Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 8
FYRIR nokkrum árum birtiát endurprentuð grein í Read- ers Digest eftir J. C. Furnas, sem upphaflega birtist í ritinu árið 1935. Ekki er ofmælt, að sú grein hafi verk- að eins og hnefahögg í andlit þeirra, sem lásu hana —• um verkanir hennar er ogerlegt. að segja með nokkurri vissu, en víst má telja, að hún hafi orðið ýmsum ærið umhugsunarefni og ef til vill reynzt ýmsum nægileg við- vörun. Grein þessi fjallar um umferðina, slysin af völd- um hennar, hræðileg og óhugnanleg. 9vitann, blóðið og tárin bak v:ð þurrar tölurnar, sem birtast í skýrslum þeim, sem almenningur sér í blöðunum. í sambandi við rabb ok^ar um umferðarlögregluna, annars staðar í blaðinu í das. birtum við hér úrdrátt og enidursögn úr þessari grein. Hún á jafnt erindi til okkar — og ekki síður, því hér gerast hlutir, sem fæstir gera sér ljóst hve ógurlegir eru. Hér á vegunum er allt of mikið af „köldum körlum“, sem taka ekki tillit til eigin getu, bifreiðarinnar eða til vegfarenda. Hvað bá að þeir komizt svo langt, að þeim detti sá möguleiki í hug — að þeir verði næstir á líkbörurnar. TOLTJR segja ekki allt, einn maður fórst í bifreiðarslysi þarna í gær, tveir dóu hérna í dag. Þessar staðreyndir segja okkur ósköp lítið. Tölurnar segja ekki, hvernig slysið varð, tölurnar sýna ekki limlesta líkamina. Það getur verið, að við stöldrum við og hægjum ferðina nokkra daga, er við heyrum, að vinur okkar liggi nú á sjúkrahúsi með broUð bak, en innan viku erum við að öllum líkindum búin að gleyma því, að það sama geti komið fyrir okkur. — Það, sem við þörfnumst, er lifandi og stöðug umhugs- un um það, að í hvert skipti, sem við stígum fastar á benzíngjöfina, glottir dauðinn í sætinu við hlið okkar, og bíður þolinmóður eftir slysinu, sem er á næsta leiti. Hér í Bandaríkjunum hefur stöku dómari tekið upp á þv£, að senda um- ferðarlögbrjóta í líkhúsin til að líta á fórnarlömb umferðarinnar. En jafnvel illa leikinn líkami í köldu líkhúsi segir okkur svo ósköp lítið um óhugnað slyss- ins. Þann óhugnað myndi ekki einu sinni listamaður, sem vanur er að gera skilti til aðvörunar, voga sér að reyna að laða fram í mynd sinni. Sú mynd þyrfti þá líka að hafa eigin- leika kvikmyndarinnar og tal hennar og tón. Sú mynd sýndi vanmegna tilraun- ir liins limlesta til að standa upp, ein- kennileg, sogandi hljóðin, stunurnar, vaxandi og hræðilegar, þegar áhrif lostsins eru að hverfa úr líkamanum sundurskornum. Hún yrði að geta sýnt ánalegan svipinn á manni undir áhrifum losts, er hann starir á brotinn fót sinn, sem liggur eins og z undir honum. Hún yrði að sýna áhrifin af vitfirringslega samanböggluðum líkama barns, sem Iiggur á jörðinni með beinin moluð inn á við, myndin væri ekki ljós, án þess að sýna óða konuna, sem æpir og æpir svo að það myndast hola í blóðugri kless- unni, sem eitt sinn var fallegt andlit. Smáatriði myndu sýna beinenda, sem standa út úr skinninu og dökkleita, vess- andi flekki, á líkama manns, þar sem föt og húð hafa flegist af í einu. Þessa mynd, sem aldrei verður mál- uð, hefðir þú, lesandi, gott af að líta vandlega á. Hafir þú kjark til að aka hratt og voga lífi þínu, ættir þú einnig að hafa kjark til að líta á afleiðingarn- ar. Þú getur ef til vill ekki ekið sjúkra- bílnum eða liorft á, er læknirinn beygir sig yfir dauðalegan líkamann í sjúkra- húsinu — en þú getur lesið — sá, sem þetta skrifar, getur ekki gert að því, þó staðreyndirnar séu ógurlegar. Bíllinn er varasamur, en oft er erfitt að imynda sér að hann geti orðið verk- færi í hendi dauðans. Það er gaman að tala um það, að bíllinn þinn fari 65 mílur eins og að drekka vatn — 65 míl- ur — eitt hundrað fet á sekúndu. En slíkur hraði er þér ofviða undir flestum kringumstæðum, ef eitthvað út af ber. Þú ert ekki lengur í dásamlegum lúxus- bíl, sem hlýðir hverri minnstu hreyf- ingu þinni, þú ert í farartæki, sem minn- ir mest á fíl, sem hefur orðið óður og æðir beint af augum, án þess að neinn fái við ráðið, hvar ferð hans endar. Arekstur, velta eða hliðarsveifla, hver