Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Side 11
asnaleg í framan. Hann kemur
ekki aftur fyrr en syrpan er byrj-
uð. Ég stend upp og geng á móti
honum, hann leggur hægri arm
inn um mig, þannig stöndum við
dálítið hvort frá öðru, og með
brosmildum hálfkæringi í augun
um fléttar hann fingur vinstri
handar við mína.
Hljómsveitin þagnar og fólkið
streymir til sæta sinna. Ég skima
um eftir manninum mínum, en
hann virðist ósýnilegur í kvöld.
Eg kveiki í nýrri sígarettu, þeirri
tíundu, tuttugustu, ég veit ekki
lengur tölu þeirra. Músikin byrj-
ar aftur og nú sé ég hann. Hann
kemun út á igólfið með tungri
stúlku, mjög ungri og fallegri. Eins
og í draumi sé ég hann leggja
hægri arm um hana um leið og
hann brosandi fléttar fingur vinstri
handar við hennar.
Ég lyfti glasinu og drekk. Stór
an, bnagðlausan sopa. Hann verk
ar eins og leysing á vetrarfönn.
Plóðbylgja leiðinda og beiskja
ótal daga skellur á mér, ryður
mildri hulu gleymskunnar og ara-
grúa smámuna, safnar þeim í einn
brennipunkt, stóra skriðu, sem síg-
ur af stað hægt en þungt.
Eilíf ást og órofa tryggð, orð
in læðast fram úr þoku ölvím
unnar, ég finn hæðnisglott þeirra
svífa yfir dansandi fólkinu. Ég
sé þessi orð, sem verið hafa ank
eri allrar tilveru minnar breyt
ast í vesælar skrautjurtir á gröf
frelsisins, silki, sem huldi hlekk
ina.
Áköf löngun til að lifa ryðst
inn í hugann. Lifa með stórum
staf, vera ung, dansa, daðra, hlæja
syngja, kasta burt okinu, grafa
hversdagsleika hjónabandsins
djúpt í jörð, skreyta kistu hans
væmnum, gatslitnum, merkingar
lausum orðum.
Ég sé mann ganga milli borð
anna. Ég lít á hann með eggjandi
brosi og hann kemur.
— Má ég dansa við þig? Ég
stend upp og finn nú að mér er
kalt. Hann leggur arminn þétt
llm mig og stýrir mér út á gólf
ið af öryggi og næmu eyra fyrir
bljómfallinu. Blóðið tekur að
yenna örar, músikkin streymir inn
* hugann, líkaminn hreyfist eft
ir hljómfallinu, fyrst hikandi, siðan
hraðan, hraðar, og ég finn bönd
in slitna eitt af öðru, dagarnir,
árin, þessi elfa, sem skilur mig
frá æskunni þornar upp og hverf
ur.
Ég er Þyrnirósa að vakna af
hundrað ára svefni, ég er Ösku
buska að stelast frá eldstónni.
Ég dansa af taumlausum fögnuði,
skynja líkama karlmannsins án
þess að hugsa um hann sem per
sónu, aðeins nauðsvnlega and
s'æðu kvenleika míns, tákn 1
sem gerir líf mitt heilt. Skyndi
lega er dansinn búinn og hann
fylgir mér að borðinu.
Maðurinn minn er kominn. Ég
sezt á móti honum og sé að augu
hans eru ísköld.
— Ég er að fara heim, segin
hann. ,
— Hvers vegna? spyr ég undr
andi.
— Hversvegna, hvæsir hann.
— Hvaða maður heldur þú að
þoli að sjá konuna sína hegða
sér eins og örgustu flennu frammi
fyrir fjölda fólks,. Hann stendur*
á fætur og strunsar til dyra.
Ég tek veskið mitt af borðinu og
geng á eftir honum.
J.J.
>000000000000000
Sunnudagsblaðið hef
ur alltaf |jörf fyrir
gott aðsent efni.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 5O7