Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 4
af jörSinni að bænum Eskifirði og retstl J>ar hús fyrir kindur sínar. Var það ær- inn beitarhúsavegur þegar styttist dag- lir og snjór var kominn, og allra veðra var von. Veturinn 1905 mun hafa verið nokkuð snjóþungur hér austanlands. Hafði Finn- ur Vigfússon þá fé sitt að vanda í húsum, sem stóðu á túninu að bænum Eski- firfti. Var annað húsið nær yzt á túninu en hitt á svokölluðnm Hól, sem er beint upp af íbúðarhúsinu, spölkorn í burtu. Gekk Finnur á húsin daglega allan vet- urinn utan frá Eskifjarðar-kaupstað, sem er um tveggja kílómetra leið, tii hirðingar á fénaði sínum. Laugardaginn 7. janúar var áköf snjó- koma seinnihluta dagsins og snjóaði þá ofan á harðfenni. Logn var, en sjón- deildarhringurinn þá ekki nema nokkrir faðmar. — Faðir minn (Páll Þorl áksson) fór þann dag út á Eskifjörð þegar hann hafði Iokið gegningum. Var þá farið að bregða birtu. Fór hann frá Veturhúsum sem leið lá um hlaðið á bænum Eski- firði og eftir veginum, sem liggur gegn- um túnið til þorpsins. Þegar hann var kominn utarlega á túnið í Eskifirði sér hann hvar maður kemur á móti honum og er ferðmikill. Sýnist honum þetta vera Finnur Vigfússon, en skilur ekkert í, hvers vegna hann sé á innleið einmitt nú á þessum tíma þegar hann sé vanur að vera koníiiin heim til sín. Ofurlítið lækjargil bar á milli þeirra og bjóst faðir minn við að þeir myndu mætast á ytri barmi þess. En þcgar hann kom upp úr gilinu sá hann engan mann. Hélt hann áfram leið sína, en var þó tæpast viss hvort um missýn hefði verið að ræða eða hvort maðurinn hefði verið svo fljótur nð breyta stefnu á beitar- húsin, sem stóðu þarna skammt frá, eða nokkru ofar á túninu. (Taldi hann það síðara óhugsandi, að atliuguðu máli). — Átti faðír minn erindi í verzlun Karls Tuliníusar kaupmanns á Eskifirði og fór þangað beina leið. Sá hann þá sér til undrunar að Finnur Vigfússon sat þar á öðrum enda búðarborðsins eins og hans var oft venja á kvöldin, þegar hann var ekki við vinnu. mikil snjókoma. Stormhvinur var í fjöll- um og veðurútlit því mjög ískyggilegt. Hafði snjóað alla nóttina og var fann- kyngi orðið svo mikið, að hvergi sást á dökkan díl. Hafði faðir minn venju frem- ur fljótt með gegningar í gripahús- um sínum, því að lionum skildist að ef eitthvað hvessti mundi geta orðið erfitt að komast leiðar sinnar, þótt ekki væri úm langan veg að fara. Klukkan á cllefta timanum um morg- uninn settist allt heimilisfólkið í Vetur- húsum í svcfnherbergi foreldra minna og faðir minn byrjaði að Iesa húslestur eins og hans var venja á helgidögum. Var snjó-iðan þá svo mikil, að rétt sást út úr glugganum niður á hlaðið. Hvessti þá skyndilega af norðvestri svo mikið, að allt virtist ætla um koll að keyra. Fuku þá rör, sem lágu frá eldavél upp úr þaki á Veturhúsum og fór faðir minn út til þess að koma þeim aftur á sinn stað. Heppnaðist honum með erfiðis- múnum að ná bæjardyrunum aftur, því þótt hann þyrfti ekki að fara frá húsi ætlaði stormurinn hvað eftir annað að hrekja hann þaðan í burtu. Veðurofs- inn hélzt það sem eftir var dagsins og fram á nóítina og var engum manni talið fært frá húsum. Reif þá einnig upp skera svo að buldi á húsunum og rúður brotnuðu. Hafði Finnur Vigfússon farið þennan morgpn eins og hann