Morgunblaðið - 22.10.2004, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 35
MINNINGAR
✝ Guðný SvandísGuðjónsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. júlí 1916. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 9. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristín Jóns-
dóttir, f. 18. júní
1890, d. 10. júlí
1968 og Guðjón
Jónsson, f. 29. maí
1883, d. 1. janúar
1961. Systkini Guð-
nýjar eru Jón, f. 10.
júlí 1917, d. 4. des-
ember 1993, Kolbeinn Jón, f. 2.
desember 1919, d. 29. nóvember
1977, Jóhanna Sigríður, f. 5.
september 1924 og Sigurgeir, f.
21. desember 1925, d. 25. nóv-
ember 1962.
28. maí 1938 giftist Guðný
kvæntur Urði Njarðvík, Sævar,
kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur,
Guðný Svandís, í sambúð með
Halldóri Guðfinnssyni og Viðar,
unnusta hans er Ragna Björg
Ingólfsdóttir. 3) Hrafnkell Gauti,
f. 28. september 1948, kvæntur
Fanný F. Hákonarson, f. 21. jan-
úar 1965. Dóttir Hrafnkels
Gauta er Berglind, hennar mað-
ur er Peter Munk. 4) Hákon
Svanur, f. 29. júní 1957. Lang-
ömmubörn Guðnýjar Svandísar
eru sextán og langalangömmu-
barn eitt.
Guðný Svandís ólst upp á
Grettisgötu 31 í Reykjavík, og
bjó þar með Hákoni þar til árið
1984 að þau fluttu í Arahóla 4,
en þar bjó hún þar til hún flutti
á Hrafnistu í Reykjavík í júní
2002. Guðný var heimavinnandi
húsmóðir mestallan sinn búskap.
Hún vann við fiskvinnslu á yngri
árum og við framreiðslustörf af
og til.
Útför Guðnýjar Svandísar fer
fram frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Svandís Hákoni Þor-
kelssyni, f. 29. maí
1910, d. 29. nóv.
1996. Foreldrar Há-
konar voru Þorkell
Guðmundsson, f.
1884, d. 1918, og
Halldóra Halldórs-
dóttir, f. 1879, d.
1962. Synir Guðnýjar
Svandísar og Há-
konar eru: 1) Hörður
Smári, f. 16. janúar
1938, í sambúð með
Ingibjörgu Ósk Ósk-
arsdóttur, f. 1. ágúst
1936. Dætur Harðar
Smára eru Ósk Jóhanna, gift
Birgi Hólm Ólafssyni, Guðný
Svana og Þóra Björk, í sambúð
með Ómari B. Þorsteinssyni. 2)
Guðjón, f. 1. ágúst 1941, kvænt-
ur Helgu Ívarsdóttur, f. 30. maí
1946. Börn þeirra eru; Ívar,
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar með nokkrum orðum.
Það eru liðin þrjátíu og sjö ár síðan
við kynntumst og aldrei bar skugga
á þau kynni. Gauja, eins og hún var
kölluð, var alveg einstök kona, af-
burða dugleg, hjálpsöm og gestrisin.
Alltaf var jafn gott að leita til henn-
ar til þess að gæta barnabarnanna
og var það alltaf sjálfsagt. Frekar
var að henni þætti miður ef hún var
ekki beðin um það.
Árið 1974 byggðum við hjónin
sumarbústað uppi í Kjós með
tengdaforeldrunum, Konna og
Gauju. Þar áttum við margar
ánægjustundir og margt var brallað.
Sumarið 1974 var einstaklega veð-
ursælt og vorum við þar í sumarfríi
allan júlímánuð við byggingu húss-
ins. Gauja og ég grófum holur fyrir
stöplum og bárum moldina upp í
brekkur og bjuggum þar til mat-
jurtagarða, elduðum matinn á gasi í
tjaldinu, þvoðum þvott í bala og
skoluðum hann í ánni. Svo var spilað
við börnin á kvöldin, marías og
rommí. Þessi tími í Kjósinni fyrir
þrjátíu árum er umvafinn sólskini
og sumaryl í endurminningunni og
þá var gott að hafa Gauju sér við
hlið.
