Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Side 5

Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Side 5
8em hann opnaði sparibaukinn sinn og tók út silfurdollarinn. Þennan dag hafði Davíð brosað í kirkj- unni. Honum hafði fundist sem bless- un hvíldi yfir sér. Hvað hafði hann sagt á síðustu páskum? Hann gat ekki munað það. Hann vissi aðeins, að orðin höfðu komið frá hjarta hans — sprottin af djúpri sannfæringu og trú, sem aldrei hafði reynt á. Nú hafði reynt á trú hans og hún hafði ekki reynzt nóg. .. Það var komin dögun er hann loks hafði lokið við prédikun sína. Hann stóð dpp, teygði stirða limina og gekk út til að gá til veðurs. Dagurinn var fagur, kyrrlátur og þögull, fáeinar frostrósir glitruðu enn á dökkri jörðinni. Aður hafði slíkur dagur alltaf glatt hann ó- endanlega mikið. Hann snéri frá glugg- anum með andvarpi. Aðeins ef hann gæti sofið. En hann gat vart nokkru sinni sofið að gagni nú orðið. Hann lokaði augunum og um leið tók efinn að naga hann, spurningarnar að vakna. Hann tók upp handritið að ræðu sinni, orðin um líf eftir dauðann, sem áður höfðu komið til hans óbeðin á hverjum páskum. Þau höfðu alltaf hljómað svo full af öryggi og óbifanleik. Nú • vissi hann ekki, hveriu hann gat trúað. Hvernig get ég leitt aðra, hugsaði hann Jneð . sér, þegar ég get ekki 'einu sinni stjórnað hugsunum mínum og hjarta? Og enn síðar, er Davíð stóð í prédik- Unarstólnum, hlustaði söfnuðurinn á hann eins og alltaf áður, hugfanginn og þög- ull, fólkið trevsti á hann og trúði því, sem hann efaði nú sjálfur. Rödd lians var lágvær og honum fannst sem á hjarta sínu hvíldi þungi mikillar sektar. Ef hann varaðist að horfa beint fram gat hann komizt hjá því að sjá frémsta bekkinn með auða sætinu við hlið Mar- grétar. Hann opnaði biblíuna og tók að lesa söguna um upprisuna: ,.. og við lok hvíidardagsins, er birti af fyrsta' degi vikunnar, komu María Magdalena .. og sjá, það varð mikill landskjálfti: Því engill Guðs sté af himnum ofan .. svip- ur hans var sem elding, klæði hans hvít sem snjór........” Rödd hans skalf, dó út. Hann gat ekki annað en litið niður á fremsta bekkinn — þar sá hann grænan og svartan frakka og ljósan koll, hneigðan í bæn. Honum fannst sem hjarta sitt myndi stöðvast — en svo mundi hann. Það var auðvitað Billy — frændi Jóns. Hann hélt áfram með guðsþjónustuna, neyddi sjálfan sig til að tala af öryggi. En andlitin fyrir augum hans voru sem í móðu, og páskaliljurnar, sem skreyttu kirkjuna virtust fljóta. . A eftir, er hann stóð á kirkjutröppun- um og heilsaði söfnuði sínum, tók hann í hönd Billys og andartak barðist hann við að ná valdi yfir tilfinningum sínum. „Þessi frakki,” sagði hann og reyndi að vera glaðlegur. ,Hann er alveg eins og frakki, sem Jón átti. Mér — mér brá bara, þegar ég sá hann.” Billy leit upp til hans alvarlegur og hreinn á svip. „Jón gaf mér hann,” sagði hann lágri röddu, „daginn, sem hann fór á sjúkra- húsið. Hann sagðist vllja, að ég fengi hann. Mamma vildi ekki, að ég væri í hon- um í dag, — en ....” Davið lagði hönd sína á öxl drengsins, á öxl frakkans, sem einu sinni hafði ver- ið eign sonar hans og allt í einu greip hann lönguri til að kalla allan söfnuðinn aftur saman — kalla allt fólkið aftur og segja því frá