Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Qupperneq 14
<wmm$
fföymscBííé íitöp«í«
Skopmynd ór Pravda.
er sýnir fcvernig
Tsjitsjerin varð vid.
þegar Zinoieo flutti
sínar frægu ræðui'.
teldi það nauðsynlegt væri hon-
um það frjálst, þótt ég teldi það
raunar ástæðulaust sjálfur. Þetta
kvöld kom ég frekar seint heim,
en fann þá flokk vopnaðra bænda,
sem voru að búa sig til svefns í
garðinum. Þeir sögðu mér, að
nokkrir „júðafantar” hefðu verið
að spyrjást fyi'ir um inig í þorpinu,
og það benti allt til þess, að eitt-
hvert samsæri væri á döfinni gegn
mér. En auðvitað fengju þeir skell-
inn, ef eitthvað kæmi fyrir mig,
og því hefðu þeir komið til að sjá
um, að „júðadjöflarnir” létu mig
í friði. Þessir „júðadjöflar” voru að
sjálfsögðu lögreglumennirnir, sem
voru sendir til að vernda okkur
gegn bændunum. Ég sagði Georgí
Vasselivitsj frá þessu, og lögreglan
let okkur í friði eftirleiðis. Bænd-
urnjr, voru aldrei annað en elsku-
legheitin tóm.
Aumingja Georgí Vassilevitsj.
Þetta getur ekki hafa gerzt löngu
áöur en heilsa hans bilaði. Og þótt
hann segði ekki af sér fyrr en
1930 var hann aðeins lítið í Mosk-
vu. Hann þjáðist af sykursýki, og
varð aö vera langdvölum í Þýzka-
landi til lækninga hjá Klemperer,
frægum sérfræöingi, sem hafði
verið kallaöur til Moskvu, þeg-
ar Lenin fékk slag í fyrsta
skipti. Klemperer kynnti Tsjit-
sjerín fyrir frú von Siemens, sem
bauð honum oft að koma á
sveitasetur hennar í Wannsee. Þar
varði hann mörgum dögum í að
lesa franskar skáldsögur, tauga-
veiklaöur, einmana og allur af sér
genginn, Hann sneri síöar aftur til
Moskvu, þegar sykursýkin var ögn
farfn að skána, en ándleg og líkam-
leg heilsa hans gerði honum ókleift
að taka aftur þátt í opinberum
málum. Ekki löngu síðan sneri
Wiíliam C. Bullitt, sem hafði verið
náinn vinur hans á byltingarárun-
um og var mikill stuðningsmaður
bolsévikastjórnarinnar og harður
andstæðingur hernaðaríhlutunar
vesturveldanna, aftur til Moskvu
og var þar sendiherra Bandaríkj-
anna frá 1934 til 1936. Hann reyndi
strax að komast í samband við Ge-
orgí Vassilevitsj, og fór áð heim-
sækja hann, eftir að liafa komizt
að því, hvar hann bjó. Hann barði
aö dyrum og hringdi nokkrum
sínnum án árangurs. Loks opnaö-
ist örlítil rifa á dyrnar, og í gætt
inni sá hann villidýr í mannsmynd,
blóðhlaupin augu og vanhirt grátt
hár og skegg. Það var Tsjitsjerín,
sem skellti hurðiimi aftur framan
í hann og vildi ekki koma fram
aftur. Hann dó skömmu síðar.
Þetta voru hörmuleg ævilok manns,
sem um tólf ára skeið hafði gegnt
meginhlutverki við framkvæmd
utanríkisstefnu Sovétríkjanna.
Ef til vill er rétt að skýra frá
enn einu atviki sem dæmi um að-
ferðir leynilögreglunnar. Meðal
þjónustumanna minna var Pólverji
að nafni Juravski, sem hafði verið
í rússneska hernum og starfað um
nokkurra ára skeið sem þjónustu
maður keisarans, áður en hann var
myrtur í Ekaterinburg. Sir CharleS
Eliot, yfirmaður heraflans í Síb-
eríu, hafði ráðið hann til stai’fa í
Omsk; og ég hafði haldið Juravski
í þjónustu minni, þegar hann gerð-
ist sendiherra í Tokio og ég varð
yfirmaður, og síðan hafði ég tekið
hann með mér til Moskvu. Systir
hans, Teresa, starfaði einnig 1
sendiráðinu, og af því að hún var
pólsk varð hún að koma í utan-
ríkisráöuneytið á hverjum mánu-
degi og undirrita plagg, eins og
aðrir útlendingar. Þetta hafði hún
gert að staðaldri í tvö eða þrjú ár,
en þá var það einn mánudag, mig
minnir árið 1925, að hún kom ekki
aftur til sendiráðsins. Það var ekkl
fyrr en undir miðnætti, að hun
loks birtist, og þá fleygðx húu sér
í gólfið full örvæntingar og vildi
ekki tala við neinn. Loks tókst ein-
510 SUNNXIDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