Gauja ólst upp á Grettisgötu 31
og bjó þar þangað til fyrir 20 árum
en þá fluttu hún og Konni tengda-
pabbi í Arahóla 4. Á Grettisgötunni
var alveg einstakt samfélag en þar
bjuggu foreldrar Gauju og um tíma
öll systkini hennar. Eins og gefur að
skilja þá var oft fjör á „Grettó“ og
voru oft rifjaðar upp sögur af alls
kyns prakkarastrikum þegar stór-
fjölskyldan hittist. Gauja og Konni
voru mjög gestrisin enda var sann-
arlega gestkvæmt hjá þeim. Yfir-
leitt þegar verið var að líta inn eða
sækja börnin úr pössun var einhver
að drekka kaffi við eldhúsborðið
hennar Gauju. Unga fólkið í húsinu
fékk herbergi uppi í risinu og þar
var oft glatt á hjalla. Minn maður
Guðjón bjó þar á sínum yngri árum
og vinir hans hittust þar oft áður en
farið var út að skemmta sér. Yf-
irleitt byrjaði skemmtunin með því
að allir komu við hjá Gauju og fengu
sér í svanginn en allir voru alltaf
velkomnir á hennar heimili. Seinna
þegar synirnir voru fluttir að heim-
an þá leigðu þau hjónin herbergin í
risinu einhleypum mönnum og voru
þeir í mat hjá þeim á jólum, en það
fylgdi Gauju alla tíð að hlynna að
þeim sem þess þurftu með. Einnig
voru systkini mín ávallt velkomin á
þeirra heimili eftir að þau fluttu í
borgina.
Já, svona var Gauja, alltaf glað-
lynd, hress og elskuleg. Maturinn
hennar var afbragðsgóður og hún
lagði mikinn metnað í matseldina.
Margt lærði ég af henni, t.d. að búa
til aspassúpuna góðu sem er ómiss-
andi á jólunum. Handavinna var
hennar tómstundagaman, einkum
síðari árin. Hún hafði næmt auga
fyrir fegurð hins smágerða og var til
dæmis snillingur að perla. Hún bjó
til marga fallega hluti og var fljót að
því, en hún vann allt hratt og vel og
vildi enga lognmollu í kringum sig.
Síðustu missirin var hún mjög farin
að heilsu og fór til dvalar á Hrafn-
istu í Reykjavík í júní 2002. Þar
mætti hún hlýju og góðri umönnun
sem við viljum þakka fyrir. Að leið-
arlokum vil ég þakka Gauju minni
fyrir allt það sem hún var mér og
fjölskyldunni og hefði ég ekki getað
fengið betri tengdamömmu. Blessuð
sé minning hennar.
Þín tengdadóttir,
Helga.
Nú er hún elsku amma mín dáin
og upp koma ótal minningar um
þessa gestrisnu og góðu konu. Þeg-
ar ég stundaði nám í FB kom ég oft
til hennar í Arahólana og fékk kjöt-
bollur og kartöflur. Amma var svo
hugsunarsöm og hún var alltaf til í
að elda eitthvað sem var efst á óska-
listanum.
Þegar ég var um sex ára aldur
var amma eitt sinn að klæða sig í
fallegt blátt plíserað pils, ég horfði á
hana með mjög athugulum augum
og spurði hvort ég mætti eiga þetta
pils þegar hún væri dáin. Amma hló
og sagði að það væri mér guðvel-
komið. Þetta var lýsandi fyrir
ömmu, hlutirnir voru bara ekkert
mál. Einnig átti hún mikið slæðu-
safn sem mér fannst gaman að nota
í leik og dansi. Það var velkomið og
alltaf var hún jafnþolinmóð gagn-
vart uppátækjum mínum.
