Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 2
Heimilisfrióurinn og sjónvarpið VIÐ HÖFUM því miður ekki sjónvarp hér á landi, en með tilliti til framtíðarinnar ætt- um við að geta lært dálítið af eftirfarandi línum: Þegar sjónvarpið kom fyrst til Danmerkur, rigndi bréfun- um til kvennaþátta dagblað- anna, þar sem kvartað var yfir því, að ættingjar og vin- ir, sem ekki ættu sjónvarp, færu allt í einu að gerast tíð- ir gestir — bara til þess að geta horft á sjónvarpið. Sömu leiðis var kvartað yfir því, að þeir sem ættu sjónvarp héldu áfram að horfa á það hiá gest- gjöfum sínum, þegar þeir kæmu í heimsókn. Og þriðja tegundin af umkvörtununum var á þá leið, að nú orðið væri síður en svo gaman að koma í heimsókn til vina sinna eða ættingja. Gestgjaf- arnir kæmu hlaupandi til þess BARNAHÖTEL EITT mesta vandamál ungra hjóna er að fá einhvern til þess að sitja hjá börnunum, ef hjónin þurfa að bregða sér út. Og ennþá erfiðara verður um vik í þessum efnum, ef hjón þurfa nauðsynlega að fara í stutt fcrðalag eða yfirgefa heim- ili sitt af einhverjum ástæðum í nokkurn tíma. I Vestur-Þýzkalandi hefur þessi vandi verið leystur. f Hamborg og víðar hefur verið komið á fót barnagistihúsum, sem hafa í þjónustu sinni fyrsta flokks starfslið. Aðbúnaður, þjónusta og aðstaða öll er sögð svo góð og giæsileg, að dvöl á gistihúsinu er barninu hreinasta ævintýri. Forcldrarn- ir þurfa síður en svo að hafa áhyggjur af börnum sínum, mcðan þau dveljast á barnaliótelinu. Dvöl barnsins kostar á dag 20 þýzk mörk og það mundi vera tæpar 200 krónur í íslenzkri mynt. Eingöngu heilbrigð börn eru tekin og ekki yngri en cins árs. ag opna fyrir manni dyrnar og hlypu svo eins og býssu- brandar aftur inn í stofuna til þess að missa ekki af sjón- varpsþættinum. Einn bréfritari segist hafa í sumar komið í heimsókn til vinafólks síns. Þegar hann kom inn voru öll gluggatjöld dregin niður og allir meðlim- ir fjölskyldunnar sátu og horfðu á sjónvarpið. Fyrir utan húsið hjá þeim var hins vegar skínandi fallegur blóma garður og meira en 20 stiga hiti úti. Óg hvað skyldi hafa verið svona spennandi i sjón- varpinu? Það var barnatím- inn og á þessu heimili voru engin börn! Öll þessi bréf bera það með sér, að heimilislífið virðist fara úr skorðum þegar fjöl- skyldan eignast sjónvarp. En revnslan hefur sýnt, að eftir nokkurn tíma er allt komið í sínar fyrri skorður aftur, og sjónvaroið orðið eins og hvert annað útvarp. Menn hlusta á það, ef eitthvað er í því, sem þeir hafa áhuga á, en annars er lokað fyrir það. Og ef gest- ir koma í heimsókn, bá er það að sjálfsögðu haft lokað. Við skulum gæta þess vel, að láta ekki sjónvarpið rugla okkur f ríminu þegar það kemur. — og vonandi verður þess ekki langt að bíða. Sjón- varpið er ómetanlegt bæði til skemmtunar og fróðleiks, — ef það er ekki misnotað. 