Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 2
222 5UNNUDAGSBLAÐIÐ Tveir ferðamenn voru á ferð um Saharaeyðimörkina, og mörg- un einn klæddist annar í sund- buxur, en hinn spurði undrandi: — Hvað ertu að gera í sund- buxum liér í Saharaeyðimörk- inni? — Ég ætla í sólbað á strönd- inni, svaraði hinn. — En það eru þúsundir mílna héðan að sjó, maður. — Það gerir ekkert til, — ég kann ekki að synda. —o— — Ég þarf að segja þér dálítið, sagði stúlkan við vinkonu sína. — Ég er trúlofuð Friðrik. — Það kemur mér ekkert á óvart, svaraði vinkonan. — Ég sagði honum upp í vikunni, sem leið, og þá sagði hann, að nú væri honum fjandans sama hvað um sig yrði. —o— Blaðamaðurinn í viðtali við 100 ára öldung: — Til hamingju með afmælið, herra prófessor. Hvaða ástæðu teljið þér helzta fyrir því, að þér eruð orðinn svona gamall? — Þá staðreynd, mælti pró- fessorinn, — að ég fæddist fyrir 100 árum. —o— Það er álltaf að verða auðveld- ara °g auðveldará að komast yfir Atlántnslandiðhafið en sífellt erf- iðara að komast yfir götur stór- borganna. — Hvernig stendur á því að þér hættuð við að arfleiða frænda yðar? — Og ég hef sýnt honum lang- lundargeð; ég tók það til dæmis aldrei illa upp þótt hann hrifs-áði til sín hattinn minn, frakkahn minn, sparifötin mín, skóna mína og þessháttar, en þegar hann át matinn frá mér með mínum eigin tönnum, þá var mér nóg boðið, svo að nú hefi ég ákveðið að arf- leiða hann ekki að einum eyri. —o— Miklar heræfingar stóðu yfir við sveitaþorp eitt. Ung stúlka úr byggðinni var á leið til þorpsins og kom að brú einni, en var stöðvuð af hermanni. — Brúin hefur verið sprengd í loft upp: sagði hermáðurinn. Stúlkan hélt að maðurinn væri ekki með öllu mjalla, og snéri sér að öðrum hermánni og spurði: — Get ég ekki fengið að ganga yfir brúna, eða hvað? Hermaðurinn svaraði: .•— Ég veit það ekki; ungfrú, því ég hef verið dauður í 'þrjá daga. Kisa sat illa í því á dögunum þegar voxtur hljóp í Des Flaines ána við Chicagó, svo að hún ■■ flóði yfir bakka sína. Kisu var bjargað i | bátmn.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.