Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Side 4

Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Side 4
224 und manns? Jú, sjálfsagt, þökk fyrir? Hvaða dag eigum við að hafa málsverðinn tilbúinn? Verðlagið á einkaíbúð á Wald- orf Astoria í eitt ár? Átján þús- und dollarar, þökk fyrir. Forstöðumaður samkvæmis- deildar hótelsins hefur í þjónustu sinni átta aðstoðarmenn. Undir hann heyra fimmtíu matsveinar og fimmhundruð framreiðslu- menn, álíka margir vikadrengir og sextíu annað starfsfólk. Annað starfsfólk Waldorf Ast- oría skiptir þúsundum, svo sem gluggáþvottamenn, uppþvottafólk í eldhúsi, rafvirkjar, hárgreiðslu- meyjaf og rakarar, iyftusveinar og leynilögreglumenn. Og það eru margir, sem öfunda leynilögreglu- mennina af því að fylgjast með ,,hinum stóra heimi“, þai* sem gild' bánkainnstæðá og tigið nafn er einskonar aðgöngumiði. For- vitnir ættingjar og vinir spyrja og forvitnast. . . . . Er það satt að hertoginn af Windsor • • ■ — Er nokkuð til í því að Bing Crosby sé. . . . . Ég hefi heyt að sendi- hérrann frá...... En bæði leynilögreglumenn- irnir og annað starfsfólk W-A, þegir. Það hefur þagnarskyldu, og sé einhver staðinn að slúðri og slefburði, kostar það hann atvinn- una. Æðsta boðorðið er: ,,Það er aðeins tvennt sem þýðingu hefur; að vera við óskum gestanna, og að gestirnir kunni vel við sig. Enginn hefur því tíma til þess að athuga hvort Vivien Leigh hef- ur hrukkur, þegar hún hefur þvegið framan úr sér andlitsfarð- arí. Sé einhver um það að hugsa, þá er það hans einkamál. BANNAÐ AÐ DUFLA VID MILLJÓNAMÆRINGA. Rómantískir telpukrakkar áiíta, að ef þær eru svo heppnar að komast. að starfi í Waldorf Astor- S U N N U D AGSBLAÐIÐ ia, sé það einungis tímaspursmál, hvenær þær gangi upp að altar- inu. með einhverri kvikmynda- hetjunni, milljónamæringi eða hertoga. En ein af hinum ströngu reglum, sem starfsfólkinu ber að virða hljóðar svo: „Starfsfólkinu er stranglega bannað að þyggja heimboð gestanna — einnig í frí- tíma sínum.“ — Nei, hér er ekk- ert rúm. fyrir rómantíska dag- drauma. Ævintýrið um stúlkuna í öskustónni er óþekkt þeim sem stjórna Waldorf Astoria. Samt sem áður hefur það þó komið fyrir að samband tækist milli gests og starfsfólks. En ekki er það oft, þegar hafður er í huga allur sá fjöldi ungra stúlkna, sem unnið hefur á Waldorf Astoria, og borið í brjósti rauðgullna drauma um prinsinn í ævintýrinu, j)ví að innan veggja ])essa risa- hótels J.he.fur margur vonað og þráð, og vonina er ekki hægt að taka frá neinum — jafnvel ekki með reglugerðum. Fyrir nokkrum árum bar það við að ljóskastarar loftskermanna vörpuðu ævintýralegum litbrigð- um yfir blómumprýtt veizluborð í Waldorf Astoria, þar sem tuttugu símastúlkur voru meðal velbúinna veizlugesta, og í öndvegi sat brúð- arpar. Hann, dökkur á brún og brá, fríður maður á bezta aldri, og svo auðugur að fólk sagði að hann vissi ekki aura sinna tal. Hún: rauðhærð fegurðardís, sem áður hafði unnið sem símastúlka í hótelinu. í rauninni var þetta einstakur atburður í sögu Waldorf Astoria, en sjálfur brúðguminn — Enrico Tasduro — hafði krafizt þess að starfssystrum brúar sinnar væri boðið í veizlufagnaðinn, og herra Tasduro var svo vellauðugur og góður gestur hótelsins, að hótel- stjórinn sá sér ekki annað fært, en að gera undantekningu frá reglunni. Þetta ævintýri átti upptök sín dag nokkurn þegar tilveran var mjög dökk í augum vesalings símastúlkunnar, Marion Mac- Hreens. Hún hafði hræðilegan höfuðverk, en það voru aðeins tvær klukkustundir þar til hún átti að hætta þennan daginn, svo að hún tók á öllu þreki sínu til þess að ljúka dagsverkinu. Það var rétt að því komið að líða yfir hana, þegar ljós kviknaði í skipti- borðinu fyrir framan hana — það var hringin frá herbergi númer 1102. Þar bjó herra Nobody, og hann neitaði því að svara síma- hringingunum. En nú gaf hann aftur á móti fyrirmæli um, að hann ætti von á símahringingu frá Sao Paolo, og ætti hún því að gefa samband við sig, begar hringt væri. Marion skrifaði skilaboðin hjá sér. Vinnudegi hennar var lokið, og hálfvegis utan við sig af höfuð- verknum, lét hún ýmis skilaboð í té við stúlkuna, sem tók við af henni. En fyrirmælum herra No- body gleymdi hún. Þegar svo símahringingin kom frá Sao Pa- olo, sagði símastúlkan eins og venjulega, að því miður væri herra Nobody ekki viðlátinn. Herra Nobody setti hótelið á annan endann, vegna þess að hann hafði ekki fengið upphringinguna, og krafðist höfuðs syndaselsins fi-amreitt á fati! Daginn eftir var Marion MacGreen rekin fyrir skyssu sína. Hún varð ákaflega döpur í bragði, en hugsaði þó með sér, að ef hún væri gætin í peninga- málum sínum, myndi hún geta látið spariskyldinga sína endast nokkrar vikur, og kannske myndi hún þá vera búin að fá nýja at- vinnu. Foreldrar hennar bjuggu í Wisconsin og voru fátæk, svo að Marion varð að treysta á sjálfa sig. Hún gekk um göturnar í þungum þönkum, en raknaði allt

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.