'vT Kvennabáttur danska dag- blaðsiná Aktuelt spurði ný- lega Ole Sylvest, yfirlækni hvort nokkurt samband væri milli gigtar og þreytu. Hann svaraði: — Of mikil árevnsla er ein af algengustu orsökum vöðva gigtar. Vöðvi, sem er orðinn þreyttur, á erfitt með að losa sig við úrgangsefni sín, — hann eitrast og þá er honum hættara við g’gtinni en ella. Revnslan hefur sýnt, að dug- legar húsfreyjur fá miklu frek ar vöðvagigt en hinar væru- kæru. Snyrtivél NÚ HEFUR vélmenningin verið tekin í notkun í þágu fegrunar og snyrtlngar okkar kvennanna. Hér er um nýja uppfinningu að ræða, — vél, sem ætluð er til notkunar við andlitsförðun. Sennilega þarf dálitla þolinmæði til þess að komast upp á lag með að nota vélina, en þær, sem hafa van- izt henni, telja hana til mik- ils hágræðis og tímasparnað- ar. Vélin er ekki ósvipuð raf- magnsrakvél og henni fylgja margar tegundir af burstum og púðum. Með vélinni er hægt að gera flest, sem snyrt- ingu viðkemur, bæði bera á „make“ (við kunnum ekki ís- lenzkt orð yfir þetta algenga fyrirbrigði) og taka það af, smyrja á sig kremi, púðra sig og fleira. Að sjálfsögðu er ekki hægt að varalita sig með vélarkorninu og sitthvað fleira smávegis verður aldrei með vélum gert. Þessari vél verður áreiðan- lega fagnað af fleirum en konunum. Skyldu eiginmenn- irnir til dæmis ekki gefa frún um sínum fljótt svona vél, svo að þær geti verið pínulítið fljótari að snyrta s'g? Þeir eru oft óþolinmóðir, blessað- ir, — og hafa kannski ástæðu til þess. En hvað um það: Hér er ný uppfinning, sem spáð er mikilli útbreiðslu og vin- sældum. Fylgirit Alþýðublaðsins. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Aðsetur: Alþýðuhúsið, Hverfisgötu 8-10. Sími 14901 Prentun: Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Námuslys Framhald af 9. síðu. þátt í þessari voveiflegu þrek* raun. En annað slagið mundi ég eftir því, að hugsanlegt var, að hann væri nú látinn lengst fyrir neðan mig í myrkrinu og eitraða gasloft- inu. Eða kannski hann væri ekki látinn, — kannski milli he'ms og helju, — kann- ski var hægt að bjarga honum, — ef brugðið væri vi5 í tæka tíð. — Þegar ég leit niður sá ég, að vonlaust var að snúa aftur . . .Ég hugsaði um konuna mína og dæturnar mínar fimm og kvíðann, sem ævinlega grúfir eins og mara yfir heimilum námuverka- manna. Það varð erfiðara og erfiðara að klifra, — skrefin þyngdust og mér fannst ég lyfta heilu fjalli í hvert skipti sem ég lyfti öðrum fætinum. Lengi mókti ég. — Mér fannst hugur minn á reiki einhvers staðar milli þessa heims og annars. Loks missti ég með- vitund til fulls. Þegar ég vaknaði heyrði ég þessi orð: — Þér er borgið, gamli minn! Ég opnaði augun og það var enginn annar en minn eiginn sonur, sem stóð yfir mér. — Nú er allt í lagi, sagði hann. — Og hin'r? umlaði ég. — Því miður. Það er lítil von um þá. Sennilega eru þeir allir þegar látnir. Björgunar- starfið hefur gengið mjög erfiðlega. Þú ert hinn eini, sem komst lífs af. Það hringsnerist allt í höfð- inu á mér og ég féll aftur í öngvit. f annað sinn á 25 árum hafði ég stað 5 á þröskuldi dauðans, — en bjargast. Ég hét því að stíga aldrei framar á minni lífsfæddri ævi niður í kolanámu. Allur reif- aður, skjálfandi á taugum og hálfringlaður stóð ég nokkr- um dögum seinna og hlustaði á prestínn biðja fyrir hinum látnu. Ég hlustaði, en skyndi- lega fannst mér ég heyra önn- ur orð: — Stanzaðu og hugsaðu! E£ bú verður grip'nn örvænt- ingu, þá er úti um þig. Stanz- aðu fyrst, en hugsaðu síðan, drengur minn. Ég held, að bessi orð föður míns hafi tvívegis bjargað lífi mínu“. 2 |5iifinudögsblaðiði^

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.