Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 8
THOMAS GREEN ásamt konu sinni. Hann hefur tvívegis bjargast í námuslysi. í fyrra skiptið bjarg- aðist hann einn, en í seinna skiptið ásamt öðrum manni. Hann hefur heitið því að stíga aldrei oftar fœti niður í námu. Þetta var föstudaginn 18. september 1959. Um morgun- inn höfðum við lagt af stað í tveimur vögnum niður í kola- námuna í Auchengeich (Chry- ston í Lanarkshire, Skotlandi) Skyndilega fer að bera á reyk skýjum í göngunum. Það var ekki um að villast. Eldur var kominn upp í námunum. Fyr- ir þá, sem ekki þekkja m:kið til kolanáma skal þess getið, að þegar eldur kemur upp í námu, verður hún á ör- skammri stundu að gasklefa. í vagninum fyrir framan okkur voru 50 menn.^Á síð- ustu stundu fór hann í gegn- um loftþéttu dyrnar, sem skipta göngunum í tvennt. Dyrnar lokuðust á eftir vagn- inum, og þeim sem í honum voru, var bjargað. Við hins vegar, sem vorum í aftari vagninum, vorum lokaðir inni. Vagnar af þeirri gerð, sem flytja námuverkamenn á vinnustað, eru knúnir raf- magni. Félagi okkar, Tom Campell, stjórnaði vélinni. Strax og hann sá þykk revk- ský koma á móti vagninum, vissi hann hvers kyns var og setti vélina afturábak. Vagn- inn þaut afturábak góða stund en reykurinn og gasið gerði brátt út af við Tom Campell. Við vissum, að við vorum glataðir. Það var ekkert hægt að gera. Við vorum þarna 46 menn innilokaðir langt í jörðu n'ðri í kolniðamyrkri, og gaseitruðu lofti. Við mund um allir deyja, fyrr eða síðar, eftir hreysti og lífsseiglu hvers og eins. Ég gerði mér ekki von um björgun frekar en hinir. Þó reyndi ég ósjálf- rátt að brjótast um og hreyfa mig. Ég vissi, að ef ég aðhefð- ist ekkert, þá væri dauðinn vís. Öðru hvoru hrmgsnerist allt í höfðinu á mér og ég féll máttlaus á kné um leið og kol- sýrugasið þrengdi sér inn í lungun og sendi sína eitur- strauma til hjartans. Þessi gastegund sést ekki með ber- um augum. Hún finnst ekki og það er engin lykt af henni. En þú veizt af henni og hún er alls síaðar í leynum fyrir þér. Einhvern veginn með óskilj anlegum og yfirnáttúrlegum hætti tókst mér í myrkrinu og innan um deyjandi félaga mína að finna opið á uppgang- inum og ég sá, að eina leiðín til bjargar var að klifra þar upp. í 'hvert skipti, sem ég heyrði hrópin í félögum mín- um. reyndi ég að hrópa á móti: „UMHVERFIS mig í myrkr- inu voru 46 deyjandi menn. Ég heyrði þá hósta og hrækja á meðan þeir reyndu að koma sér út úr eiturgasinu, sem fylltu námugöngin, — 300 metra í jörðu niður. Einhver rak upp óp og ósjálfrátt ætl- aði ég að fara og reyna að hjálpa honum. En ég hætti við það. Ég vissi, að ef ég stanzaði nú, þó ekki væri nema andartak, — þá væri ég dauðans matur. Þess vegna hljóp ég, hrasaði og datt. Hálf dofinn eftir fallið re's ég aft- ur á fætur og brauzt áfram í gegnum myrkrið, — hljóp í blindni. Ég þorði ekki að taka mér hvíld og mér fannst eins og lungun í mér ætluðu að springa. Ef ég mundi anda að mér lofti til þess að deyfa sársaukann í brjóstinu, mundi ég deyja. Það var ekki nokkur ljós- glæía í jarðgöngunum. Bak við mig rak einhver upp óp og kallaði á hjálp. Ópið þagn- aði og blóðið varð ískalt í æð- um mínum. Skyldi þetta hafa verið rödd sonar míns? Andartak stanzaði ég. Fyr- ir framan mig voru göngin niður í námuna, snarbrött, næstum lóðrétt. Ef ég átti að bjarga lífi mínu, varð ég að klifra upp ...“ Ofangreindur kafli er upp- haf að frásögn eftir skozka námuverkamanninn Thomas Greene. Hann var hinn eini, sem komst lífs af úr námu- slySinu í Skotlandi í haust er leið. Allir félagar hans, 46 að tölu, létust. Thomas er óvenju lega lánssamur og hraustur maður. Þetta «r ekki í fyrsta sinn, sem hann bjargast úr námuslysi. Árið 1934 lenti hann í slysi. Þá fórust 264 manns, en aðeins tveir kom- ust lífs af: Thomas og annar til. Við skulum í eftirfarandi línum heyra fleiri kafla úr frásögn Thomasar Greene af hinni óvenjulegu lífsreynslu sinni. Hann segir frá slysinu 1959, en fléttar inn í frásögn- ina lýsingum á fyrra slysinu, 1934: Hann féll í öngvit, þegar við áttum 300 metra ófarna til lífsbjargarinnar. Um leið og hann féll 1 öngvit, stöðvaðist vagninn, þar sem hann er þannig útbúinn, að hann stöðv ast sjálfkrafa, ef ökumaður- inn missir stjórn á vélinni. — Þessa leið! Þessa leið! En það virtist enginn heyra til mín, Að minnsta kosti hafði enginn rænu á að fylgja mér. Það var erfitt að ná fót- festu. Veggir gangarins voru snarbrattir og hálir. Ég datt æ ofan í æ, en hélt áfram. Þeg AÐS'xANIJENDUR bíða í örvæntingu fyrir utan námmnar í Skotlandi, sem rætt er um hér í grein- inni. f slysinu á síðastliðnu ári fórust fyrir 200. 8 Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.