Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 12
UM ALDAMÓTIN bjó Knut Hamsun í Kaupmanna- höfn og hitti næstum daglega landa sinn, og starfsbróður, rithöfundinn Thomas Krag. Dag nokkurn trúði Krag Ham sun fyrir því, að hann væri nú orðinn svo þunglyndur og niðurdreginn, að hann hefði ákveðið að hengja sig. Hamsun svaraði því til, að sín stærsta ósk í lífinu hefði einmitt alltaf verið sú, að fá að sjá hengdan rithöfund, — og bað hann því að fá að vera við athöfnina, Krag féllst á þetta og tók hinn fróðleiksfúsa Hamsun með sér heim. Þe!r fundu brátt vel til fallið gluggaskot og útveguðu sér sterkt reipi. En þegar allt var til reiðu, fékk Krag bakþanka og ákvað að slá öllu saman á frest að þessu sinni. Hamsun leit reiðilega til vinar síns og sagði hvasst: — Nú..svo að þetta kallar þú vináttu. ★ FLESTIR kannast að lík- indum við Alfred Hitchcock, sem er enskur kvikmynda- stjóri, sérstaklega frægur fyr- ir hryllingsmyndir sínar. Krossgáta númer 5 HÉR birtist fimmta verð- launakrossgáta Sunnudags- blaðsins og eru eins og áður veitt hundrað krónu verðlaun. Frestur til að skila iausnum er tvær vikur. Þær skulu hafa borizt fyrir 21. febrúar, en úrslitin verða birt 28. febr. Hér koma úrslit úr verð- launakrossgátu númer tvö. Fjölmargar lausnir bárust og reyndist rúmur helmingur þeirra réttar. Dregið var úr réttum lausnum og verðlaun- in hlýtur; ■^fr Emilía Jónsdóttir, Sóleyjargötu 44, Akranesi. Við munum senda henni verðlaunin í póstkröfu strax á mánudag. OJHqctýa/ ms* 2. F M A ft 0 V f 1 N G A fi 0 0 L A H £ F 1 A R A K fí A N F E Cr £ S V 1 N T M 0 F R 'Á 0 Ó S K ft'A E A Ó s A F L ó « L 6 K Ó N U ft 1 K 1 L N Ú L U L 0 A K L J Á n 'a e A J M A s L A N G A M A f> U « Hann kom eitt sinn með á- ætlunarflugvél til Parísar. Tollvörðurinn, sem átti að líta yfir vegabrér farþega, veitti því eftirtekt, að í dálk!num staða í vegabréfi Hitchcock stóð framleiðandi. — Og hvað framle:ðir þér svo, spurði tollarinn. — Gæsahúð, svaraði Hit- chcock. ★ — Mesta vandamál rithöf- undar, sagði Hemmingway eitt sinn í vitali, er að fá upp lag bóka sinna til að vaxa, án þess að verða ærulaus mað ur. ★ SKÖMMU eftir stríð kom upp hér í borg hinn mesti líkams- ræktarfaraldur. Það varð al- gengt, aS fyrirtæki og stofn- anir fengju sér sérstaka leik- fimitíma’fyrir starfsfólk sitt, — til þess að hressa það og auka starfsgetu þess. Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri Tímans, var einn af mörgum, sem hallaðist að lík- amsræktinni og stundaði leik- fimitíma samvizkusamlega. Hið sama gerðu margir sam- starfsmenn hans við blaðið. Einhverju sinni kemur einn starfsfélagi Þórarins í fyrsta skipti í leikfimitíma og þar er einmitt mættur sjálfur Þór arinn. Þeir ganga saman inn í búningsklefana og taka að af- klæðast. Þórarinn verður á undan og stendur nokkra stund, klæddur hvítri og tand urhreinni leikfimisskýlu. Félaginn, sem var í óða önn að afklæðast, h-ættir og virðir Þórarin góða stund fyrir sér. Að því búnu tautar hann: — Nú loksins skil ég máls- háttinn; Mikið er skraddarans pund. ★ UNG STÚLKA hitti eitt sinn vísindamanninn fræga, Al- bert Einsteln, í samkvæmi í New York. — Munið þér, sagði hún við prófessorinn, — að ég var eitt sinn nemandi yðar og þér báðuð mig að verða konan yðar? — Það getur vel verið. svar aði Einstein. — En segið mér eitt: urðuð þér það? * TAGE ERLANDER, sem verið hefur forsætisráðherra Svíþjóðar síðan 1946 ferðað- ist eitt sinn í svefnvagni í norðurhluta landsins, en þar átti hann að halda ræðu á pólitískum fundi daginn eftir. Hann fékk efri koju í vagnin- um og maðurinn fyrir neðan hann, lá makindalega og reykti pípu ógurlega. Heil reykský komu svífandi upp og vesalings forsætisráðherr- ann var að kafna í reyk. Hann sá sig neyddan til þess að kalla á vagnstjórann og segja: — Þetta er forsætisráðherr ann. Vilduð þér ekki vera svo góður að segja herramannin- um hér fyrir neðan mig, að ég geti ekki sofið, ef harin reyki svona. Þá tók herramaðurinn í neðri kojunni pípuna út úr sér og sagði: — Ég er Jón Jónsson byggingameistari. Vilduð þér ekki gera. svo vel óg segja herramanninum hér fyrir of- an mig, að ég hafi ekki sofið í fleiri ár, af því að hann stjórnar svona. Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.