24 stundir - 17.11.2007, Page 60

24 stundir - 17.11.2007, Page 60
LIGGUR Á HJARTA Erpur Eyvindarson tónlistarmaður fæddur 29.08. árið 1984 Sendið fyrirspurnir á netfangið: femin@femin.is – Merkt: Fyrirspurn til ráðgjafa vegna 24 stunda Matur fyrir séða Íslendinga YFIRLÝSINGIN 24stundir/Frikki Sæl. Ég er komin 8 vikur á leið, sem ég er ánægð með, því ég er búin að reyna lengi, en ég var að byrja í skóla eftir 17 ára pásu; ekki auðvelt. Fyrir ca. ári var ég á cypralex og sobril einstaka sinnum vegna kvíða og þung- lyndis og ég finn núna að ég er að hniprast öll saman, öll orka að verða búin og lítill lífskraftur. Er til lyf sem skaðar ekki óléttar konur? Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina. Inntaka lyfja á meðgöngu er aldrei æskileg, þar sem í flestum tilvikum eru ekki til fullnægjandi rannsóknir sem segja til um hvort lyf er skaðlegt fyrir fóstur eða ekki. Það er mikil- vægt að þú leitir til þíns læknis og ræðir þetta nánar við hann. Hann ætti að geta ráðlagt þér frekar og veitt þér betri upplýsingar um skað- semi geðdeyfðarlyfja á fóstur. Ég vil hins vegar benda þér á að margar konur finna fyrir einkennum eins og mikilli þreytu, orkuleysi og aukinni svefnþörf einkum á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar. Gæti verið að þú sért að finna fyrir einkennum sem eru eðlilegur hluti meðgöngunnar, en túlkir þau sem upphaf kvíða og þunglyndis? Veltu því alla vega fyrir þér. Það er mikilvægt að þú hlustir á líkama þinn og nýtir þann tíma sem gefst til að hvíla þig og endurnýja þannig orku þína. Þegar líður að- eins á meðgönguna eykst orkan að nýju og flestum konum líður mjög vel og eru fullar orku um miðbik meðgöngunnar. Þar sem þú átt sögu um kvíða og þunglyndi þarftu auð- vitað að passa sérstaklega vel upp á þig á meðgöngunni. Mundu að hvíla þig vel, borða næringarríka fæðu og hreyfa þig reglulega, til dæmis fara í stutta göngutúra á hverjum degi. Ég myndi einnig ráðleggja þér að vera í reglulegu sambandi við þinn lækni eða leita til sálfræðings til að koma í veg fyrir að þau einkenni sem þú nefnir hér versni frekar. Þó svo að lyfjameðferð gagnist oft í baráttunni við kvíða og þunglyndi þá er mikilvægt að vera meðvitaður um það að það eru önnur góð úr- ræði í boði, eins og samtalsmeðferð og hvet ég þig eindregið til að nýta þér slík úrræði. Gangi þér vel Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræð- ingur www.salarlif.is Er ringluð Hæ Soffía. Ég vona að þú getir hjálpað mér. Ég er 18 ára og var að missa meydóminn með kærast- anum mínum sem er 4 árum eldri en ég. Við elskum hvort annað meira en allt og ég er mjög ham- ingjusöm. En það eina sem dregur mig smá niður er að við erum nú nýbyrjuð að stunda kynlíf og ég fæ ekkert út úr því. Ég hef mikið heyrt að það sé algengt að konur fái ekki fullnægingu en þetta er orðið mjög þreytandi. Hann fær það í hvert skipti og ég þarf að „feika” það. Ég þori ekkert að segja honum þetta því ég vil ekki særa hann. Hvað get ég gert? Sæl, og takk fyrir að leita til femin. is. Já, ég held að þú þurfir að gera eitt- hvað í þessu. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að byrja að stunda sjálfs- fróun og læra á líkama þinn og prófa að fá fullnægingu ein og sér. Það ert þú ein, sem getur sagt til um hvaða staði þér finnst gott og örvandi að láta snerta. Þú þarft að kanna líkam- ann þinn og finna hvað það er sem þér finnst gott. Þeir staðir sem talað er um sem kynnæm svæði eru geir- vörturnar, eyrun, munnurinn, lærin, lendarnar og kynfærin. Þú getur kannað kroppinn á þér í baði, ef þér finnst það þægilegra. Annars er heil- inn stærsta kynfærið og ef þú getur fundið þér erótískar sögur eða spólur, sem þú getur skoðað, þá hjálpar það þér að læra að fantasera sjálf, til þess að ná nægjanlegri örvun til þess að ná fullnægingu, áður en þú hefur samfarir. Þú ættir líka að stefna að því að fá fullnægingu í forleik áður en þú hefur samfarir, með því að örva sjálf snípinn til fullnægingar, eða fá kærastann til þess að hjálpa þér. Þið getið líka reynt munnmök. Það virkar oft mjög örvandi á konur, ef þær eru ekki mjög feimnar við félaga sinn. Það getur enginn gert þetta fyrir þig nema þú sjálf. Einnig þarft þú að öllum líkindum að fá beina örvun á snípinn samhliða samförunum, þá annað hvort með fingrum, eða hjálpartækjum eins og titrara eða eggi. Mörgum konum hefur reynst vel að nota unaðskrem sem auka blóðflæði til snípsins og þannig nærðu örvun á auðveld- ari hátt svo fullnæging er á næstu grösum. Svo gildir hið fornkveðna, að æfingin skapar meistarann Og svo er það hitt málið – Aldrei feika fullnægingu!!! Konur (og karlar) gera sér upp fullnægingu til að láta elskhuga sínum líða betur, en slíkt gerir stöðuna bara verri. Ef elskhugi þinn trúir því að þú fáir ro- salega fullnægingu eftir 5 mínútur þá er erfitt fyrir þig að viðurkenna síðar að þú þurfir í raun um 20 mín- útna örvun bara til að verða nægi- lega æst og elskhuga þínum mun reynast afar erfitt að komast að því hvað vekur þér unað, því svo virðist sem þú sért fullkomlega ánægð. Svo hættu að feika það strax! Gangi þér vel, Soffía Steingrímsdóttir www.femin.is Fæ ekkert út úr þessu Góðan daginn. Hvernig er það með óvirka alka? Nú er það svo að faðir minn kom úr meðferð fyrir tveimur árum eða svo og segir alltaf við okkur hin þegar kemur að einhverjum hátíðarhöldum að við megum alveg fá okkur í glas, þ.e. að það trufli hann ekkert. Hins vegar er hann alltaf með ein- hver leiðindaskot þegar fólk fær sér í glas fyrir framan hann. Dregur athyglina að drykknum og segir svo eitthvað leiðinlegt þannig að það er varla hægt að njóta drykkjarins. Mig langar til að vita hvort óvirkum ölkum eigi að vera sama um það að aðrir fái sér í glas og hvort það sé eitthvað sem er „kennt” á Vogi og honum finnist hann verða að segja. Ég veit bara hreinlega ekki hvort hann er að meina þetta. Núna síðast þegar ég fékk þennan pistil um að þetta væri í lagi þá nefndi ég þetta við hann og hann vildi nú ekki meina það. Það tæki enginn annar eftir þessu nema ég, sem er reyndar ekki alveg rétt. Er ég að gera úlfalda úr mýflugu ? Sæl, og takk fyrir bréfið. Ég er nú eiginlega alveg með það á hreinu að fólki í meðferð er ekki „kennt” hvað það á að segja við þá sem drekka í kringum þá. Mér finnst eins og faðir þinn sé ekki í allt of góðum málum varðandi sína edrúmennsku. Það er eitthvað sem hann verður sjálfur að finna út úr. En ekki gera honum léttara að vera með skot með því að bregðast við með því að verða leið þá er ein- mitt tilganginum með skotinu náð! Eins væri vert fyrir þig að velta fyrir þér af hverju þú upplifir óþægindi vegna athugasemda hans, hvernig samskipti ykkar eru að öðru leyti og hvort drykkja hans eða ekki drykkja hafi eða hafi haft meiri áhrif á þig en þú viðurkennir. Þú ert ekki að gera úlfalda úr mýflugu. Það er ekki þannig þegar maður upplifir vanlíðan vegna drykkju einhvers. Gangi þér vel. Guðrún Brynjólfsdóttir Jólin og óvirki alkinn Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við 107.000 eintök á dag - ókeypis 60 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 24stundir Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.