Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
C
olin Powell, utanríkis-
ráðherra Bandaríkj-
anna, hefur gefið í
skyn að Bandaríkja-
stjórn muni hallast á
sveif með Ítölum í deilu þeirra við
Þjóðverja um hugsanlega stækkun
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Powell fór lofsamlegum orðum
um stjórn Silvios Berlusconis, for-
sætisráðherra Ítalíu, og staðfastan
stuðning hennar við Bandaríkja-
stjórn í stríðinu í Írak. „Þeir hafa
alltaf staðið með okkur,“ sagði
Powell í ræðu um helgina og skír-
skotaði til þess að ítalska stjórnin
hefur neitað að kalla 3.000 her-
menn sína í Írak heim þrátt fyrir
mikla andstöðu á Ítalíu við stríðið.
Powell sagði að Bandaríkja-
stjórn myndi hafa þetta í huga þeg-
ar hún tæki afstöðu til tillagna um
umbætur á skipulagi Sameinuðu
þjóðanna. „Við gleymum ekki vin-
um okkar.“
Stjórn Þýskalands lagðist á hinn
bóginn gegn innrásinni í Írak og
leiddi það til mikillar spennu í sam-
skiptum hennar við stjórn George
W. Bush Bandaríkjaforseta.
Vilja að ESB fái sætið
Búist er við að í skýrslu, sem
Sameinuðu þjóðirnar ætla að birta
í desember, verði lagt til að örygg-
isráðið verði stækkað með ein-
hverjum hætti.
Þjóðverjar leggja mikið kapp á
að fá fast sæti í öryggisráðinu og
hafa tekið höndum saman við þrjú
ríki – Japan, Brasilíu og Indland –
sem vilja einnig fá fasta aðild að
ráðinu.
Ítalska stjórnin hefur hins vegar
lagst gegn Þjóðverjum á þeirri for-
sendu að Evrópusambandið eigi að
fá fasta aðild að öryggisráðinu. „Ég
ætla ekki að fallast á keppni sem
byggist á þjóðarhagsmunum. Það
skapar hættu á sundrungu í Evr-
ópusambandinu,“ sagði Franco
Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, í
viðtali við ítalskt dagblað.
Silvio Berlusconi og Gerhard
Schröder Þýskalandskanslara
tókst ekki að leysa deiluna á fundi
sínum í vikunni sem leið og líklegt
er að deilan magnist á næstu vikum.
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, sagði að þýska
stjórnin styddi einnig tillöguna um
að Evrópusambandið fengi aðild að
öryggisráðinu en teldi að það gæti
ekki gerst í náinni framtíð. „Ítalir
vita það líka,“ sagði hann.
Bandaríkin, Bretland, Kína,
Frakkland og Rússland hafa nú
fast sæti í öryggisráðinu og geta
beitt neitunarvaldi. Tíu önnur ríki
eru valin í ráðið til tveggja ára.
Frakkar og Bretar
styðja Þjóðverja
Stjórn Bush hefur til þessa að-
eins lýst yfir stuðningi við að Japan
fái fast sæti í ráðinu. Powell gaf þó
til kynna í september að Banda-
ríkjastjórn myndi styðja fasta aðild
Brasilíu að ráðinu.
Pólverjar hafa tekið afstöðu með
Ítölum í deilunni við Þjóðverja.
Frakkar og Bretar styðja hins veg-
ar Þjóðverja, meðal annars til að
koma í veg fyrir að Evrópusam-
bandið fái fast sæti í öryggisráðinu.
Þeir styðja einnig Þjóðverja vegna
þess að hvorugt ríkið er tilbúið að
afsala sér fastri aðild að öryggis-
ráðinu, að sögn Jeffreys Gedmins,
forstöðumanns Aspen-stofnunar-
innar í Berlín, í grein í Financial
Times.
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra sagði í ræðu á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna 24. septem-
ber að íslenska ríkisstjórnin væri
hlynnt því að Þýskaland, Brasilía,
Indland og Japan fengju fast sæti í
öryggisráðinu, auk Afríkuríkis. Ís-
land keppir við Tyrkland og Aust-
urríki innan svokallaðs Vestur-
landahóps um tvö sæti í
öryggisráðinu kjörtímabilið 2009-
2010.
