Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 5
SKYNDILEGA kom maður út úr myrkrinu, sem umlukti okkur, þar sem við sátum í kringum eldinn. Maðurinn settist á stein. — Þið eruð ekki hinir fyrstu, sem komið á þessar slóðir, sagði hann alvarlegur. Enginn mótmælti þessu. Maðurinn var sjálfur sönnun orða .sinna. Hann hlaut að hafa verið hér í nágrenninu, þegar við bjuggum um okk- ur á þessum stað. Auk þess hlutu félagar hans að vera á næstu grösum, því að hér um slóðir ferðast enginn lifandi maður einn síns liðs. í meira en viku höfðum við ekki séð annað kvikt en eiturslöngur og skjaldbökur, — að undan- skildum okkur sjálfum og gæðingum okkar. Hér um- hverfis Arizona geta menn ekki varizt slíkum hættum einir. Þeir verða að vera marg ir saman og auk þess vopn- aðir og vel útbúnir að öllu leyti. Þess vegna var óhugs- andi að þessi ókunni maður væri einn. Það var annars gaman að vita, hvers konar menn þessi undarlegi náungi átti að félögum. Hann virtist til dæmis ekki taka eftir því, að við ævintýramennirnir höfðum allir setzt upp og studdum hendi á byssur okk- ar. Það er ekki margt sem gerist hér á hinum villtu svæðum. Við komu ókunnugs manns er aðeins td eitt svar: að bíða og vera við öllu bú- inn. Ókunni maðurinn byrj- aði aftur að tala með sama tilbreytingarlausa málrómn- Um og hann hafði sagt sín kynlegu ávarpsorð. — Fyrir þrjátíu árum fóru Ramon Gallegos, William Shaw, George W. Kent og Berry Davis yfir Santa Cata- lina-fjallið og héldu síðan á- fram eins langt til vesturs og hægt var. Wð vorum á snöp- um eftir gulli, en ef við fynd- um ekkert, ætluðum við að fara til Gilafljótsins einhvers staðar í námunda við Big Bend, af því að við vissum, að þar byggi fólk. Við höfðum góðan útbúnað, en engan leið- sögumann — bara Ramon Gallegos, William Shaw, Ge- orge W. Kent og Berry Davis. Maðurlnn taldi upp nöfnin hægt og með þungum áherzl- um, eins og hann vildi greipa þau í huga áheyrenda sinna, sem hlustuðu á hann með at- hygli. 'Við vorum ekki lengur á varðbergí gagnvart félögum mannsins, sem ef til vill voru einhvers staðar úíi í myrkr- inu, sem var allt umhverfis okkur eins og múrveggur. Við vorum hætt'r að ímynda okk- ur, að þessi einkennilegi sögu- maðui’ hefði nokkuð illt í huga. Framkoma hans minnti frekar á meinlausan vitfirr- ing en fjandmann. Við vorum ekki svo ókunnugir í þessu landi, að við vissum ekki, að hið einmanalega líf frum- kyggjans mótaði oft furðuleg einkenni í skapgerð hans og framkomu, sem of* minnti á hreina vitfirrinr. T'Teð þetta í huga virti ég anrllit hins ó- 3KUNNI MAÐURINN kunnuga manns fyrir mér í skugganum af breiðum börð- unum á hatti hans. En ég gat ekki varizt einnar áleitinnar spurningar: Hvað var hann að gera hér úti á hinu villta og óbyggða svæði? Enginn rauf þögnina og maðuririn hélt áfram frásögn sinni: — Þetta land var ekki það, sem það er nú. Það var vart stingandi strá milli Gila og Golfen. Hér og þar í fjallinu var dálitla villibráð að finna og kringum hinar sjaldséðu vatnsuppsprottur óx stundum háft og mikið gras, sem forð- aði hestunum okkar frá því að svelta í hel. Ef við hefðum getað farið ferða okkar án þess að rekast á Indíána, þá hefðum við kannski haft þetta af. Eft'r viku ferð hafði tak- mark 1 ‘ðangursins breytzt úr því að vera leit að gulli og grænum skógum í það að ki'ækja sér í matarbita til þess að halda í sér líftórunni. Við höfðum ferðazt of langt til þess að snúa aftur. Það sem beið okkar gat ekki verið verra en það, sem við höfð- um lagt að baki, svo að við héldum áfram. 