Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 6
„Eg dái æskuna BLAÐIÐ sneri sér til Jónínu Guðmundsdóttur, formanns Mæðrastyrksnefndar og spjall aði við hana um störf Mæðra styrksnefndar og ýmislegt í sambandi við ógiftar mæður og lausaleiksbörn. — í hverju eru störf Mæðra styrksnefndar aðallega fólg- in? — Það má segja, að starf- semi okkar skiptist í þrjá meg inþætti. Fyrsta þáttinn mætti nefna réttarbót og er þar um starf lögfræðings okkar að ræða. Frú Auður Auðuns hef- ur verið lögfræðmgur okkar um margra ára bil og gegnt því starfi mjög vel. í þessum efnum eru margvísleg mál sem við fáum til meðferðar, eins og til dæmis faðernismál ógiftra kvenna. Við reynum að hjálpa ógiftum mæðrum, sem eru illa stæðar, eftir megni. 'Við skjótum yfir þær skjólshúsi, ef með þarf og reynum yfirleitt að gera allt sem við getum til þess að greiða götu þeirra. En sem betur fer, þá finnst mér eins og það sé minna um það nú í seinni tíð, að óhamingjusam ar stúlkur séu alveg vegalaus ar. í öðru lagi mætti nefna v styrkjastarfsemina. Þar er átt við hin árlegu samskot, sem við göngumst fyrir um hver jól. Við styrkjum einstæðar mæður, ekkjur, heimili þar sem feðurnir eru veikir og yfirleitt allar mæður, sem við vitum um að þarfnast hjálp- ar. Það má geta þess til gam- ans, að í fyrsta skipti, sem við höfðum jólasöfnun, þá söfnuð- ust alls 110 krónur og við út- hlutuðum þeirri upphæð til 12 heimila Þetta var árið 1928. Síðan hefur þetta smá- vaxið og nú fyrir síðustu jól söfnuðum við 175 þúsund krón um og úthlutuðum styrkjum til milli 6 og 700 heimila. Þriðji þátt starfsemi okkar mætti kalla hvíldarstarfsemi. Nú fyrir nokkru höfum við komið upp okkar eigin húsi í Mosfellssveit og þar eru allt af þrjátíu og tvær mæður með um 90—96 börn. Þessi starfsemi hefur verið rekin síð an 1930, en þar til við feng- um okkar eigið hús, urðum við að fá inni í barnaskólum úti á landi og stundum værum við jafnvel í tjöldum. Einnig höfum við hvíldarvikur fyrir gamlar og þreyttar mæður. Þá má ekki gleyma mæðra blóminu, sem við seljum á mæðradaginn, en það er okk- ar aðal tekjulind. Við höfum hingað til ekki tekið svo mik- ið sem einn eyri af mæðrun- um fyrir dvöl á heimili okk- ar og aðra hjálp yfirleitt, en það verður erfiðara og erfið- ara með hverju ári. — Fáið þið ekki styrk frá ríki og bæ? — Jú, við fáum 50 þúsund krónur frá ríki og bæ, en það fé fer til þess að halda upp skrifstofu, sem við höfum opna daglega. — Er mikið leitað til skrif- stofunnar? — Já, mjög. Og þangað er leitað um hjálp í hinum ótrú- legustu málum. — Eru mörg óskilgetin börn gefin? — Nei, það er nú ekki m;k- ið en hins vegar er eftirspurn in mikil. Annars heyrir þetta ekki undir Mæðrastyrksnefnd, heldur Barnaverndarnefnd, en mér er kunnugt um, að þar Jiggja fyrir um 100 beiðnir um að fá börn gefins. — Og þær eru náttúrulega frá barnlausum hjónum? — Já, mest, — en þó ekki allar. Einhleypur maður bað um að fá að ala upp dreng, ef hann gæti fengið hann gefins, og sömuleiðis hafa einhleypar stúlkur óskað eftir að fá gef- ins börn. En við getum ekki leyft slíkt. Við sögðum til dæmis við manninn, að við ef uðumst ekki um, að hann gæti orðið góður faðir, en móðir þyrfti nú að vera með líka. — Nú á dögum er fjórða hvert barn hér óskilgetið. Hvað finnst yður um það? — Ég held, að við megum ekki trúa þessum tölum bók- staflega. Skattalöggjöfin á mikla sök á því, hversu háar þessar tölur