Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 11
sjálfur vera frá Ukraniu. Geturðu ekki reynt að læra þitt eigið mál, félagi! Þetta fyrirgaf Krústjov honum aldrei. Hann er langminnugur, sér sérstaklega þegar hann verður sjálfur fyrir móðgunum. Þegar hann varð ritari í flokksráðinu í Moskva 3934, og varð góðvinur þeirra Kaganovitsj og Moiotovs og kynntist Stalín nánar, gleymdi hann ekki að gera upp sakirnar við Skrypnik, sem einmitt um þetta leyti var kvaddur til Moskvu, til þess að gera grein fyrir ,,þjóðernisrembing“ sínum. Krústjov hélt þá ákæruræðuna yfir honum: —• Þú ert sýndar- mennskan uppmáluð og svikari: sagði hann. — Vildir þú kannski ekki innleiða latneska stafrófið í stað þess rússneska í Úkraínu? Slíkt er hrein svikamennska. Pólsku fasistarnir eru gerðu þetta sama. Þetta bendir til þess að þú sért ekkert annað en pólskur flugumaður! Skrypnik fékk alvarlega áminn- ineu og var útilokaður frá flokks- ráðinu. Með sjálfum sér vissi hann, að hann myndi fyrr eða síðar verða rekinn úr flokknum, og að leynilögreglan myndi hafa auga með honum. Hann átti að- eins eina undankomuleið: Þeir fundu hann liðið lík í hótelher- bergi hans. . . . Nikita hafði komið fram hefndum. En árið 1928 varð Krústjov að þegja og bíða; þolitnmóður síns tíma. Þá hafði hann engin völd. En brátt vann hann sig í álit við iðnaðarakademiuna í Kænugarði, enda hafði hann hin beztu með- mæli frá flokknum. . . . Afbragðs kommúnisti. Mjög vel lærður í fræðikenningum Marx. Ágætur ræðumaður. Held- Ur sig trúlega við stefnu flokks- ins. Hefur þrásinnis sannað verð- leiká sína og dugnað. Hefur góða almenna menntun....... SUNNUDAGSELAÐIÐ Krústjov varð brátt vinsæll í Kænugarði, en þó var hann þar ekki lengi. Áhrif Skrypniks náðu skjótt til .iðnaðarakademiunnar og Krústjov sá að hverju fór með sig. Hann snéri sér þá í nauðum sínum til Kaganovitsj, sem ekki hafði gleymt dálæti sínu á hon- um, og kom hann Krustjov að við Jósefs Stalíns-akademiuna Moskvu. TRÚFASTUR VINUR STALINS. Þegar Krustjov kom til Moskvu með konu og barn, var andrúms- loftið lævi blandið. Trotsky var sigraður, en aðrir sátu á svikráð- um við Stalín: Rykov, eftirmaður Lenins, sem forseti alþýðuráðsins átti vini í öllum stéttum. Bucharin vænti þess að eiga sér stuðnings- menn í miðstjórninni og meðal æskuiýðsins. Tomsky átti aðdá- endur meðal iðnaðarverkamann- anna, og bak við alla þessa menn stóð mikið áhrifavald. Stalín þarfnaðist traustra og tryggra vina. Einn af þeim var Kaganovitsj — álíka þjónustulip- ur í hátíðaveizlum sem við dauða- refsingar. Hann reiknaði einnig með Krustjov sem tryggum vini, enda hafði hann gefið honum með- mæli sem öruggum flokksmanni og einlægum marxista. Svo varð Nikita ritari flokksdeildarinnar við iðnaðarakademiuna. Þessi ungi maður vakti umtal. Hann var Ijóngáfaður, klókur og undirgefinn, en hið síðast nefnda var mjög mikið atriði í augum Stalíns. Hið takmarkalausa smjað- ur fyrir Stalín hafði mikil áhrif á þennan harðsoðna einræðis- herra. Með aðstoð Kaganovitsj varð Krustjov brátt kunnugur öllum helztu leiðtogunum í Kreml; fyrst og fremst Molotov, og Rykov. Ár- ið 1932 varð Krústjov ritari flokks ins í Moskvudeildinni í Krassnaja 231 Prijessnja, einni órólegustu flokks deildinni, þar sem sífellt var verið að skipta um ritara. En útnefning Krústjov var undirrituð af sjálf- um Jósef Stalín. — Takmarkið er að hafa uppi á og gera óskaðlega alla meðlimi flokksins, sem á laun svíkja Úokk- inn og Sovétríkinn með óskyn- samlegri framkomu, sagði ritar- inn í fyrstu ræðu sinni. — Slíkt eru hrein landráð og verður að hegna samkvæmt því. Þess konar ræður féllu í smekk Stalíns. Þrem mánuðum áður hafði um fjórða hluta meðlima kommúnistaflokksins í Moskvu verið vikið úr flokknum, og í hinni sjúklegu tortryggni sinni fagnaði Stalín hverjum róttækum aðgerð- um gegn meintum flokkssvikur- um. Krústjov fékk lögreglunni í hendur lista með rúmlega 500 nöfnum, og í september 1932 setti GUP-hópinn í Ljublanka-faigelsið, og voru þeir fáir sem lifðu þar af fyrsta árið. Og nú hófust hinar stórkostlegu hreinsanir fyrir alvöru, og ekkert virtist geta stöðvað þær — ekki einu sinni sjálfsmorð Nadjesjda Alilujeva, konu Stalíns, sem sló óhug á alla sem til þekktu; ekki einu sinni það gat stöðvað blóð- baðið, þótt hún fórnaði lífi sínu til þess að mótmæla sjúklegu heiftaræði manns síns. Hinn harð- lyndi einræðisherra virtist hvorki þekkja harm né sorgir, einungis tillitslausa grimmd og blóðþorsta. En dauði Nadjesjda átti þó eftir að verða Krústjov til hjálpar í valdabaráttu hans. Stalín hafði áður átt sér ástkonu, Rósu, systur Kaganovitsjs. í janúar 1933 giftist hann henni. Hún var góðum gáf- um gædd og mikið fyrir sam- kvæmislífið, og nú tók Stalín að halda stónar og miklar veizlur vikulega, og í þeim fékk Nikita sín tækifæri. — Ungur franskur kennari, sem

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.