Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Page 4
endur komu til eyjarinnar hittu
þeir þar ekki aðeins fyrir frum-
byggja og sjóræningja, heldur
einnig reglulega japanska nýlendu.
Kaupmenn frá Nagasaki höfðu
komið upp þorpi við Taiwan á vest
urströndinni snemma á 16. öld, og
Japanir virtust á góðri leið með
að gleypa Formó'su með húð og
hári. Þeir komust til áhrifa í Ryu-
kyu eyjaklasanum norður af For-
mósu, og þaðan voru tvisvar gerð-
ir út leiðangrar til Taiwan, árin
1609 og 1616, til að fá íbúana til að
játast undir vald Japana. En til
þess voru livorki frumbyggjarnir
né kínversku landnemarnir fúsir.
Og þegar fram liðu stundir voru
það ekki Japanir, sem Iögðu eyna
undir sig, heldur hollenzka Austur-
Indía félagið. Nýlenduveldi Hol-
lendinga vkr þá í hraðri uppsigl-
ingu. Þeir höfðu hrakið Portúgala
frá Jövu og nærliggjandi eyjum og
nú eltu þeir þá norður Kínahaf
og réðust á Macao 1622. Þar varð
nokkur fyrirstaða, en þá lögðu
Hollendingar ,undir sig Pescadores-
eyjarnar, skammt vestur af For-
mósu. Kínverjar fengu þá hins
vegar til að sleppa Pescadores eyj-
unum, en taka Formósu í staðinn,
en þú eyju kváðu þeir ekki vera
viðurkennt kínverskt land.
Árið 1624 komu Hollendingar til
Taiwan, og þar settu þeir upp að-
alstöðvar sínar. Þeir reistu öflugt
virki á lítilli eyju skammt undan
landi og nefndu það Zeelandia.
Nokkru minna virki var reist uppi
á landi. Fyrsta verkefni Hollend-
inga var að losna við japanska
kaupmenn frá eynni. í þeim til-
gangi lögðu þeir skatt á allar út-
fluttar vörur, og hertóku japönsk
skip og gerðu vörur þeirra upptæk-
ar. Japönsku kaupmennirnir báru
sig upp við yfirvöldin í Japan og
þeir tóku meira að segja eitt sinn
landstjóra Hollendinga í gíslingu,
en er þeir fengu þrátt fyrir það
engan liðsauka að heiman, hurfu
þeir frá eynni árið 1628.
En þá höfðu Hollendingar feng-
ið nýjan keppinaut um verzlunina
á Formósu. Tveimur árum áður en
Japanir hurfu þaðan, höfðu Spán-
verjar frá Luzon komið sér upp
verzlunarstöð í Keelung nyrzt á
e.vnni. Vera þeirra þar var þyrn-
ir í augum Hollendinga, því að
bæði var verzlun Spánverja um-
fangsmikil og þeir réðu yfir gnóít
silfurs frá Ameríku, og þar að auki
höfðu þeir með sér kaþólska trú-
boða, sem kalvínistunum hollensku
var ekki um. Það var þó ekki
fyrr en 1642, að Hollendingar
gerðu út leiðangur til Keelung og
hröktu Spánverja þaðan á brott.
Hollendingar réðu þá einir yfir
eynni að kallað var. Raunverulega
náðu þó yfirráð þeirra ekki nema
til 4 verzlunarstöðva við strönd-
ina og auk þess höfðu þeir ítök á
strandlengjunni milli þessara
stöðva. Hollendingar treystu kin-
verzku íbúunum illa og lögðu á þá
bæði nefskatt og há útílutnings-
gjöld og tóku frumbyggjana að
jafnaði fram yfir hina. Þessu undu
Kínverjarnir ekki, og árið 1652
gerðu þeir uppreisn og brenndu
stöðvar Hollendinga í Sakkam,
ekki langt frá Taiwan. Hollending-
ar bældu þessa uppreisn niður á
hinn grimmilegasta hátt og hröktu
uppreisnarmenn til fjallanna þar
sem frumbyggjarnir gerðu út af
við þá.
Þótt undarlegt megi virðast, fór
sæmilega á með frumbyggjunum
og Hollendingum, og milli þeirra
var raunverulega þegjandi sam-
komulag. Mestan þátt í því virðast
hollenzkir kristniboðar hafa átt,
en þeir komu upp bæði kirkjum
og skólum og árið 1651 kváðust
þeir hafa snúið um 6.000 frum-
byggjum til kristinnar trúar. Þess-
ir kristnu frumbyggjar voru nefnd-
ir Pepohuanar, og Hollendingar
sögðu þá vera „góðlynda og
trygga”, en bæði kínversku bænd-
urnir og þeir frumbyggjar, sem
ekki létu ánetjast kristniboðinu,
höfðu á þeim hina megnustu fyrir-
litningu. Og verzlunarfélagið var
Iieldur ekki í alla staði ánægt með
athafnir trúboðanna. Trúboðið gat
dregið burst úr nefi verzlunarinn-
ar, en hún var félaginu að sjálf-
sögðu hjartfólgnust. Og þetta var
mjög ábatasöm verzlun, sem rekin
var í Formósu. Þaðan var silfur
flutt til Amoy á meginlandi Kína
og aðrar vörur, svo sem feldir,
matvæli og drykkjarföng, og þar
höfð skipti á þessu og silkivarn-
ingi. Þetta var að vísudaunverzl-
un, gerð án vilja kínverskra yfir-
valda, og silkinu varð að smygla
um borð í hollenzku skipin í skjóli
náttmyrkui-s. En fyrir þessar kín-
versku vörur fékkst mikið verð í
500 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