24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 19

24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 19
24stundir LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 19 „Þetta er ekki eðlilegt ástand í markaðsþjóðfélagi,“ segir Birkir Jón Jónsson alþingismaður, sem situr í viðskiptanefnd Alþingis, um þá fákeppni og samþjöppun sem ríkir á Íslandi. „Við heyrum það úr mjög mörgum áttum að ástandið sé með þessum hætti á mörgum sviðum. Ég minni á að kartöflu- bændur hafa oftar en einu sinni bent á þessa staðreynd, að birgjar séu meðal annars í heljargreipum stóru aðilanna á markaði. Því mið- ur ríkir ekki heilbrigt ástand á markaðinum hvað þetta áhrærir.“ Krosstengsl áhyggjuefni Birkir Jón gagnrýnir ríkisstjórn- ina fyrir hennar framlag til þessa vanda. „Í fjárlagafrumvarpinu eru nánast engar viðbætur við það sem fyrri ríkisstjórn var búin að setja í styrkingu Samkeppniseftirlitsins. Það er algerlega úr takti við tíðar yfirlýsingar nokkurra ráðherra þessarar ríkisstjórnar. Menn þurfa að efla þessi yfirvöld hér á landi til að viðhalda heilbrigðum markaði.“ Birkir Jón segir það áhyggjuefni að einstaka fyrirtækjasamsteypur séu með mjög víðtækt eignarhald sem teygi sig inn á marga markaði. „Það má til dæmis alveg skoða hvort það gæti verið nauðsynlegt að skipta einhverjum fyrirtækjum upp. Það var til dæmis markmiðið með fjölmiðlalögunum á sínum tíma, að sporna við þeirri þróun að örfáir einstaklingar gætu átt alla fjölmiðlana. Því miður vita allir hvernig þeirri vegferð lauk, með synjun forseta Íslands. Þetta er vissulega mál sem ber að hafa mikl- ar áhyggjur af. Eins ber að nefna krosstengsl í íslensku atvinnulífi þar sem ákveðnar viðskiptablokkir eiga hlut í hvor annarri innbyrðis. Þetta er ákveðið hættumerki sem við stöndum frammi fyrir. “ Birkir Jón Jónsson þingmaður sem á sæti í viðskiptanefnd Alþingis Krosstengsl í íslensku atvinnulífi mikið áhyggjuefni „Fákeppni á Íslandi er land- lægt vandamál. En við höfum hér samkeppnisyfirvöld sem eiga að bregðast við ef þau telja að verið sé að brjóta sam- keppnislög,“ segir Ágúst Ólaf- ur Ágústsson, formaður við- skiptanefndar Alþingis. „Ég hef alltaf verið talsmaður þess að auka samkeppni, og þá kannski sérstaklega erlenda samkeppni því erlendar fjár- festingar eru ekki miklar hér á landi. Það virðist eitthvað vera í umhverfinu sem er ekki að- laðandi fyrir erlend fyrirtæki. Það gæti vel verið krónan eða mögulega fámennið. Það er umhugsunarvert því Ísland er væntanlega eina Evrópulandið sem er ekki með erlendan banka starfandi innan sinna landamæra.“ Ekki ákjósanleg staða Hann segir æskilegra ef eignarhald fyirtækja væri dreifðara hérlendis. „Þetta er ekki ákjósanleg staða vegna þess að hún dregur úr sam- keppni. Auðvitað væri því æskilegra ef eignarhald væri dreifðara og fleiri væru á markaðinum. Það er líka hægt að mæla samkeppni í því hversu auðvelt er að koma nýr inn á markaðinn. Sé það erfitt þá dregur það úr samkeppni. Það væri áhyggjuefni og séu einhverjar aðgangshindranir að mörkuðum, hvort sem það eru opinberar hindranir eða frá aðilum markaðarins, þá er það mjög alvarlegt. Aðgengið þarf að vera mjög auðvelt og fólk á að geta stofnað fyr- irtæki tiltölulega auðveldlega og hafið samkeppni. Varðandi til dæmis matvörumarkaðinn þá hljótum við að vilja vera með þannig kerfi að það sé auðvelt fyrir einstakling að stofna verslun.“ Samþjöppunin ekki ný Ágúst segir það svo sem engin nýmæli í íslenskri sögu að samþjöppun ríki á mark- aði. Hagsmunatengslin hafi verið jafnvel enn meiri í formi blokka eins og Sambandsins og Kolkrabbans hér á árum áður. Það réttlæti þó að engu leyti það ástand sem sé í dag. „Það þarf að styrkja eftirlitin og fjárveitingar til þeirra hafa verið að aukast. En ég skal al- veg viðurkenna að það þarf að gera meira. Það átti að vera byrjað fyrir löngu að styrkja neytendamálin á Íslandi. Nú er ný ríkisstjórn tekin við sem er mjög neytendavæn. Hún er búin að forgangsraða neyt- endamálunum og ætlar að gera Ísland að ódýrari landi. Við ætlum okkur ekki að sætta okkur við þetta okursamfélag sem hér hefur verið ríkjandi allt of lengi.“ Ágúst Ólafur Ágústsson Sættum okkur ekki við okrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.