„Þrá frelsi, áhrif og virðingu“
Jeffrey Gedmin telur að barátta
Þjóðverja fyrir föstu sæti í örygg-
isráðinu snúist fyrst og fremst um
þjóðarhagsmuni þeirra, þótt ráð-
herrar þýsku stjórnarinnar haldi
öðru fram. Þjóðverjar vilji nú taka
þátt í valdabaráttunni á vettvangi
öryggisráðsins og auka áhrif sín í
heiminum, eftir að hafa haldið sig
til hlés í kalda stríðinu þegar
Þýskaland var tvö ríki. „San
urinn er að Þjóðverjar þrá
áhrif og virðingu.“
Gedmin segir að aukin á
Þjóðverja á þjóðarhagsmun
varpi ljósi á þversögn í a
þeirra á vettvangi Sameinuðu
anna. „Þjóðverjar voru t
mynda ekki í neinum vandr
með að styðja stríðið í Koso
umboðs Sameinuðu þjóðanna
lögðust hins vegar gegn strí
Írak, einkum vegna þess að B
ríkjamenn og Bretar tryggðu
heimild öryggisráðsins –
minnsta kosti var það yfirlý
staða stjórnar Schröders. Ge
Schröder lýsti því yfir í fyr
Þjóðverjar myndu leggjast
öllum tilraunum til að steypa
am Hussein af stóli, jafnve
Sameinuðu þjóðirnar samþ
slíka aðgerð. Gleymið Same
þjóðunum og þeirri stefn
leggja eigi áherslu á fjölþj
samstarf við lausn vanda
Þýskaland er að laumast a
valdataflið.“
„Að verða Þjóðverjar af
Gedmin telur ekki líkle
efnahagsleg vandamál Þjó
dragi úr metnaði þeirra á al
vettvangi. „En hvað vilja Þjó
ar? Það verður örugglega
andi fyrir stjórnina í Berlín a
fast sæti í öryggisráðinu sem
heildaráætlun um að mynda
vægi við Bandaríkin. Þjóð
eru eðlilega á báðum áttum í
máli; styðja samstarf yfir At
hafið en eru samt ekki ónæm
ir and-bandarískum viðbrö
Eins og þýskur stjórnarerin
sagði mér nýlega er þó líkle
utanríkisstefna Þýskalands
sífellt meira stefnu Frakkla
næstu árum. Írak kann að ver
smekkurinn að því sem koma
Þjóðverjum er það líka
kappsmál að vera sérstök
mynd hvað varðar fjölþj
samstarf og „milt vald“ og
væri ljúft að breiða þá afstö
Þetta myndi valda ósætti
þeirra og Bandaríkjanna og
lands og ef til einnig stundu
inna bandamanna þeirra, Fra
Fréttaskýring | Þjóðverjar kosta nú kapps um að tryggja sér fa
legt þykir að niðurstaðan verði sú að engin ríki bætist í hóp þe
Þjóðverjar seilas
til aukinna áhrifa
í heiminum
BEINÞYNNING er ekki síður vandi hjá
körlum en konum, brotum hjá þeim vegna
beinþynningar mun fjölga og karlar eiga í
meiri erfiðleikum með endurhæfingu eftir
t.d. mjaðmarbrot. Þetta var meðal þess
sem fram kom á fundi Beinverndar í til-
efni alþjóðalega beinverndardagsins á
miðvikudag. Var körlum á Alþingi boðið
til fundarins og héldu þeir Björn Guð-
björnsson, formaður Beinverndar, og Að-
alsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir
stutta tölu um karla og beinþynningu.
Í máli Björns kom fram að varlega
áætlað verði um 1.200 beinbrot á ári hér-
lendis vegna beinþynningar og að trúlega
væru þau nokkru fleiri eða allt að 1.800. Í
samtali við Morgunblaðið sagði hann að
brot vegna beinþynningar væru skil-
greind sem þau brot sem verða við hras
eða fall fullorðins fólks á jafnsléttu, þ.e.
önnur brot en þau sem hljótast í bíl-
slysum, við íþróttir eða aðra þróttmikla
hreyfingu.