var venja utan af Eskifjrð? til fjárhúsa sinna. Töldu menn þar Tíst, að hann mundi annað tveggja hafa gist í gripahúsunum. eða náð bæn- um Eskifirði Mánudaginn 9. janúar var farið að létta í lofti, en þó dálitið skýjað. All mikil kólga var og skafrenningur, svo að skyggni var þar af leiðandi ekki mikið. Þegar leið undir hádegi var bóndinn Gunnar Stefánsson, sem þá bjó í Eski- firði, þess var að ekki var hreyft við húsum Finns Vigfússonar. Þóttl honum það ekki góðu spá og gerði viðvart út á Eskifjörð, til þess að upplýst yrði, hvern- ig á því stæði. Var þá þegar háfizt handa um leit. Var fyrst leitað í fjár- húsum hans, ef vera mætti, að hann héldist þar enn við, hefði ef til vill orð- ið veikur eða af öðrum ástæðum ekki komist út, því að fennt var fyrir dyrnar. En með því að dagur var stuttur og veð- ur óhagstætt vannst ekki tími til frekari leitar þann dag. — í birtingu á þriðju- dagsmorgun 10. janúar var hópur manna saman kominn að bænum Eski- firði til leitar að Finni Vigfússyni, sem allir töldu þá andaðan, sem pg 10ca reyndist rétt. Var þá komið stillt veður og bjart. Voru þá kannaðir allir skaflar og gil í nánd við bæinn að Eskifirði og út fyrir Bleiksá, en hún rennur eins og kunnugt er skammt innan við þorpið og skiptir landi milli Eskifjarðarkaupstað- ar og býlisins að Eskifirði. — Um klukk- an ellefu sama dag voru allir leitarmenn saman komnir að Eskifirði, ráðþrota og vonlausir um að þeim yrði auðið að finna lík Finns að svo stöddu. Kom þá einhver leitarmanna auga á einhverja dökka þúst, sem hann átti ekki von á, úti á svokölluðum Hólma sunnan við Eski- fjarðará.1). Reyndist þetta vera lík Finns Vigfússonar, sem lá þar á grúfu. Var það álit manna, að Finnur hefði farið frá fjár- húsi sínu á Hólnum og ætlað heim að bænum Eskifirði, en beitt sér um of í storminn og þar af leiðandi lent niður fyrir framan bæjarhúsin og síðan hrakið alla þessa leið. Finnur Vigfússon varð mörgum harm- dauði hér í þessu byggðarlagi, enda prúð- menni í alla staði, vinfastur og h.iálpsam- ur þeim, sem á einhvern hátt höfðu orðið útundan í lífinu. Veitti hann mörgum fjár- hagslega aðstoð án þess að hafa orð um að krefjast endurgjalds. Finnur starfaði oft sem aðstoðarmaður við heimilis störf (sótti cldivið og vatn og þess háttar) í húsi Karls Tuliniusar kaupmanns á Eskifirði. Mun trúmennska hans og háttprýði hafa verið metin þar að verðleikum, því að hann naut mikillar velvildar hjá allrl fjöl- skvldunni. Sem dæmi um það má geta þess, að einn af sonuin Karls Tuliníusar, Thor Tuliníus stórkaupmaður í Kaup- mannahöfn, lét heita nafni hans og er það sá Finn Tulinius, sem oft hefur komlð til Revk.iavíkur og er mörgum kunnur hér á Iandi. — Þess má geta að í þessu sama veðri eða 8. janúar 1905, varð Bjarni Eiríksson, sá er gætti sauða með Finni Vigfússyni fyrir Hallgrím prest á Hólmum, einnig úti. Átti hann þá heima í Bakkagerði á Reyðar- firði. Var hann einnig að koma frá gegn- ingum, en hafði ekki komizt upp úr lækjar gili, sem er utan við íbúðarhúsið. Biarni var kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur, systur Sigurbjargar konu Bóasar Bóas- sonar, sem bjó að Stuðlum í Reyðarfirði. Dóttir Bjarna, Valgerður Bjarnadóttir, er á lifi og gift Jónasi Bóassyni frá Stuðl- um í Reyðarfirði. Er heimlil