Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 14
234 lögreglumönnum — og allir gengu í gildruna, að einum undantekn- ym: Ljugtsjenko vissi hvað á seiði mundi vera, þegar hann sá NKWD-mennina. Einkabílstjóri hans snéri bifreiðinni í skyndi og ók frá staðnum á miklum hraða meðan kulurnar kvinu í kringum hann. Ljugtsjenko lokaði sig inni í húsi sínu ásamt bílstjóranum, konu sinni og börnum. Þegar Serov yfirforingi og hermenn hans brutust inn í húsið litlu síð- ar, fundu þeir aðeins líkin. Ljug'- tsjenko og kona hans höfðu notað síðustu kúlurnar í skammbyssu heimilisins til þess að verða fljót- ari til en böðíarnir. . . Meðan á þessu stóð hélt Krú- stjov ræðu þar se'm hann átaldi harðlega víxlspor Ljugtsjenkos, og krafðist harðrar hegningar yfir öllum þeim seku. TiHágan var samþykkt einum rómi — allir vildu bjarga eigin skirírti. Én hér var engrar mis- skúnar ’ að væríta. Krústjóv dró langan lista upp úr vasa sínum, og þega'r hann hafði lesið hann upp var svo að segja hver einasti ráð- herra stjórnarinnar dauðadæmd- ur. Viku eftir dauða Ljugtsjenko iagði flokksþingið einróma bless- un sína yfir allar fangelsanirnar og aftökurnar. Nú Ifóru miklir annríkisdagar í hönd fyrir Krú- stjov; hvér blóðbaðsbylgjan eftir aðra flóði yfir Úkraínu, og álit' KrústjoVs, sein manns framtíðar- innar, íór sífellt vaxandi. Ukraíríumálin voru Sovél mikils verðari en í fljótu bragði var séð. Sovét-leiðtógunum var það ljóst að stórveldi var að rísa við hlið þeirra. Hitler sölsaði Austurríki undir sig, og beindi nú atgeir sín- um að Tékkóslóvakíu. Nú leið að gerð Miinchensáttmálans. Ukran- imnenn, sem bjuggu i'.Póllandi, Tékkóslóvakíu' og- Búmeníu' töl-‘ SUNNUDAGSBLAÐIÐ ' uðu opinskátt um það, að Ukraina myndi brátt verða frelsuð úr greip hinna bölvuðu Rússa, og nazistarnir hikuðu ekki við að not færa sér sjálfstæðisbaráttu Ukra- ínumanna í sína þágu. En lausn Krústjovs var mjög einföld: Hann vilcíf leggja alla Ukrainu undir Rússland, líka þau héruð sem tilheyrðu pólska hlut- anum. — Ég álít að það verði hægt að komast að samkomulagi við Hitler, sagði hann við Sovét-em- bættismanninn, Bormistenko; ég hefi lagt til við politískaráðið, að það notfæri sér slíka einingu til þess að leysa Ukrainuvandamálið í eitt skipti fyrir öll. Þetta land er einn erfiðasti biti Sovétsam- veldisins, — og Stalín og Molotov eru mér sammála. KRUSTJOV EYKUR VALD SITT. Nikita Krústjov gerði allt, sem hann gat til þess að vinna sér vinsældir meðal Ukrainumanna, þegar hann hafði lokið því af að koma ríkisstjórninni fyrir kattar- nef. — Hann tálar ukrainsku með þessum hræðilega framburði sírí- um, — sagði Bormistenko — en hann biður alltaf afsökunar, þegar hann heldur opinberar ræður. Hann hélt samkvæmi fyrir for- ystúmenn flokksins, og' þar voru sungnar þjóðvísur og dansað go- pak. Kvöld nokkurt kom Krustjov í slíkt samkvæmi, ldæddur sem ukrainskur kósakki, og þegar hann hafði' lokið dansinum, hafði hann unnið hylli allra samkvæmis- gesta. Krústjov hafði ekki gleymt go- pak-dansinum, sem hann hafði svo oft dansað í æsku sinni. Raunar var hann fyrsti rússneski stjórn- niálarnaöurinn eftir byltinguna,' senr reyndi- aS gera* sig vinsœlan meðal alþýðunnar með . því að taka þátt í lífi hennar og samlaga sig henni. í ágústmánuði 1939 kom þýzki utanríkisriáðherran, Jochim von Ribbentrop til Moskvu, og gerði „vináttusamning“ við Sovét. Þar var því lofað að Þýzkaland skyldi á engan hátt styðja Ukrainumenn í frelsisbaráttu þeirra, og öll urka- insk landsréttindi skyldu innlim- uð í Sovétsamveldið. Þetta orða- lag leit mjög sakleysislega út, en það sem í raun og veru var um að ræða, var skipting Póllands. Ribbentrop skrifaði hjá sér við þessar umræður: Stalín og Molo- tov voru hreint ekki viðmælandi, þegar talið barst að Ukrainu. Leyniþjónusta okkar vissi, að þó var það aðeins einn Ukrainumað- ur, sem stóð að baki kröfum þeirra beggja. Ukrainumálin, sem Krústjov hafði gert að þungamiðju þessara samninga, gerði hann einnig að einum þýðingarmesta mann'i oli- tízka ráðsins. í september 1939 braust heims- styrjöldin út og Rússar fengu aft- ur þau landsvæði, sem þeir höfðu látið af hendi við Pólland árið 1921. Og Krústjov vann sleitu- laust og af meiri einbeitni og áhuga en nokkru sinni fyrr. Hann stofnaði verkalýðsráð í hinum ný- unnu héruðum og kom hvarvetna á öflugum flokkssamtökum. Árið 1940 kom hinn nýi yfir- maður NKWD til Kænugarðs, en maður þessi var sjálfur Bería. Hann hái'ði í i'rammi djárfa ög tillitslausa gagnrýni á hendur flokknum í Ukraninu og leiðtoga hans Nikita Krústjov. Það skarst brátt í odda milli þeirra tveggja, en síðar átti Bería eftir að reyna það, að Krústjov var stálminnug- ur þegar um var að ræða fornar erjur ijandmanua, já, mmnx hans var bókstaflega lífshættulegt. -

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.