Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 10
ÞÚ HEFUR beðið mig, kæri vinur, að segja þér frá áhrif- um mínum og ævintýrum og umfram allt reynslu minni í ástarmálum á þessu afrí- kanska svæði, sem mig hefur svo lengi fýst að kynnast. Þú byrjar bréf þitt á því að minnast á svörtu elskurnar mínar og segist vera við því búinn, að ég komi heim með stóra íbenholtslitaða dömu, sem hafi gulan dúk sveipaðan um höfuð sér og spóki sig í hvítum klæðum. Nújæja, röðin kemur að blökkustúlkunum, því að ef ég á að vera hreinskilinn, þá hef ég hitt nokkrar, sem vissu lega hafa kveikt hjá mér löngun. Atvikin höguðu því þannig, að fyrstu reynslu mína í þessum efnum öðlað- ist ég við mjög óvenjulegar aðstæður. í síðasta bréfi þínu skrifað- ir þú: „Þegar ég veit, hvernig menn elska í einhverju landi, þá þekki ég sjálft landið svo vel, að ég mundi treysta mér til að lýsa því, enda þótt ég hefði aldrei séð það“. Nújæja, ég get fullvissað þig um, að í þessu landi elska menn aldeil is ferlega. Allt frá fyrsta degi finnst manni eins og maður sé orðinn fórnarlamb skjálfandi þrár, einhvers konar spenn- ings. Maður verður óstyrkur frá toppi til táar og allt stafar þetta af því, að ásíarþrá manns hefur verið vakin upp eins og frekast er unnt. Þetta getur byrjað ósköp sakleysis- lega með einum litlum kossi á hönd stúlku, en fyrr en var- ir er maður gagntekinn ólýs- anlegri girnd. Við skulum reyna að skilja hvorn annan rétt. Ég veit ekki, hvort það, sem þú kallar ást milli tveggja hjartna, tveggia saklausra sálna, þetta, sem öllum finnst væmið nema viðkomandi aðilum, það sem stundum er kallað platónsk ást, — ég veit ekki hvort það getur gerzt undir þessum bláa himni. Ég fyrir mitt leyti ef- ast um það. En hin tegundin af ástinni, sú líkamjega, sem hvað sem öllu líður hefur sitt hvað gott við sig, já, meira að segja mjög margt gott, — hún er mjög fullkomin í þessu loftslagi hér. Sjáðu til, þessi hiti hér, þetta eilífa gló- andi loft, sem setur óróa í blóðið á manni, þessir kæf- andi vindar úr suðri, þessi undarlega t'lfinning stígandi og fallandi hita frá eyðimörk, sem er svo nærri okkur, þess- ir þreytandi heitu suðaustan- vindar, sem í sjálfu sér eru verri en eldur, þessi eilífa til- finning af hitageislun frá heilum veraldarhluta, þar sem hver smásteinn er glóðhitað- ur af h nni stóru og voldugu sól, — allt þetta fer í blóðið á manni, verkar á líkamann og lokkar fram djúpið í mann eskjunni. En svo að ég víki nú aftur að sögunni. Það var ekki meining mín að lýsa öllu ferðalagi mínu um þessar slóð ir, heldur hef ég frásögnina þegar ég kom til Bougie. Þegar ég steig fæti á þenn- an hrífandi stað, varð mér strax ljóst, að hérna myndi ég hafa langa viðdvöl. Um- hverfis sér maður víðan hring af mjóum og undarlega löguð- um fjallatoppum, og hringur- inn er svo þröngur, að hafið sést varla. Blátt vatnið, sem er undarlega tært, og himinn- inn, sem er svo blár, að það er engu líkara en hann hafi verið málaður tvisvar, teygja sína undarlegu fegurð yfir allt. Það er eins og himinn og haf spegli sig hvort í öðru. Bougie er staður gamalla minja. Strax við fyrstu sýn kemur maður auga á skraut- legar rústir, sem minna á skreytingu í óperu. Það er gamla höfr.in Sarrazine, sem nú er vaxin allt í kring af bergfléttum. Og í öllum átt- um finnur maður rústir af rómverskum múrum, brot af sarrazinskum minnismerkj- um og leifar af arabiskum byggingum. Ég leigði mér lítið moriskt hús ofarlega á staðnum. Þú þekkir svoleiðis bústaði, — ég hef oft sagt þér frá þeim áð- ur. Það eru engir gluggar á framhliðinni og garður á bak- við, sem sér manni fyrir nægilegu ljósi. Á neðri hæð- inni