'Við ferðuð- umst á næturnar til þess að sleppa við Indíánana og sömu leiðis til þess að losna við mesta hitann. Á daginn föld- um við okkur eins rækilega og við gátum. Þegar vistir okkar og vatnsflöskur voru gengnar til þurrðar. vorum við stundum matarlausir og drykkjarlausir í fleiri sólar- hringa. En við sérhvert vatns ból sem við fundum, jukust kraftar okkar, svo að við gát- um skot ð eitthvað af þeim dýrum, sem leituðu til vatns- bólsins í sama tilgangi og við. Stundum var það björn, stund um antilópa, stundum sléttu- hundur. Guð réði — allt var m&tur. Einn morgun, þegar við riðum eftir fjalli í leit að skarði til þess að komast um, elti hópur af Indíánum okkur. Þeir höfðu fylgt spor- um okkar eftir uppþornuðum árfarvegi, — það er ekki langt héðan. Þeir vissu, að þeir voru minnst tíu sinnum fleiri en við, og fóru sér þess vegna að engu óðslega. Frá okkar hálfu kom ekki til greina að leggja til atlögu við þá. Við knúðum vesalings hestana okkar áfram eins og þeir komust, en síðan köstuðum SMÁSAGA AMBROSE við okkur úr söðlunum cg klifruðum upp með fjallinu. Við höfðum orðið að skilja allan útbúnað okkar eftir. En byssurnar okkar höfðum við þó allir — Ramon Gallegcs, William Shaw, George W. Kent og Berry Davis. — Sömu gömlu félagarnir, sagði einn af okkur, en for- ingi okkar var fljótur að segja honum að þegja, og ókunni maðurinn hélt áfram frásögn sinni. — Indíánamir stönzuðu þar sem við höfðum skilið dót okkar eftir, en eftir skamma stund héldu nokkrir þeirra á- fram að elta okkur. Tuttugu metra í burtu sáum við lóð- rétta kletta og á milli þeirra var dálítið op. Við hröðuðum okkur inn um opið og komum í helli, sem var álíka stór c-g venjulegt herbergi. Hér vcr- um við þó öruggir — í bili að minnsta kosti. Einn vopnað- ur maður hefði frá þessu skjóli okkar getað varið s g gegn öllum Indíánum lands- ins, en við hungrinu og þorst anum höfðum við engin ráð. Kjark skorti okkur ekki, en vonin var líkt og draumur í fjarska. Eftir þetta sáum við ekki svo mikið sem einn Indíána, en hins vegar sáum við stcð- ugt reyk frá bálinu þeirxa. 'Við vissum, að þeir vöktu yf- ir hverri hreyfingu okkar nótt sem dag — vissum, að enginn okkar hafði minnstu von um að geta stigið eitt skref út úr hellinum. Þrír dagar liðu og alltaf sáum við reyk'nn. Við höfðum þrauk- að í þessa þrjá daga, en líðan okkar fór stöðugt versnandi. Að morgni hins fjórða dags sagði Ramon Gallegos: — Herrar mínir! Ég veit ekki mikið um guð og óskir hans. Ég hef lifað í trúleysi og veit þess vegna ekkert um hann. Fyrirgefið mér, ef ég trufla ykkur, en nú er rninn tími kominn. Hann féll á kné á hellisgclf ið og þrýsti byssukjaftinum að enninu. „Madre de Diosý sagði hann, „nú kernur sál Ramon Gallegos", Og svo yfirgaf hann okkur, — William Shaw, George W. Kent og Barry Davis. Það var ég, sem var for- inginn. Það var ég, sem varð að segja eitthvað. ..Hanp var hraustur mað- ur“, sagði ég. „Hann vissi, hvenær hann átti að devja og hvernig. Það er fásinna, að verða fyrst brjálaður af hungri og þorsta og hlaupa síðan upp í opið ginið á Indí- ánunum og verða kannske fleginn lifandi. Við skulum fylgja fordæmi Ramon Gal- legos“. „Ég samþykki það“, sagðL William Shaw. Fkamhald á 11. sí®u. EFTIR BIERCE Sunniídagsbiacið 5

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.