Kostnaður vegna
mjaðmabrots um þrjár milljónir
Mjaðmabrot eru að sögn Björns kring-
um 250 til 270 á ári og segir hann kostnað
við aðgerð, sjú
ingu kringum
hvert brot. N
rúm á bráðale
háskólasjúkra
hússins á Aku
tekin vegna b
ótalin sjúkrar
öldrunardeild
aður árið 2000
ónir króna. Þe
FORNESKJA Í DÓMSKERFINU
Dómur, sem kveðinn var upp íHéraðsdómi Reykjaness sl.þriðjudag yfir manni sem fund-
inn var sekur um að hafa ráðizt á eig-
inkonu sína, hefur vakið miklar um-
ræður og verið harðlega gagnrýndur.
Hér er um það að ræða að eiginmað-
urinn réðst að konunni, hrinti henni til
og frá, tók hana hálstaki þannig að hún
missti meðvitund, reif utan af henni
fötin og gerði tilraun til að nauðga
henni, samkvæmt hennar lýsingu.
Árásin var tilkomin vegna þess að
hann grunaði hana um að hafa haldið
framhjá sér. Framburður vitna, sem
rakinn er í dóminum, styður frásögn
konunnar. M.a. staðfestir læknir að
hún hafi hlotið ýmsa áverka af völdum
árásarinnar.
Í framburði konunnar kemur fram
að eiginmaðurinn hafi hagað sér á
þennan hátt allt frá því er þau giftust,
rúmum fjórum árum fyrir árásina. Of-
beldið hafi átt sér stað með hléum öll
sambúðarárin og u.þ.b. tvisvar á ári
hafi eiginmaðurinn beitt hana alvar-
legum líkamsmeiðingum.
Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykja-
ness kemur fram að framburður kon-
unnar hafi verið staðfastur og frásögn
hennar trúverðug. Dómurinn telur
sannað að áverka konunnar megi rekja
til atlögu eiginmannsins og að hann
hafi gerzt brotlegur við þá grein hegn-
ingarlaganna sem kveður á um minni-
háttar líkamsárás.
Svo kemur hins vegar í niðurstöðum
dómsins eftirfarandi málsgrein: „Við
refsimat í málinu verður að líta til þess
að samkvæmt frásögn kæranda hefur
sambúð hennar og ákærða verið
stormasöm allt frá því að þau gift-
ust … og iðulega komið til átaka milli
þeirra, án þess að séð verði að það hafi
leitt til kærumála en í þessu tilviki
leggur ákærður hendur á kæranda í
mikilli bræði og hníga gögnin frekar að
því að kærandi kunni að hafa valdið
því.“
Dómarinn tekur einnig fram að
áverkar þeir sem hafi sézt á eiginkon-
unni bendi ekki til að eiginmaðurinn
hafi „tekið mjög harkalega á henni,“
eins og það er orðað. „Þá er og rétt að
hafa í huga að hún er sein til að kæra
og gerir það ekki fyrr en í framhaldi af
því að hún fær ekki son þeirra tekinn
frá ákærða með lögregluvaldi og
blandast því kærumál þetta forræðis-
deilu.“
Í framhaldinu kemst dómarinn að
þeirri niðurstöðu að rétt þyki að nýta
heimild í lögum til að fresta ákvörðun
refsingar yfir eiginmanninum haldi
hann almennt skilorð.
Um þennan rökstuðning Héraðs-
dóms Reykjaness er ýmislegt að segja.
Í fyrsta lagi er það í meira lagi sér-
kennilegt að umorða framburð kon-
unnar sem varð fyrir árásinni, um að
hún hafi sætt ítrekuðu heimilisofbeldi,
á þann veg að sambúðin hafi verið
„stormasöm“ og „komið til átaka“ milli
hjónanna. Í öðru lagi má lesa það út úr
dómnum að láti fólk heimilisofbeldi yf-
ir sig ganga í langan tíma komi það því
í koll loksins þegar það leggi fram
kæru. Í þriðja lagi má skilja á dómnum
að snöggreiðist menn vegna einhvers
sem sagt er við þá eða jafnvel bara
vegna einhvers sem þá grunar – vegna
þess að aðilum málsins ber hér ekki
saman um hvað hafi verið sagt – og
ráðist svo á fólk með ofbeldi sé það
þeim til málsbóta að hafa orðið svona
reiðir. Síðast en ekki sízt er auðvelt að
lesa út úr þessum dómi það skelfilega
og óskiljanlega viðhorf að það sé bara
allt í lagi að eiginmenn misþyrmi kon-
unum sínum. Úr þeirri lýsingu á atvik-
um, sem á undan kemur, er hins vegar
ákaflega erfitt að lesa að eiginmaður-
inn í þessu máli hafi átt sér nokkrar
einustu málsbætur.
