24 stundir


24 stundir - 17.11.2007, Qupperneq 4

24 stundir - 17.11.2007, Qupperneq 4
Eftir Þóru Kristín Þórsdóttir thorakristin@24stundir.is Þótt notendum ofvirknilyfja á Ís- landi hafi fjölgað frá árinu 2004 hef- ur fjöldi barna 5-14 ára innan þess hóps staðið í stað samkvæmt upp- lýsingum frá Lyfjastofnun. Árið 2004 fengu 2799 einstak- lingar ofvirknilyf en árið 2006 voru þeir orðnir 3266. Fór hlutfallsleg aukning hópsins úr 0,95% af heild- armannfjölda upp í 1,06%. Börn 5-14 ára, sem eru stærsti notendahópur þessara lyfja, voru 63,4% þeirra sem notuðu ofvirkni- lyf árið 2004 en 2006 var hlutfall þeirra komið niður í 54,5%. Skýrist þetta af því að notendum 15 ára og eldri hefur fjölgað en fjöldi notenda 14 ára og yngri hefur staðið í stað. Börn á ofvirknilyfjum eru 4% af öll- um börnum 5-14 ára á tímabilinu. Dagskömmtum fjölgar Á þessum árum fjölgar dag- skömmtum á einstaklinga sem leystir eru út á ári að meðaltali úr 222 í 293. Að sögn Matthíasar Hall- dórssonar aðstoðarlandlæknis skýr- ist þetta aðallega af tvennu. „Annars vegar hefur það magn sem ávísað er aukist, vegna þess að rannsóknir hafa sýnt að sá skammt- ur sem við gáfum var ekki nægur. Hins vegar komu forðalyfin á mark- að, en af þeim er tekinn hærri dag- skammtur en hinum. Á umræddu tímabili eykst heild- arkostnaður vegna lyfjanna og þar með sá kostnaður sem Trygginga- stofnun ríkisins ber af lyfjunum, en hlutur hennar fór úr tæpri 121 milljón upp í 185 milljónir 2006. Að sögn Matthíasar Halldórsson- ar er mikilvægasti þátturinn í þess- um aukna kostnaði sá að forðalyfin concerta og rítalín uno eru dýrari í innkaupum en gömlu lyfin. Gengisbreytingar hafa einnig haft töluverð áhrif. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Gáfu ekki næga lyfjaskammta  Fjöldi barna á ofvirknilyfjum stendur í stað  Aukinn kostnaður Tryggingastofnunar  Forðalyfin dýrari og dagskammtar stærri ➤ Concerta og ritalin uno eruþau forðalyf sem flestir ein- staklingar með ofvikni og at- hyglisbrest nota. ➤ Lyfin eru tekin aðeins einusinni á dag. ➤ Þeir sem misnota lyfið takaþað í hundraðfalt stærri skömmtum en gefnir eru við sjúkdómnum. OFVIRKNILYF 24stundir/Kristinn Ingvarsson Forðalyf Ritalin uno er annað tveggja forðalyfja sem notuð eru við ADHD. 4 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 24stundir Það sem af er þessu ári hefur orð- ið aukning á lifrarbólgu B hér á landi. Aukningin stafar fyrst og fremst af auknu smiti meðal Ís- lendinga. Níu af sautján Íslend- ingum (53 pró- sent) tengjast fíkniefnaneyslu þar sem sprautur og nálar koma við sögu. Í Farsóttarfréttum Landlækn- isembættisins segir að búast megi við að stór hópur þeirra sem nú hafa smitast hafi ekki verið bólu- settur gegn sjúkdómnum. mbl.is Lifrarbólga B Flestir neyta fíkniefna Hæstiréttur hefur þyngt dóma yf- ir tveimur rúmlega tvítugum mönnum, sem réðust á útlending á götu í Reykjavík. Maðurinn kjálkabrotnaði, augnbotn brotn- aði og tvær tennur. Segir í dómnum að árásin sé vegna fordóma árásarmannanna. Þeir voru dæmdir í 3 og 6 mán- aða skilorðsbundið fangelsi og eiga að greiða 550 þúsund kr. í bætur. mbl.is Dæmdir fyrir fordóma Árás á útlending Dómsmálaráðherra hefur kynnt ríkisstjórninni frumvarp til laga um nálgunarbann. Ákvæði um nálgunarbann er nú í lögum um meðferð op- inberra mála en lagt er til að ákvæðin verði færð yfir í sér- stakan lagabálk. Ákvæði laganna eru að mestu samhljóða núgildandi lögum en veigamestu breytingarnar snúa að því að sá sem leitar eftir nálg- unarbanni hjá lögreglu getur lagt fram stjórnsýslukæru ef lögreglu þykir ekki ástæða til að bera kröf- una fram. fr Lög um nálgunarbann Nýtt frumvarp ● Hækkun persónuafsláttar Fjármálaráðherra kynnti nýtt frumvarp fyrir ríkisstjórninni í gær er kveður á um hækkun persónuafsláttar einstaklinga um næstu áramót. Er ákvörð- unin í samræmi við áætlanir þær er lagðar voru fram í stjórnarsáttmála Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar. ● Einföldun barnabóta Þá kynnti ráðherra einnig til- lögur um breytingar varðandi greiðslur barnabóta til ís- lenskra barna erlendis. Er þeim ætlað að auðvelda fyr- irkomulag við greiðslur og gera þær skilvirkari. ● Eldsvoði í Kópavogi Eldur kviknaði í íbúð í Kópa- vogi um miðjan dag í gær. Engin slys urðu á fólki. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Miðað er við dagtaxta, 20 mínútna tíma í venjulegum ljósabekk. Meðal þeirra stofa sem kannaðar voru var rúmlega 23% munur á verði milli dýrasta og ódýrasta ljósatímans. Sumar sólbaðsstöðvar bjóða svo upp á ódýrari tíma utan háannatíma. 23% munur á ljósatíma Hildigunnur Hafsteinsdóttir NEYTENDAVAKTIN Stakur ljósatími, dagtaxti 20 mínútna tími Verslun Verð Verðmunur Sólbaðsstofa Mosfellsbæjar 770 Sólbaðsstofan Perlusól Egils- stöðum 790 2,60 % Sólbaðsstofan Stjörnusól 840 9,10 % Ibiza sólbaðsstofa 900 16,90 % Smart sólbaðsstofa 950 23,40 % Ókeypis blóðsykursmæling í Smáralind í dag kl. 12–17 á 1. hæð Hagkaupsmegin SAMTÖK SYKURSJÚKRA www.diabetes.is Miðvikudagurinn 21. nóvember er forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Ofangreind fullyrðing er byggð á áralöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun ungmenna og hvað skilar árangri í forvörnum. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni eftirfarandi aðila: Verkefnið er styrkt af Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin gegn fíkniefnum er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi Við eigum að geta stundað íþróttir og önnur áhugamál án þess að þurfa alltaf að vera að taka þátt í keppnum. Hefur þú hugmynd um hvað virkar best? FO R V A R NA R DAGURI N N TAKTU ÞÁTT! HVERT ÁR SKIPTIR MÁLIH V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 – 0 3 4 0 HELGARTILBOÐ Opið alla daga frá kl. 10-20 Grillaður kjúklingur, franskar og 2l Coke 989kr.98 Ísfugl Úrb. bringur án skins, 30% afsl. Kjúklingalæri/leggir magnbakki, 30% afsl. Heill ferskur kjúklingur, 30% Afsláttur STUTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.