Sunnudagsblaðið - 29.06.1958, Síða 11
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
343
FLESTIR íslendingar munu
kannast við hinn ágæta hagyrðmg
Svein fr'á Ellivogum. Fyrir um
þrem árum gaf hann út ijóðabók,
eða vísnabók, sem hét Andstæður.
Nú er nýútkomin bók eftir Svein,
Nýjar andstæður, og fæst hún hjá
bóksölum. Margar vísur Sveins
eru landfleygar, m. a. þessi:
Flest hef ég gleypt og fáu levft,
fengið sleipt úr mörgu hlaði,
selt og keypt og stömpum steypt,
stundum hleypt á tæpu vaði.
Líkt rímum er þessi alkunna
vísa eftir Pál Vídalín:
Það endar verst, sem byrjar bezt
og byggt er á mestum vonum,
Svo er um prest og svikinn hest
og sannast á flestum konum.
—o—
Fyrir um ári síðan var lögregl-
unni í Vínarborg tilkynnt innbrots
þjófnaður hjá vissri frú Marek,
og var tilkynnt að verðmæti hins
stolna næmi uni 12.000 krónum.
Þegar lögreglan kom á vettvang
komst hún að raun um, að frú Mar
ek var ung og falleg ekkjufrú, en
hún gat ekki hreyft sig, hún var
lömuð.
Glæpamlálasérfræðingurinn, er
fékk málið til rannsóknar, fékk
þegar í stað illar bifur á frúnní og
ákvað að njósna um hagj hennar.
Eftir tveggja mánaða njósnir sá
liann hana eitt kvöld ganga út úr
húsi sínu og var þá hin hressasta.
Og svo hófst rannsókn, sem leiddi
margt í ljós. Fyrst kom það í ljós,
að maður hennar hafði diáið nokk-
ru áður, og hafði ekkjan fengið út-
borgaða allháa líftryggingu. Einn
ig hafði orðið eldsvoði í ibúðinni,
og hafði tryggingarféð, 70.000 kr.,
verið útborgað. Og því meir sem
málið var rannsakað, því fleiri
grunsamleg dauðsföll komuts upp.
Lögreglumaðurinn lét nú graía
upp lík herra Mareks og jafnframt
lík frænku frúarinnar og dóttur.
Við krufningu kom í ljós, að per-
sónur þessar höfðu verið drepnar
á eitri. Eftir 11 mánaða rannsókn
var frú Marek tekin föst og nú
er mái hennar fyrir dómstólnum
í Vínarborg.
X framkvæmdastjóri var vanur
að fara til Oslo einu sinni í viku
og þóttist þurfa að fara þessar
ferðir í verzlunarerindum. Konan
hans, sem var sjö árum eldri en
hann hafðj illar bifur á þessum
ferðum og hélt að ekki vær; ajlt
með felldu. Heimtaði hún því að
fá að vera með, þegar hann færi
næst og var það látið eftir henni.
Setjast þau nú inn á friðsamlegt
kaffihús og ber ekkert markvert
til tíðinda. Stingur frúin upp á
því, að þau skuli fara inn á annað
kaffihús, þar sem sé dansað. —
Framkvæmdastjórinn lét það iíka
eftir henni eftir töluverðar vífi-
lengjur.
En þar fer frúnni líka að leið-
ast og eftir stundarkorn stingur
hún upp á því, að nú skuli þau
fara- heim á hótelið og fara að
hátta. En á þrepunum mæta þau
manni, sem þekkti framkvæmda-
stjórann en ekki frúna og ávarpr
aði hann framkvæmdastjórann
með svofelldum orðum:
•— Góða kvöldið! Hvaða déskot-
ans grásleppu hefurðu húkkað í
núna?
Gústalf litli hefur allan dag-
inn verið að biðja móður sína um
aura fyrir bíómiða. Loks missir
móðirin þoiinmæðina og segir:
— Heyrðu Gústaf litli: Nai segi
ég nei í síðasta skipti.
— Ætlarðu þá að segja já þar
á eftir? sagði Gústaf.
(Alþýðublaðið 1937). ||
VITBÐ ÞÉR
að Tuareg-ættbálkurinn í Sahara
liefur sínar sérstöku siðaregl-
ur, þar eru það karlmennirnir,
sem ganga með slæður fyrir
andhtinu og vinna er iangt fyr
ir neðan þeirra virðingu, —
það eru konumar, sem fram-
kvæma störfin.
að iðnaður, sem byggist á kjarn-
orku, fer sífellt vaxandi í USA,
og starfa nú £ kjarnorkuiðnað-
inum um 150 þúsund manns.
að bánvöxtur fólks er meiri yfir
hlýjustu sumarmánuðina en að
vetrinum.
að Ameríkumenn reyktu árið sem
leið 406 milljarða sígaretta, óg
var aukningin 4,1 prósent frá
órinu óður.
að 1,2 milljónir manna hafa flutzt
til Ástralíu eftir síðustu heims
styrjöld.