Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 7
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 227 í nálœgri framtíð Fyrir þrjátíu árum var þetta ritað: Svo undra ört fer uppfynding- um og vísindum fram, og svo miklar umbætur gerast næstum daglega á tækjum þeim, sem voru ný í gær, en verða úrelt á morg- un, að um miðbik þessarar aldar, má vonast eftir, að flest þau verk, sem enn eru gerð í höndum, verði unnin með rafafli, eða einhverj- um nú óþekktum öflum. Sýnileg og ósýnileg mögn, eru að verða þjónar mannsandans alltsigranda. Þá getur bóndinn setið heima við borðið sitt, og látið vinnuvélarn- ar gera allt sem hann hugsar með þeim að gera á bújörð sinni. Sýnishorn af mannlausum loft- skipum og mannlausum vinnuvél- um, hafa þegar verið gerð, sem láta að stjórn þess, sem stýrir í mikilli fjarlægð, sem ættu að vera orðin svo fullkomin að liðugum tuttugu árum liðnum, að þau gætu orðið aimenningi nothæf. Og á seinni hluta þessarar ald- ar, verður öll erfiðisvinna á öll- um sviðum framkvæmd algerlega af hagnýttum náttúruöflum og — Er ekki konan þín listræn? — Jú, hún er svo listræn, að benni stendur alveg á sama, bvernig súpan er á bragðið, ein- ungis ef hún er fallega lit. vélum, sem maðurinn stjórnar með einum fingri. Þá verður líka þráðlausa taltækið, sem nýlega hefur verið reynt með allgóðum árangri, orðið svo fullkomið, að öllum líkindum, að menn bera þetta litla verkfæri í vösum sín- um, og tala við hvern sem er, hvar sem þeir eru staddir. Menn eru alltaf að færast nær þeim skilyrðum, sem ættu að geta látið þeim líða miklu betur, en feðrunum. En verður það svo? Verður lífs- sælan meiri, ánægjan dýpri, fögn- uðurinn innilegri? Er eigi ástæða til að ætla, að það sem mönnun- um fer fram á einu sviði, fari þeim aftur á öðru? Nútíðarmað- urinn, með öll sín mörgu- tól, vél- ar, uppfyndingar, vísindaiðkanir og skemmtanatilraunir, virðist hvorki sælli ná gáfaðri en fyrir- rennarar hans, þótt líf hans hafi lengst, auðlegðin margfaldazt og þægindin þrefaldast. Allt virðist benda á, að heiminum, eins og hann nú er, yrði það affarasæl- ast í framtíðinni, að eignast meira af Búddhum og Konfúsíusum, en Edisonum og Fordum, þótt snjall- ir séu. Eignast meira af heimspeki en vélspeki. Þegar öllu er á botninn hvolft og á allt litið, þá virðist gamla kenningin alltaf ný, á hversu marga vegi sem ólíkar skoðanir Munnmæli Rauðskinna. HINIR svonefndu Seminole Indíánar í Ameríku segja eftirfar- andisögu: Þegar Andinn mikli hafði lokið sköpun jarðaíirinar, skóo hann þrjá hvíta menn. Með þá fór hann til vatns eins til að láta þá baða sig í því. Hinn fyrsti fór strax út í og kom hvítari upp úr en nokkru sinni áður. Annar beið um stund áður en hann færi og þegar hann kom út í vatnið, varð hann skol- grár, en kom koparrauður upp úr því. En sökum þess að hinn þiðji beið lengst, þá var hann orðinn kolsvartur, þegar hann kom upp úr vatninu. Andinn mikli gaf síðan þremur mönnum þrjá bagga, og af misk- unnsemi lofaði hann svarta mann inum að velja fyrst. Hann tók stærsta baggann og fann í honum margskonar vinnuáhöld: — spá- dóminn um þrælkun hans. Kopar- litaði maðurinn valdi sér þann baggann, sem var næstur að stærð hinum fyrsta, og voru í honum alls konar veiðiáhöld. Hvíti mað- urinn fann í léttasta bagganum penna, paDpír og blek: — skjald- armerki þjóðmenningar og kom- andi yfirburða. skilja hana, að eign og umráð jarðarinnar gagni manninum lítið, ef sál hans bíður tjón. Því í sann- leika er sálin eina eignin, sem maðurinn getur eignað sér að fullu, af gæðum þeim, er heimur þessi birtir. Glatist sálin í efnið og vélarnar, þá er allt misst. En verði vélarnar, vísindin og nátt- úruöflin, til að lvfta henni til æðra heims, og uppfyndingarnar notaðar henni til sigurs, þá er vel að verið og framtíðin björt, mitt í hjóláskröltinu og vélablæstrin- um. — (Saga)

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.