Heimilisofbeldi er þjóðfélagsböl sem
alltof lengi hefur legið í þagnargildi.
Það beinist fyrst og fremst gegn kon-
um sem verða fyrir því að sambýlis-
menn þeirra eða eiginmenn neyta lík-
amlegra yfirburða til að beita þær
sífelldu ofbeldi. Á síðustu árum hefur
fólk þó almennt vaknað til vitundar um
þetta falda ofbeldi og byrjað að berjast
gegn því. Alltof fá fórnarlömb heimilis-
ofbeldis hafa kjark til að kæra ofbeld-
ismennina og það er grafalvarlegt mál
ef eldforn viðhorf til ofbeldis inni á
heimilinu ríkja enn í dómskerfinu. Í
þessu máli er þó enn hægt að ná rétt-
lætinu fram fyrir Hæstarétti.
SPENNUM BELTIN!
Margir kannast án efa við aðsleppa því að spenna öryggis-
belti ef þeir sitja í aftursæti á bíl. Og
ef þeir eru í leigubíl. Sömuleiðis ef
þeir ferðast í rútu. Einhverjir nota
alltaf öryggisbelti hér heima en
sleppa þeim í útlöndum – kannski af
því að útlendingarnir gera það sums
staðar. Þeir hinir sömu eru þó jafn-
líklegir til að spenna undantekning-
arlaust beltin undir stýri og hafa vafa-
laust líka tryggt öryggi barna sinna
með góðum bílstólum eða sessum.
Hvernig stendur á þessu? Er
hreinu og kláru kæruleysi um að
kenna eða má rekja þetta til sama
undarlega þegjandi samkomulags og
varð til þess að börn ultu óvarin um í
afturhluta bifreiða langt fram yfir
1980 eða stóðu jafnvel á milli fram-
sætanna til að sjá betur út?
Öll vitum við að meiðsl geta orðið á
fólki þegar slys henda ef það er ekki
með öryggisbelti. Miklum áróðri hef-
ur verið beitt til þess að tryggja að
belti séu í sem flestum ökutækjum
hér á landi en þá bregður svo við að
þau eru ekki alltaf notuð.
Þó að skýringin á þessari órökréttu
hegðun sé væntanlega fólgin í þeim
þversögnum sem einkennt geta
mannlegt eðli er auðvitað forkastan-
legt að nýta ekki alla þá þætti sem
hægt er til að koma í veg fyrir
áverka, örkuml og jafnvel dauðsföll.
Ein leið til þess er að allir í umferð-
inni noti öryggisbeltin skilyrðislaust.
Ef til vill ætti að brýna það fyrir bíl-
stjórum af öllu tagi að sjá til þess að
farþegar þeirra – hvort sem þeir sitja
í gegn greiðslu eða ekki – séu spennt-
ir í beltin. Ökumenn bera mikla
ábyrgð þar sem þeir ráða í raun ferð-
inni í öllu öðru tilliti.
Vonandi verður rútuslysið sl.
þriðjudagsmorgun til þess að gera
fólki ljóst að farþegum er skylt að
nota bílbelti, einnig í langferðabílum,
séu þau til staðar. Í slysinu voru að-
eins tveir af fjörutíu og fimm farþeg-
um með belti. Hægt er að beita fólk
sektum ef það notar ekki beltin en
hafa ber í huga að auðvitað setur eng-
inn á sig belti til að losna við sekt,
heldur til að tryggja líf sitt og limi
sem best.
Sérfræðingar segja beinþynningu ekki síður va
Karlar í meiri erfiðleikum m
Alþjóðlegur beinvernd-
ardagur var helgaður
körlum og beinþynningu.
Allt að 1.800 brot verða
vegna beinþynningar hér-
lendis á ári hverju.
Körlum í hópi alþingismanna var boðið í mat í Iðnó í tilefn
ardeginum. Hér má m.a. sjá alþingismennina Einar K. Guð
jánsson hlýða á erindin. Við borðið sitja einnig Björn Guðb