þeirra að Bakka í Reyðarfirði. Skrifað 30. desember 1956. Bergþóra Pálsdóttir (frá) Veturhúsum. í) A þessi rennur eftir mlðjum Eski- fjarðardal, en bærinn að Eskifirði stendur undir hlíðinni að norðan. — Dalurinn liggur í austur og vestur. — B. P. Frh. á bls. 10. AUGNABLIK... LITLA barn, vissulega elska foreldrar þínir þig og vilja allt fyrir þig gera. Þau kaupa handa þér brjóstsykur og gjaman eina „kók“ þegar þú rellar og biður um „gott“. Svo þegar þú verður 12—13 ára hlaupa þau viljug undir bagga þegar þú þarft að fara til tannlæknis. En það er rvilji foreldranna, að barnið þeirra verði ekki með skemmd ar tennur þegar það gerizt maður. Þess vegna horfa þau ekki í nokkuð hundruð krónur til tannlæknisins. Foreldrar þínir eru góðir foreldrar, og vilja láta að óskum þínum. Þegar þú ert stautfær, þá kaupa þau viku- blöð handa þér, svo þú getir lesið myndasögumar. Nei, þú ert enn alltof ungur til þess að lesa framhaldssöguna „Framhjátökur unnustaprestsdótturinnar“. Þú átt aðeins að lesa myndasögurnar, þær eru þér ætlaðar. Svo hefur þú lesturinn og gleypir í þig hvert orð, því þér finnst gam- an að myndasögunni: „Sjáið kabbojinn! Kvað? Ribbnaði eikkvað? Skamma stín! Akkvurju varsta bregða? Vertekki firir! Jattla fá pakka! Skeggi á amili. Evða værekki þú, mundi ég engu trúa. Kvað sagðann" „Vartekki c :ennó“ Jú, þetta var óskaplega spennandi og skemmtilegt. En bíddu 'litla barn, þú hefur ekki notið állra gæða æskunnar ennþá. Það er vel ivið þig gert, og 10 til 13 ára ertu orðinn stór og stæðilegur, svo þú ferð á kvikmyndahús, þar sem myndir bannaðar börnum eru sýndar. Pabbi segir að þú megir :vel fara, og þá er all't í lagi. Auðvitað skilurðu ekki orð í enska textanum, en úr því hefur verið bætt af hálfu kvikmyndahússins, sem vissi hvað þér kom, ungi, efnilegi „kúnni“. Þegar spennan er hvað mest, þau standa andspænins hvort öðru, hún með tárin í augunum, en hann með hörku drætti um munninn, þá segir hann setninguna, og allir standa á öndinni: Hverju svarar hún? Harmleikurinn nær hámarki í setningu hennar, og þú gleypir hana í þig á ís- lenzkunni: „Og svo segir þú þetta uppí opið gynið á mér.“ Hræðilegt, og af því konan við hliðina á þér grætur, þá mátt þú ivart tárum halda. Myndin er stórkostleg. Það var einstaklega gaman að þessarri mynd, og þess vegna suðar þú í pabba að fá peninga fyrir bíómiða þar til hann lætur eftir þér af ást sinni. í þetta skipti verður þú að lesa prógrammið vandlega fyrir sýningu, því enginn skýringartexti er með sjálfri myndinni. Og þú verður ekki fyrir vonbrigðum: „X verður straaks hrifinn af lois. Eir nú byrtist Z á ný. Hann hefur fengið nýjann félaga . . . eru þingri á met- imum, — . . snyllingur.“ „Snyllingur“. Þar kom rétta orðið. Maðurinn, sem þýddi prógrammið hefur verið „snyllingur“. Já, vinur, þú ert orðinn 12—13 ára, og hefur lifað sitt af hverju. Þú ert kominn með skenundar tennur, og ert á leið til tannlæknis. En veiztu, að þú ert einnig með aðra meinsemd? Sú meinsemd sést ekki þegar þú brosir, og þess vegna færðu enga peninga til að fara til læknis. Litli vinur, lestu hinar fögru íslenzku bókmenntir, og þér mun opnast nýr heimur, og meinsemdin hrekjast úr brjósti þínu, málinu verða borgið í munni þínum! 4 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.