Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Qupperneq 13
síðar rauk hann aftur inn í her-
bergið og kallaði, að orðsending
liefði borizt frá Curzon lávarði og
í henni væru nánast settir úrslita-
kostir, sem yrði að afgreiða strax.
Tsjitsjerín þaut fram úr rúminu,
fór í jakkafötin í mesta flýti og
hljóp fram í skrifstofuna. Eftir
þetta var hann alltaf borgaralega
til fara.
Við annað tækifæri gekk ég á
fund hans að skipun utanríkisráðu-
neytisins til að mótmæla sérstak-
iega lævíslegum andbrezkum á-
róðri, sem útsendarar kommúnista
höfðu haft í frammi í Mið-Asíu og
var greinilega brot á ákvæðum við-
skiptasamningsins. Tsjitsjerín leit
á þau gögn, sem ég lagði fram, og
sagði: „Þetta er undarlegt. Mér
finnst ég hafa séð þetta allt áður”.
Hann hóf síðan leit i skjalabunk-
unum á skrifborði sínu og að lok-
um fann hann þar nákvæmt eftir-
rit af því, sem ég hafði komið með,
en vélritað á ágætan pappír, sem
var ófáanlegur í Rússlandl í þá
daga. Hann sagði mér, að tveir
„Hvítrússar” í Berlín, annar þeirra
að nafni Bogoliubov, lifðu á því áð
semja og selja plögg sem þessi.
Sovézka leyniþjónustan hafði kom-
izt yfir sýnishorn af því, og það
hefði leyniþjónusta okkar greini-
lega gert llka.
Annað atvik, sem snerti Tsjit-
sjerín og ég átti þátt í, gerðtet í
sambandi við Pólland. f ágúst 1920
hafði Weygand hershöfðingi end-
urskipulagt pólska herinn, sem
riddaralið Rússa undir stjórn Bud-
dennys hafði hrakið vestur undir
Varsjá, og hann hóf gagnsókn,
sem lauk með undanhaldi Rússa og
varð til þess að friður var saminn
í Riga í marz 1921. Samkvæmt
Þeim samningi áttu Rússar að skila
öllum pólskum eignum, sérstaklega
listaverkum og menningarverð-
mætum, sem hafði verið rænt í
Póllandi á tímum skiptinganna.
Sérstökum pólskum embættis-
hianni, sem var kallaður heimflutn
Wgsráðherra, var falið að sitja í
Moskvu og sjá um málið ásamt
sendiherranum. Ofarlega á listan-
Urn yfir þá muni, sem Pólverjar
hröfðust að fá aftur, voru fræg
Veggteppi, en listinn hafði verið
^agður fyrir Tsjitsjerín. Georgí
Vasselivitsj svaraði því til, að sér
þætti leitt, að sovétstjórnin gæti
ekki afhent teppin, því að þau
væru ekki lengur til. í árslok 1916,
þegar búizt var við þýzkri árás á
Leningrad, hefðu þessi teppi verið
flutt ásamt öðrum dýrgripum til
Kazan við Volgu. Árið 1918 hefði
tékkneska hersveitin ráðist á Kaz-
an og mikill hluti f jársjóðanna, þar
á meðal teppin, hefðu eyðilagzt i
eldi.
Pólski ráðherrann vissi að þessi
staðhæfing var ósönn, og hann
sýndi mér ljósmynd af teppunum,
þar sem þau liéngu í Leníngrad
eflir að Tsjitsjerín sagði að þau
hefðu verið flutt þaðan brott.
Samkvæmt upplýsingum hans
höfðu þau síðan verið tekin niður
og látin í nokkra kassa, sem höfðu
verið tölusettir og sendir til
Moskva. Síðan vissi hann ekkert,
hvað af þeim hafði orðið.
Dag nokkurn fór ég ásamt öðr-
um sendiherrum á áríðandi fund
í Kreml eftir að ég hafði rætt við
pólska heimflutningsráðherrann.
