Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Qupperneq 7

Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Qupperneq 7
KAUPMAÐUR í REYKJAVÍK Sumarbústaður lEtdriða og GuS* rúnar i Laugar- daf. ÞA LOKS áttaSi ég mig á því, að ég hafði hlaupið hrapallega á mig. Ég hafði nefjii- lega stungið upp á miklu lægri upphæð en nókkur hafði búizt við. Þegar ég nú hafði þessa peninga í höndunum, gerði ég alvöru úr því að kaupa Þingholtsstræti 15. Voru samningar gerðir og gengið frá kaupunum 14. maí 1941. Þarna í húsinu var verzlun og féllst ég á, að kaupmað- urinn ræki hana áfram til 1. október. — Sagði ég honum líka upp með þriggja mánaða fyrirvara. Eg snéri mér síðan að því, að selja kýmar og hafði ég uppboð á búshlutum og yfirleitt öllu því, sem kaupmaðurinn nýi taldi sig ekki þurfa á að halda í verzlun sinni. Ekki flutti ég í Þingholtsstræti 15 fyrr en 1. október um haustið. Þann 9. sama mánaðar fór ég að verzla í búðinni og hét búðin Ind- riðabúð. Þessa atvinnu stundaði ég til 1. júlí 1953, en þá veiktist ég hastarlega af gikt. Eg hafði ekki verið kvellisjúkur um dagana. Eg kyiðslitnaði tiltölulega ungur og barðist við kviðslitið áratugum saman, en tvisvar lagðist ég undir upp- skurð og var gert að meininu. Nú tók gigtin mig svo hastarlega, að varla var hægt að segja að ég hafi verið rólfær. Eg fór næstum því í hnút, ef svo má að orði komast. Eg leitaði margra ráða, en ekkert dugði. Loks snéri ég mér þangað, sem ég hefði átt að leita frá upphafi, ég bað guð um hjálp. Svo brá við, að ég læknaðist. Þetta veit ég og svo getur hver sem er, lagt þá meiningu í orð mín, sem þeir vilja. „ENN ER ÉG Á AUSTTJRLF,I«“. Þegar ég veiktist af gigtinni leigði ég búðina — og hef leigt hana síðan. Frá því ég hætti kaupmennskunni hefur hver dagurinn liðið af öðrum, hver mánuður- inn og hvert árið án umsýslana. En er það ekki einmitt svona með okkur gömlu mennina? Eg hef farið í nokkrar ferðir um landið mitt og kynnst því betur en ég hafði tækifæri til á manndómsárun- um og starfsárunum. Eg dvel í Laugar- dalnum á hverju sumri, var fyrstu árin á Snorrastöðum, en byggði svo sumar- bústað þar 1950. Eg fer snemma vors á- samt konu minni, og þar dveljum við fram að hausti. Við unum okkur vel í dalnum, og ég rölti um hann fram og aftur, geng upp um hæðirnar og skóg- ana, heimsæki vinafólk mitt og ræði við það. Ég sit við árnar og lækina ng leita að bernskusporum. Eg leita eftir fuglun- um og nýlega sá ég andahjón, sem skopp- uðu . niður smáfoss í læk alveg eins og þau gerðu, þegar ég var lítill snáði, — og ég skammast mín ekki að segja frá því, að ég táraðist, en veit ekki hvort það var af söknuði eða gleði. Eg er sannfærður um það, að ég hef sáralítið breytzt síðan ég var linokki, enn eru sömu strengirnir í sáiarfýlgsnum mínum, enn sami ilmur- inn í nösum. Það er rétt, sem haldið hef- Ur verið fram, að við erum í raun og veru sáralítið annað en við vorum heima í bernsku. Við slípumst, spillumst kann- ski eitthvað, en innrætið er hið sama. Eg hef alla tíð haft yndi af félagslegum málefnum og reynt að taka þátt í félög- um. Eg hef stofnað eða átt mikinn þátt í að stofna þrjú ungmennafélög, og er heið- ursfélagi í tveimur. Eg hef verið mjög lengi í Góðtemplarareglunni og sæki þar enn fundi. Mér þykir gaman að dansi — og dansa enn við tækifæri. A gamalsaldri fór ég í Námsflokka Reykjavíkur og lagði stund á málanám, m. a. þýzku. Eg reynd- ist ekki slakari við námið en aðrir. Eg hef verið sagður fastheldinn á fé, en mér finnst það ekki sjáifum. Eg fór alltaf var- lega, en var aldrei hræddur við að reyna nýtt Eg held að ég liafi 'aldrei farið mér að. yoða vegna fyrirhyggjuleysis eða af hægt að leggja mér það út til lasts, þó að mér, .