Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 3
SÖGN ÓLÍNIT JÓHANNSDÓTTUR HtTN átti heima á Hallfreðarstöðum í Hró- arstungu er atburður sá gerðist er hér verður frá sagt: Dagurinn fyrir 8. janúar þetta ár var laugardagur. Þá var snjólétt til sveita á Héraðinu, logn, en loft var mjög þung- búið seinnipart dagsins, enda fór að snjóa í rökkrinu eða um dagsetur óvenju stórri flyksudrífu, en svo mikið var lognið, að Ijós logaði úti á tírugiasi, og einkennilega hljóðbært var þá, sem seinna verður um getið. Á tíruglasi loguðu ljós úti á Hallfreðar- stöðum þetta logndrífukvöld. Tíruglös voru þannig gerð: Settur var tappi með gati á í glas til dæmis tóma blekbyttu. Pípa úr málmi var sett í gatið á tappanum. og var pípan eina 5 til 10 sm. lengri en þykkt tappans og náðu því pípuendarnir bæði uppfyrir og niður- fyrir tappann í glasinu, í gegnum píp- una var dreginn þráður er náði niður í botn á glasinu, en ekki nema upp í efra op pípunnar. Þráður þessi var oft úr margföldu ullarbandi. Siðan var látin Ijósa-olía á glasið og kveikt á þræðin- um, sem kveikur nefndist, á efri enda pípunnar. Þá kom það ljós er tíruljós nefndist Allt voru þetta veikburða ljós, en þó misjafnlega veik, sem fór eftir gildleika kveiksins en gildleikinn tak- markaðist af vídd pípunnar. Mikið var lognið, að tíruljós skyldi lifa þá úti. Þennan dag fóru hér um byggðina mað- ur og drengur innan fermingaraldurs, með Iiest fyrir sleða er voru að sækja varning út að Unaós við Héraðsflóa og voru nú á heimleið upp að Haukstöðum á Jökuldal. Þeir komu að Gunnhildargerði í ljósa- skiptunum eða fyrr og var boðið þar að vera um nóttina, en það vildi Pétur Haf- steinn ekki, svo hét hinn fullorðni mað- ur og var Jónsson, hann sagðist vilja ná til Stóra-Bakka. Þangað mun vera á að gizka 15 km. frá Gunnhildargerði. Mest af lciðinni er Hallfreðarstaðabláin, og öll er leiðin flatlend, en til vinstri handar er Hallfreðarstaðaliáls. Frá Gunnhildargerði höfðu þeir beygt norðurfyrir ás og holt, stutt frá bænum, og komu þá á Hallfreðarstaðablána og höfðu tekið stefnu þaðan beint á Stóra- bakka. A þeirri leið eru beitarhús frá Litlabakka. Fram hjá þeim höfðu þeir farið. En stutt þar frá höfðu þeir rekizt á torfuhring. Þar var nokkurt traðk. Þarna breyttu þeir stefnu og liéldu nú of mikið til vinstri og lentu um síðir upp í Hall- freðarstaðahálsinum. Þar fundust þeir helfrosnir á mánudaginn eftir hinn mikla 8.-janúar-byl. Slóð þeirra frá torfuhringj- unum lá sitt á hvað og oft höfðu þeir stanzað. — Sú leið er þeir fóru villtir af vegi, er stutt, borin saman við þá leið, er þeir fóru frá Gunnhildargerði, þangað til þeir viltust. Fólkið á Hailfreðarstöðum heyrði þetta kvöld kall og hundgá vestan úr byggðinni, og við heyrðum að kallað var á móti og sagt: „komið að I.itlabakka" sagði Ölína. A Litlabaklca hafði vantað beitarhúsa- manninn, og það var farið að kalla hann heim, en er liann kom til skila, var hætt að kalla þar. — Þegar