Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 13
STJNNUDAGSBLAÐIÐ 233 Jeshov. Iíonum var Ijúft að taka •alla þá af lífi, sem á bannfæring- arlista Stalíns voru skráðir, — unz hann var sjálfur skyndilega líf- látin í árslok 1938. Stalín bar í brjósti undraverða aðdáun á Pétri mikla, og hann þekkti vel söguna um það hvernig keisarinn hafði fyrir skipað aðals- mönnum morgun einn að lífláta 1500 manns á Rauðatorginu, og enginn þorði að mótmæla er blóð- hundar Stalíns gengu til verks. En á einum stað var samt sem áður vart mótþróa. Einmitt í Ukrainu, byggðarlagi Krústjov. Stalín gat aðeins fundið eina skýr- ingu á þessm að hreinsanirnar þar hefðu ekki verið nógu róttæk- ar. Þess vegna sendi hann Krú- stjov til heimkynna hans til þess að koma þar lagi á lilutina, og varð þelta hinn blóðugi kapituli í ævi Krústjovs. Forystumaður fylkisstjórnar- innar í Rostov var frændi Stalíns og hét Sjeboldajev. Hann hafði komið á með þvingunum sam- yrkjubúskapnum í Kuban-hérað- inu og gengið svo djarflega fram fyrir málstaðinn, að borgarastyrj- öld braust út. Kubankósakkarnir voru svo uppvöðslusamir í Rostov, að grípa varð til harðra gagnráð- stafana, og Stalín lét sig litlu skipta, hver meðöl notuð voru, jafnvel ekki þótt það kostaði blóð- uga borgarastyrjöld, og hungurs- neyð, sem orsakaðist vegna þess að bændurnir flýðu af samyrkju- húunum svo að framleiðslan þvarr. Hann óskaði Sjeboldajev til hamingju með árangurinn og treysti honum fullkomlega. • En skyndilega komst NKWD í Rostov á snoðir um bréfaskipti rnilli ritara Sjeboldajevs og stjórn rriálamanns nokkurs, sem sendur hafði verið til Síberíu. Við yfir- hoyrslur skýrði ritarinn frá því, að húsbónda sínum væri kunnugt Urr> þessi bréfaskipti, og að í Krústjov og hjarta sínu hefði hann samúð með andstæðingunum. í augum Stalíns var þetta hið mesta svikræði. Krutsjov lét nú þegar hendur standa fram úr erm- um: Sjeboldajevs var handtekinn og ,,játaði“ að hann væri skemmd- arverkamaður, flugumaður fas- ista, njósnari fyrir Tyrki — og að hann af ásettu ráði hefði komið í kring bæði borgarastyrjöldinni og hungursneyðinni til þess, með því að skilja Kákasus frá Sovét- samveldinu! Krústjov nægði vika til þess að fá þennan, fyrrum svo volduga manh til þess að játa. Þegar hann kom aftur til Moskvu, var hann sæmdur Leninorðunni. Sjebolda- jev ók með sömu járnbrautarlest, en hann fékk allt aðrar móttökur: — hann var tekin af lífi í Lju- bjankafangelsinu. Þetta gerðist ailt með mikillj. leynd. því að hann hafði í mörg ár verið kynnt- ur sem hreinræktaður réttlínu- kommúnisti og staðfastur Stalín- isti. . . . Ukrainumenn skulu aldrei geta sagt með réttu að Rússar undiroki þá af ásettu ráði. Við megum aldrei gefa fjandmönnum okkar í Ukraínu slíkt áróðursvopn í hendur. En félagi Krustjov er Bu.lganin, Ukraínumaður — Hann verður að standa fyrir hreinsununum þar. . . Það var Kaganovitsj, mágur Stah'ns, sem gaf einræðisherran- um þessi heilræði. Stalín þurfti á að halda mjög einbeittum, slótt- ugum og samvizkulausum náunga til þess að verða ritari úkranínska kommúnistaflokksins, því að and- staðan gegn Rússum var mjög megn í landinu. Sjálfur áleit Stalín í fyrstu að Kaganovitsj væri rétti maðurinn til þess að fara þangað. En hann færðist undan því. Hann hafði. enga löngun til þess að flytjast til Kænugarðs og taka á sig ábyrgðina af blóðbaðinu, sem Stalín hafði á pi’jónunum. Krú- stjov yrði miklu betri böðull. Og Krústjov varð fyrir valinu, og fór þangað með hóp NKWD- manna, undir forystu Ivan Serovs. ÓGNIRNAR SKELLA YFIR UKRAÍNU. Strax eftir komu sína til Úkra- ínu, kvaddi Krústjov miðstjórn flokksins til fundar til þess að heyra „skýrslu“ Ljugtsjenkos for- sætisráðherra. Allir meðlimir mið stjórnarinnar, 120 talsins, fengu skipun um að mæta. Fundarhúsið var umkringt af

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.