Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Rauðsmára-
Phytoestrogen
Fyrir konur á
breytingarskeiðinu
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Borgartúni 24
Árnesaptóteki Selfossi
Kárastíg 1
Fjarðarkaupum
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Allt til músaveiða
og flugnaveiða
Rafmagnsflugnabanar, límborðar,
flugnaljós o.fl.
Verslunin er staðsett á Selfossi
Opið mán.-fim. 9-13,
föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14
Gagnheiði 59 • meindyravarnir@meindyravarnir.is
www.meindyravarnir.is • s: 482 3337 & 893 9121
Grímsbæ &
Ármúla 15
Stærðir
36 - 50
Glæsilegur fatnaður fyrir allar konur
Þú færð skóna
hjá okkur
Efnalaug og fataleiga
Garðabæjar
Garðatorgi 3 • 565 6680
www.fataleiga.is
Ný sending
af glæsilegum
samkvæmiskj
ólum
í öllum stærðu
m.
AKUREYRI
Kvenímynd | Maríurnar – kven-
ímyndin í trúnni er heiti á nám-
skeiði sem efnt verður til í Mennta-
smiðjunni, en fjallað verður um
kvenímynd sem birtist og þróast í
kristinni trú og skoðað hvaða áhrif
hún kann að hafa á sjálfsmynd
kvenna og stöðu þeirri í samfélag-
inu. Námskeiðið er byggt á stuttum
fyrirlestrum sem fylgt verður eftir
með umræðu. Það er 10 tímar og er
kennt á miðvikudagskvöldum, frá
23. okt. til 10. nóv. kl. 19.30 til 22.
MIKILL áhugi hefur verið fyrir
helgarferðum til borga í Evrópu og
í vikuferðir á sólarstrendur í beinu
flugi frá Akureyri. Í gærmorgun
fór um 190 manna hópur í beinu
flugi frá Akureyri í sólina í Madríd
á Spáni og var þetta jafnframt síð-
asta beina flugið frá Akureyri á
þessu ári. Farþegarnir voru úr
Eyjafirði, frá Sauðárkróki og Egils-
stöðum og víðar, að sögn Ragnheið-
ar Jakobsdóttur hjá Ferðaskrifstofu
Akureyrar en flogið hefur verið
með leiguvélum á vegum Ice-
landair. Ragnheiður sagði að þessar
ferðir hefðu mælst mjög vel fyrir og
að uppselt hefði verið í flestar
þeirra.
Alls hafa verið farnar sjö ferðir
til útlanda í beinu flugi frá Akureyri
á árinu og hefur á annað þúsund
manns ferðast með þessum hætti.
Flogið hefur verið tvívegis til Dubl-
in og einu sinni til Barcelona, Mall-
orca, Costa del Sol, Krítar og nú síð-
ast til Madrídar. Að sögn
Ragnheiðar verður áfram boðið upp
á ferðir í beinu flugi frá Akureyri á
næsta ári en ekki liggur endanlega
fyrir hverjir áfangastaðirnir verða.
Beint flug
í sólina
Morgunblaðið/Kristján
Beint í sólina Það var heldur kuldalegt um að litast í Eyjafirðinum í gær-
morgun þegar 190 farþegar héldu í beinu flugi frá Akureyri í sólina í Madríd.
UMTALSVERÐ breyting hefur
orðið á afstöðu Akureyringa og ná-
granna þeirra til stóriðju í Eyja-
firði á síðastliðinum tveimur árum.
Um 74% Akureyringa eru hlynnt
uppbyggingu stóriðju í Eyjafirði og
rúm 26% á móti að því er fram
kemur í nýrri könnun sem Gallup
gerði fyrir Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar. Könnunin var gerð
dagana 16. september til 3. október
síðastliðinn og var úrtakið 1000
manns, slembiúrtak úr þjóðskrá og
svarhlutfall var 65%. Atvinnuþró-
unarfélagið gerði sambærilega
könnun fyrir tveimur árum en nið-
urstaða hennar var sú að fylkingar
skiptust nokkuð jafnt, með og á
móti stóriðju í Eyjafirði.
