Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 25

Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 25 MINNSTAÐUR Kokkabókastatíf Verð 3.990 kr. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Litir: Svart, blátt, grænt, grátt Nýtt! drapplitur AUSTURLAND Seyðisfjörður | Þrátt fyrir að grunnskólar landsins standi tómir um þessar mundir er mikið líf í tónlist- arskólum landsins og þar unnið gott starf. Þessir krakkar voru á samspilsæfingu í Tónlistar- skólanum á Seyðisfirði á dögunum og skemmtu sér vel. Um 70 nemendur eru í skólanum. Í bænum búa um 800 manns og því jafngildir nemendafjöldinn því að um 9% bæjarbúa stundi tónlistarnám við skólann. Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Seyðskir tónlistarnemar Brúaröræfi | Þegar fréttaritari Morgunblaðsins á Jökuldal, Sig- urður Aðalsteinsson, átti leið um Háls og Sauðafell í vikunni kom hann að svonefndum Gljúfrabúa, sem frægur er orðinn fyrir þær sakir helstar að vera á því lands- svæði sem fer undir vatn í Hálslóni. Staðsetning Gljúfrabúans er í Sauðafelli á Brúardölum, við vatns- borð Jökulsár á Dal, beint á móti Lindakofa. Sigurður segir Gljúfrabúann kominn að fótum fram því Jökla éti stanslaust úr fótstalli hans. Með sama framhaldi muni hann hrynja næsta sumar þegar Jökla vex veru- lega, en hún flýtur upp að höfði fórnarlambsins í mestu vöxtum. Það er kannski fleira í hættu en stíflumannvirkin við Kárahnjúka þegar Jökla tekur sig almennilega til. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Að falla í valinn Guðrún Sigurð- ardóttir stendur hér hjá Gljúfrabú- anum sem Jökla virðist ætla að steypa af stalli senn hvað líður. Gljúfrabúi kominn að fótum fram Meira um snjómokstur | Á Austur- landssíðu í gær var sagt frá erf- iðleikum í snjómokstri á Egils- stöðum eftir óveðurshvellinn fyrr í vikunni. Guðmundur Bjarnason, garðyrkjustjóri Austur-Héraðs hef- ur nýverið tekið við stjórnun snjó- mokstursmála eftir að starfs- mönnum áhaldahúss var sagt upp. Þegar óveðrið brast á þurfti Guð- mundur að hafa samband við verk- taka og athuga hverjir væru lausir til að moka og aðgerðaáætlun lá ekki fyrir. „Aðgerðaplan er fyrst og fremst mótað í kollinum á þeim sem sjá um snjómoksturinn“ segir Guð- mundur. „Því skiptir þessi reynsla mannanna sem unnu við áhaldahúsið svo miklu máli og sú reynsla er ekki lengur til staðar. Ég er að taka við og stýra þessu og verið er að bera mig saman við mann sem var með 20 ára reynslu í snjómokstrinum. Ég er einn á meðan starfsmenn áhalda- húss voru fimm til sex. Það má alveg velta þessu fyrir sér.“ 30 ára gamall veghefill í eigu bæjarins var tekinn úr umferð sl. vor vegna mengunar og olíuleka. „Það var óforsvaranlegt að vera lengur með tækið á göt- unum“ segir Guðmundur. „Hann var seldur og enginn veghefill var því í bænum þegar til þurfti að taka. Hann er lykiltæki, þegar svona veð- ur skellur á, til að skafa niður snöggt og vel þannig að fólk geti keyrt. Við fengum ekki hefil í bæinn fyrr en á þriðjudagskvöld og byrjaði sá kl. 6 í gærmorgun að ryðja.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.