Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 57

Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 57
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Systkinin KK og Ellen Kristjánsdóttir syngja af snilld. AIRWAVES tónlistarhátíðin breiðir smám sam- an úr sér og lengist þannig um einn dag að þessu sinni, því nú hófst hátíðin á miðvikudegi með tón- leikum í Nasa. Menn kunnu greinilega vel að meta það því fyrirtaks mæting var á tónleikana, húsið nánast fullt þegar mest var, og stemmning hin besta. Ekki verður hér farið fram á fjölgun lista- manna á næstu hátíð, en með því að bæta við degi aukast kannski líkur á að maður nái að sjá allt það markvert sem er í boði – eins og staðan er nú er það óhugsandi, það er einfaldlega of margt spennandi í boði þessa þrjá aðaldaga sem hátíðin stendur. Geir Harðarson var fyrstur á svið á Airwaves 2004 og opnaði hátíðina með stæl. Hljómsveit hans hljómaði mjög vel, hann sjálfur öruggur og keyrslan fín. Þórir Georg Jónsson var næstur á svið og kynnti væntanlega breiðskífu sína. Tónleika hans var beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda lofar það sem heyrst hefur af breiðskífunni einkar góðu. Þórir stóð undir öllum væntingum og vel það, flutningurinn skemmtilega brothættur og lögin afbragð. Þegar best lét myndaðist rafmögn- uð stemmning, ekki síst þegar naumhyggjulegt hljómsveitarspil bættist við. Frábær frammi- staða hjá piltinum og tónleikar sem menn eiga eftir að tala um lengi, monta sig af að hafa verið á staðnum, eða bölva fyrir að hafa ekki verið þar. Airwaves er gjarnan stillt upp sem tónlist- arhátíð fyrir nýjar hljómsveitir og unga tónlist- armenn. Það kom því eflaust mörgum á óvart að Kristján Kristjánsson, KK, skyldi spila, en þegar hann renndi sér í fyrsta lagið var það eins og framhald af því sem á undan var komið, jafn ný- stárlegt og spennandi og nýir hljómar Þóris og stóð um leið traustum fótum í reynslu og djúp- stæðri tónlistarþekkingu. KK stóð sig fram- úrskarandi vel og ekki minnkuðu töfrarnir þegar Ellen systir hans birtist og þau sungu eina af helstu perlum íslenskrar dægurtónlistarsögu. Það eru forréttindi að fá að vera vitni að slíkri snilld. Ef eitthvað var út á spilamennsku KK og fé- laga að setja var að fetilgítarinn kom á stundum helstil ruddalega inn í lögin. Annað var óaðfinn- anlegt. Óaðfinnan- legt upphaf Morgunblaðið/Árni Torfason Geir Harðarson var fyrstur á svið. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Þórir Georg Jónsson sem kallar sig Þóri. TÓNLIST Tónleikar Geir Harðarson, Þórir og KK á Airwaves Opnunartónleikar Iceland Airwaves tónlistarhátíð- arinnar. Fram komu Geir Harðarson, Þórir og KK. Haldið í Nasa miðvikudaginn 20. október. Árni Matthíasson MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 57 ÞAÐ verður að segjast eins og er að maður nálgast breskt tilraunaskotið þungarokk með varúð, þar sem Bandaríkjamennirnir gera þetta alltaf miklu betur. Hljómsveitir eins og Hundred Rea- sons og Hell is for Heroes þykja mér vera þunn eftiröp- un á sveit eins og At The Drive-In. Þess vegna kom yourcodenameis- :milo™ mér skemmtilega á óvart. Sveitin er á svipaðri línu og áður- nefndar sveitir, bara miklu betri. Það er vigt í lögunum, þau rokka feikivel og eru smekklega skreytt með surgandi nýrokkgíturum og flottum óhljóðapælingum. Viðlögin eru „stór“ og melódísk og þetta band er greinilega metnaðarfullt og hungrað. Þessi plata er sjö laga stuttskífa og því um að gera að hafa auga með breiðskífunni væntan- legu. Sveitin var kosin nýliði ársins á Kerrangverðlaununum í ár og er vel að titlinum komin þó að Mínus ættu það að sjálfsögðu meira skilið ;o) Skrambi gott TÓNLIST Erlendar plötur yourcodenameis:milo™ - All Roads To Fault  Arnar Eggert Thoroddsen yourcodenameis:milo™ spila á Gauknum í kvöld ásamt Mínus og fleiri sveitum. frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum “Bridget Jones Diary”, “Love Actually” og “Notting Hill” M.M.J. Kvikmyndir.com  „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu." M.M.J. kvikmyndir.com Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek. Toppmyndin í USA í dag. j ll l . . HIÐ ILLA ÁTTI SÉR UPPHAF MÖGNUÐ HROLLVEKJA FRÁ RENNY HARLIN FRÁBÆR LOKAKAFLI SEM REKUR FORSÖGU HINS ILLA Sérstakt Yu Gi Oh! Safnkort fylgir með öllum miðum. 4 tegundir til að safna! Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek. Toppmyndin í USA í dag. j ll l . . Kvikmyndir.is LAND LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl tal. AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Ísl tal. / Sýnd kl. 8 . Enskt tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6.10, 8.05 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. AKUREYRI Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. Stranglega b.i. 16 ára. KRINGLAN kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.16 ára. Fyrst var það Wicker Man, síðan var það The Omen og nú er það The GATHERING Yfirnáttúrulegur spennutryllir með Christina Ricci í aðalhlutverki KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. Ó.H.T. Rás 2 Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Shall we Dance? Taktu sporið út úr hverdagsleikanum! Frábær rómantísk gamanmynd með Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan B.i. 16  Sigurjón Kjartansson AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.