„Þarna hefur umtalsverð breyt-
ing orðið á,“ sagði Magnús Þór Ás-
geirsson framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
„Þetta eru skýr skilaboð til okkar
sem vinnum að atvinnumálum í
byggðarlaginu, fólk vill greinilega
sjá eitthvað stórt fara að gerast á
þessum vettvangi.“ Atvinnuástand
á svæðinu sagði Magnús geta verið
skýringu á því að fleiri lýsa sig nú
fylgjandi stóriðju en fyrir tveimur
árum. „Sumir nefna að þeir vilji
bara sjá eitthvað stórt gerast.“
Könnunin náði til íbúa á Akur-
eyri og í nágrannasveitarfélögum,
þ.e. íbúa í póstnúmerinu 601, sem
er Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð
og Svalbarðsstrandarhreppur.
Fram kemur að 62,6% íbúa á um-
ræddu svæði eru hlynnt uppbygg-
ingu stóriðju í Eyjafirði, 26,3%
andvíg en 11,1% tóku ekki beina af-
stöðu. Þegar niðurstöður voru
skoðaðar einungis fyrir Akureyri
var hlutfall þeirra sem eru fylgj-
andi hærra, eða um 66%, en and-
vígum fækkaði í 23,5%. Ef aðeins
þeir sem taka afstöðu eru taldir
með kemur í ljós að tæp 74% Ak-
ureyringa eru hlynnt uppbyggingu
stóriðju í Eyjafirði en rúm 26% á
móti.
Í könnuninni var spurt hvort
menn væru, ef reisa ætti eitt álver í
viðbót á Íslandi, hlynntir eða and-
vígir staðsetningu þess í Eyjafirði.
Fylgjandi því voru 55,6%, andvígir
36% en 8,7% tóku ekki afstöðu.
Þegar aðeins þeir sem tóku afstöðu
eru taldir með er niðurstaðan sú að
rúm 60% eru fylgjandi, tæp 40%
andvíg.
Helstu ástæður viðhorfa til stór-
iðju voru kannaðar og kom þá í ljós
að þeir sem eru andvígir nefna
einkum náttúruverndarsjónarmið
og mengun en þeir sem fylgjandi
eru nefna atvinnusköpun og fjölgun
íbúa.
Almennt voru heldur fleiri karlar
en konur hlynntir stóriðju, meiri
andstaða kom fram í sveitunum
umhverfis Akureyri en í bænum og
þá var fylgni milli menntunar og
afstöðu til stóriðju á þá leið að þeir
sem minni menntun höfðu voru lík-
legri til að vilja stóriðju í Eyjafirði
en þeir sem meiri menntun höfðu.
Æ fleiri fylgjandi stóriðju í Eyjafirði
Tæp 75%
Akureyringa
vilja stóriðju
Morgunblaðið/Kristján
Fleiri fylgjandi stóriðju Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, kynnti niðurstöðu könnunar um viðhorf
íbúa á Akureyri og í nágrenni til uppbyggingar stóriðju í Eyjafirði.
Fleiri flytja til Akureyrar | Á
fyrstu níu mánuði ársins hafa 49 fleiri
flutt til Akureyrar en frá bænum
samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Þetta kemur fram á vef Akureyr-
arbæjar. Fólkið sem hingað flytur
kemur flest frá nágrannasveit-
arfélögunum en einnig frá útlöndum.
Þeir sem flytjast á brott fara til ann-
arra landssvæða, líklega höfuðborg-
arsvæðisins. Þrátt fyrir að íbúum
bæjarins fjölgi jafnt og þétt, vekur at-
hygli hversu mikil hreyfing er á fólki
segir í frétt á vefnum. Það sem af er
árinu hafa 967 flutt til bæjarins en
918 flust á brott. Þess ber að geta að
þessar tölur endurspegla ekki heild-
arfjölgun bæjarbúa því ekki er tekið
tillit til fjölda þeirra sem fæðst hafa
umfram þá sem hafa látist. Árið 2003
fjölgaði Akureyringum um 210 eða
1,31% en þá voru aðfluttir umfram
brottflutta 69 allt árið.