eru. Foreldrar margra þeirra barna, sem eru skráð óskilgetin, gifta sig seinna. Ég er ósátt við skatta löggjöfina þegar svona er í pottinn búið. Fólk verður þó að fá að liía sínu persónulega lífi. — Þér teljið kannski, að þetta sé ekkert verra en það hefur ver ð. — Nei, ég held, að þetta sé ósköp svipað og það hefur allt af verið. Ég er hrifin af unga fólkinu og dáist að æskunni, enda þótt ég hafi kynnst því í starfi mínu, að hún er breizk eins og gengur. En við höfum alltaf verxð breizk. , Jónína bað okkur að lokum að færa lesendum blaðsins kveðjur og þakkir fyrir allar gjafirnar og hjálpina, sem Mæðrastyrksnefnd hefur feng ið frá Reykvíkingum undan- farin ár. fi Sunnudagsblaðið YRIR nokkru skrif aði kona, sem um tvítugt lenti í þeirri óhamingju að eignast barn í lausaleik, greinar- korn í danskt blað, þar sem hún sagði frá reynslu sinni í þessum efnum. Hún sagði meðal annars: „Ég verð sárreið í hvert skipti, sem ég les greinar manna, sem hneykslast á því, að nú á dögum fæðast svo og svo mörg börn utan hjóna- bands og svo og svo mörg hjónabandsbörn koma í heim- inn löngu áður en níu mánuð- ir eru liðnir frá brúðkaupinu. Það eru fjórtán ár síðan ég lenti í því að eiga barn í lausa leik og enn þann dag í dag man ég, hvernig mér fannst hvert orð og hver fyrirsögn um þetta efni eins og svipu- högg í andlitið á mér“. Með þessi orð í huga væri vissulega rangt og tillitslaust að birta langa og áberandi grein um ógiftar mæður og lausaleiksbörn. En þetta er al- varlegra mál en svo, að hjá því verði sneytt. Við komumst ekki hjá því að taka það til umræðu, og þess vegna skul- um við í dag víkja lítilshátt- ar að því. Grein konunnar, sem vitnað var { hér áðan, er að því leyti merkileg, að þar kemur fram sjónarmið og lýs- ingar á reynslu hinnar ógiftu móður. Þar birtist sú hlið málsins, sem að tilfinningun- um snýr. 'Við munum síðar vitna nánar í greinina, en fyrst skulum við snúa okkur að Hagtíðindum og fá þar nokkrar tölulegar staðreynd- ir um fæðingar hér á landi. Á árinu 1958 fæddust á ís- landi 4694 börn, þar af 62 and vana. Af öllum fæddum börn- um á árinu voru 1195 óskil- getin, eða 25,5%. Það má því segja, að fjórða hvert barn, sem fæðist hér á landi nú á dögum sé fætt utan hjóna- bands. Prósentutala ársins 1958 er aðeins lægri en 1957 og 1956, en á árunum 1946— 1955 var hún aðeins hærri. Hæst var hún 1954, eða 27, 6%. Á árunum 1926—1930 fæddust 397 óskilgetin börn hér á landi eða 14,5%. Óskil- getnum börnum hefur þar af leiðandi fjölgað mikið síðan fyrir rúmum þrjátíu árum. Það eru eflaust skiptar skoð anir um, hverjar ástæður liggja til þessa, en eftirfar- andi munu flestir vera sam- mála um: Breyttar aðstæður og breyttur hugsunaifjáttur, — m.ö.o. nýir tímar. »umir vilja nefna þetta „sp'lingu nútímans“, en við s':ulum láta allt hneyksltiartal liggja milli hluta, en snúa okkur aftur að fyrrHJndri grein og fá lýsingu á því, hvernig stúlku, sem á von á óskilgetnu barni, líðuí: „Þegar ég gekk með 1'arnið mitt hefði ég að sjátsögðu þurft að taka tillit til þess hvernig ástatt var fyri> mér, og einnig hefði ég óst&ð að aðrir hlífðu mér. En Þ'1” var ekki að heilsa. Ég haft enga aðstöðu til þess að hltf J mér og aðrir virtust engan íhuga hafa á því, sumir jtfnvel þvert á móti. Sem beÞf fer kom þetta ekki niður !l_ sak- lausu barninu. Þar 1,irðist hveint kraftaverk hafa gerzt. Ég lá titrandi og skjálfs,|di eft ir fæðinguna og