Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Kristín Stefáns-dóttir fæddist í Miðhúsum í Reykjar- fjarðarhreppi í N-Ís. 17. apríl 1929. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Stef- án Pálsson, f. 7. feb. 1890 á Prestbakka í Bæjarhreppi, d. 31. okt. 1967 í Rvík, bóndi í Miðhúsum, síðar í Hnífsdal, og Jónfríður Elíasdótt- ir, f. 8. okt. 1893 á Uppsölum í Ketildalahreppi, d. 20. des. 1975 í Rvík. Systkini Kristínar eru: Árni, f. 25. des. 1921, Arndís, f. 30. jan. 1923, d. 5. maí 1997, og Páll, f. 28. apr. 1932. Hinn 21. desember 1968 giftist Kristín Kristni Karlssyni vél- virkja, f. 18. feb. 1935 í Rvík. For- eldrar hans voru Karl Guðmunds- son rafvélavirkjameistari, f. 30. des. 1898 í Króki í Rauðasand- sheppi, d. 15. apr. 1977 í Rvík, og Margrét Tómasdóttir ljósmóðir, frá Hróarsholti í Flóa, f. 31. maí 1899, d. 5. nóv. 1982 í Rvík. Börn Kristínar og Kristins eru: a) Elfa, f. 26. sept. 1962, maki Viðar Ófeigsson, f. 4. okt. 1958, börn þeirra: Kristín Margrét Norð- fjörð, f. 1996 (stjúp- dóttir Viðars), og Logi, f. 2002. Synir Viðars af fyrra hjónabandi eru: Ragnar, f. 1982, Jak- ob, f. 1985, og Óskar, f. 1987. b) Karl, f. 8. júlí 1968, maki Linda María Ólafsdóttir, f. 16. ág. 1972. Börn þeirra eru Katrín María, f. 1997, og Kristinn, f. 2002. Kristín ólst upp í Vatnsfjarðarsveit og gekk í Reykjanes- skóla. Fjölskyldan flutti í Hnífsdal 1945. Kristín stundaði nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði veturinn 1947 og veturinn 1948 vann hún við vefnað fyrir skólann. Eftir það starfaði hún í nokkur ár í klæðskeraverslun Einars og Kristjáns á Ísafirði. Hún flutti til Reykjavíkur 1954 og starfaði framan af við verslunar- og heild- sölustörf. Lengst starfaði Kristín í Stálsmiðjunni í Reykjavík við ræstingar og mötuneyti. Hjónin Kristín og Kristinn bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Grettisgötu 58 B en síðustu 22 árin í Hamrabergi 12 í Reykjavík. Útför Kristínar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Þá er komið að kveðjustund. Ég kveð þig með sökn- uði og þakklæti í hjarta. Þú baðst mig að syrgja þig ekki en ég mætti sakna þín, á því væri munur. Þú barðist við krabbamein í hart- nær fimm ár og sýndir ótrúlega þrautseigju og kjark í þinni baráttu. Þú vildir treina hverja mínútu til þess að geta verið lengur með barnabörnunum þínum sem voru þér svo kær. Þú barðist fyrir þau, fyrst og fremst. Þakka þér fyrir það, þú ert hetjan mín og okkar allra. Samskipti okkar voru góð og gáfu mér mikið. Þú varst einnig besta vinkona mín, það var mér ómetan- legt. Mig langar að tileinka þér þetta ljóð: Þó mig frá þér fjarskans blámi teygi, finn ég glöggt; sú líftaug slitnar eigi, sem að tengir sálu mína þér. Gnýi stormar! Fölni rósir rauðar! Móðir kær! Þín mynd sinn ljóma ber. (Þorsteinn Vald.) Ástarþakkir fyrir allt, mamma mín, og blessuð sé minning þín. Þín dóttir Elfa. Elsku amma. Okkur langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum með þér og afa. Þakka þér fyrir alla þá ást og um- hyggju sem þú sýndir okkur alla tíð. Við elskum þig og söknum þín. Okkur langar í kveðjuskyni að til- einka þér „Ömmuljóð“ eftir Jóhann- es úr Kötlum: Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Blessuð sé minning þín. Þín ömmubörn, Kristín Margrét, Katrín María, Kristinn og Logi. Á kveðjustund reikar hugurinn aftur í tímann og okkur verður hugs- að til fyrstu kynna. Reyndar er það svo langt aftur að margt er óljóst en samt er minnisstæður titringurinn í kring um það þegar okkur