Það er skrítin tilhugsun að amma
sé farin, en ég veit að hún er komin
á betri stað og til afa. Elsku amma
takk fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum saman. Guð geymi þig!
Þín
Guðný Svandís Guðjónsdóttir.
„Kom inn. Ert það þú… komdu
og fáðu þér brauðsneið…viltu með
kæfu eða osti? Eða viltu kannski
kleinu?“
Hugurinn reikar til barnæskuár-
anna. Hvað skilur eftir sig í barns-
sálinni og hvað rís hæst í huga okk-
ar er við kveðjum okkar nánustu?
Gauja föðursystir mín skilur eftir
sterka minningu af lífsbroti stórrar
fjölskyldu. Fjölskyldulífsmynd sem
birtist ljóslifandi í kvikmynd æsku-
áranna á Grettisgötunni. Gauja
frænka er einn af aðalkarakterunum
í myndinni Grettó ehf. Hún skilaði
sínu hlutverki með bravör og ætti
skilið að fá Edduverðlaun dagsins í
dag. Hún stóð sem klettur hvar sem
var og hélt stórveislu dag hvern.
Meðalmanneskja á hæð, oft með
gleraugun fremst á nefbroddinum.
Silfurfagurt grátt hár og örlítið
bognir fætur. Stórveislan hennar
Gauju frænku samanstóð af brosinu,
hlátrinum og röddinni hennar, af
gestrisninni hennar, af umhyggj-
unni hennar og síðast en ekki síst
eiginleikum hennar að gefa gestun-
um tíma og hlusta. Alltaf gott að
koma í heimsókn til Gauju. Þar fékk
maður kaffisopann ljúfan og mann-
gæskuna hennar í viðbit.
En lífið er ekki alltaf stórveisla.
Og lífið hennar Gauju var ekki alltaf
stórveisla. Lífsmyndin út á við er oft
svo aðlaðandi en gæti ekki verið að
hún hafi stundum verið þreytt að
kvöldi dags þó svo hún hafi ekki haft
orð á því? Gauja var nefnilega ekki
með sjálfa sig í aðalhlutverki. Hlut-
verk Gauju var að hygla að öðrum
jafnt smáum sem stórum. Gjafmildi
hennar leiddi til þess að mannlífið í
eldhúsinu hennar var ótrúlegt. Kar-
akterar af ýmsum kaliberum,
krakkaskari jafnt sem fullorðnir. Og
það er einmitt þessi lífsmynd, þessi
kvikmynd sem stendur svo ljóslif-
andi í dag. Með gjöf sinni til lífsins
náði Gauja að endurspegla hið
mannlega líf sem svo margir gleyma
að er til. Er ég kveð Gauju kemur
fyrst og fremst upp í hugann
skemmtileg lífsmynd. Lífsmynd sem
ekki er verðlaunuð með Eddunni
heldur eru verðlaunin gjafmildi
Guðs sem Gauja fékk í vöggugjöf.
Fyrir þessa gjöf þakka ég af heil-
hug. Gauja birtist mér sem ein af
sterkustu minningarbrotum æsku
minnar þar sem hlýja og umhyggja
stendur hæst.
Elsku strákar, Smári, Guðjón,
Gauti, Hákon og fjölskyldur. Votta
ykkur mína innilegustu samúð.
Elsku Gauja mín, takk fyrir allt
sem þú færðir mér í lífinu og bið
fyrir hjartans kveðjur til allra ást-
vinanna sem nú umfaðma þig.
Drottinn varðveiti minningu þína.
Erla Kristbjörg
Sigurgeirsdóttir.
GUÐNÝ SVANDÍS
GUÐJÓNSDÓTTIR
✝ Anna Ólöf Helga-dóttir fæddist á
Ísafirði 24. ágúst
1909. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 29. sept. síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Helgi
Guðmundsson, f.
1883, d. 1952, og
María Einarsdóttir, f.
