Morgunblaðið - 13.11.2004, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KENNARAR MÓTMÆLA
Ríkisstjórnin lagði í gær fram
frumvarp á Alþingi um að leggja
bæri launadeilu grunnskólakennara
og sveitarfélaganna í gerðardóm.
Mikil mótmæli voru á Austurvelli á
meðan frumvarpið var rætt í
þinginu. Frumvarpið fór fyrir alls-
herjarnefnd í gær og fer til annarrar
umræðu á þinginu í dag.
Arafat jarðsettur
Tugir þúsunda Palestínumanna
söfnuðust saman við höfuðstöðvar
Yassers Arafats í Ramallah í gær
þegar hann var borinn þar til grafar.
Öngþveiti skapaðist þegar þúsundir
manna þyrptust að kistu Arafats og
lögreglumenn hleyptu af byssum
upp í loftið til að hafa hemil á þeim.
Ný bæjarstjórn í Eyjum
Slitnað hefur upp úr meirihluta-
samstarfi í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja, og hófust viðræður milli
V-lista og D-lista strax að loknum
bæjarráðsfundi í gær.
Tækifæri til að koma á friði
George W. Bush Bandaríkja-
forseti sagði í gær að eftir fráfall
Yassers Arafats gæfist „mjög gott
tækifæri“ til að koma á friði og
stofna Palestínuríki.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 36/40
Úr verinu 12 Bréf 41
Viðskipti 16 Kirkjustarf 42/52
Erlent 20/21 Minningar 44/49
Heima 24 Skák 49
Höfuðborgin 25 Brids 49
Akureyri 26 Dagbók 54/56
Landið 27 Myndasögur 54
Suðurnes 28 Víkverji 54
Árborg 29 Leikhús 58
Listir 30 Menning 58/65
Daglegt líf 31 Bíó 62/65
Ferðalög 32/33 Ljósvakamiðlar 66
Forystugrein 34 Veður 67
Úr Vesturheimi 36 Staksteinar 67
* * *
Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir
auglýsingablað frá Terra Nova.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
YFIRGNÆFANDI meirihluti Íslend-
inga telur skógrækt mjög jákvæða
bæði fyrir landið sjálft og fólkið sem
hér býr. Samtals 93% Íslendinga
telja skógrækt hafa jákvæð áhrif
fyrir landið, þar af 68% „mjög já-
kvæð“. Þetta var meðal niðurstaðna
í nýlegri skoðanakönnun sem IMG
Gallup gerði fyrir Rannsóknastöð
Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Í
könnuninni voru 1.182 Íslendingar á
aldrinum 18–75 ára spurðir 39
spurninga til þess að kanna afstöðu
þeirra til skóga og skógræktar al-
mennt og einstakra atriða er varða
skógrækt sem skiptar skoðanir hafa
verið um undanfarin ár.
Þegar spurt var um áhrif skóg-
ræktar á fólkið í landinu töldu fleiri,
eða samtals 95%, áhrifin jákvæð; þar
af 64% „mjög jákvæð“. „Meiri skóg“
vilja 85% landsmanna, þar af vilja
46% stórauka flatarmál skóglendis á
Íslandi. Innan við 1% vill minni skóg
en nú er. Um 15% Íslendinga finnst
flatarmál skóglendis „hæfilegt“.
Tæpur fimmtungur landsmanna
stundar skógrækt og eru 3% félagar
í skógræktarfélagi.
Nær allir Íslendingar (96%) telja
mikilvægt að nota skógrækt til þess
að stöðva og hindra jarðvegseyð-
ingu og nánast jafnmargir telja það
vera mikilvægt hlutverk Skógrækt-
ar ríkisins að bjóða upp á skóga til
útivistar (92%), að vernda og auka
útbreiðslu birkiskóga (90%) og að
stunda skógræktarrannsóknir
(88%).
Í ljós kom að um fjórir af hverjum
fimm Íslendingum hafa heimsótt
skóg a.m.k. einu sinni á undan-
förnum 12 mánuðum, flestir til að
njóta útivistar.
Telja skóg-
rækt góða fyr-
ir land og þjóð
ÞEGAR samkeppnisráð heimilaði
kaup Olíufélagsins hf og Hydro Tex-
aco á hlutum í Olíuverslun Íslands og
stofnun Olíudreifingar ehf. árið 1995
var sett sem skilyrði að stjórnar-
menn í Olíufélaginu, Olíuverslun Ís-
lands og Hydro Texaco mættu ekki
sitja í stjórn Olíudreifingar, sameig-
inlegs innflutningsfyrirtækis Olíufé-
lagsins (Esso) og Olíuverslunar Ís-
lands (Olís) Í þess stað settust
forstjórar beggja olíufélaganna í
stjórnina.
Hörður Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri ODR, staðfesti í sam-
tali við Morgunblaðið að forstjórar
beggja félaga hefðu sest í stjórnina
strax við stofnun félagsins árið 1995,
en fjórir menn voru í stjórn, tveir frá
hvoru félagi.
Af hálfu Olíufélagsins sátu þeir
Geir Magnússon forstjóri og Bjarni
Bjarnason, forstöðumaður fjármála-
sviðs félagsins í stjórninni frá byrjun
en þeir sögðu sig úr henni í fyrra eft-
ir að Geir Magnússon lét af störfum
sem forstjóri Kers, eignarhalds-
félags Olíufélagsins. Þá tóku við
Hjörleifur Jakobsson, nýr forstjóri
Olíufélagsins, og Guðjón Auðunsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs.