— bóndanum úr hellis'bús/apn- um, tækist ekki að átta mig á fyrstu skrefum verðbólguskessunnar og því fór sem fór, þegar ég seldi bænum Eskihlíð. Við Guðrún mín höfum í raun og veru alltaf verið hamingjusöm. Vitanlega hefur nokkuð skipst á um skin og skugga. Veik- indi litlu dóttur okkar fengu nokkuð á okkur, en við tókum þeim eins og mönn- um sæmir. Dóttir okkar, Olöf Svava, er gift Guðmundi Benedikt Sigurbjörnssyni húsasmíðameistara, og þau hafa eignast fjögur börn, en eitt misstu þau. Þrjú böm höfum við tekið til okkar og alið upp: Þórir Jónsson kom til okkar eins árs gam- all og Guðrún Harðardóttir á fyrsta ári, en Ingibjörg Tómasdóttir kom til okkar ellefu ára. Astæður voru þannig, að þau urðu um kyrrt hjá okkur Guðrúnu minni. Þegar ég lít yfir farinn veg, er ég á- nægður með mitt hlutskipti og ég held að mér sé óhætt að segja það, að Guðrún mín sé það líka. Við byrjuðum ekki stórt. Það var svo sem ekki glæsilegt, þegar við gengum inn í hellinn nýgift, en allt hefur blessast — og nú er allt öruggt, efnin nóg, dagamir fullir af önn — og nú er sól enn einu sinni að hækka á lofti — og ég farinn að horfa til austurs. — Bráðum grænka^- allt í Laugardal. ERIU Ul- BLINDUR? VINUR minn benti stoltaralegur á ný- málað húsið sitt og mælti: „Þetta gerði ég sjálfur. Hvernig finnst þér?” Skærblár liturinn á húsinu var svo æpandi, að hann vakti athygli, jafnvel úr mikilli fjarlægð. „Húsið er vel málað,'’ anzaði ég. „En liturinn er — heldur sterkur, ekki satt?” „Hvað ertu að segja?” Vinur minn virti mig undrandi fyrir sér. „Kallarðu stein- grátt, sterkan lit?” Nú var komið að mér að undrast. „Sýniet þér þetta steingrátt, maður? Þú hefur málað húsið skærblátt!” Það tók mig stundarkorn að sannfæra vin minn ■ um, að mér væri fúlasta al- vara. „Ef þetta er rétt hjá þér,” sagði hana loks, „hlýt ég að vera litbHndur.” Auðvitað var hann litblindur, en hana hafði lifað nærri fjörutíu og fimm ár, áa þess að vera sér meðvitandi um þennaa sjóngalla. Og hann er ekki eini maður- inn í veröldinni, sem svona er ástatt með. Brezkir sórfræðingar í þessum efnuia segja, að -sumir húseigendur hafi málað hús sín skærblá í þeirri trú, að liturinn hafi verið fölgrænn. Dalton, efnafræðingurinn mikli, sem var kvekari og hélt sig að hinum hóf- sama smekk þeirra, kom mömmu sinni einu sinni á óvart með því að færa henni að gjöf á sextugsafmælinu skarlatsrauða sokka! Hann stóð nefnilega í þeirri mein- ingu, að þeir væru gráir. Litblinda er að færast í vöxt. Talá þeirra litblindu hefur aukizt um tólf af hundraði. Fjórir karlar af hverjum hundr- að í Bretlandi geta ekki gert greinar- mun á rauðu og grænu. Hjá konum er hlutfallið miklu skárra — eða ein litblind af hverjum tvö hundruð. . Skaðlegasta tegund litblindu er sú, að geta ekki gert greinarmun á rauðu og grænu. Kvilli þessi gengur að erfðum, stekkur frá afa til sonarsonar, — og dóttir litblinds föður, þótt hún sjálf hafi heil- brigða sjón, getur borið kvillann til sona sinna. Hvernig geturðu gengið úr skugga um, að þú sért ekki litblindur? Einfaldlega með því að gangast undir hið svonefnda „Holmgren Wool”-próf. Þetta er mjög einföld aðferð og krefst einskis annars en smábúta úr ull af ýms- um litum, og einnig þarf að vera til stað- ar aðstoðarmaður, sem ekki er litblindur. Ullarefnisbútarnir þurfa að vera í eftir- farandi litum: ljósgrænn, dökkgrænn, mó- rauður, appelsíngulur, ljósgulur, ýmsum. mismunandi brúnum, bláum, blágrænum, purpurarauðum, fjólubláiun, ljósrauðum Frh. á bls. 8. Indriði við þýzkunám í Námsflokkum Reykja- víkur. því ;að ‘égrhafi.dátið máliri dankast, nei, það ,héf .eg ekÉí'gért. Hins. vegar er varlá Indriði á Laugardal. sínum uppáhaldsstöðvum, austur ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAG SBLAÐ )

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.