er stórt og svalt her- bergi, þar sem maður dvelst á daginn, en fyrir ofan er her- bergi þar sem maður heldur til á næturnar. Ég vandist fljótt á lifnaðar- hætti staðarbúa, þ. e. a. s. eft- ir hádegisverðinn tók ég mér hvíldina þeirra, siesta. Það er dauði tíminn í Afríku, þegar menn anda varla, — tíminn, getað ristað brauð á þeim. Skyrtan límdist við kroppinn á manni og við sjóndeildar- hringinn sást hvít þoka. Það var hin heita gufa suðaustan- vindanna, sem steig upp. Ég gekk niður að hafinu, fór meðfram höfninni og kom að þeim stað, þar sem baðströndin er. Þar er skóg- uf og nokkrir klettar í flæð- armálinu. Ég sá ekki nokkra mann- eskju, ekkert bærðist, engin skepna gaf hljóð frá sér, allt hið órólega haf virtist sofa þegar stræti og torg eru auð, — þegar öll veröldin sefur eða að minnsta kosti reynir að sofa, og það eins léttklædd og mögulegt er. í herberginu mínu hafði ég stóran og mjúkan legubekk, þar sem ég lagði mig á þess- um dauða tíma — næstum því í ,,Adamsklæðum“ einum sam an. En mér kom aldrei dúr á auga, því að satt að segja þjáð ist ég svo mjög af þessum ó- viðráðanlega óróa. Æ, kæri vinur, það eru til tvenns konar óþægindi í þess- ari veröld, sem ég vona að þú þurfir aldrei að reyna: Ann- að er skortur á vatni, hitt kvenmannsleysi. Hvort skyldi vera verra? Ég veit það ekki. Á eyðimörk mundi maður gera hvað sem væri fyrir. eitt glas af fersku vatni. En hvað vildi maður ekki, sérstaklega við vissar aðstæður, gefa fyr- ir eina vel vaxna og fjöruga stelpu? Það er enginn skort- ur á stelpum hér í Afríku. Þvert á móti úir og grúir af þeim, en svo að ég haldi á- fram samlíkingunni; Þær eru jafn hættulegar og heilsuspill andi, eins og eitt af hinum viðbjóðslegu vatnsbólum í Sahara. Það gerðist dag nokkurn, að ég, — óstyrkur eins og venjulega, — reyndi að blunda örlítið, en gat bað ekki með nokkru móti. Fæturn'.r á mér skulfu og ég velti mér á þessa hliðina og hina hliðina og aftur á þessa — fullur ó- róa og angist. Að lokum þoldi ég þetta ekki lengur, stóð á fætur og gekk út. Þetta var í júlímánuði, — einn brennandi heitan eftir- miðdag. Gangstét'irnar voru svo heitar, að maður hefði undir sólinni. Skyndilega varð ég var við að eitthvað bærðist bak við einn af klettunum, sem stóð úti í flæðarmálinu. Þegar ég sneri mér við sá ég stórvaxna, nakta stúlku. Vatnið náði henni upp að mitti. Hún var að baða sig og hefur sjálfsagt haldið, að í þessum gróflega hita, mundi hún áreiðanlega vera ein á baðströndinni. Hún sneri höfðinu út að hafinu og gekk nokkur skref áfram, án þess að sjá mig. Engin sýn í veröldinni gat verið dásam- legrl: Þessi fallega stúlka í vatni, sem var gagnsætt eins og gler, og umvafin þessu und arlega sólarljósi. Hún va-r sannarlega falleg, dásamlega falleg, vöxturinn eins og á myndastyttu. Þegar hún sneri sér við, rak hún upp óp, tók snöggt viðbragð og gerði ýmist að synda eða hlaupa. Hún faldi sig bak við næsta klett. Ég vissi, að hún mundi ekki geta falið s'g þarna til eilífð- ar. Þess vegna settist ég í sandinn og beið. Að lokum gægðist hún og ég sá hvernig kolsvartir lokkar hennar bylgjuðust. Hún var með stór an munn og þykkar varir. Augun voru óvenjulega stór. Hún minnti mig á gamalt fíla- bein, hvort tveggja í senn fast og milt, — það var eins og hún væri af hvítum kyn- stofni, en hefði dökknað í sól negranna. Hún hrópaði: — Farðu burt! Rödd hennar var ósköp venjuleg, en með einkenni- legu gómhljóði og dálítið kröftug eins og stúlkan virtist öll vera. Ég hreyfði mig ekki. Hún hélt áfram: Ástarævintýri frá Alsír eftir Guy de Maupassant FYRRI HLUTI 10 Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.