðar bújarðir hverfa.“ Hann benti þó á að 4.200 lögbýli væru í ábúð af 6.400 jörðum. Þar af væru 2.500 með framleiðslurétt. Jarðirnar væru í eigu fjölskyldn- anna og einstaklinganna að stærst- um hluta. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, málshefjandi umræðunn- ar, sagði hins vegar að nú væru menn að vakna upp við vondan draum í þessum efnum. „Fjársterk- ir einstaklingar, félög og fyrirtæki, kaupa í stórum stíl upp bújarðir, jafnvel í fullum rekstri. Þeir flytja framleiðsluréttinn milli jarða en setja aðrar í eyði. Sjálfseignar- bóndinn, fjölskyldubúið, er ekki lengur grunneining heldur réttlitlir leiguliðar stóreignamanna.“ Sagði hann að breytingar á jarðalögum og ábúðalögum sem samþykktar hefðu verið á þingi sl. vor stuðluðu að þessari þróun. Í stað þess m.a. að skerpa á og skýra forkaupsrétt sveitarfélaga á jörðum hefði hann verið afnuminn. Líka uppgangur í íslenskum sveitum Jón spurði ráðherra m.a. að því hvort ríkisstjórnin væri sátt við að jarðir og framleiðsluréttur í land- búnaði færðist á fárra manna hend- ur og að bændur væru gerðir að réttlitlum leiguliðum. Ráðherra sagði m.a. í svari sínu, eins og fyrr kom fram, að mikill uppgangur væri í íslenskum sveit- um. „Vitur kona sem dásamaði upp- gang og fegurð Íslands fyrir skömmu sagði eitthvað á þá leið að Ísland væri ilmvatn ævintýranna. Já, það er á mörgum sviðum sem er mikill uppgangur og miklar breyt- ingar á Íslandi. Það á líka við ís- lenskar sveitir.“ Ráðherra sagði að ekki hefði ver- ið eins mikil nýsköpun í íslenskum sveitum í áratugi. „Búgreinarnar fjárfesta og bændurnir byggja upp, stækka og styrkja bú sín, sem þóttu of lítil til að lifa af þeim til að unga fólkið vildi taka við búunum.“ Hann ítrekað þó að sárt væri að sjá góðar bújarðir hverfa úr hefð- bundnum landbúnaði. „Við getum brugðið okkur austur fyrir fjall og farið austur í Ölfus í stutta ferð. Þegar ég fór til þings voru þar fimmtán kúabú en nú er þar eitt. Þó er búið á öllum jörðunum og á öllum jörðunum býr gott fólk. Það hefur skapað sér ný tækifæri og nýja atvinnu. Ölfusið er fullbyggt. Aðrir hafa fengið tækifærið til að mjólka kýrnar og hugsa um sauð- féð. Þannig hefur sú þróun verið og ég efast ekki um að hún er mik- ilvæg. Það má kannski segja, eins og maðurinn sagði: Kýrin keppir ekki við það að sofa út á sunnudög- um. Þess vegna er Ölfusið of nærri þéttbýlinu og stórborginni. Það gefur mönnum önnur tækifæri til þess að lifa þar með fjölskyldum sínum. Þetta eru staðreyndirnar.“ Á villigötum Fleiri þingmenn tóku þátt í um- ræðunni. Anna Kristín Gunnars- dóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði m.a. að stuðningur ríkisins við íslenskan landbúnað væri greinilega á villigötum þegar hann lenti í vasa ríkisbubba. Og Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagði að þó að það kynni vel að vera eðlilegt að eigna- menn eignuðust eina og eina jörð í sveitum, væri ekki eðlilegt að þeir söfnuðu til sín jörðum. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði m.a. að með auknu frelsi til athafna og frjálsri sölu á fullvirðisrétti hefðu búin stækkað og rekstur þeirra styrkst. Síðan sagði hún: „Það er aftur umhugsunarvert hvort of mikil samþjöppun á fullvirðisrétti sé ekki eitthvað sem þarf að skoða en það verður tíminn að leiða í ljós.“ Jarðir færast á fáar hendur Ísland ilmvatn ævintýranna Morgunblaðið/Sverrir Guðni Ágústsson Jón Bjarnason ins og segir í fyrsta lagi að sam- skipti umboðsmanns Alþingis og fyrirsvarsmanna stjórnsýslunnar fari fram á þeim grundvelli að lög- um samkvæmt sé það hlutverk um- boðsmanns að hafa í umboði Al- þingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Umboðsmaður sé í störfum sínum óháður fyrirmæl- um frá öðrum, þar með töldu Al- þingi. Í öðru lagi segir að óski fyr- irsvarsmaður stjórnvalds eftir að ræða við umboðsmann Alþingis í tilefni af máli sem umboðsmaður hafi til meðferðar eða hafi lokið skuli meginreglan vera sú að slíkar umræður fari fram á fundi. Um- boðsmaður og fyrirsvarsmaður stjórnvalds ákveði hvor af sinni hálfu hverjir skuli sitja fundinn. Umboðsmaður leitist við að verða við óskum um slíka fundi eins fljótt og kostur er hverju sinni. UMBOÐSMAÐUR Alþingis af- greiddi 311 mál á árinu 2003 sem er ívið meiri málafjöldi en árið á undan þegar afgreidd voru 292 mál. 45 mál voru óafgreidd hjá embættinu í árslok, en á árinu komu 299 ný mál til kasta þess, samanborið við 280 mál árið 2002. Umboðsmaður tók sjálfur upp sex mál á árinu 2003 að eigin frum- kvæði. Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis vegna árs- ins 2003, en þar eru einnig birtar samskiptareglur umboðsmanns og stjórnvalda, en kynnt var að um- boðsmaður myndi taka saman og kynna slíkar reglur eftir fund sem hann átti með forseta og fyrsta varaforseta Alþingis og forsætis- ráðherra síðastliðið vor, en tilefni fundarins var samtal sem forsætis- ráðherra hafði átt við umboðsmann Alþingis skömmu áður. Í árs- skýrslunni segir umboðsmaður að þessar reglur og viðmiðanir séu settar fram með það að markmiði að tryggja sjálfstæði umboðs- manns Alþingis í störfum og í sam- ræmi við þá lagareglu að hann sé í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum. Reglurnar eru sex tals- Síðan segir: „3. Telji fyrirsvars- maður stjórnvalds og/eða umboðs- maður þörf á að ræða niðurstöðu álits eða mál sem umboðsmaður hefur til meðferðar í símtali getur hvor aðili um sig ákveðið, þar með talið í símtalinu, að í stað símtals skuli málið rætt á fundi. 4. Ef fyrirsvarsmaður stjórn- valds óskar eftir að koma á fram- færi við umboðsmann Alþingis at- hugasemdum um störf hans er það ósk umboðsmanns að þær séu sendar honum skriflega. 5. Á fundum sem umboðsmaður Alþingis heldur með fyrirsvars- mönnum stjórnvalda skal færð fundargerð þar sem skráð er til- efni fundar, hverjir sitji hann og hvert sé umræðuefni hans. 6. Samtöl og fundir umboðs- manns Alþingis og fyrirsvars- manna stjórnvalda fara fram vegna starfs umboðsmanns og eru sem slíkir ekki haldnir í trúnaði. Telji fyrirsvarsmaður stjórnvalds nauðsynlegt að greina umboðs- manni frá einhverju sem stjórn- vald óskar eftir að trúnaður gildi um skal almennt setja slíka ósk fram skriflega og tilgreina ástæð- ur.“ Umboðsmaður Alþingis setur fram í ársskýrslu samskiptareglur umboðsmanns og stjórnvalda Samtöl og fundir með umboðsmanni ekki í trúnaði Eiga að tryggja sjálf- stæði umboðsmanns GUÐNI Jón Guð- bjartsson frá Ljósa- fossi, fyrrverandi stöðvarstjóri Sogs- virkjana, lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði mið- vikudaginn 20. október sl. Hann var á 89. aldursári. Guðni var fæddur í Reykjavík 29. júní 1916, sonur Guðbjart- ar Guðbjartssonar vélstjóra og Halldóru Salóme Sigmunds- dóttur. Eftir vélstjóranám starfaði hann sem vélstjóri hjá Ríkisskipum. Á stríðsárunum vann hann bæði á strandferðaskipum og á varðskipum. Fór hann meðal annars sem vél- stjóri á Esjunni í hina frægu Petsamóferð og tók einnig virkan þátt í björgun Persier sem strandaði austan við Vík í Mýrdal á stríðsárun- um. Guðni starfaði við Ljósafoss og Sogsvirkj- anir sem vélstjóri og síð- an sem stöðvarstjóri í 43 ár er hann lét af störfum vegna aldurs. Eiginkona hans var Ragnheiður Guðmundsdóttir sem lést árið 1995. Börn þeirra eru sex. GUÐNI JÓN GUÐBJARTSSON Andlát STJÓRN Ferðamálasamtaka Ís- lands vill að fjárframlög til ferðamála á fjárlögum verði endurskoðuð. Í ályktun frá stjórnarfundi samtak- anna segir: „Stjórn Ferðamálasamtaka Ís- lands skorar á fjármálaráðherra, fjárlaganefnd og aðra þingmenn að endurskoða tillögur sínar í fjárlögum fyrir árið 2005, þar sem lagt er til að lækka til muna framlög til ferðamála. Það getur ekki verið rökrétt að draga úr slagkrafti þeirrar atvinnu- greinar sem hefur undanfarin ár ver- ið helsti vaxtarsproti í íslensku at- vinnulífi og átt stóran þátt í miklum hagvexti þjóðarinnar,“ segir m.a. í ályktuninni. Endurskoða fram- lög til ferðamála

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.