systrum varð ljóst að stúlka úti í bæ var farin að fanga athygli uppáhaldsfrænd- ans. Fljótlega hittum við þær mæðg- ur Kristínu og Elfu og þá varð ljóst að frænkur gátu engan veginn keppt við þær um athygli. Koma Kristínar í fjölskylduna var til góðs. Hún hafði góða nærveru, var hæglát, virðuleg og viðræðugóð. Kristín og Kristinn hófu búskap á Grettisgötunni en þar var miðstöð stórfjölskyldunnar. Afi og amma bjuggu niðri en Kristín og Kristinn með börnin uppi. Á stund- um var húsið eins og brautarstöð því gömlu hjónin voru ánægðust þegar fólk var að koma og fara allan dag- inn. Heimsókn var ekki talin gild nema fólk fengi veitingar. Betra var ef það stoppaði lengi. Helst þurfti að taka í spil. Þetta hafði heilmikil áhrif á fyrstu búskaparár ungu hjónanna því nábýlið var mikið og mikill sam- gangur milli hæða. Miklum heim- sóknum fylgir líka ýmislegt sem gamalt fólk á erfitt með og það var ekki síst Kristínu að þakka að þau gátu haldið sínum lífsstíl eins lengi og raun varð á. Kristín var ömmu verulega góð og eftir lát afa átti hún skjól hjá þeim Kristni og Kristínu. Eftir að Kristín var greind með krabbamein fyrir um fimm árum tók við erfið glíma. Á þessum árum hafa oft verið mjög erfið tímabil en alltaf hefur hún tekist á við þau af einurð. Jákvæð afstaða Kristínar og skyn- semi hafa hjálpað henni og ekki síst öllum öðrum sem nærri hafa staðið. Við systur höfum reynt að fylgjast með líðan hennar og í hvert sinn sagði hún frá stöðunni eins og hún var og var aldeilis ekki að barma sér. Hún var stolt af börnunum sín- um og barnabörnin voru hennar líf og yndi. Í návist þeirra vildi hún vera eins lengi og hægt var. Við systur og fjölskyldur okkar þökkum Kristínu samfylgdina og sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Ástrós og Ragnheiður. KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR ✝ Ólafur MarkúsMagnússon fæddist á Jófríðar- stöðum í Hafnarfirði 9. september 1917. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóra Þorvarðardótt- ir, húsfreyja í Hafn- arfirði og Krýsuvík, f. 4. september 1884 , d. 7. júní 1957, og Magnús Ólafsson, bóndi í Krýsuvík, f. 9. september 1872, d. 10. október 1950. Systkini Ólafs eru: Sigurður Kristinn Magnús- son, f. 3. febrúar 1919, d. 2. apríl 1919, Guðmundur Miðdal Magn- ússon, f. 2. september 1921, d. 27. febrúar 1975, Guðbjörg Magnús- dóttir Flygenring, f. 19. janúar 1924, Þorvarður Magnússon, f. 19. maí 1927. Hálfsystir sam- feðra: Guðný Ólöf Magnúsdóttir, f. 26. nóvember 1908, d. 4. júní 1990. Ólafur kvæntist 9. desember 1950 Unni Einars- dóttur frá Berustöð- um í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, f. 15. október 1922, d. 5. júlí 2000. Unnur og Ólafur bjuggu alla tíð í Hafnarfirði, lengst af í Birki- hvammi 2. Þau eign- uðust tvö börn. Þau eru: 1) Magnús, f. 13. desember 1952, jarðfræðingur, kvæntur Björgu Ei- ríksdóttur og eiga þau tvær dætur, Gerði, f. 18. nóvember 1978, hún á soninn Þórberg, f. 14. júlí 1999, og Unni, f. 2. mars 1983. 2) Ingi- gerður, f. 4. desember 1954, hjúkrunarfræðingur, gift Haraldi Ágústssyni og eiga þau tvö börn, Maríu, f. 16. mars 1979, hún er í sambúð með Sigurþóri Halldórs- syni og eiga þau dótturina Auði, f. 6. júlí 2004, og Ólaf, f. 9. maí 1985. Útför Ólafs verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ,,Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót.“ Nú þegar afi er far- inn í sitt síðasta ferðalag kemur þessi lína úr kvæði Stephans G Stephanssonar upp í hugann. Afi var mikill ferðamaður og við systurnar teljum okkur heppnar að hafa fengið að ferðast með honum á hina ýmsu staði bæði innanlands og utan. Mörg voru ferðalögin farin í tjaldi og einn- ig komu afi og amma með okkur austur í Fossgerði og þá var tilvalið að fara í dagsgöngu þar sem afi var mikill göngumaður. Einnig áttum við þess kost að vera með þeim afa og ömmu í tveimur utanlandsferð- um. Annars vegar þegar við fórum með Norrænu til Færeyja og hins vegar þegar þau heimsóttu okkur til Skotlands. Minningarnar um ,,Apa- staði“ eða sumarbústað hafnfirskra iðnaðarmanna við Apavatn koma líka upp í hugann. Þangað fórum við oft öll fjögur frændsystkinin og þá var ýmislegt sér til gamans gert eins og að veiða, fara í göngutúra og ef ekki viðraði var spilað eða lesið inn- an dyra. Eftir að Gerður varð eldri og María frænka líka voru það Unn- ur og Óli sem fóru í ferðalög með ömmu sinni og afa á sumrin og fóru þau bæði í Galtalæk og Húsafell. Þar var ekki setið auðum höndum og mikið spilað eins og þeim var einum lagið. Þegar við systurnar vorum enn í Lækjarskóla kom afi stundum að sækja okkur og við fórum í mat heim til ömmu Unnar. Stundum var kom- ið við í Dverg og við fengum að ves- enast þar í kringum hann og smíða ,,nytsamlega hluti“. Í eitt skiptið af mörgum þegar afi var að sækja okk- ur vildi ekki betur til en svo að Unn- ur hljóp beint á ruslakassa og fékk gat á hausinn. Afi fór auðvitað með hana upp á heilsugæslustöð þar sem gert var að sárum hennar. Þegar við dvöldum í Birkihvamm- inum hjá afa og ömmu var margt bardúsað. Við fengum að smíða í kjallaranum og þaðan komu margir fallegir hlutir eins og til dæmis prjónastokkur og fallegur kassi. Afi var mjög þolinmóður að aðstoða okkur og erum við reynslunni ríkari fyrir vikið. Afi var afskaplega þol- inmóður maður. Hann var vanur að hlusta á hádegisfréttirnar uppi í sófa og þá fannst honum alveg sjálfsagt að hafa eina stelpurófu sofandi ofan á maganum á sér. Hann var nefni- lega vanur að kalla okkur stelpuróf- ur og fannst okkur það nú ansi skrít- ið. Eftir að afi veiktist og fór á Sól- vang gerðum við það að vana okkar að fara að syngja fyrir hann og ann- að heimilisfólk á aðfangadag og var það orðinn fastur liður í jólaundir- búningnum. Það var svona upphafið á jólunum. Það verður skrítið að fara ekki þangað næstu jól. Þessar minningar og aðrar um afa og ömmu munu lifa með okkur og við munum seint þreytast á því að rifja þær upp. Gerður og Unnur. Ólafur Magnússon húsasmíða- meistari sem í dag er lagður til hinstu hvíldar átti sér drjúgan starfsdag, fallega ævi og verður að góðu minnst af starfsfélögum, vinum og vandamönnum. Hann var mér og mínu fólki náinn og kær í drjúglega hálfa öld. Um hann eigum við góðar minningar. Ólafi var það búið að verða nánast forræðismaður og fyrirvinna systk- ina sinna á ungum aldri. Faðir hans, Magnús Ólafsson vildi ekki yfirgefa bústofn og bújörð í Krýsuvík. En hann og eiginkona hans Þóra Þor- varðardóttir sáu að börnin yrðu að njóta framtíðarvona í öðrum stað. Þóra fluttist því með börnin til Hafnarfjarðar. Ólafur, elstur barnanna, axlaði þá forsvar þeirra á móti móður sinni. Systkinum sínum og sjálfum sér lagði hann traustan grundvöll og með þeim bjó hann móður sinni bústað og fallegt og gott heimili. Hann valdi sjálfum sér tré- smíði sem atvinnugrein. Það var gott val. Hann var einkar verkhagur og spýtan lék í höndum hans. Að því er virtist fyrirhafnar- laust fann hann bestu leiðir í úrlausn verkefnanna og handbragðið brást ekki. Grunnurinn var vitaskuld góðar