Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Side 2
lOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO'
ooooooooooooooooooooooooooooooooo
0 0
0
$
0
0
0
0
Þorlákur Þórarinsson:
ILLMALUG TUNGA
Málug tunga mæðir,
margan vosi bræðir,
þjáir, þyrnum klæðir,
þegar hún spýr og æðir;
hrekkjum ann, en hryndir sann,
hryður skömm og læðir;
oft á þanh, er ei til vann,
illu marki slæðir;
sjaldan tefur svörin grá,
sakir vefur til og frá,
kerskinn hefur kjaft upp á,
klípur, jagar, hæðir;
stundum gefur stirða spá
stílinn grefur dýpra þá
hvinum skefur hvoftinn blá,
hrakóskunum flæðir;
iglóðir vítis glæðir,
grimmar yrjur skæðir,
flest afgæðir, frið hræðir
Svoddan munnur þokkaþunnur
þrif á jörð ei græðir,
hrós né hylli þræðir,
heilög skrift það ræðir.
0
0
0
t
0
0
0
0
0
0
0
<>
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
ð
0
0
0
0
0
<>
0
0
0
<>
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
ooooooooooooooooooooooooooooooooo
403 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
EIN AF PÚÐURTUNNUNUM
í heiminum í dag er eyjan For-
mósa, þar sem stjórn kínverskra
þjóðernissinna situr enn að völd-
um sextán árum eftir að hersveitir
kommúnista hröktu hana frá meg-
inlandi Kína. Pekingstjórnin gerir
kröfu til yfirráða yfir eynni, en
hefur enn ekki lagt í að fyigja
þeirri kröíu eftir með vopnavaldi.
Vonandi tekst að koma í veg fyrir
vopnuð átök um Formósu í fram-
tíðinni, en þar íyrir sakar ekki að
gera sér grein fyrir því, að For-
mósa íelur í sér hættu, sem getur
hvenær sem er orðið veruleiki. Það
er þess vegna ekki úr vegi, að
verja nokkru rúmi til kynningar á
sögu þessarar eldfimu eyju.
Formósa er stór, aflöng eyja
undan strönd Suður-Kína. Að
vestanvcrðu er eyjan láglend, og
hafnir eru þar víða góðar, en hún
smáhækkar til austurs, og austan
á eynni liggur fjallgai'ður frá
norðri til suðurs. Hæsti tindurinn,
Mt. Morrison er meira en 4.000
metra hár, og austurströndin er
víða klettótt og skipum þar ófær
lending.
Saga eyjarinnar er í vissu tilliti
saga um baráttu milli menningar-
strauma úr þremur áttum. For-
mósa er um 90 mílur frá austur-
strönd Kina, 225 mílur norður frá
Filippseyjiun og 350 mílur suð-
vestur af Okinawa, sem var til árs-
ins 1945 útvörður japanskra áhrifa
á Ryukyu-eyjaklasanum. Formósa
hefur orðið fyrir áhrifum úr öllum
þessum þremur áttum. Kínverjar,
Japanir og siglingaþjóðir úr suðri
liafa komið við sögu hennar. Raun
verulegt sjálfstæði hefur eyjan
ekki haft nema um tveggja áratuga
skeið á sautjándu öld, ef frá er
talið sjálfstæði eyjarinnar síðan
J949, sem verður að teljast raun-
verulegt, þótt það sé ekki viður-
kennt af neinum. En á 17. öld var
eyjan um skeið sjálfstæð undir
stjórn Coxinga-ættarinnar, en hún
var af biönduöum uppruna, bæði
kínversk og japönsk og studdi
sig að nokkru leyti við verzlunar-
viðskipti við Englendinga, svo að
segja má að á stjórnarárum hennar
hafi allir þrír menningarstraum-
arnir, sem uefudir voru, haft að-
gang að eynni.
Elztu íbúar Formósu, sem vitað