Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KENNARAR MÓTMÆLA Ríkisstjórnin lagði í gær fram frumvarp á Alþingi um að leggja bæri launadeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna í gerðardóm. Mikil mótmæli voru á Austurvelli á meðan frumvarpið var rætt í þinginu. Frumvarpið fór fyrir alls- herjarnefnd í gær og fer til annarrar umræðu á þinginu í dag. Arafat jarðsettur Tugir þúsunda Palestínumanna söfnuðust saman við höfuðstöðvar Yassers Arafats í Ramallah í gær þegar hann var borinn þar til grafar. Öngþveiti skapaðist þegar þúsundir manna þyrptust að kistu Arafats og lögreglumenn hleyptu af byssum upp í loftið til að hafa hemil á þeim. Ný bæjarstjórn í Eyjum Slitnað hefur upp úr meirihluta- samstarfi í bæjarstjórn Vest- mannaeyja, og hófust viðræður milli V-lista og D-lista strax að loknum bæjarráðsfundi í gær. Tækifæri til að koma á friði George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að eftir fráfall Yassers Arafats gæfist „mjög gott tækifæri“ til að koma á friði og stofna Palestínuríki. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 36/40 Úr verinu 12 Bréf 41 Viðskipti 16 Kirkjustarf 42/52 Erlent 20/21 Minningar 44/49 Heima 24 Skák 49 Höfuðborgin 25 Brids 49 Akureyri 26 Dagbók 54/56 Landið 27 Myndasögur 54 Suðurnes 28 Víkverji 54 Árborg 29 Leikhús 58 Listir 30 Menning 58/65 Daglegt líf 31 Bíó 62/65 Ferðalög 32/33 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 34 Veður 67 Úr Vesturheimi 36 Staksteinar 67 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Terra Nova. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #         $         %&' ( )***               YFIRGNÆFANDI meirihluti Íslend- inga telur skógrækt mjög jákvæða bæði fyrir landið sjálft og fólkið sem hér býr. Samtals 93% Íslendinga telja skógrækt hafa jákvæð áhrif fyrir landið, þar af 68% „mjög já- kvæð“. Þetta var meðal niðurstaðna í nýlegri skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Í könnuninni voru 1.182 Íslendingar á aldrinum 18–75 ára spurðir 39 spurninga til þess að kanna afstöðu þeirra til skóga og skógræktar al- mennt og einstakra atriða er varða skógrækt sem skiptar skoðanir hafa verið um undanfarin ár. Þegar spurt var um áhrif skóg- ræktar á fólkið í landinu töldu fleiri, eða samtals 95%, áhrifin jákvæð; þar af 64% „mjög jákvæð“. „Meiri skóg“ vilja 85% landsmanna, þar af vilja 46% stórauka flatarmál skóglendis á Íslandi. Innan við 1% vill minni skóg en nú er. Um 15% Íslendinga finnst flatarmál skóglendis „hæfilegt“. Tæpur fimmtungur landsmanna stundar skógrækt og eru 3% félagar í skógræktarfélagi. Nær allir Íslendingar (96%) telja mikilvægt að nota skógrækt til þess að stöðva og hindra jarðvegseyð- ingu og nánast jafnmargir telja það vera mikilvægt hlutverk Skógrækt- ar ríkisins að bjóða upp á skóga til útivistar (92%), að vernda og auka útbreiðslu birkiskóga (90%) og að stunda skógræktarrannsóknir (88%). Í ljós kom að um fjórir af hverjum fimm Íslendingum hafa heimsótt skóg a.m.k. einu sinni á undan- förnum 12 mánuðum, flestir til að njóta útivistar. Telja skóg- rækt góða fyr- ir land og þjóð ÞEGAR samkeppnisráð heimilaði kaup Olíufélagsins hf og Hydro Tex- aco á hlutum í Olíuverslun Íslands og stofnun Olíudreifingar ehf. árið 1995 var sett sem skilyrði að stjórnar- menn í Olíufélaginu, Olíuverslun Ís- lands og Hydro Texaco mættu ekki sitja í stjórn Olíudreifingar, sameig- inlegs innflutningsfyrirtækis Olíufé- lagsins (Esso) og Olíuverslunar Ís- lands (Olís) Í þess stað settust forstjórar beggja olíufélaganna í stjórnina. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ODR, staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið að forstjórar beggja félaga hefðu sest í stjórnina strax við stofnun félagsins árið 1995, en fjórir menn voru í stjórn, tveir frá hvoru félagi. Af hálfu Olíufélagsins sátu þeir Geir Magnússon forstjóri og Bjarni Bjarnason, forstöðumaður fjármála- sviðs félagsins í stjórninni frá byrjun en þeir sögðu sig úr henni í fyrra eft- ir að Geir Magnússon lét af störfum sem forstjóri Kers, eignarhalds- félags Olíufélagsins. Þá tóku við Hjörleifur Jakobsson, nýr forstjóri Olíufélagsins, og Guðjón Auðunsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Þeir hafa nú báðir sagt sig úr stjórn- inni en ekki er búið að ganga frá því hverjir komi í þeirra stað. Af hálfu Olís hefur Einar Bene- diktsson, forstjóri Olís, setið í stjórn- inni frá byrjun en hann hefur nú samkvæmt ákvörðun samkeppnis- ráðs sex mánuði til að láta af störf- um. Hinn fulltrúi Olís hin síðari ár hefur verið Jón Halldórsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs stórnot- enda. Stjórnarseta í Olíudreifingu hf. var skilyrt Forstjórar Essó og Olís hætta í stjórn  Hefði ekki/9 TÆKNIFYRIRTÆKIÐ hot- Mobilemail ehf tók formlega til starfa í Bolungarvík í gær. Starf- semi fyrirtækisins byggist á því að bjóða alþjóðlegan aðgang að þráð- lausum tölvupósti fyrir lófatölvu- síma. Fjölmargir voru viðstaddir opn- un fyrirtækisins og fylgdust með því er Einar K. Guðfinnsson al- þingismaður sendi Páli Skúlasyni háskólarektor fyrsta skeytið með hotMobilemail tölvupóstforriti. Fram kom í máli Elíasar Jón- atanssonar framkvæmdastjóra að undirbúningur að þessu verkefni hefði staðið í um tvö ár. Verkefnið var t.d. kynnt í Madison Square Garden í New York fyrir stuttu. Hann sagði að nú væri þeim áfanga náð að hefja formlegan rekstur og miðað við þá miklu aukningu sem orðið hefði á notkun lófatölva í heiminum að undanförnu þá væri ástæða til að ætla að markaðs- möguleikarnir væru allgóðir, enda er verið að bjóða mjög einfalda lausn sem hentar fjöldanum. Elías sagði það ráðast af því hverjar viðtökurnar yrðu hversu marga starfsmenn fyrirtækið hefði í sinni þjónustu en unnið yrði að því að koma upp þjónustuveri í Bol- ungarvík til að sinna allri almennri ráðgjafaþjónustu við viðskiptavini þess. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki áhyggjur þó nafn þeirra sé óneitanlega líkt nafni tölvupóst- risans Hotmail, og segir Elías að fyrirtækið sé í fullum rétti til að nota nafnið hotMobilemail, og eigi ekki von á neinum vandræðum vegna þess hversu lík nöfnin séu. „Þetta er auðvitað allt annað nafn og búið að vera frátekið lén í ein tvö ár. Þannig að það yrði bara að koma í ljós.“ Tekjur af auglýsingum Notandi kerfisins greiðir ekkert fyrir afnot sín en fyrirtækið mun afla tekna með auglýsingakerfi sem tengt er forritinu þar sem hægt verður að skilgreina mark- hópa eftir áhugasviði og öðrum þáttum sem lúta að því að veita við- skiptavinum fyrirtækisins sem besta þjónustu. Elías segir hotMobilemail forrit- ið fjórum til tíu sinnum hraðvirk- ara en þau póstforrit sem keppi- nautar bjóða í dag, og flutt gagnamagn að meðaltali 50% minna en gengur og gerist, sem sé ótvíræð hagkvæmni þar sem far- símafyrirtækin innheimta fyrir magn gagna en ekki tengitíma. Fram til þessa hefur fyrirtækið verið fjármagnað með hlutafé frá einstaklingum og fyrirtækjum í Bolungarvík og víðar en einnig lagði Byggðastofnun hlutafé í það. Á næstu mánuðum verður unnið að því að fá erlenda fjárfesta að fyr- irtækinu. Aðgangur að tölvu- pósti í lófatölvusíma Bolungarvík. Morgunblaðið. SÍLDARLÖNDUN á Fáskrúðsfirði er í fullum gangi, og hefur þegar verið landað um 3.400 tonnum af síld, sem hefur mestmegnis verið veidd af Hoffelli SU-80. Þegar hafa verið söltuð síldarflök í um 15 þús- und tunnur og heilsöltuð síld í um 3.000 tunnur til viðbótar. Morgunblaðið/Albert Kemp Saltað í 18 þúsund tunnur FÓLKSBÍLL valt út af Ólafsfjarð- arvegi á fjórða tímanum í gær, og voru ökumaður og tveir farþegar fluttir með sjúkrabílum á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Þeir reyndust lítið sem ekkert slasaðir og fengu að fara heim að skoðun lokinni. Nokkur hálka var á veginum og telur lög- regla hana hafa valdið óhappinu. Bíll valt í hálku TVEIR piltar um tvítugt þreyttu kappakstur á bifreiðum sínum á Miklubraut við Rauðarárstíg í gær- kvöldi, í myrkri og slabbi. Í öðrum bílnum voru tveir farþegar, stúlkur á svipuðu reki og piltarnir. Annar mældist í radar á um 120 km hraða en hinn ók á 110 km hraða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Hámarks- hraði á þessum stað er 60 km/klst. Í kappakstri á Miklubraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.