Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 29 MINNSTAÐUR SUÐURNES Reykjanes | „Þetta er magnaður staður og kraftur í landslaginu,“ segir Hallgrímur Magnússon, byggingastjóri hjá Eykt ehf. sem er aðalverktaki við Reykjanes- virkjun Hitaveitu Suðurnesja hf. Kraftur er að komast í fram- kvæmdir við virkjunina og steypu- vinnu hafin í stöðvarhúsinu. Kalt var á vinnusvæðinu í fyrra- dag þegar blaðamaður var þar á ferð enda er virkjunarsvæðið fyrir opnu hafi og hvergi skjól að hafa. Sýrfellið er stærsta fjallið og það nær ekki upp fyrir byggingakran- ana. Á fimmta tug manna er þar nú við vinnu á vegum Eyktar og fer fjöldinn hratt vaxandi. Þegar fram- kvæmdirnar verða komnar á fullt skrið er áætlað að um 150 manns verði á svæðinu. Hallgrímur segir að mikið hafi verið auglýst eftir starfsmönnum, meðal annars á Suðurnesjum. Vel hafi gengið að fá ófaglærða starfs- menn en ekki hafi gengið eins vel að fá aðra – en það virtist vera að glæðast. Hann segir þó ljóst að fá verði erlenda starfsmenn til að fylla töluna og þeir séu væntanleg- ir. Knappur verktími Mikil tímapressa er á verktak- anum enda er búið að semja um sölu rafmagns úr gufuaflsvirkjun- inni á Reykjanesi til Norðuráls á Grundartanga vorið 2006. Eykt þarf að komast sem lengst með stöðvarhúsið í vetur til þess að hægt verði að byrja að setja þar upp hverfla virkjunarinnar og ann- an vél- og rafbúnað. Verið er að hanna virkjunina um leið og hún er byggð og vinna tæplega fimmtíu tæknimenn og teiknarar við það. Á sama tíma er verið að bora eftir gufunni. Vinnusvæðið er dreift um iðn- aðarsvæðið á Reykjanesi og ná- grenni þess. Búið er að grafa fyrir grunni stöðvarhússins og nú er verið að steypa sökkla þess. Skammt frá verður aðveitustöð og er verið að grafa fyrir henni. Einn- ig þarf að gera tengivirki og leggja margar leiðslur. Mannskapur er að koma upp vinnubúðum og birgðaskemmum. Vinnubúðirnar eru 1800 fermetrar að stærð. Þar verða skrifstofur, mötuneyti og svefnaðstaða fyrir starfsfólk. „Það verður að vera góður aðbúnaður fyrir fólkið sem vinnur að þessu. Það er tímanna tákn og menn vilja standa vel að því eins og öðru,“ segir Guðmundur Björnsson, inn- kaupastjóri Hitaveitunnar. Þá er verið að setja upp skemmur undir búnað sem notaður er við virkj- unina, alls um 1000 fermetrar að stærð. Hitaveitan hefur látið bora sjö gufuholur og er unnið að mæling- um á þeim og síðar í mánuðinum verður byrjað á þeirri áttundu. Guðmundur, sem á sæti í verkefn- isstjórn Reykjanesvirkjunar, býst við að bora þurfi að minnsta kosti fjórar holur til viðbótar þeim sem komnar eru. Þá er verið að und- irbúa lagningu tólf kílómetra há- spennulínu frá virkjuninni, svo nokkuð sé nefnt. Verða tilbúnir með virkjunina á tilsettum tíma Stefnt er að því að reynslukeyra virkjunina í byrjun árs 2006, að rafmagnssala hefjist 1. maí og verktakinn skili verkinu að fullu undir lok ársins. „Þetta er vissu- lega knappur verktími en við ger- um allt til að standast hann,“ segir Hallgrímur Magnússon og Guð- mundur segir að enn bendi ekkert til annars en að virkjunin verði tilbúin á tilsettum tíma. Framkvæmdir við Reykjanesvirkjun að komast á skrið „Magnaður staður“ Steypt Tvo menn þarf til að stýra steypusílóinu á réttan stað í grunni stöðvarhússins enda vinnusvæðið fyrir opnu hafi og vindurinn tekur vel í. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Byrjað að steypa stöðvarhúsið ÁHERSLA er lögð á það við bygg- ingu Reykjanesvirkjunar að lág- marka áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið. Athygli vekur að allir starfsmenn sem koma að fram- kvæmdunum fara á námskeið um umhverfismál. Virkjunin er á viðkvæmu svæði, með tilliti til umhverfis, þótt mestu framkvæmdirnar séu á iðnaðar- svæði sem fyrir löngu var skipulagt. Guðmundur Björnsson hjá Hitaveitu Suðurnesja segir að virkjunin hafi farið í gegn um umhverfismat og fengið framkvæmdaleyfi og lögð sé áhersla á að fylgja settum skil- yrðum. Síðan hafi Hitaveitan sína eigin umhverfisstefnu. „Þetta er sama stefna og við höfum í raun fylgt við allar okkar framkvæmdir þótt hlutirnir hafi þá kannski heitið öðrum nöfnum,“ segir Guðmundur. Við framkvæmdirnar er lögð áhersla á að lágmarka umhverfis- áhrif framkvæmdanna og tryggt að ekki verði mengun. Allir starfsmenn fara á námskeið í umhverfismálum þar sem farið er yfir þessi mál og reglurnar kynntar. Einnig er farið þar yfir þær kröfur sem gerðar eru um öryggi á vinnustað. Búið er að halda eitt námskeið og fleiri verða haldin eftir því sem starfsmenn bæt- ast í hópinn. Allir starfsmenn á umhverfisnámskeið 4,2% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 2.012.956 kr. 201.296 kr. 20.130 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.777.192 kr. 177.719 kr. 17.772 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.606.827 kr. 360.683 kr. 36.068 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.352.631 kr. 335.263 kr. 33.526 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 14.795.232 kr. 2.959.046 kr. 295.905 kr. 29.590 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 13.649.657 kr. 2.729.931 kr. 272.993 kr. 27.299 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.397.946 kr. 2.279.589 kr. 227.959 kr. 22.796 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.189.582 kr. 2.237.916 kr. 223.792 kr. 22.379 kr. Innlausnardagur 15. nóvember 2004 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.