þorði É !ki að spyrja, hvort barnið rétt skapað. Ég bjóst við hinu versta, þar sem líðaP mín hafði allan meðgöngdjttiann verið sem martröð. Ég gerðist ljósmóðÉ síðar meir og ég hef komizt íkynni við margar ógiftar mse^r- Ég hef orðið vitni að líðanþeirra bæði skömmu áður oi eftir að þær fæddu börn S% Og ég get sagt með vissu,0,1 næst um allar hafa þær þú'ft að ganga í gegnum hið sá^a og ég. Meðgöngutíminn e< þeim tími ótta og skelfingar |:g þar af leiðandi er heilbrigð barn- anna í mikilli hættu. Hugsið ykkur hvílík^ reg- inmunur er á aðstöðu nS til- veru allri hjá giftri ko^j) sem á von á barni og svo Wnni, sem ekki er gift og hefu1 kann ski ekkert samband vi^öður barns síns. Það er dek^ð við giftu konuna meðan há' ,geng ur með barn sitt. Eig!lITlað- urinn, ættingjarnir & að- standendur allir hr^nfega bera hana á höndum S«f sem vonlegt er. Vanfærar k<J!Ur fá alls kyns flugur í höfn-jð. •— Þær langar skyndilega1 eitt- hvað, og löngunin verrir að ástríðu, sem verður aðsvala þegar í stað. Eiginma'urinn snýst í kringum konut*1 sína og verður við hverri pjánstu ósk hennar til þess að tún sé ánægð og henni líði (el og barnið beirra verði jnjhdar- legt og heilbrigt. Ógifta jonan verður hins vegar að bf a ur allar tilfinningar SJ!ar og berjast gegn ílöngunU^ sín- um. Hvað eftir annað f hún að því komin að falla saman og gefast upp. Þau eru skki svo fá dæmin, sem nefna má um konur, er hafa svipt sig lífi í þessari aðstöðu. Hin ógifta verðandi móðir óttast stöðugt þá stund, þegar hún uppgötv- ar, að hún verður að segia upp stöðu sinni og áhyggjur af því, hvernig henni muni ríða af fjárhagslega kvelja hana nótt sem dag auk alls annars. Svo miskunnarlaus er ver- öldin gagnvart ógiftri móður og svo óvelkomið er saklaust barn hennar í þennan heim. Engum kemur til hugar, að öriög þeirxa beggja geti snert þjóðfélagið. Menn gera sér sennilega ekki ljóst, að mikil líkindi eru á því, að barn, sem fæðist við slíkar aðstæður, —- verði vanheilt á einhvern hátt eða jafnvel vanskapað. — Og börn ;sem þannig er ástatt um — verða alla ævi byrði á þjóð félaginu. Mér liggur við að segja, að í þessum efnum llf- um við enn við svipaðar að- stæður og á hinum myrku mið öldum“. Lýsing konunnar er dapur- leg, og enda þótt aðstæður ó- giftra kvenna kunni að vera misjafnar, þá er eitt víst: í mjög mörgum tilfellum eru þær því miður einmitt, eins og lýst var hér að framan. Greinai'höfundur minnist lítillega á siðferði almennt og trúmál í sambandi við það. — Hann fullyrðir ekkert í þess- um efnum, en lætur eftirfar- andi staðreyndir tala: Fyrir stuttu voru birtar skýrslur um fæðingar í Kaup- mannahöfn. Þar kom í ljós, að 51% af fyrstu börnum ungra hjóna kom í þennan heim áður en níu mánuðir eru liðnir frá brúðkaupsdeginum. Árið 1945 var talan aðeins 34%. 80% af stúlkum innan i Aðstaða ógiftra mæðra er oft erfið um meðgöngu- St—m tímann. Erfiðeikarnir eru ekki alltaf í sambandi Æ við efnalegar aðstæður, heldur andlegs eðlis. En € þegar barnið er fætt, breytist viðhorfið. Þá kcm- \ ur móðurástin til sögunnar og móðirin verður í hjarta sínu staðráðin í að berjast til þrautar fyrir ’ barni sínu — og sigrast á öllum erfiðleikum. — Við tvítugt, sem gifta sig, eru vanfærar. Þetta er í sjálfu sér eina skýringin á því, hversu marg- ar ungar stúlkur gifta sig. En skyndihjónabönd af þessu tagi vilja oft fljótlega fara út um þúfur. Greinarhöfundur bend- ir á, hvort