30. okt. 1885, d. 27.
okt.1912. Hálfsystir
Önnu var Klara
Helgadóttir, f. 1926,
d. 30. sept. 1986.
Systursonur hennar
er Helgi Númason, f. 17. sept.
1946. Anna missti móður sína
þriggja ára gömul. Þá var hún
tekin í fóstur af móðurömmu sinni
og móðursystur, þeim Katrínu
Ólafsdóttur og Einhildi Þórdísi
Einarsdóttur. Hjá þeim ólst hún
upp til fullorðinsára.
Katrín dó árið 1932.
Þær Einhildur
bjuggu saman þar til
Einhildur lést árið
1969. Eftir það bjó
Anna ein. Anna gekk
í Barna- og ungl-
ingaskólann á Ísa-
firði 1923–1925. Þá
var Haraldur Leós-
son skólastjóri. Hún
byrjaði að vinna sem
unglingur við fisk-
vinnslu og síld. Hún
hóf störf hjá Kaup-
félagi Ísfirðinga
1936 og vann þar sleitulaust til
ársins 1979, en þá flytur hún á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Anna var ógift og barnlaus.
Útför Önnu verður gerð frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Það vöknuðu upp minningar hjá mér
þegar ég sá dánartilkynningu þína. Ég
á mér bara góðar minningar þrátt fyrir
að ég hefði ekki samband sem skyldi,
sem ég harma núna þegar það er auð-
vitað orðið of seint. Mín fyrsta minning
er af þér í kjallara kaupfélagsins á Ak-
ureyri þegar ég smápatti villtist þang-
að af götunni eftir leik, og þú gafst þér
tíma til að spjalla við þennan dreng.
Síðan eru liðin mörg ár en mannglögg
varstu þegar þú komst inn í Hafnar-
fjarðarstrætó sem ég ók þá og heilsaðir
mér með nafni. Ég kveð þig kæra vin-
kona með þessum fátæklegu orðum,
tími og rúm setja vináttunni engin
mörk.
Hlynur Þorsteinsson.
Það var alltaf svolítið merkilegt sam-
bandið þeirra Önnu og Einhildar. Þar
ríkti gagnkvæm umhyggja og virðing.
Í litlu fallegu íbúðinni þeirra í Grund-
argötunni var allt strokið og hreint,
lakkið á gluggakistunum glansaði svo
fallega, það var kallaður til málari
reglulega en Einhildur sá sjálf um allar
minni viðgerðir. Hjá þeim fékk maður
ekta vestfirskan mat, hveitikökur og
lundabagga. Anna fékk vatn í munninn
ef minnst var á lundabagga. Maltöl og
fínt kex vantaði ekki heldur.
Þær voru venjulega hjá okkur á
gamlárskvöld og þá var Einhildur allt-
af í upphlut. Hún fékk sérríglas fyrir
matinn og varð strax rjóð í kinnum eins
og ung stúlka. Pabbi bauð henni yf-
irleitt meira en þá varð Anna óróleg og
hélt hendinni ákveðið yfir glasinu.
Eftir að Einhildur dó hélt Anna yf-
irleitt jól með okkur. Við systkinin
kepptust um að fá að vera með þegar
Anna var sótt til þess að sjá hvernig
„tékklistinn“ þróaðist. Tékklistinn
lengdist með ári hverju og margfald-
aðist að jafnaði með 3 sagði pabbi. Sá
sem fór inn til að sækja hana var vitni.
Það var farið herbergi úr herbergi
og vitninu bent á alla krana sem ekki
láku, alla takka á eldavélinni og öll ljós
sem búið var að slökkva. Útidyrunum
var læst og síðan haldið í húninn og
rykkt: Einn tveir þrír á vinstra fæti,
einn tveir þrír á hægra fæti og svo af
fullum þunga einn, tveir þrír á báðum.