við á Hallfreðar- stöðum heyrðum þessi köll, fórum við að kalla og tíruljós var borið út, ef einhver kynni að hafa gagn af þeirri leiðbeiningu okkar. Hætt var að kalla á Hallfreðar- stöðum, þegar hætt var að kalla á Litla- bakka. Vafalítið hafa þeir Pétur og Sigmar, svo hét drengurinn og var Hallgrímsson, heyrt þessi köll, og fólkinu á Litlabakka heyrðist tekið undir í þeirri átt, er þeir voru í, en þar átti það ekki von manna, er þyrftu leiðsögu við. (Gat það ekki hafa verið vegna kallanna, að slóð þeirra var svo lilykkjótt eftir að þeir villtust? H. P.). Það var ekki orðið bjart af degi sunnu- dagsmorguninn 8. janúar, þegar hvessti gífurlega af norðri með frosti og fann- komu. Faðir minn, sem var fjármaður á Hallfreðarstöðum var kominn í eitt fjár- hús á túninu þar, áður en hvessti, en hann treysti sér ekki úr því, hvorki til bæjar eða í næsta fjárhús fyrr en undir hádegi, en þá lagði hann til bæjar, og aðeins fyrir AUSTRI 14. janúar 1905 segir um þetta veður: Óveðrið á sunnudaginn var (þ. e. 8. jan.) er hið stórkostlegasta og snögg- asta, sem hér hefnr komið lengi. Á sunnu- dagsmorguninn var logn, en dimmt úti fyrir, en kl. liðlega 11 f. m. skall veðrið á með blindbyl og ofsa stormi, sem allt ætlaði um koll að keyra. AUan daginn frá því var varla komizt húsa á milli — Gluggarúður brotnuðu í nokkrum húsum hér á Öldunni. Frá einu húsi tók storm- urinn sltúr og fleigöi honum upp á tún. Ennfremur braut veðrið bryggju Þórar- ins kaupmanns Guðmundssonar". Engir skaöar höfðu frétzt af Héraði. Veðrið komið þar svo snemma dags að ekki var búið að láta út fé, en fjármenn urðu víða að gista í beitarhúsum og sums síaöar í húsum á túninu. — Snjór ákaf- Iega mikill á Úthéraði, en minni er inn- fyrir Eiði kemur. Austri segir 27. janúar: Menn orðið úti. það, að þá var fönnin rifin af þúfnagarði, . er lá frá húsinu er hann var í heim að sáðgarðinum við bæinn. Þá var þar svo hvasst, að hann varð sumstaðar að skríða á þessarri lcið, sem þó er ekki nema fá- einir faðmar. I önnur fjárhús var ekki farið á Hall- freðarstöðum þennan dag. Að Pétur Hafstcinn Jónsson á Hauks- stöðum og Sigmar Hallgrímsson, 13 ára,. á sama bæ kepptu svo mjög að ná að Stórabakka kvöldið fyrir á heimleið frá Unaósi mun að nokkru stafa af því, að á Stórabakka var syslir Péturs, hfisfrúin þar, Antonía, kona Bcnedikts Kristjáns- sonar Krögers liúsbóndans. í sunnudagsstórhríðinni 8. þ. m. hafa 4 menn orðið úti er vér höfum til spurt. Tveir menn á Suðurfjörðum: Bjarni Ei- ríksson frá Bakkagerði í Reyðarfirði og Finnur Vigfússon frá Eskifirði, báðir aldr- aðir menn. Höfðu þeir verið á leið í fjár- hús. Varð Bjarni úti .