Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 11
Ókunni maburinn Framhald af 5. síðu „Ég samþykki það“, sagði George W. Kent. Ég lagfærði útlimi Ramon Gallegos og breiddi vasaklút yfir andlit ■ hans.. Þá sagði William Shaw: „Þannig vil ég líta út eftir dálitla stund“. Og George W. Kent kvaðst vilja hið sama. „Þið skuluð fá það, sem þið viljið“, sagði ég. „Rauðu djöfl arnir geta beðið allt upp í viku. William Sbaw og Ge- orge W. Kent! Dragið upp byssur ykkar og krjúp'ð á kné!“ Þeir gerðu það og ég stóð fyrir framan þá. „Almáttugur guð, faðir vor“, sagði ég. „Almáttugur guð, faðir vor“, sagði William Shaw. „Almáttugur guð, faðir vor“, sagði George W. Kent. „Fyrirgef oss vorar syndir“, sagði ég. „Fyrirgef oss vorar syndir“, sögðu þeir. „Tak við sálum vorum“. „Tak við sálum vorum“. „Amen“. ,.Amen“. Ég lagði þá til við hliðina á Ramon Gallegos og breiddi klút yfir andlit þeirra. Þegar hér var komið sögu heyrðist skyndilega þrusk. Einn af félögum okkar hafði sprottið á fætur með byssuna í hendinni. — Og þú, æpti hann að ó- kunna manninum. — Þú vog- aðir þér að flýja. Þú vogaðir þér að lifa. Þú, raggeitin þín, ég skal sjá til þess að þú farir sömu leið og vesalings félag- ar þínir — enda þótt ég verði hengdur fyrir vikið! Foringi okkar reis nú á fæt- ur, þreif í öxlina á hinum æsta félaga okkar, Sam Youn- tsey hét hann, og skipaði hon- um að sleppa byssunni. Við höfðum nú allir staðið á fæt- ur, allir nema ókunni maður- inn, sem sat rólegur á stein- inum sínum. Ég vék nú að foringja okk- ar og sagði: — Herra, þessi maður er annað hvort geðveikur, eða þá að hann er lygari. Og ef hann er lygari, þá hefur Yountsey fullan rétt til þess að skjóta hann. Ef hann hef- ur ver ð í hópnum, sem hann hefur sagt okkur frá, þá hafa þeir verið fimm. Og ef þeir hafa verið fimm, þá hefur hann aldrei nafngreint einn þeirra, — trúlega sjálfan sig. Foringi okkar kinkaði kolli og var. hugsi um stund. Síðan sagði hann: — Það rifjast nú upp fyrir mér, að fyrir mörgum árum fundust fjögur lík af hvítum mönnum við hellismunna skammt hér frá. Þeir voru illa útleiknir og auðséð, að þeim hafði verið misþvrmt. , Þeir voru grafnir hér. 'Við get r%. 2 4» f, ' - Hvutti: Mamima, ég get ekki sofnað. Hvutti: Einn ... tveir ... Ég Hefðarfrúin: Teldu lömb, Hvutti minn. varð að flýta mér að sofna. Ég kann ekki að telja nema upp að um séð leiðina þeirra á morg- un. Ókunni maðurinn stóð á fætur og stóð hreyfingarlaus andartak í skini eldbjarmans. — Þeir voru fjórir, sagði hann, — Ramon Gallogos, William Shaw, George W. Kent og Berry Davis. - Eftir að hafa enn einu sinni talið upp nöfn hinna látnu, hægt og með þungum áherzl- um, sneri hann sér við og hvarf út í myrkrið. Við sáum hann aldrei meir. k. Á sama andartaki og ó- kunni maðurinn hvarf kom sá okkar félaganna, sem hafði staðið vörð skammt frá og þess vegna farið á mis við frásögnina. Hann var mjög æstur og hélt á byssu sinni í hendinni. — Herra, sagði hann. — Síðasta hálftímann hef ég séð þrjá menn þarna við hæðar- dragið. Hann benti í sömu átt og ókunni maðurinn hafði farið í. — Ég sá þá mjög greinilega, hélt hann áfram, — af því að máninn var kominn upp. En þar sem þeir voru vopnlausir, ákvað ég að aðhafast ekkert fyrr en ég sæi hvað þeir hygð ust fyrir. Þeir hreýfðu s g ekki allan tímann, en samt hafa þeir gert mig óstyrkan og æstan. — Farðu aftur á þinn stað, sagði foringinn. — Stattu vörð, þangað til þú verður leystur af. Þið hinir skuluð leggjast og reyna að sofna. Vörðurinn fór á sinn stað og við h.nir fórum að lagfæra hvílur okkar. Yountsey kom til foringja okkar og sagði: — Herra. Hvaða menn skyldu þetta hafa verið? — Ramon Gallegos, Willi- am Shaw og George W. Kent. — En Berry Davis? Hvers vegna mátti ég ekki skjóta hann, fyrst hann vogaði sér að lifa? — Þess gerðist ekki þörf. Hann er eins dauður og nokk- ur maður getur verið. Sunfludagsblaðið 11

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.