Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 9
ar ég var rétt kominn á leið, fann ég að grip ð var um fæt- ur mína. Ég varð að hrista þá af mér, enda sá ég. þegar ég leit niður, að maðurinn lá meðvitundarlaus. Öðru hvoru hvarflaði að mér, að ef til vill hefði þessi maður verið son- ur minn. Hvað sem því leið, var hugsanlegt að hann væri einhvers staðar í myi'krinu. Mér fannst ég verða að bjarga honum og var að því kominn að snúa við og lelta. En það var vonlaust. Ég mundi aldrei geta lifað svo lengi í þessu eitraða lofti. Ég hughreysti mig við þann möguleika, að ef til vill hefði sonur rninn verið í vagninum sem slapp í gegn. Ég vissi ekki í hvorum vagninum hann hafði verið. Ég hafð' ekki hitt hann, þeg- ar við lögðum af stað. Ég hélt áfram að klifra. Neglurn ar rifnuðu af mér. Skyldi ég eiga 50 metra eftir? Eða skyldu það vera 100 metrar? Það var undarlegt, að ein- mitt á þessari stundu lifði ég aftur í huganum námusb/sið mikla í Gresford árið 1934, þegar ég komst lífs af ásamt öðrum manni. 264 fórust. Ég átti eiginlega að deyja í það skipt'. Möguleikinn til þess að komast lífs af var einn á móti milljón. En ég var ung- ur og sterkur og klifraði upp 200 metra löng lóðrétt göng. Hugsunin um þetta veitti mér kjark og meira þrek. Hvert smáatriði í sambandi við björgun mína þá, leið um hug- ann, eins og myndir á tjaldi. Það gerðist klukkan hálf- ÞÁ KOMA loks úrslitin í vísnasamkeppninni um haf- meyjuna. Alls bárust hvorki meira né minna en 185 botn- ar víðs vegar að af landinu. Fjölmargir biðja okkur að birta sem flesta af botnun- um, og helzt alla, því að gam an sé að sjá hvað fólki dett- ur í hug. Að sjálfsögðu er ógerningur gð birta alla botnana, en við viljum gera okkar bezta og látum því Felix, orðuna og kýrhauslnn víkja að þessu sinni. Skoðanir manna á haf- meyjarmálinu eru skiptar, eins og við er að búast, en þó eru þeir í yfirgnæfandi meirihluta, sem fordæma verknaðinn og er það vissu- lega vel. Við birtum botna, án hliðsjónar af skoðun höf- unda á málinu. Fyrriparturinn um haf- meyjuna var þannig: Meyjarinnar minnast vil í meðfylgjandi Iínum: Dómnefnd varð sammála um að veita Sigurði Draum- land á Akureyri verðlaunin fyrir eftirfarandi botn: þrjú elnn septemberdag 1934. Við unnum eftirvinnu til þess að geta átt frí á laugardaginn. Þá ætluðum við allir sem einn að horfa á knattspyrnukeppni. Þegar við vorum við vinnu dýpst í námunni, heyrðum við skyndilega djúpar og sterkar drunur. Það lék bókstaflega allt á reiðiskjálfi — meira að segja hús, sem voru í kílómet- ers fjarlægð. Enginn hefur nokkru sinni fengið að vita, hvað það var, sem orsakaði þessa ægilegu sprengingu. — Þú komst lífs af í Gres- ford. Það er ólíklegt, að þér sé einnig ætlað að komast lífs af nú, fannst mér hvíslað að mér. En ég hélt áfram að klifra. Ég var svo þreyttur og máttarvana, að ég held, að ég hafi klifrað fimmtíu metra með lokuð augun. En hugurinn var áfram bundinn við slysið fvrir 24 árum síðan. 'Veggir námunnar hrundu saman allt í kr'ngum okkur og kol og heil björg úr fjallinu þevttust í allar áttir. Margir urðu undir björgunum og létust samstundist. Ég fékk gríðarstóran stein í bakið. Áð- ur en ég stóð á fætur svim- andi og blóðugur af sárum, var nærri því búið að ryðja- mér um koll aftur. Sumir hlunu fram og aftur óðir af skelfingu og hrópuðu: „Eld- ur! Eldur!“ Slík örvænting getur hvergi grip'ð um sig nema við námuslys. Hana þekkir aðeins sá, sem í námu- slysi hefur lent. Á þessari stundu komu rnér í hug orð, Greene fiefur bjargast naum- námuslysi Thomas tvisvar lega úr sem faðir minn sagði eitt sinn við mig: — Ef þú lendir í lífsháska í námugöngum, drengur minn, þá stanzaðu. Og hugsaðu! Gerðu það alltaf. Stanzaðu og hugsaðu. Ef þú gerir það, þá hefurðu von um að bjargast. Ef þú verður gripinn hræðslu og örvæntingu, eins og hinir, þá er úti um þig. Það voru þessi orð föður míns frá barnæsku minni, sem hljómuðu í huga mér og gerðu það að verkum, að ég mundi eftir lyftuganginum, sem átti að vera ekki alllangt frá. Ég fann þessi göng. En þau voru aðeins 65 cm. á breidd, m:klu þrengri en ég hafði búizt við. Ég fór inn og byrjaði að fikra mig upp. Það hjálpaði mér, að hér og þar voru járnnaglar, sem ég gat fótað mig á. Mig svimaði af reyknum og öðru hverju fékk ég ákafan hósta og varð að stanza. Ef ég hefði vitað, að göngin mjókkuðu eft r því sem