Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Notaleg tilboðshelgi
Komdu inn
Það verður þægileg stemning í sýningarsal okkar um helgina og við bjóðum gestum og gangandi
að koma inn úr kuldanum og njóta þess með okkur. Fjöldinn allur af frábærum tilboðum í gangi.
Kaffibarþjónar frá Te & Kaffi, þ.á.m. Íslandsmeistari kaffibarþjóna, skenkja lúxuskaffi.
Komdu á Nýbýlaveginn og vertu eins og heima hjá þér um helgina.
Opið kl. 12-16 laugardag og kl. 13-16 sunnudag.
Notaleg tilboðshelgi við Nýbýlaveginn
Toyota
Kópavogi
Sími 570-5070
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
26
35
5
1
1/
20
04
Notaleg tónlist
Tónlistarmennirnir landsþekktu Stebbi og Eyfi fá gesti
til að skipta yfir í afslappaða gírinn með söng og spjalli,
kl. 14 - 15.30 laugardag og sunnudag.
Tilboð með öllum seldum fólksbílumÓkeypis vetrardekk fylgja öllum nýjumCorolla, Avensis og Yaris.
Tilboð
Yamaha
tæki á
tilboði
Seljum e
ldri árger
ðir
af mótor
hjólum o
g vélsleð
um
á lækkuð
u verði.
VERSLUNIN Penninn Bókval stóð fyrir útgáfuhátíð í
gær, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og JPV út-
gáfu, í tilefni af útgáfu bókarinnar um Oliver Twist eft-
ir Charles Dickens. Jafnframt fór fram kynning á söng-
leiknum Óliver, sem verður jólaverkefni Leikfélags
Akureyrar í ár. Ólafur Egill Egilsson sem leikur Fagin
í uppfærslu LA, tók lagið með börnum sem einnig taka
þátt í sýningunni. Fyrir valinu varð lagið; „Plokkaðu
peninga tvo,“ í nýrri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.
Á eftir var leikurum og gestum verslunarinnar boðið
upp á súpu að hætti Fagins og til að fá súpu þurftu við-
komandi að segja; „Afsakið, má ég fá meira.“ Söngleik-
urinn verður frumsýndur hjá LA 28. desember en for-
sala hefst á fimmtudag í næstu viku. Þeir sem kaupa
fyrstu 150 miðana á sýninguna fá bókina um Oliver
Twist í kaupbæti.
Morgunblaðið/Kristján
Plokkaðu peninga tvo Ólafur Egill Egilsson, sem leikur Fagin, tekur lagið með nokkrum börnum.
Oliver Twist-
útgáfuhátíð
AKUREYRI
Sýning opnuð | Þriðji og síðasti
hluti sýningarinnar ALDREI - NIE
- NEVER verður opnuð í Gallerí + í
Brekkugötu 35 á Akureyri í dag,
laugardag kl. 16.
Það eru alls 18 listamenn sem
taka þátt í sýningunum en á Ak-
ureyri er röðin komin að Oliver van
den Berg, Þóroddi Bjarnasyni,
Ragnari Kjartanssyni, Gunnari
Kristinssyni, Tuma Magnússyni og
Magnúsi Sigurðarsyni.
AFKOMA Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri hefur enn batnað frá síð-
asta uppgjöri og eru útgjöld fyrstu
níu mánuði ársins 0,9% innan við
áætlun. Útgjöld eru þó enn lítillega
umfram fjárlög og er halli í lok tíma-
bilsins um 8 milljónir króna eða sem
svarar 0,4%. Launakostnaður í lok
júlímánaðar nam tæpum 1.700 millj-
ónum króna og hefur hækkað um 2%
frá fyrra ári. Launakostnaðurinn er
um 73% af heildargjöldum spítalans
á tímabilinu. Þetta kemur fram á vef-
síðu FSA.
Þar kemur einnig fram að í lok
þessa níu mánaða tímabils sé rekstr-
arafkoma spítalans því vel viðunandi.
Reksturinn í heild er innan áætlunar
og starfsemin svipuð því sem gert
hafði verið ráð fyrir. Fjöldi sjúklinga
hefur aukist um 53 eða rúmlega 1%
en legudögum hefur fækkað um 820
eða 2,4%. Skurðaðgerðum hefur
fækkað um 120 og fæðingum hefur
fækkað um 19. Slysadeildarkomum
hefur fjölgað um 224 eða 3,3%, al-
mennar rannsóknir hafa aukist um
3,5% og nokkur aukning hefur orðið í
vefjarannsóknum
Það sem af er ári eru setnar stöður
að meðaltali 484,6 að meðtöldum
sumarleyfum. Á tímabilinu janúar –
september hefur vísitala vegna launa
opinberra starfsmanna hækkað um
4,9% miðað við sama tímabil á síðasta
ári. Launakostnaður í lok september
er 0,6% umfram áætlun.
Almenn rekstrargjöld námu í lok
september 583 milljónum króna og
hækkuðu um 7,1%. Til samanburðar
er hækkun á vísitölu neysluverðs um
2,9%. Í starfsemis- og rekstraráætl-
un var gert ráð fyrir að almenn
rekstrargjöld hækkuðu um 6% á
milli ára m.a. vegna aukinna verk-
kaupa og útgjalda á sviði upplýsinga-
tækni. Auk þess hefur orðið töluverð
hækkun á tilteknum útgjaldaliðum
svo sem aðkeyptri sérfræðiþjónustu,
varahlutum og viðgerðum vegna
lækningatækja og fleira. Aðrir liðir
hafa hins vegar lækkað töluvert svo
sem lyfjakostnaður sem hefur lækk-
að um 11 milljónir króna eða 11,5%.
Almenn rekstrargjöld eru nú 0,6%
innan áætlunar. Sértekjur hafa
hækkað um tæp 18% miðað við fyrra
ár. Þar vegur þyngst aukning á þjón-
ustu við útlendinga en einnig hafa
komugjöld sjúklinga hækkað um
16%. Sértekjur eru nú 18% umfram
áætlun.
Útgjöld FSA innan við áætlun
Rekstrarafkom-
an vel viðunandi
♦♦♦
GEÐVERNDARFÉLAG Akureyrar og nágrennis
er þrjátíu ára um þessar mundir. Í tilefni afmælisins
verður efnt til fagnaðar í Ketilhúsinu á morgun,
sunnudaginn 14. nóvember, kl. 15.
Markmið Geðverndarfélagsins er m.a. að vekja al-
menning og stjórnvöld til aukins skilnings á mikil-
vægi geðheilbrigðis fyrir alla og sameina þá sem
áhuga hafa á málefnum, er geðvernd og geðheilbrigði
varðar. Félagið hefur alla tíð lagt áherslu á að fræða
almenning um eðli geðsjúkdóma og geðraskana og
stuðlað þannig að upprætingu fordóma og fyrirbygg-
ingu geðrænna vandamála. Geðfræðslan, fræðslurit
um geðraskanir á vegum félagsins fyrir almenning
hefur komið út nánast óslitið frá árinu 1975.
Geðverndarfélag Akureyrar
30 ára afmæl-
isfagnaður