gáfur, athyglisgreind, nákvæmni og trúfesta við skyldu mannsins að skila góðu verki. Þessar eðlislundir voru jafnframt meðal þess sem markaði líf hans að öðru leyti. Eðl- islæg forvitni var sérlegt einkenni Ólafs sem og áhuginn og viljinn til að rökræða um hin margvíslegustu málefni. Hvergi var komið að tómum kofum. Hitt var þó stærst og mest, nefni- lega Ísland og fólkið í landinu. Hann keypti, las og kunni mörg fræðirit og bækur um náttúru landsins, sem og svaðilfarir og öræfaferðir af öllu tagi. Hann ferðaðist um landið þvert og endilangt og lagði undir sig öræfi þess og gjörþekkti þau mörgum ára- tugum áður en það komst í tísku. Ferðir hans og fjölskyldunnar tóku hann líka inn á gafl hjá ótrúlega mörgu fólki víðsvegar um landið. Ólafur þekkti sem sagt bæði landið og fólkið í landinu umfram flesta aðra. Síðar meir, þótt líkaminn bilaði til hálfs eða svo eftir heilablóðfall, átti Ólafur áfram þennan þekkingar- brunn. Í hann var gaman og gott að leita. Við þetta bættist það sem var mest um vert, nefnilega hið góða hjartalag, meðkenndin með öðrum sem áttu í einhverju stríði eða stóðu hallt og að hinu leytinu greiðviknin, gestrisnin og hinn opni faðmur sem allir í umhverfinu máttu njóta. Þetta áttu þau sérlega saman Unnur Ein- arsdóttir eiginkonan og Ólafur. Hins síðarnefnda fengum við hjónin að njóta margítrekað, og það fengu for- eldrar mínir að reyna betur en orð fá lýst. Hins fyrrnefnda veit ég að ýms- ir, þ.á m. af ættum beggja hjóna fengu að njóta. Ólafur rataði inn í líf mitt með því að finna frænku mína Unni, sveita- stúlku á Skaftafelli í Öræfum og ná henni á sitt band til hjónabands. Ég var þá barn, og Unnur dvaldist á stundum hjá foreldrum mínum. Það voru fyrstu kynnin. Þau hjón voru okkur stoð og stytta bæði fyrr og síðar og verður það ekki rakið, nema til þess að minnast þess með þakk- læti. Við Irma, dóttir okkar og fjöl- skylda hennar vottum afkomendum Ólafs og systkinum hans okkar dýpstu hluttekningu. Kjartan Jóhannsson. Föstudaginn 15. okt. er ég heim- sótti þig á Sólvang vissi ég að þetta yrði í síðasta skipti sem ég myndi sjá þig. Þetta var afmælisdagur Unnar konunnar þinnar sem dó fyrir fjór- um árum. Það var sólskin og bjartur dagur eftir langa leiðindatíð og seinnipart dags yfirgafst þú þennan heim eftir sjö ára sjúkrahúslegu. Þetta var allt svo táknrænt, eins og þú værir að bíða eftir afmælinu hennar Unnar. Það er margs að minnast og margt sem mann langar að segja og hægt væri að skrifa heila ritgerð um mannkosti þína, en framkoma þín við frænda okkar sem er nú dáinn fyrir mörgum árum finnst mér lýsa þinni hjartahlýju best. Hann var sjó- maður og átti við mikið áfengis- vandamál að stríða og var frekar erfiður fullur. Þegar hann var í landi voru allir látnir vita þegar hann var á fylliríi og allir læstu sínum húsum og fóru ekki til dyra þegar hann birtist fullur, en ekki á þínu heimili, það var honum alltaf opið hvernig sem ástandið var á honum, hann gat hringt í þig og látið þig sækja sig fullan sem ófullan. Þú lést hann hvíl- ast, gafst honum að borða og hjúkr- aðir honum þegar þurfti og um- gekkst hann af fullri virðingu. Óli var mikill náttúruunnandi. Oft fór ég sem ungur drengur með mömmu og pabba til Óla og Unnar í heimsókn til að sjá myndir úr ferða- lögum og hlusta á sögur úr ferðum sem þau hjón höfðu farið um landið og fannst mér Óli þekkja hverja þúfu á því. Jæja, frændi, ég vil þakka þér fyr- ir samveruna í þessu lífi. Kveðja. Þinn frændi Þorvarður. ÓLAFUR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.