ofar dró, hefði ég sennilega aldrei lagt af stað. Þegar mér varð þetta ljóst, var ég að hugsa um að snúa við. En neyðarópin frá fé lögum mínum niðri færðu mér heim sanninn um það, að úr því sem komið væri mundi vænlegast að halda á- fram. Loftið varð svalara. Ég fann dálítinn gust að ofan. Og svo rann upp gleðistundm. Ég sá Ijósglætu fyrir ofan mig. En þá fékk ég skyndilega krampa í alla limina og góða stund var ég máttarvana og komst ekki lengra. Mér jókst kraftur smátt og smátt. Þá datt mér í hug það snjallræði að reyna að losa mig við jakk ann. Þetta tókst og ég byrjaði aftur að klifra. Mér varð hugs að til þess, hversu stálhepp- inn ég væri, að hafa aldrei þekkt innilokunarkennd né lofthræðslu. Ég var um tíu metra frá toppinum, þegar ég byrjaði ag hrópa á hjálp. En rödd mín var aðeins máttlaust hvískur. Ég var sannfærður um, að enginn heyrði til mín. Sjálfur heyrði ég í hljóðmerkj um slökkviliðs og sjúkrabíla. Stundum fannst mér ég heyra í kirkjuklukkum, en það hef- ur að öllum líkindum verið misheyrn. Ég var að því kominn að gefast upp, þótt ekki væri lengra til björgun- arinnar en nokkrir metrar. Göngin voru orðin snöggtum mjórri en í upphafi, senni- lega um 50 cm í þvermál. Mér var erfitt um andardrátt og kraftar mínir þrotnir. Þá birt- ist allt í einu andlit fyrir of an mig, rödd hrópaði í ang- ist: — Guð niinn góður! Það er maður þarna niðri. Andl'.tið hvarf og allt varð hljótt. Mér fannst hver sek- únda heil eilífð. Þá heyrðist loks rödd: — Reyndu að þrauka. Við erum að ná í kaðal. Þannig bjargaðist ég fyrir 25 árum síðan. Mér var hugg un í tilhugsuninni þar sem ég var nú aftur í svipaðri að- stöðu; Að klifra aðframkom- inn upp lóðrétt göng. Stanz- aðu og hugsaðu! Þessi orð hljómuðu í huga mér aftur og aftur eins og verið væri að berja bumbu. Hvað eftir ann- að stanzaði ég og hugsaði, en það var til lítils gagns. Það var ekki um neitt annað að ræða en halda áfram að klifra upp — klifra og klifra — upp — upp — upp . . . Stundum var ég orðinn svo ringlaður, að ég var farinn að tala við son minn. Mér fannst hann vera hjá mér og taka Fli'amlvald á 2. síðu. bjarnaryl. nú við Búa nú við bjarnaryl böðlar í hýðum sínum. Sigurði verða send bóka- verðlaun strax með næstu ferð. Og þá koma hér sýnishorn meðan rúmið endist: Nú eru komin skuldaskil og skvísan jhorfin sýnum. Peyjar áttu púður til í pokahomum sínum. Við mannvonzkunnar myrkan hyl mætti hún idauða sínum. Skemmdarverka skrílsins til skýt ég örvum mínum. Listamanna laumuspil liggur í brotum þínum. Listamanna laumuspil laust þig sprengjum sínum. Heimskir böðlar hentu til hennar spréngjum sínum. Út við tæran tjarnarhyl tók hún böðli sínum. Snauð var hún af ástaryl og yndisþokka fínum. Hugfanginn ég hér um bil hníg að sporði þínum. Henni gerðu skatnar skil í skvísulátum sínum. Framsókn mætti fjandans til fara á sporði þínum. Karli einum kom þó til með köldum þokka sínum. Á gamlárskvöld í bleytubyl hún brá af stalli sínum. Ætli hún kunni engin skil á afmeyjara sínum? Horfin er hún heljar til af hrjáðum stalli sínum. Styggði menn um stundarbil stolt í raunum sínum. Hennar tjarnar tímabil týnist huga mínum. Hún var falleg hér um bil í hversdagsleika sínum. Hún er íslenzkt apaspil andstætt smekknum mínum. Fáir hafa fundið til með fallvaltleika þínum. Lubbar kunna lítil skil á listaverkum sínum. Enn á þjóðin þræla til, sem þjóna hneigðum sínum. Enga fegurð átti til í óskapnaði sínum. Ennþá gerir enginn skil endalokum þínum. Afbrýðin er alltaf til með afleiðingum sínum. Farin er hún fjandans til af fótstallinum sínum. Högni leikur hættuspil með heilabrotum sínum. Listafólkið finnur til með forlögunum sínum. Ærulaus við áraskil okkur hvarfstu sýnum. Stolt og glæst í stormi og byl stóð á palli sínum. Fyrir gálaus glæfraspil gimsteinum vér týnum. Við listamenri það legg ég til þeir láti af þfáa sínum. Hún hefur vérið tugtuð til og tætt af st&lli sínum. Hafsins fögur hringabil er horfin sjónum mínum. Þátttakan í þessum vísna- leik okkar sýnir glöggt, að fólk hefur gaman af að botna og þess vegna höldum við áfram. Hér kemur nýr fyrripartur um efni, sem mörgum er hugleikið um þessar mundir Þykir æran einskis verð í okkar kæra landi? Botnar sendist SUNNU- DAGSBLAÐINU fyrir 21. febrúar, en úrslit verða birt 28. febrúar. Sunnudagsblaðið 9

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.