Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 4
AMBROSE BIERCE. ÁRIÐ 1913 tilkynnti sjötíu ára gamall amerískur rithöf- undur vinum sínum, að hann ætlaði sér að fara einn til Mexícó, en þá logaði þar allt ; í blóðugri uppreisn. Hann skrifaði einum vina sinna skömmu áður en hann lagði af stað: — Ég hef áhuga á þessari stríðsómynd þeirra í Mexíkó. Ég ætla að fara þangað til þess að athuga, hvort Mexí- kanar kunna nokkuð að skjóta. Við systurdóttur sína sagði hann um svipað leyti: — Ef þú fréttir, að mér hafi verið stillt upp við mexí- kanskan múrvegg og skotinn í tætlur, þá skaltu bara vera róleg og minnast þess, að ég tei mjög virðulegt að ski.Ijast þannig við þennan heim. Þetta var rithöfundurinn og blaðamaðurinn Ambrose Bi- erce, höfundur smásögunnar á síðunni hér á móti. Hann fór til Mexíkó og síðan hefur ekk ert til hans spurzt. Hann var á sínum tíma einn umdeildasti og dáðasti rjthöf undur Bandaríkjanna. Sumir kölluðu hann „Hinn nýja Ed- gar Allan Poe“. Mikiö hefur verið skrifað um hið undar- lega hvarf hans og ennþá meira um hans stormasama blaðamjennskuferil í Kalí- forníu. Ambrose Bierce fæddist í Ohio 24. júní 1842. Hann var yngstur af níu systkinum. Faðir hans var landbúnaðar- verkamaður, sérvitur karl, sem hafði mikið dálæti á Byron. Hann átti erfitt með að bjarga sér fjárhagslega, svo að börn hans ólust upp í sárust fátækt. Að undanskild um einum bróður sínum. Al- bert, hafði Ambrose ekkert samband við fjölskyldu sína eftir að hann fór að heiman. Þegar borgarastvrjöldin brauzt út í Bandarikjunum, var hann einn af þeim fyrstu, sem gengu í Norðurríkjaher- inn. Hann særðist, var verð- launaður fyr.'r hreysti og gerð Ur að lautinant. í þessu striði — hinu blóðugasta í sögu Am eríku —fékk Ambrose efni- við, sem entist honum lengi. En sá efniviður fjallaði oftast um eitt og hið sama — dauð- ann. Þegar stríðinu lauk fór Am- brose til San Francisco og gerðist blaðamaður. Hann skrifaði fastan þátt daglega og réðist þar með sínum skarpa penna á allt og alla en þó sérstaklega hjónabandið, trú- mál og hina demókratisku stjórn ríkjanna. Hin bitru kerskni- og ádeiluskrif hans gerðu það að verkum, að hann hlaut nafnið „Reiðasti maður- inn í San Francisco“. Þegar hann dvaldist í London á árun um 1872—1875 byrjuðu ensk- ir blaðamenn að kalla hann „Bierce hinn bitra“. Þegar William Randolph Hearst tók við blaðinu San Francisco Examiner árið 1887, réð hann þegar í stað Ambrose Bierce í sína þjónustu. Hér fékk Bierce nýtt tækifæri til þess að gefa mannhatri og mannfyrirlitningu sinni útrás. Auk pistla sinna hafði Bierce mjög gott auga fyrir fréttum, sem fólk var sólgið í að lesa. San Francisco Examiner varð á skömmum tíma útbreitt og vinsælt blað. Samvinna Hearst og Bierce stóð yfir í rúm tuttugu ár. Þegar maður les hinar hár- beittu og hatursfullu árásir Bierce til dæmis á hjónabana- ið og trúmálin, þá kemst mað- ur vart hiá því að spyrja sjálf an sig: Hver er orsökin til bit- urleika mannsins? Minnimátt arkennd vegna fátæktar í æsku? Eða óhamingja í einka lífi? — Hið síðarnefnda er að öllum líkindum næst sanni. Einkalíf Bierce var mjög ó- hamingjusamt. Hjónaband hans var gjörsamlega mis- heppnað frá upphafi og endaði með skilnaði eftir nokkurra ára sambúð. Hann eignaðist tvo syni. Annar lézt í slags- málum út af kvenmanni. Hinn dó sem drykkjusjúklingur ungur að aldri. Það gefur auga leið, að þetta jók mjög á bit- urleika Bierce út í lífið og til- veruna. Ein blaðagrein