því, sem hann hafði verið of blindur til að sjá: Að enginn dauði var til, því jafnvel gerðir lítils barns gátu haldið áfram að lifa eftir það. Jón hlýtur á einhvern hátt að hafa vitað, að hann myndi deyja, . hugsaði hann. En hann sagði aðeins: „Það var gott, að frakkinn skyldi vera þér mátulegur, Billy. Nú komið þið heim með okkur, þú og mamma þín. Okkur langar til, að þú dveljir í herbergi Jóns.” Hann fann hendi Margrétar á hand- legg sínum og áður en hann snéri. sér að henni, vissi hann, að hún brosti. . Herbert A. Francis. Hvað er falleg manneskja? Orðabæk- ur skilgreina hugtakið einhvernveginn á þá lund, að falleg manneskja „orki þægi- lega á skilningarvitin eða fegurðarskyn- ið.“ En kvenlega fegurð er erfitt að skil- greina. „Fegurð” byggist á því, h v e r sá er, sem metur hana. Konur hafa annan smekk en karlar. Þeim fellur bezt það, sem er snoturt, á- ferðarfagurt, slétt og fellt. Vandvirknis- leg hárgreiðsla er til dæmis eitt af því, sem hrífur þær. Þegar kona metur útlit kynsystur sinnar, skoðar hún hvert smá- atriði út af fyrir sig, en karlmenn méta konur eftir þeim heildaráhrifum, sem þær hafa á þá, og kemur þá fyrst til greina þokki, vaxtarlag og framkoma. Það eru fyrst og fremst tvær gerðir af kvenfólki, sem karlmönnum geðjast bezt að : Sú fyrri er fyrir augað, og karl- menn dást að þeim konum. En þeim líð- ur. yfirleitt ckki vel í návist þeirra í ró og næði fyrir framan arininn. Með öðr- um orðum: Karlmenn líta fremur á þær sem augnayndi en íélaga til Iangframa. Hin tegundin er stúlkan, sem hefur ekkert fyrir þvi að vera vingjarnleg og elskuleg og er líkleg til að vera góður og skemmtilegur félagi, hvort sem væri á námskeiði í golfi eða á heimili. Samræmi í hlutföllum andlits og lík- ama er nauðsynleg undirstaða allrar feg- urðar, en fleira þarf til. Til skrifstofu minnar koma stúlkur, sem standast með prýði öll mælingapróf, en því fyrr sera ég losa mig við þær, því betra. Göngulag þeirra er eins og þær væru að hossast á hestbaki, raddir þeirra skrækar og andj- lega hliðin ekki upp á marga fiska. Stúlka, sem er falleg í þess orðs réttár merkingu, hefur innri glóð, því hin sanné* fegurð kemur innan frá. Þetta sannast bezt á því, að flestar konur eru falleg- astar og elskulegastar á brúðkaupsdag*- inn. Eft.ir mínum smekk getur kona ek?$ verið falleg nema hún sé þroskuð á seitv flestum sviðum, hafi fullt sjálfstraust, og áreynslulaust samspil ríki milli hugar og líkama. Stúlka getur haft laglegt anciiit áður en hún er 28 ára gömul, en venju- lega hefur hún ekki 1 i f a ð nóg til þesrr aldurs til að djúpstæðar tilfinningar getl speglast í ásjónu hennar. Eg er á öndverðum meiði við fegurðar- sérfræðingana í Hollywood. Þeir þurrfca burt það, sem er eðlilegt í útliti og fari leikkvennanna, og búa til „sviðsljósa- brúður" með því að draga fram það, scm gleður augað um stundarsakir. Þeir breyta ferskum ávöxtum í niðursoðna á- vexti. Flestar fyrirsætur, sem ég þekki til, eru einlægar, óþvingaðar manneskjur. Ann- ars eru þarr ekki hæfar til að vera ljósp myndaðar með árangri við hliðina á ryk- sugunni eða kæliskápnum. Og þegar þær Framhald á bls. 8. VIÐ höfum nú athugað lítiff eitt, hvernig Francis Bacon lifffi og dó, en eftir er aff skyggnast bak viff tjöldin og líta