Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Notaleg tilboðshelgi Komdu inn Það verður þægileg stemning í sýningarsal okkar um helgina og við bjóðum gestum og gangandi að koma inn úr kuldanum og njóta þess með okkur. Fjöldinn allur af frábærum tilboðum í gangi. Kaffibarþjónar frá Te & Kaffi, þ.á.m. Íslandsmeistari kaffibarþjóna, skenkja lúxuskaffi. Komdu á Nýbýlaveginn og vertu eins og heima hjá þér um helgina. Opið kl. 12-16 laugardag og kl. 13-16 sunnudag. Notaleg tilboðshelgi við Nýbýlaveginn Toyota Kópavogi Sími 570-5070 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 35 5 1 1/ 20 04 Notaleg tónlist Tónlistarmennirnir landsþekktu Stebbi og Eyfi fá gesti til að skipta yfir í afslappaða gírinn með söng og spjalli, kl. 14 - 15.30 laugardag og sunnudag. Tilboð með öllum seldum fólksbílumÓkeypis vetrardekk fylgja öllum nýjumCorolla, Avensis og Yaris. Tilboð Yamaha tæki á tilboði Seljum e ldri árger ðir af mótor hjólum o g vélsleð um á lækkuð u verði. VERSLUNIN Penninn Bókval stóð fyrir útgáfuhátíð í gær, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og JPV út- gáfu, í tilefni af útgáfu bókarinnar um Oliver Twist eft- ir Charles Dickens. Jafnframt fór fram kynning á söng- leiknum Óliver, sem verður jólaverkefni Leikfélags Akureyrar í ár. Ólafur Egill Egilsson sem leikur Fagin í uppfærslu LA, tók lagið með börnum sem einnig taka þátt í sýningunni. Fyrir valinu varð lagið; „Plokkaðu peninga tvo,“ í nýrri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Á eftir var leikurum og gestum verslunarinnar boðið upp á súpu að hætti Fagins og til að fá súpu þurftu við- komandi að segja; „Afsakið, má ég fá meira.“ Söngleik- urinn verður frumsýndur hjá LA 28. desember en for- sala hefst á fimmtudag í næstu viku. Þeir sem kaupa fyrstu 150 miðana á sýninguna fá bókina um Oliver Twist í kaupbæti. Morgunblaðið/Kristján Plokkaðu peninga tvo Ólafur Egill Egilsson, sem leikur Fagin, tekur lagið með nokkrum börnum. Oliver Twist- útgáfuhátíð AKUREYRI Sýning opnuð | Þriðji og síðasti hluti sýningarinnar ALDREI - NIE - NEVER verður opnuð í Gallerí + í Brekkugötu 35 á Akureyri í dag, laugardag kl. 16. Það eru alls 18 listamenn sem taka þátt í sýningunum en á Ak- ureyri er röðin komin að Oliver van den Berg, Þóroddi Bjarnasyni, Ragnari Kjartanssyni, Gunnari Kristinssyni, Tuma Magnússyni og Magnúsi Sigurðarsyni. AFKOMA Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur enn batnað frá síð- asta uppgjöri og eru útgjöld fyrstu níu mánuði ársins 0,9% innan við áætlun. Útgjöld eru þó enn lítillega umfram fjárlög og er halli í lok tíma- bilsins um 8 milljónir króna eða sem svarar 0,4%. Launakostnaður í lok júlímánaðar nam tæpum 1.700 millj- ónum króna og hefur hækkað um 2% frá fyrra ári. Launakostnaðurinn er um 73% af heildargjöldum spítalans á tímabilinu. Þetta kemur fram á vef- síðu FSA. Þar kemur einnig fram að í lok þessa níu mánaða tímabils sé rekstr- arafkoma spítalans því vel viðunandi. Reksturinn í heild er innan áætlunar og starfsemin svipuð því sem gert hafði verið ráð fyrir. Fjöldi sjúklinga hefur aukist um 53 eða rúmlega 1% en legudögum hefur fækkað um 820 eða 2,4%. Skurðaðgerðum hefur fækkað um 120 og fæðingum hefur fækkað um 19. Slysadeildarkomum hefur fjölgað um 224 eða 3,3%, al- mennar rannsóknir hafa aukist um 3,5% og nokkur aukning hefur orðið í vefjarannsóknum Það sem af er ári eru setnar stöður að meðaltali 484,6 að meðtöldum sumarleyfum. Á tímabilinu janúar – september hefur vísitala vegna launa opinberra starfsmanna hækkað um 4,9% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Launakostnaður í lok september er 0,6% umfram áætlun. Almenn rekstrargjöld námu í lok september 583 milljónum króna og hækkuðu um 7,1%. Til samanburðar er hækkun á vísitölu neysluverðs um 2,9%. Í starfsemis- og rekstraráætl- un var gert ráð fyrir að almenn rekstrargjöld hækkuðu um 6% á milli ára m.a. vegna aukinna verk- kaupa og útgjalda á sviði upplýsinga- tækni. Auk þess hefur orðið töluverð hækkun á tilteknum útgjaldaliðum svo sem aðkeyptri sérfræðiþjónustu, varahlutum og viðgerðum vegna lækningatækja og fleira. Aðrir liðir hafa hins vegar lækkað töluvert svo sem lyfjakostnaður sem hefur lækk- að um 11 milljónir króna eða 11,5%. Almenn rekstrargjöld eru nú 0,6% innan áætlunar. Sértekjur hafa hækkað um tæp 18% miðað við fyrra ár. Þar vegur þyngst aukning á þjón- ustu við útlendinga en einnig hafa komugjöld sjúklinga hækkað um 16%. Sértekjur eru nú 18% umfram áætlun. Útgjöld FSA innan við áætlun Rekstrarafkom- an vel viðunandi ♦♦♦ GEÐVERNDARFÉLAG Akureyrar og nágrennis er þrjátíu ára um þessar mundir. Í tilefni afmælisins verður efnt til fagnaðar í Ketilhúsinu á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, kl. 15. Markmið Geðverndarfélagsins er m.a. að vekja al- menning og stjórnvöld til aukins skilnings á mikil- vægi geðheilbrigðis fyrir alla og sameina þá sem áhuga hafa á málefnum, er geðvernd og geðheilbrigði varðar. Félagið hefur alla tíð lagt áherslu á að fræða almenning um eðli geðsjúkdóma og geðraskana og stuðlað þannig að upprætingu fordóma og fyrirbygg- ingu geðrænna vandamála. Geðfræðslan, fræðslurit um geðraskanir á vegum félagsins fyrir almenning hefur komið út nánast óslitið frá árinu 1975. Geðverndarfélag Akureyrar 30 ára afmæl- isfagnaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.