Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Blaðsíða 6
Sonur hans, Cheng Ching, sem
Evrópumenn nefna einnig Coxinga,
tók við völdum eftir hann og hélt
áfram stefnu föður síns, þótt hann
færi ekki eins geyst. Þeir feðgar
báðir voru miklir hæfileikamenn
og lagnir stjórnendur. Þeir ein-
settu sér að koma á fót í Formósu
stjórnarfari, sem gæti orðið öðr-
um hlutum Kínaveldis til eftir-
breytni. Jafnvel fjandmenn þeirra,
Manchu-keisararnir, /viðurkenndu,
að þeim hefði tekizt þetta að ein-
hverju leyti. „Faðir þinn og þú
hafið flutt siðmenninguna til For-
mósu”, segir einn þeirra. Kínversk
lög og stjórnarhættir voru innleidd
undir stjórn þeirra. Komið var á
skólum, og þriðja hvert ár fóru
fram próf til að velja embættis-
menn að ævagömlum kínverskum
sið. Innflytjendum frá meginland-
inu var úthlutað eins miklu landi
og þeir gátu ræktað og þeim var
veitt skattfrelsi fyrstu þrjú árin.
Hermennirnir, sem Coxinga hafði
flutt með sér frá meginlandinu,
voru einnig látnir fá land til rækt-
unar. Cheng Ching hélt þessu á-
fram. Hann flutti inn nýjar nytja
jurtir frá meginlandinu og kom á
fót saltiðnaði. Qg hann gerði sér
mikið far um að auka verzlunina,
og liélt sköttum niðri með hagn-
aði af henni.
En Cheng Ching gat ekki dreg-
ið flotann á land. Hollendingar
vildu ólmir ná aftur því, sem þeir
höfðu misst, og árið 1664 gerðu
þeir bandalag við Manchu-keisar-
ana um að ná Amoyhöfn á megin-
landinu og Quemoy-eyju. Þetta á-
form tókst, og um nokkurra ára
skeið komu Hollendingar sér aftur
fyrir í Keelung á Norður-Formósu.
En þá blandaði nýr aðili sér í leik-
inn. Árið 1670 sendu Engleriding-
ar, sem voru á höttunum eftir að-
stöðu til verzlunar við Kína og Jap-
an, skip til Taiwan. Þeir gerðu
samning við Cheng Ching, þar sem
þeir tóku að sér að sjá honum
fyrir byssum, púðri og skotum,
gegn því að þeir fengju þriðjung
Formósuverzlunarinnar. Þetta
þýddi að meginlandið kynni að
opnast Englendingum, ef Cheng
Ching gæti aftur unnið Amoy. Og
að þvi kom árið 1674. Þá brauzt út
uppreisn gegn Manchu-mönnum og
prinsinn af Fukien, héraðinu, sem
Amoy er í, bauð Cheng Ching að
koma aftur til Amoy, og Englend-
ingar fengu um leið Ieyfi til að
verzla þar í þrjú ár.
En samvinna Englendinga og
Formósukonungs endaði snubbótt.
Cheng Ching þótti Englendingar
flytja bæði lítið af hergögnum og
seint til Formósu, eins og þeim þó
bæri, og Englendingar töldu erfitt
að fá að rækja í friði sinn þriðj-
ung verzlunarinnar. En þeir hugg-
uðu sig við hið nýfengna verzlunar-
leyfi í Amoy. En sú dýrð stóð
ekki lengi. — Prinsinn af Fuki-
en gekk aflur til liðs við Manchu-
keisarana, og öflugt herlið settist
um Amoy. Cheng-Ching beið þess
ekki, að árásin væri gerð, heldur
flúði til Taiwan í apríl 1680, en
mikill hluti manna hans gekk í lið
með fjandmönnunum. Englend-
ingar sátu eftir með sárt ennið og
töldu sig svikna. Þeir höfðu misst
allar vörur sínar í Amoy.
Eftir þetta fór að halla undan
fæti fyrir Coxinga-ættinni. Cheng
Ching andaðist snemma árs 1681.
Elzti sonur hans var þá neyddur
til að fremja sjálfsmorð, og við
ríkisstjórn tók að nafninu til bróð-
ir hans yngri, aðeins tólf ára gam-
all. En liann sat ekki lengi að völd-
um. Manehu-menn lögðu Peseado-
res-eyjar undir sig, og þegar þeir
buðu Formósubúum að gefast upp
án nokkurra eftirmála gafst hinn
ungi konungur upp. Formósa var
þá í fyrsta skipti lögð beint undir
Kínaveldi. Eyjan var gerð að sýslu,
sem var látin heyra til Fukien-hér-
aði, en sýslustjórnin á eynni hlaut
aðsetur sitt í Taiwan.
Stjórnarfarið var mun verra á
dögum Manchu-keisaranna en það
hafði verið áður. Landstjórinn í
Fukien gaf sér sjaldan tóm til að
koma sjálfur til eyjarinnar, en
fulltrúar hans, sem voru skipaðir
til þriggja ára í senn, lögðu sig
einkum fram við að auðga sjálfa
sig í útlegðinni. Snemma á 18.
öld var óstjórn orðin landlæg í
eynni. Á tímabilinu frá 1720 til
1833 voru uppreisnir þar tíðar.
Þær báru að vísu aldrei neinn á-
rangur, en gerðu þó sitt til að við-
halda ólgu í landinu. Árekstrar og
deilur voru þar óþrjótandi. Land-
nemarnir áttu í stríði við stjórn-
ina, frumbyggjarnir börðust við
landnemana og Hakkar deildu við
Frh. á bls. 511.
502 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