ekki sé betra fyr- ir alla aðila að stofna ekki til hjónabands á veikum grund- velli. En furðar nokkur sig á hinum tíðu skyndigiftingum, þegar hann l»efur lesið lýs- ingu á líðan ógiftrar verðandi móður um meðgöngutímann? Hér er um alyarlegt og flók ið vandamál að ræða og mönn um verður sennilega á að spyrja: Hvað er hægt að gera til úrbóta í þessum efnum? Við skulum enn vitna í grein- ina, sem er tilefhi þessa spjalls og sjá, hverju bar er bryddað á: „Þessum konum, sem líða sennilega meira en nokkrir aðrir í þjóðfélaginu, er veitt hjálp af hinu opinbera. En sú hjálp er ekki nægileg, af því að hún er aðeins fjárhagsleg. Hún útrýmir ekki sársaukan- um, samvizkubitinu og angist inni. Sú eina hjálp, — sem mundi koma að gagni, væri hugarfarsbreyting hjá öllum þeim ,virðulegu“ mönnum og konum, sem álíta það synd, þegar ógift kona fæðir barn í þennan heim. Ég get fullviss- að alla um að allar konur í slíkri aðstöðu þjást af sam- vizkubiti og iðrun og það er þeim meira en nægileg refs- ing þótt fyrirlitning og til- litsleysi meðborgaranna bæt- ist ekki ofan á. Reynslan hefur sýnt mér, að hvað rógmælgi og slúður snertir, er veröldin ekki hót- inu betri en áður. Við gort- um af því, að vera menning- arþjóð, — við notum kæli- skápa og ökum um bæinn í dollaragrínum, en innst inni erum við alltaf eins. Ást, hat- ur, fyrirlitning, öfund, — allt hrærist þetta með okkur nú á dögum sem endranær. Að vísu eru til menn, sem hafa svo stórt hjarta og eru það vel viti bornir, að þeir hneykslast aldr ei. En hinir eru fleiri, sem lifa fyrir syndir annarra og tdvera þeirra er ekki fóigin í öðru en slúðri og hneykslun á hegðun samborgarans. Svo langt hefur menning okkar þó náð, að það þykir ekki lengur sæma að hýða fólk opinber- lega. En gætum við ekki líka náð svo langt, að ekki kæmi fyrir, að við dræpum hið bezta í hinum óhamingjusömu kon- um, sem eignast barn í lausa- leik? Hvernig væri nú að hag- stofurnar hættu að reikna út ár eftlr ár, hversu mörg börn koma í þennan blessaða heim utan hjónabands, en skýrðu okkur í staðinn frá því, hversu margt ungt fólk elskast — ut- an hjónabands? Það mundi vekja mikla athygli og bað mundi ekki gera nokkrum hið minnsta mein“. Greinarhöfundur er tals- vert bitur út í samborgara sína. en þó erum við á þeirri skoðun, að hann hafi nokkuð til síns máls. Og hér slítum við þessu spjalli um eitt af alvarlegustu vandamálum nútímans og lát- um lesendum sjálfum eftir að halda áfram að ræða málið sín á milli. Ef einhver nennir að stinga niður penna og segja álit sitt á bessu máli, — þá væri það mjög vel þegið. Fff -L - r m: ±t ± y= ik FÆÐINGAR Á ÍSLANDI: 1926—30 meðaltal 1931—35 — 1936—40 — 1941—45 — 1946—50 — 1926—30 meðaltal 1931—35 1936—40 1941—45 1946—50 1926—30 meðaltal 1931—35 — 1936—40 — 1941—45 — 1946—50 — Fæddir lifandi 2662 25,6%a 2636 23,5%0 2434 20,5%o 3092 24,7% 3788 27,6%c Andvana fæddir ... 70 2,6% ... 56 2,1% ... 52 2,1% ... 72 2,3% ... 68 1,8% Fædd óskilgetin 397 14,5% 500 18,6% 578 23,2% 787 24,9% 1010 26,2% Fæddir lifandi 1954 . . 4281 27,8%0 1955 . . 4505 28,6%0 1956 . . 4564 28,3%0 1957 .. 4726 28,7% 1958 . . 4625 27,4%c Andvana fæddir 1954 .. 69 1,6% 1955 . . 63 1,4% 1956 . . 61 1,3% 1957 .. 65 1,4% 1958 . . 62 1,3% Fædd óskilgetin. 1954 . 1201 27,6% 1955 . 1235 27,0% 1956 . 1166 25,2% 1957 . 1192 24,9% 1958 . 1195 25,5% Sunnudagsblaðið 7

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.