Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Side 5

Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Side 5
Ilollendingar ráöast á Qucmoy viö Kínastrendur 1664. \ Japan, og í Japan var hægt að fá kopar og gull, sem var í háu gengi í Indlandi. Formósa var mið- stöð þessara blómlegu viðskipta. Hollendingar gátu naumast bú- izt við að fá að sitja óáreittir lengi að þessum gullpotti. En and- spyrna gegn yfirráðum þeirra kom úr óvæntri átt. Kínaveldi var um þessar mundir mjög veikt. Ming- ættin, sem þar hafði lengi setið að völdum, var komin að fótum fram, en Manchu-keisararnir, sem tóku við enn ekki búnir að festa sig vel í sessi, Sú upplausn, sem var í landinu, gaf undir fótinn ævintýra mönnum, sem hefðu djörfung og dug til að notfæra sér ástandið. Slíkur ævintýramaður kom nú fram á sjónarsviðið. Hann var son- ur kínversks sjómanns, sem lagði jöfnum höndum stund á kaupskap og sjórán, og fæddur i Japan árið 1624, enda var móðir hans japönsk. Upphaflega hét hann Cheng, en Evrópumenn hafa jafnan nefnt hann Coxinga, en það er afbökun úr titlinum Kok-Scng-Ya, sem eitt- hvert síðasta keisaraefnið af Ming ættinni gaf honum. Cheng barðist í Kína harðri baráttu gegn Man- ehu-mönnum, en beiö að lokum ósigur við Nanking 1659. Keisara- efni Ming-manna flúði þá til Burma. Coxinga réð hins vegar yfir miklum flota og átti bæki- siöðvar við Amoy og á eyjunum Quemoy og Haitan, sem liggja þar skammt undan. Manchumenn voru þess ekki umkomnir að ná þessum stöðum af honum að sinni. En Cox- inga taldi rétt að færa út veldi sitt og þá blasti Formósa við. í apríl 1661 lagði hann Pescadores- eyjarnar undir sig, og í lok þess sama mánaðar gerði hann skyndi- árás á Taiwan. Hollenzka setuliðið í Zeelandíavirki neitaði að gefast upp, en Coxinga lagði bæinn að öðru leyti fljótt undir sig, og hóf síðar umsátur um virkið. Hollend- ingar gerðu sér vonir um, að flota- deild kynni að koma þeim til að- stoðar, en þegar sú von hafði ekki rætzt eftir níu mánaða umsátur lögðu þeir niður vopnin og 38 ára dvöl Ilollendinga á Formósu var lokið. Coxinga gerði Zeelandiavirkið að aðsetri sínu. Þaðan gerði hann út sendinefnd til Manila, sem krafðist þess að landstjóri Spán- verja þar seldi Filippseyjar a£ hendi til Coxinga. Þessari kröfu var hafnað, en áður en Coxinga bærist svarið, var hann horfinn úr þessum heimi, og ekkert varð af því að ráðizt yrði á Luzon. Sumir segja, að Coxinga hafi látizt í æð- iskasti, en aðrir að hann hafi fcng- ið lungnabólgu. En um ævi hans og andlát hafa spunnizt svo marg- ar þjóðsögur, að engin leið er að skera úr um það með vissu, hvað dró hann til dauða. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 5Q] \

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.