Þeir hafa nú báðir sagt sig úr stjórn-
inni en ekki er búið að ganga frá því
hverjir komi í þeirra stað.
Af hálfu Olís hefur Einar Bene-
diktsson, forstjóri Olís, setið í stjórn-
inni frá byrjun en hann hefur nú
samkvæmt ákvörðun samkeppnis-
ráðs sex mánuði til að láta af störf-
um. Hinn fulltrúi Olís hin síðari ár
hefur verið Jón Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs stórnot-
enda.
Stjórnarseta í Olíudreifingu hf. var skilyrt
Forstjórar Essó og
Olís hætta í stjórn
Hefði ekki/9
TÆKNIFYRIRTÆKIÐ hot-
Mobilemail ehf tók formlega til
starfa í Bolungarvík í gær. Starf-
semi fyrirtækisins byggist á því að
bjóða alþjóðlegan aðgang að þráð-
lausum tölvupósti fyrir lófatölvu-
síma.
Fjölmargir voru viðstaddir opn-
un fyrirtækisins og fylgdust með
því er Einar K. Guðfinnsson al-
þingismaður sendi Páli Skúlasyni
háskólarektor fyrsta skeytið með
hotMobilemail tölvupóstforriti.
Fram kom í máli Elíasar Jón-
atanssonar framkvæmdastjóra að
undirbúningur að þessu verkefni
hefði staðið í um tvö ár. Verkefnið
var t.d. kynnt í Madison Square
Garden í New York fyrir stuttu.
Hann sagði að nú væri þeim áfanga
náð að hefja formlegan rekstur og
miðað við þá miklu aukningu sem
orðið hefði á notkun lófatölva í
heiminum að undanförnu þá væri
ástæða til að ætla að markaðs-
möguleikarnir væru allgóðir, enda
er verið að bjóða mjög einfalda
lausn sem hentar fjöldanum.
Elías sagði það ráðast af því
hverjar viðtökurnar yrðu hversu
marga starfsmenn fyrirtækið hefði
í sinni þjónustu en unnið yrði að því
að koma upp þjónustuveri í Bol-
ungarvík til að sinna allri almennri
ráðgjafaþjónustu við viðskiptavini
þess.
Forsvarsmenn fyrirtækisins
hafa ekki áhyggjur þó nafn þeirra
sé óneitanlega líkt nafni tölvupóst-
risans Hotmail, og segir Elías að
fyrirtækið sé í fullum rétti til að
nota nafnið hotMobilemail, og eigi
ekki von á neinum vandræðum
vegna þess hversu lík nöfnin séu.
„Þetta er auðvitað allt annað nafn
og búið að vera frátekið lén í ein tvö
ár. Þannig að það yrði bara að
koma í ljós.“
Tekjur af auglýsingum
Notandi kerfisins greiðir ekkert
fyrir afnot sín en fyrirtækið mun
afla tekna með auglýsingakerfi
sem tengt er forritinu þar sem
hægt verður að skilgreina mark-
hópa eftir áhugasviði og öðrum
þáttum sem lúta að því að veita við-
skiptavinum fyrirtækisins sem
besta þjónustu.
Elías segir hotMobilemail forrit-
ið fjórum til tíu sinnum hraðvirk-
ara en þau póstforrit sem keppi-
nautar bjóða í dag, og flutt
gagnamagn að meðaltali 50%
minna en gengur og gerist, sem sé
ótvíræð hagkvæmni þar sem far-
símafyrirtækin innheimta fyrir
magn gagna en ekki tengitíma.
Fram til þessa hefur fyrirtækið
verið fjármagnað með hlutafé frá
einstaklingum og fyrirtækjum í
Bolungarvík og víðar en einnig
lagði Byggðastofnun hlutafé í það.
Á næstu mánuðum verður unnið að
því að fá erlenda fjárfesta að fyr-
irtækinu.
Aðgangur að tölvu-
pósti í lófatölvusíma
Bolungarvík. Morgunblaðið.
SÍLDARLÖNDUN á Fáskrúðsfirði
er í fullum gangi, og hefur þegar
verið landað um 3.400 tonnum af
síld, sem hefur mestmegnis verið
veidd af Hoffelli SU-80. Þegar hafa
verið söltuð síldarflök í um 15 þús-
und tunnur og heilsöltuð síld í um
3.000 tunnur til viðbótar.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Saltað í 18 þúsund tunnur
FÓLKSBÍLL valt út af Ólafsfjarð-
arvegi á fjórða tímanum í gær, og
voru ökumaður og tveir farþegar
fluttir með sjúkrabílum á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri til
skoðunar. Þeir reyndust lítið sem
ekkert slasaðir og fengu að fara
heim að skoðun lokinni. Nokkur
hálka var á veginum og telur lög-
regla hana hafa valdið óhappinu.
Bíll valt í hálku
TVEIR piltar um tvítugt þreyttu
kappakstur á bifreiðum sínum á
Miklubraut við Rauðarárstíg í gær-
kvöldi, í myrkri og slabbi. Í öðrum
bílnum voru tveir farþegar, stúlkur
á svipuðu reki og piltarnir.
Annar mældist í radar á um 120
km hraða en hinn ók á 110 km
hraða, samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík. Hámarks-
hraði á þessum stað er 60 km/klst.
Í kappakstri
á Miklubraut