á túninu örskammt . frá bænum, en Finnur villtist suður fyrir Eskifjarðará og fannst þar síðar örendur. Hinir tveir mennirnir, er urðu úti, voru frá Hauksstöðum á Jökuldal. Pétur Jónsson ungur maður, og Sigmar Hall- grímsson, unglingspiltur 13 ára, sonur Haiigríms snikkara Björnssonar frá. Ekkjufelli. Ilöfðu þeir verið sendir með. liest og sleða út að Héraðssöndum til að sækja matvörur. Voru þeir komnir á inn eftir. Höfðu gist á bæ yzt í Tungusuúk á laugardagsnóttina en náðu eigi bæjun» kvöidið eftir. Á sunnudagsmorguninn, er veðrið var skollið á, heyrðust hróp þeirra frá Hallfreðarstöðum og Litlabakka. Kalln að var á móti og þeim sagt að koma. Ea þeir hafa þá verið orðnir villtir og eigt getað áttað sig á því livaðan hljóðið tiffil. Daginn eftir fundust þeir helfreðnir nokk- uð fyrir innan Hallfreðarstaði. (ÞaS álít ég villu Austra að á sunnudagsmorgun ítafi heyrst köll frá þeim. Vindur stóð af bæi» um og óhugsandi að köll þeirra hafi heyrzt móti slíku roki til bæja. Köll þau sem hér um ræðir voru á laugardags- kvöldið í iogndrífunni. Sjá sögn Öisnu. H. P.) Ennfremur segir Austri 27. jan. 1965; Skaðar hafa orðið víða í sunnudagsveðr- inu 8. jan. Á Vopnafirði og Bakkafirðb fuku og brotnuðu bátar og skúrir, og á Vopnafirði braut bryggju og geymsluhús, er Grímur kaupmaöur Laxdai átti og tók út lir húsinu mjög mikið af salti. — Bxim» var allvíðast svo mikið að menn mundw eigi slíkt, þó mun það einna mest hafa orðið í Óiafsfirði nyrðra. Gekk það tutt- ugu faðnia á land upp og 18 fet yfir sjáv- armál; braut brimið þar marga báta ag geymsiuskúra. DAUÐI FINNS VIGFUSSONAR 1905 Á PRESTSSKAPARÁRUM séra HaH- gríms Jónssonar á Hólum í Reyðarfírði var um nokkurra ára bil vinnu-maður hjá honum að nafni Finnur Vigfússou. Var hann cinn af mörgum systkinuin. Höfðu foreldrar lians (Vigfús og Þórdís) um eiti skeið búið að Baulhúsum í Reyðarfjrði. (Eftir sögn Óiafar Baldvinsdóttur sauma- konu á Eskifirði). En Baulhús voru í eyði þcgar séra Hallgrímur var á i íólmum. Gætti Finnur þar sauða fyrir prest á vetrum, ásamt Bjarna Eiríkssyni bróður Eygerðar fyrri konu Sigurðar Oddssonar hónda að Kallaleiru í Reyðarfirði, föður Sigríðar Sigurðardóttur, sem aú er Eiús- freyja að bænum Eskifirði. Um 1880 fluíti Finnur frá Hólmum út á Eskifjörð. Keyptu þeir bræður þá, Fisrnur Vigfússon og Guðni, íbúðarhús, scm búift var að reisa undir þak og stóð iisni á svokölluðu Bleiksártúni, skammt smnan við þorpið. Var hús þetta eigu frú Gyðr* Thorlacíus, ekkju Bjarna Thorlacius Iæknis á Eskifirði. Lét hún byggja húa þetta eftir dauða manns síns og æí’íaði að búa þar, en entist ekki aldur til að sjá það full smíðað. Mun þetta hus haf» verið reist milli 1870—18S0, þó œær 1880. — Rifu þeir bræður nú þeíta hús og fluttu það út í mitt kauptúnið. Stencl- ur það þar enn og er jafnan nefnt Fians- hús. Bjuggu þeir bræður, Finnur og Guðni, þar saman, báðir ókvæntír. — Öll þau ár, sem Finnur var vinnumáður á Hólmum hafði hann fé á kaupi sínu. Einnig átti hann nokkrar ær á Ifeigu. hjá bænduin þar í sveit. Átti hann því all- stóran kindalióp þegar hann fór þaðan. Eékk Finnur þá leigðan nokkurn iílutai AT.ÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUPAGSiJLAÐ 3

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.