á þaff ævistarf hans, sem lengst mun halda nafni hans á lofti. Ætla má í fljótu bragði aff öll sú barátta, sem Bacon átti í viff aff afla sér veraldlegs gengis — svo og þau störf, sem hlóffust á hann er tindinum var náff, hefffi reynzt honum yfriff nóg til dundurs. En Bacon var mik ill starfsmaffur og lét enga stund ónotaffa, þar aff auki hugsaffi hann mikiff um hagnýtingu tímans —- og hefffi sjálfsagt þótt hinn merkilegasti maffur í hópi sérfræff- inga £ margumtalaffri vinnuhagræffingu nútímans. Til marks um þaff er eftirfarandi frásögn: Vinur hans einn lét þá skoffun í ljós viff hann, aff þaff væri mjög til aff styrkja og lyfta hugsunum skriffinna, ef leikin væri hljómlist í næsta herbergi viff vinnuher- hergiff. Bacon lét ekki segja sér þetta tvisvar, hann réff «1 sín hljófffæraleikara og á hverju kvöldi í heila viku lét hann þá leika hljóðláta tónlist meffan hann vann í næsta herbergi. Aff vikunni liffinni lét hann þá fara. Næstu viku vann hann án „undirleiks“. Niffurstaffa Bacons af samanburði á vinnubrögffum síuum, viff þessi mismunandi skílyrffi, var sú, aff þaff færi eklti á milli mála, aff hljómlist væri mjög mikil hugarhressing. Að þeirri niffurstöðu fenginni lét Bacon jafnan leika hljóm- list, er hann sat viff skrifborð sitt. Þannig var Bacon. Hann vildi rannsaka allt sjálfur — líka sem hugsuffur og vísindamaffur. I þann tíff réffi skólaspekin enn lögum og lofum. Bacon tók sér fyrir hendur aff berjast gegn henni. llann vildi rannsaka nátt úruna. Færa hugsunina inn -á nýjar brautir og þaff gerði hann ótrauffur. Voltaire kvaff eitt sinn svo á um hann, aff hann hefffi ekki þekkt náttúrúna, en hann þekkti og sýndi fram á allar leiðir til hennar. Rannsóknir Bacons ullu ekki byltingu á svipstnndu, en hann vísaði þeim, sem á eftir komu á nýjar leiffír og varff þannig mikill brautryðjandi. Grundvöll þekkingarinnar taldi hann eiga aff ver;k reynzluna. Á henni skyldi ávallt byggja. En reynzlup» skyldi móta og samtengja á nýjan og nýjan hátt. „Viff skulum ekki fara aff eins og köngulóin og spinn» allar hugmyndir okkar úr eigin brjósti, — lieldur skul- um viff fara aff eins og býflugurnar, viff mefftökum hrá- efniff og vinnum úr því“. Meff þessum Iiugmyndum variV Bacon upphafsmaffur Empirismans og undanfari nýrr* heimspeki á mörgum sviðum. Grikkir höfffu einkum. fengist viff sifffræði og stærfffræffi, Rómverjamir viff réttarheimspekina, miff aldirnar viff Gufffræffina. En samtíff Bacons var öll önuur og ríkari af þekk- ingu og nýjum uppgötvun- um, en fyrri tíffir. Sjón- deildarhringur manna hafffi m.iög víkkaff á tiltölu leea skömmnm tíma, mögu leikar manna á öllum sviff- um höfffu mjög aukizt. Baeon kynnti tíma náttúruvísindanna. Meff rannsóknr á náttúrunni átti maðurinn að geta orffiff herra náttiu- unnar, náttúrukraftanna, náttúruauðlindanna. Þekking- in átti aff auffga líf mannsins. Nútíminn á Francis Bacon mikiff aff þakka. Hann verff- ur tvímælalaust talinn meff mestu hugsuffum, þó aldír renui. Viff getum hneikslast á valdagræffgi hans og til- litsleysi,- en löngu eftir aff þaff allt er gleymt, lifa orð hans, þau sem vísaff hafa vísindamönnum og hugsuðun* leiðina fram á viff. AífÞÍBL’BLAÐIÐ - SUNNUDAG§BLAÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.