Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 61 Morphine“ og „As Tears Go By“ frá upphafi tónlistarferils hennar. Fagnaðarlætin sem fylgja síðast- nefndu lögunum gefa klárlega til kynna að það voru gömlu lögin sem flestir tónleikagesta vonuðust til að heyra. Og Faithfull lætur ljúflega að óskum gesta, hvort sem þeir minn- ast hennar helst frá sjöunda ára- tugnum, uppgötvuðu söngkonuna við endurkomu hennar undir lok áttunda áratugarins, nú eða kynnt- ust henni nýlega fyrir tilstilli yngri tónlistarmanna á borð við Cave, Al- barn eða Jarvis Cocker. Það er létt yfir Faithfull á tónleikunum, hún spjallar við gesti, er laus við tilgerð, viðurkennir að hún sé taugaóstyrk og lætur framíköll sér í léttu rúmi liggja á meðan hún syngur lag eftir lag í tæplega tveggja tíma vel út- hugsaðri dagskrá. Gömlu lögin, að- eins yngri lög og svo nýju lögin hljóma öll í bland og tryggja að eng- um aðdáanda söngkonunnar finnst hún vanrækja „sitt“ tímabil. Lögin sem flutt eru af Before the Poison eru líka viturlega valin og búa yfir sömu tilfinningu trega, gamalla drauma og brostinna vona sem henta rödd og persónu Faithfull svo vel. Fyrir vikið virka þau líka kunn- ugleg í eyrum tónleikagesta sem ekki tapa þræðinum, enda hér engin óþarfa áhætta tekin sem sýnt gæti söngkonuna í nýju og óþægilegu ljósi. Fagnaðarlætin í tónleikalok sýna líka og sanna að áheyrendur kunnu vel að meta það sem í boði var. Marianne Faithfull er kannski ekki lengur kyntákn sveipuð ljóma af sambandi við eina af stærstu stjörnum sjöunda áratugarins. En árin sem liðið hafa, gleði og sorgir, vonir og vonbrigði, hafa gefið söng hennar vissan brodd sem fyrir til- stilli þessarar seiðandi og sér- kennilegu raddar hljómar enn meira sannfærandi fyrir vikið. Anna Sigríður Einarsdóttir MIÐASALA á tónleika Stranglers í íþróttahúsinu Smáranum, Kópavogi, hefst í dag. Tónleikarnir fara fram laugardaginn 4. desember og sjá Fræbbblarnir um upphitun. Miðasalan hefst á hádegi og verða miðarnir seldir í Aðalstöð- inni Keflavík, Skútunesti Akranesi, Fossnesti Selfossi, Leiruvegi Akureyri og á Nestisstöðvunum Ártúnshöfða, Háholti Mosfellsbæ, Gagnvegi, Borgartúni, Geirsgötu, Stórahjalla Kópavogi og Lækj- argötu. Aðeins eitt verð er á miðum, 3.900 krónur, en bæði er boðið upp á stæði og sæti. The Stranglers er ein helsta sveitin sem tengd hefur verið breska pönkinu, þó að sveitin hafi reyndar byrjað nokkru fyrr en sú bylgja skall á. Sveitin lék hérlendis árið 1978 og átti stóran þátt í því að hrinda af stað íslensku pönkbylgjunni. Stranglers á að baki glæstan feril, var einkar áhrifarík sveit en á meðal þekktra laga eru t.d. „No More Heroes“, „Golden Brown“, „Al- ways the Sun“ og „Nice in Nice“. Nýverið kom út platan Norfolk Coast og hefur hún fengið góða dóma gagnrýnenda. Tónleikar | Stranglers í Smáranum Miðasala hefst í dag The Stranglers, eins og þessir framverðir pönkbylgjunnar líta út í dag. Ómar segir að stefnt verði að því að stilla upp graffítíverkum á svið- inu til að sýna heildarmynd hipp- hopp-menningar, sem sam- anstendur af breiki, graffítí, MC og DJ. Það er við hæfi því í gær átti hipphopp-menning formlegt af- mæli. 12. nóvember fyrir þremur áratugum gerði götuhreyfingin Zulu Nation, undir stjórn Afrika Bambaataa, daginn að formlegum stofndegi hipphopps. Íslenskt hipphopp alltaf að þéttast Hipphopp-menningin á Íslandi færist enn í aukana þótt hún hafi ekki lifað nærri eins lengi á land- inu. „Hún er alltaf að þéttast og eflast þó hún sé ekki alltaf í sviðs- ljósinu. Núna er meira um það að fólk starfi með fólki erlendis,“ seg- ir hann og bendir á Antlew/ Maximum og Cell 7 í þessu sam- bandi. „Taktsmiðir hér á landi vinna líka með bandarískum röpp- urum að gera lög í gegnum Netið.“ Óhætt er að segja að hipphopp njóti mikilla vinsælda í heiminum. Fjórða plata Eminem, Encore, kom út í gær og er búist við að hún seljist vel. Strax var búið að senda 3,5 milljónir eintaka í plötubúðir í Bandaríkjunum. TFA var stofnað árið 1998 og eru samtökin búin að standa fyrir keppnum frá 1999 og er Ómar því vanur að standa að svona skipu- lagningu. Hann segir að það hjálpi mjög að halda keppnir sem þessar innan Unglistar en það var gert í fyrsta sinn í fyrra. „Það er alveg frábært. Það auðveldar mjög að halda viðburði með Hinu húsinu. Þetta er þvílíkur stuðningur sem kemur af Unglist. Mér finnst þetta vanmetin hátíð því hún gerir svo mikið fyrir menninguna. Margir komast á kortið bara fyrir Ung- list.“ Keppnin byrjar klukkan 20 í Tjarn- arbíói og húsið verður opnað hálf- tíma fyrr. Ókeypis er inn og ekkert aldurstakmark. www.unglist.is www.hiphop.is ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.