Rykov og nokkrlr aðrir háttsettir
og langorðir ráðamenn fluttu þar
ræður, en eftir að hafa lilustað í
klukkutíma eða svo ákváðum við,
ég og finnski sendiherrann, að nota
tækifærið og sjá aðra hluta Kreml-
ar. Ég hafði á mér gullpening sem
gilti fimm rúblur og gaf hann varð-
manninum á neðsta ganginum og
þá leyfði hann okkur að fara og
skoða húsakynnin, sem keisarinn
og keisaraynjan höfðu búið í við
heimsókn sina til Moskvu 1912,
þegar þess var minnzt að hundrað
ár voru liðin frá ósigri Napoleons.
Við fórum út um bakdyr, sem opn-
uðust inn í stóran gang, og þar sá
ég nokkra stóra trékassa á gólfinu.
Af einhverjum ástæðum datt mér
í hug, að pólsku teppin kynnu að
vera í þeim, og við athugun sá ég
að á þeim voru sömu tölur og dag-
setningar og pólski ráðherrann
hafði nefnt við mig. Þegar ég kom
aftur til sendiráðsins hringdi ég í
hann og sagði honum nákvæmlega,
hvað ég hefði séð. Daginn eftir
fór hann á fund í Kreml og hafði
með sér ljósmyndara, og gerði ná-
kvæmlega það sama og ég hafði
gert. Tölurnar á kössunum sann-
færðu hann um, að hugboð mitt
var rétt. Síðan gekk hann á fund
Tsjitsjeríns, sýndi honum Ijós-
myndirnar og krafðist þess, að
málið yrði rannsakað. Það var gert
— og með tíð og tíma fundust
teppin og voru aftur hengd á sinn
gamla stað í Krakov. Þegar síðari
heimsstyrjöldin hófst var þeim
komið fyrir í Rúmeníu og síðan í
Ameríku, og þar held ég að þau
séu enn. En allt hefði þetta farið
vel, hefði ekki pólskur blaðamað-
ur hlaupið með það í blöðin, að það
væri ósæmilegri forvitni brezka
sendil'ulltrúans að þakka að Pól-
lánd fékk aftur þessa þjóðardýr-
gripi.
Ég skal bæta því við, að starf
heimflutningaráðherrans var eng-
inn dans á rósum, því að rússnesk
yfirvöld gerðu allt sem þau gátu
til að komast hjá því að uppfylla
ákvæði samningsins. Vélar úr
pólskum verksmiðjum í Leningrad
voru fluttar í rússneskar verk-
smiðjur, og stór kassi, sem í voru
flögg og önnur sögulega merk
hernaðartákn týndust „fyrir
slysni“ í Dnjepr á leiðinni til Var-
sjár. Pólverjar áttu einnig að fá
koparklukkur úr kaþólskum kirkj-
um í Úkraínu. Utanríkisráðuneyt-
ið tjáði pólska ráðherranum, að
því miöur væri það ekki unnt, þvi
að Þjóðverjar hefðu brætt þær
upp og notað í fallbyssur, þegar
þeir réðust inn í Úkraínu. Þær
fundust síðar óskemmdar í Tomsk
í Síberíu. I.eyniþjónusta Pólverja
fylgdist mjög vel með, því að fjöl-
margir Pólverjar höfðu unnið í
Rússlandi fyrir byltinguna.
Hér kemur enn eitt atvik, sem
Tsjitsjerin átti þótt í. Sumarið
1926 skall á allsherjarverkfall í
Englandi og brezka ríkisstjórnm
mótmælti harðlega fjórhagsað-
stoð Rússa við verkfallsmenn, en
þeim mótmælum var illa tekið í
Moskvu. Fjölskylda mín var þá til
sumardvalar í Rússlandi og ég
hafði tekið á leigu lítið hús
skammt utan við Moskvu til að
betur færí um okkur. Þetta frétti
Tsjitsjerín og kallaði mig á sinn
fund. Hann sagði, að Bretar væru
mjög óvinsælir þessa stundina og
hann óttaðist að við yrðum fyrir
andúð bændanna í þorpinu. Væri
mér ekki sama, þótt lögreglunni
væri í öryggisskyni falið að líta
éftir okkur. Ég sváraði að til þessa
befði ekkert komið fyrír.en ef harm
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — SUNNUDAGSBLAÐ 5Qg