Og það var ekki allt búið enn – þegar
við komum út þurfti að athuga hvort
nokkuð sæist ljós utan frá að framan
og síðan gengið fyrir hornið og athugað
að aftan líka – og þá fyrst var hægt að
halda í kirkjugarðinn. Þetta var engin
tilgerð, þetta var bara hluti af karakt-
ernum hennar Önnu. Eftir að hún flutti
búferlum á Hrafnistu í Hafnarfirði
varð tékklistinn óþarfur.
Hún fékk miklu fleiri jólagjafir en
við krakkarnir. Svo sat hún uppi næst-
um alla jólanóttina og las ættfræði-
bækur. Þegar við skreiddumst fram úr
á jóladagsmorgun, með súkku-
laðibragð í munninum og góða bók í
huganum beið hún spennt í stofunni til
að segja frá uppgötvunum næturinnar.
Læknatal Vilmundar Jónssonar var í
miklu uppáhaldi enda sleppti hann
engum, tók alla með eins og sönnum
vísindamanni sæmir. Ættfræðiáhug-
inn spratt af einlægum áhuga á fólki.
Anna hafði svo mikið yndi af fólki. Hún
sagði líka alltaf afskaplega rétt og vel
frá og dæmdi ekki aðra.
Svo voru þessar endalausu sögur úr
Kaupfélaginu sem þau pabbi þekktu
bæði svo vel. Þessar sögur voru mann-
lífslýsing frá þeim tíma þegar Íslend-
ingar voru að stíga sín fyrstu skref sem
sjálfstæð þjóð. Þetta voru skemmtisög-
ur með alvarlegum undirtón, það skipti
engu máli hvort hún var aðalpersónan í
sögunum eða ekki, Anna hafði svo fín-
an húmor að hún gat alltaf hlegið jafn-
hjartanlega að þeim öllum saman.
Anna var alla tíð dyggur stuðnings-
maður Alþýðuflokksins en þær Ein-
hildur voru samt áskrifendur að Morg-
unblaðinu á meðan við keyptum bara
Alþýðublaðið. Síðan var skipst á. Við
fengum Morgunblaðið þeirra og þær
Alþýðublaðið okkar að loknum lestri.
Afi okkar sem bjó á heimilinu var mik-
ill krati eins og þær, en hann leit aldrei
við Mogganum þó að hann bærist inn á
heimilið.
Önnu virtist líða ágætlega einni og
ógiftri, átti marga vini og kunningja,
ferðaðist víða og naut þess sem hún tók
sér fyrir hendur.
Hún Anna hefur fylgt fjölskyldunni
síðan við munum eftir okkur, við flutt-
um í burtu og komum aftur og hún fór
burt, en samt vorum við öll og erum
alltaf á Ísafirði. Minningarnar, draum-
arnir og líf okkar allra snýst um sam-
félagið þar, þennan litla en mikilvæga
hluta af íslensku samfélagi.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Önnu allt sem hún hafði að gefa.
Margrét, Elísabet og Jón Ottó.
ANNA ÓLÖF
HELGADÓTTIR
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓLAFUR KRISTJÁN RAGNARSSON,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
lést á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt
fimmtudagsins 21. október.
Ásta Sigríður Guðjónsdóttir,
Guðjón Pétur Ólafsson, Hildur Gunnarsdóttir,
Ragnar Ólafsson, Jóhanna G.Z. Jónsdóttir,
Anna Margrét Ólafsdóttir, Birgir Jens Eðvarðsson,
Ásta Björg Ólafsdóttir, Jón Ingiberg Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri eiginmaður og faðir,
DR. GEORGE WASHINGTON SIMONS III
prófessor
í barnabæklunarlækningum,
Medical College
í Wisconsin,
lést á Landspítala, Fossvogi, mánudaginn
18. október.
Útför hans fer fram frá Mosfellskirkju í Mosfellsdal þriðjudaginn
26. október kl. 13.00.
Sigrún Magnúsdóttir Simons,
Christina Herborg Simons,
Anna Maya Simons.