þessara tegunda slysa. veldur annað hvort snöggum ferðalokum eða algjörri breytingu á stefnunni, og þar eð far- þeginn — það er að segja þú — heldur áfram í gömlu stefnuna, verka allir hlutir í innviðum bilsins, sem hamrar, spjót eða sagir, sem miða að því að lemja þig, hakka og stinga, — án miskunnar. Eng- inn möguleiki er til að vinna að gagni gegn þessu lögmáli. Það er eins og að velta niður Niagara i stáltunnu, sem hefur verið sett gödd- um að innan. Það bezta, sem hent get- ur, er, að þú kastist út úr bilnum, svo að þú þurfir ekki að fást við annað en jörðina. Reyndar er áreksturinn eins og þér hefði verið skotið úr fallbyssu, en þér er að minnsta kosti forðað frá pín- ingartækjunum inni í vagninum, sem ör- skammri stund áður voru aðeins falleg- ir húnar, hjól og tæki — að ekki sé minnst á glerið. Allt getur gerzt á því sekúndubroti, sem slysið verður, — allt. Það kemur fyrir að fólk sleppur með skrámur úr slys- um, sem hefðu átt að verða hryllileg dauðaslys að öllu eðlilegu. Bílar hafa rekizt saman, svo að vart var lengur bíl- lag á þeim, en bílstjórarnir sloppið 6- skaddaðir. Eitt sinn ók bíll út af, niður bratta brekku, hvolfdi og beyglaðist svo, að ekkert viðlit var að ná fólkinu út án logsuðutækja. Bílstjórinn gekk eftir það allt að því ómeiddur út — en móðir hans var enn í bílnum, dálítil tréflis úr toppnum, rekin nokkra sentimetra inn í heila hennar — afleiðing þess, að sonur- inn hafði ekið fyrir beygju heldur hratt. Það var ekkert blóð, — engin brotin bein, aðeins aldin og þreytt kona, látin — og enn hélt hún fast utan um veskið sitt í keltunni, eins og hún hafði gripið um það, er bifreiðin valt út af veginum. A sömu beygju ók bíll á tré mánuði síðar. I miðju framsætinu fundu björg- unarmennirnir níu mánaða gamalt barn, óskaddað með öllu, umhverfis það lágu glerbrot sem hráviði. Dauðinn hafði misst af bráð sinni — en sitt hvorum megin við barnið voru foreldrar þess, látnir. Höfuð beggja liöfðu rekizt á mælaborðið og brotnað. Vagn, sem veltur og skríður niður brekku, getur vafizt svo utan um hlut á leið sinni, t. d. tré, að endarnir nái saman. I slíku slysi varð það einu sinni, að tvær konur, sem verið höfðu í bíln- um, urðu allt að því að einni óhugnan- legri, blóðugri hrúgu, svo vart varð séð, hvor var hvor og ómögulegt fyrir lækn- ana við líkskurð að greina, hvort þær hefðu dáið af hálsbroti eða hjartabilun. Bílar sem velta valda aiveg ákveðn- um tegundum áverka. Hálsbroti, hrygg- broti, brotnum hnjám og herðablöðum, rif- broti. Rifbrotið er ekki eins einfalt og virðist, því brotnu rifjaendarnir stingast venjulega inn í lungu og hjarta, þegar bíllinn veltur með æðisgengnum liraða og hristingi. Yfirleitt er farið að nota öryggisgler í bíla nú orðið, en ekki einu sinni það, er fullkomið öryggi. Rekizt bíllinn á eitt- hvað á miklum hraða, kemur það fyrir að höfuð farþegans rekst á rúðuna, fer £ gegn, en axlirnar verða eftir inni í bílnum, því glerið heldur. Það hefur komið fyrir, að slikt hefur verið eins áhrifaríkt og fullkomin fallöxi. Fari bíll út af veginum og endi ferð síná á timburgirðingu, kemur það fyrir, að einhver spýtan finnur leið inn í gegn um framrúðuna, þar sem hún sníður höf- uð bílstjórans eða farþegans af. Slíkt er reyndar oftast hálf óhönduglega gert. Eða farþeginn kastast út úr bílnum gegn um rúðuna og lendir ofan á einhverjum staurnum. Bílstjórinn getur þá sem hæg- ast setið eftir með stýrisstöngina gegn um magann. Allt þetta er aðeins það, sem venju- lega gerizt við slík tækifæri. Til þess að lögregluþjónarnir eða lælcnarnir muni þig sérstaklega í fjöldanum, verð- ur að koma fyrir þig eitthvað álíka óg- urlegt og fyrir konuna, sem rak höfuðið í gegn um framrúðuna, svo að glerbrot- in stráðust yfir og í gegn um hina far- þegana og um leið og bíllinn valt, valt hún jafnframt með liálsinn eftir kant- inum á umgerð framrúðunnar, svo háls- inn var skorinn frá eyra til eyra, en hún fannst. Framhald á 10. síðu. 8 SUNNUDAGSBLAÐ - ALPÝÐUBLAÐID

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.