hans endaði t. d. á þessum mergj- uðu orðum: — Allt þetta kerfi með „menningu og menntun" er eitt mesta fiasko, sem um get- ur! [ Á árunum 1909—1912 vai' gefið út ritsafn Ambrose Bi- erce. Útgefandinn, sem1 var mikill vinur hans, lét hann sjálfan velja í hin tólf þykku bindi útgáfunnar. Hann tók með margar blaðagreinar, sem gjarnan hefðu mátt vera gleymdar og grafnar. Mestur hluti ritsafnsins er blaðagrein ar, en einnig eru mörg bindi af smásögum, eitt bindi af æv- intýrum og loks ber að geta síðast en ekki sízt sérkenni- legs bindis, sem nefnist „The Devil’s Dictionary“ (Orðabók djöfulsins). Bók þessi hefur oft verið endurprentuð síðan hún kom fyrst út og hún hef- ur aflað höfundi sínum mestr ar frægðar. í rammanum hér að neðan birtast nokkur sýnishorn úr þessari sérkennilegu bók. Þau eru glöggt dæmi um bitur- leika og mannfyrirlitningu Ambrose Bierce. ORÐABÓK •fe MENNTUN: Það sem gerir hinum vitra ljóst hve lítið hann veit, en leynir hinn heimska því sama. •fc EÉTTLÆTI: Meira og minna skemmd vara, sem ríkisvaldið selur þegnum sínum í viðurkenningar- skyni fyrir skatta þeirra og skilyrðislausa hlýðni. ★ GÓÐVILD: Stuttur formáli fyrir tíu bindum af fé- flettingum. ★ GRÓÐI: Verðlaun til handa mönnum, sem vita, að ekkert þarf að hafa fyrir þeim, — tekin úr vasa hinna, sem halda, að þau fáist með dugnaði og elju- semi. ★ MUNNUR: Hjá karlmanni inngöngudyr til sálarinn- ar, — hjá konu útgöngudyr hjartans. GAGNRÝNANDI: Maður, sem gortar af því, að erf- itt sé að gera sér tií hæfis, sem er vegna þess, 'að enginn gerir minnstu tilraun til þess að gera hon- um til hæfis. TANNLÆKNIR; Sjónhverfingamaður, sem treður alls konar málmum inn í munn manns, en dregur beinharða peninga upp úr vasa manns. FULLTRÚI: Frændi eða venzlamaður skrifstofu- stjórans. Fulltrúinn er venjulega snotur ungur mað- ur með fallegt hálsbindi og mikinn köngulóarvef, sem liggur frá nefi hans og niður á skrifborðið. -^- DIPLÓMAT: Maður, sent hefur það að atvinnu, að Ijúga fyrir föðurlandið. KÖLSKA -^- BANDALAG: Mjög algengt í alþjóðapólitík, — félag tveggja þjófa, sem eru komnir með hendurnar svo djúpt í vasa hvors annars, að þeir geta ekki, hvor í sínu lagi stolið frá þeint þriðja. APÓTEKARI: Samsærismaður lækna, velgerðamað- ur jarðarfarastjóra og fyrirsjármaður kirkjugarðs- maðkanna. -^- BAKKUS: Mjög þarfur guð, sem Rómverjar hinir fornu fundu upp sem afsökun fyrir sínu eigin fylliríi. -^- FRÓÐLEIKUR: Ryk, sem dusað er úr bók inn í tónia hauskúpu. •fc TRYGGÐ: Sérstök dyggð, einkennandi fyrir þá, sem eru um það bil að verða sviknir. GUNNFÁNI: Lituð dula, sem borin er fyrir hersveit- um og dregin upp yfir hernaðarmannvirkjum og her- skipum. Gunnfáni virðist hafa svipaðan tilgang og sérstök merki, sent sjá ntá víða á opnum svæðum í stórborgum: „Hér má fleygja rusli.“ -^f DAGBÓK:. Skýrsla um þann þátt í lífi manna, sem þeir geta talað um við sjálfa sig án þess að roðna. -^- SIRKUS: Staður, þar sem fílar, birnir og apar fá að sjá karla, konur og börn haga sér eins og fífl. -^- BRÚDUR: Kona með bjarta framtíð að baki sér. DRAUGUR: Útvortis nterki unt innvortis hræðslu. * RUDDI: Sjá EIGINMAÐUR. AMBROSE Bierce er lang- þekktastur fyrir hina sér- stæðu bók sína, „Ofðabók djöfulsins". Þar koma glöggt í Ijós helztu einkenni hans: biturt háð, sent oft nálgast mannhatur. Hér eru nokkur sýnishorn úr bók- inni, gripin af handahófi, því að vissulega er af miklu að taka.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.